Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju með afmælið! - En smá vangaveltur

Ástæða til að óska þeim til hamingju með að hafa þó lokið um 1/4 af kjörtímabilinu. En í ljósi frétta um fjárveitingar hingað og þangað sem berast nú þessa dagana til að hjálpa væntanlega sínu fólki í sveitarstjórnakosningum vakna nokkrar spurningar.

  • Í gær las ég fréttir um að nú eigi að stórauka fjármagn í nýsköpun og rannsóknir.  En úps þeir skáru þær allar niður fyrir 5 mánuðum! - Til hvers var það gert. Jú Forsætisráðherra talar um að það hafi verið nauðsynlegt þar sem leggja átti fram hallalaus fjárlög. En nú 5 mánuðum seinna hvað hefur breyst? Minnir að fjárlög hafi verið lögð fram með um 200 milljóna afgangi! Síðan hefur verið samið við ýmis ríkisstarfsmannafélög um hækkanir umfram það sem var gert ráð fyrir í fjárlögum, í haust verða svo lánin lækkuð og ekki er tryggð enn fjármögnun á því.  Er staða ríkissjóðs mun betri en þeir reiknuðu með. Hvar getur maður séð t.d. uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung. 
  • Ekki það að maður fagni ekki auknu fé í nýsköpun og rannsóknir en úps það er búið að skera niður skatta og veiðigjöld um heilan helling. Hvar ætla þau að fá peninga í þetta. Kannski með sölu eigna ríkisins? Og hverjum þá? Nú eða eru þeir að ná í peninga frá kröfuhöfum sem við vitum ekki af enn! Og af hverju voru þeir þá að slá af fyrri áætlun með öllu í síðustu fjárlögum en lofa nú enn meiri fjármunum í það sama?
  • Eins er verið að tala um að fara í samninga við einkaaðila um byggingu Sundabrautar. Hvernig á að fjármagna það! Eru menn að reikna með að fólk almennt borgi fyrir að nota hana? Var það ekki slegið af borðinu hér fyrir nokkrum árum?  Og halda menn að ríkið þurfi ekkert að borga í þessari fjárfestingu?
  • Ekki það að maður fagni ekki að fá Sundabraut en ekki á hvaða kjörum sem er!
Ég er bara svon tregur að ég næ því ekki að í desember voru þeir að skera allt niður sem þeir gátu til að ná fjárlögum hallalausum en nú allt í einu eru þeir með fullar hendur fjár sem þeir geta dælt út 5 mánuðum seinna. Ekki misskilja mig en ég næ ekki hvernig ríkissjóður verður hallalaus ef þeir fara ekkert eftir fjárlögum og geta aukið útgjöld mikið en samt staðist fjárlög! 
En ég fagna mörgu af þessu enda stóð það til hjá fyrri stjórn sem reyndar lagði til flestar fjaðrinar sem núverandi stjórnvöld geta skreitt sig með, eins og lága verðbólgu, minnkandi atvinnuleysi og fleira. Eina sem þeir hafa lagt til er nærri því afnám veiðigjalda, afnám auðlegðarskatts og örlítil lækkun tekjuskatts á millistéttina. 
mbl.is Ár frá því ríkisstjórnin tók við völdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló Kópavogur! - Það eru að koma kosningar!

Finnst alveg makalaust hvað kosningabarátta og umræða í Kópavogi fer hljótt. Reyndar á svo við með flest stærstu sveitarfélögin!

Held að kjósendur í Kópavogi ættu að líta til Reykjavíkur varðandi val sitt í næstu kosningum!  Í Reykjavík er að koma í ljós að ný úthverfi, flugvöllur og fleira er ekki það sem fólk er að hugsa um. það er að hugsa um þjónustur við fólkið í bænum, börnin, og þjónustu við aldraða.  Fólk í Reykjavík sér eins og eðlilegt er að hugsanleg ný byggingarlönd marga kílómetra frá þjónustu og vinnu er eitthvað sem núverandi borgarbúar hafa hvorki hag af né óska sér. 

Eins er þetta í Kópavogi. Er ekki helstu málin hvort að bærinn sér að veita börnum, barnafólki og öldruðum þá bestu þjónustu sem völ er á.  Fólk sem þegar býr í bænum er ekki að flytja á hverju ári og þurfa því ekki sífellt nýtt húsnæði.  Auðvita þarf að vera framboð af húsnæði en það brjálæði sem gekk yfir bæinn okkar fyrir hrun á eftir að greiða niður á næstu áratugum og bærinn teygst í langleiðina upp á Hellisheiði án þess að við bæjarbúar höfum notið þess í neinu nema flottum Íþróttahúsum!  

Er ekki kominn tími til að einbeita sér að því að Kópavogur verið fyrirmyndarbær þar sem hugað er að fólkinu sem þar býr og aðstoða alla við að lifa mannsæmandi lífi.  Gera vel við börnin, gera vel við aldraða og gera manneskjulegri. 

Til þess þarf að kjósa rétt. Það er komin áratugareynsla af sumum flokkum. Ég hvet fólk til að vanda valið! Það hafa lengst af nú verið við völd verktakaflokkar sem sé ekki framfarir nema verið sé að byggja. Innviðir bæjarins og þjónusta hefur stundum verið neðar í forgangi.

Hér áður var bærinn þekktur af því að láta velferð fólks hafa algjöran forgang. Þannig bæ vill ég aftur auk þess að þennan bæ þarf nauðsynlega að skipuleggja þannig að hann verði ekki svefnbær fyrir fólk sem svo lifir og starfar annarstaðar. 

Ég persónulega treysti Samfylkingunni í Kópavogi til að vinna að þessu!  Hvað með ykkur?


Kosningar í Kópavogi! Hvað á að kjósa?

Nú þegar kosningar nálgast óðfluga er eðlilegt að fólk skoði hvað það á að kjósa og þetta á við okkur Kópavogsbúa sérstaklega. Hér eru nú í boði hvað um 8 framboð! Held að þau hafi sjaldan verið fleiri. Og það vekur mig til umhugsunar! Þarna erum við að...

Finnst nú full bratt af stað farið hjá nýjum oddvita

Heyrði ekki annað í fréttum RUV að hún segði að Borgin ætti að sjá til þess að allir gætu fengið íbúð við hæfi á viðráðanlegu verði og það ætti að vera borgin sem skaffað þær eða sæi til þess. Því allir sem þyrftu nýjar íbúðir væru að flýja í...

Þetta er furðulegt!

Eins og fréttin hljómaði í morgun þá skildi ég vel að Framsókn hefði hafnað hugmyndum um að stækka framboðið með því að leggja áherslu á að bjóða flugvallarvinum aðkomu að framboðinu! En eins og þessi yfirlýsing formanns Kjördæmissambands Framsóknar...

Smá hugleiðingar um samfélagið á blog.is!

Nú hef ég bloggað svona nokkuð reglulega á blog.is í hvað um 8 ár. Fór að hugsa um þetta í dag þegar ég rakst á athugasemdir við blogg frá öðrum sem kvartar fyrir að vera ekkí í efstu sætum blog.is eða þeim lista sem reglulega birtist á mbl.is. Þar hafði...

Samfylkingin í Kópavogi

Ég skal fyrstur viðurkenna að ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar að slitnaði upp úr samstarfi Samfylkingar, Vg, Næst bestaflokksins og Y lista í Kópavogi. Þau höfðu í raun unnið mjög gott starf í heild sinni á meðan þau voru í meirihluta. Og í raun...

Þetta sagði Guðni um Reykjavíkurflugvöllinn 2007

Takið af www.vikurfrettir.is þar sem Guðni vann að því að ná í atkvæði frá kjósendum þar: Stærstur hluti Íslendinga vilja hafa innanlandsflugið í Vatnsmýrinni, eða 60%. Nú er það svo að Reykvíkingar deila mjög um þetta mál, það skapar óvissu. Fari svo að...

Einhvern annan en Guðna takk!

Held að fólk sé farið að gleyma ýmsu varðandi Guðna. Því kannksi rétta að benda á þetta t.d. Svo er rétt að fólk gleymi ekki t.d. þessu Fjárlaganefnd Alþingis var líka einróma í skýrslu sinni um ríkisreikning 2010 þar sem í ljós kom að Guðni hafði...

Framsókn og Sumardagurinn fyrsti!

Heyrði í Guðna Ágústssyni í fréttum Bylgjunar! Þar var haldið áfram með leikritið sem verið hefur í gangi síðustu vikur eftir að þeir ráku Óskar Bergsson! Guðni segist vera að hugsa málið og gefi svar á Sumardaginn fyrsta. Ég verð að segja að mig óar við...

Leikritið Guðni sigrar Reykjavík

Óskar fær að tilkynna að hann hafi dregið sig til baka úr oddvitasætinu. Og allir voða hissa innan framsóknar Lekið í fjölmiðla að Guðni sé eitt af nöfnunum sem séu í umræðunni Guðni segist koma af fjöllum en geti ekki annað en skoða málið. Vigdís sem er...

Sorglegur kafli um SP Kef

Örugglega ekki arfleið sem Steingrímur J Sigfússon vildi skilja eftir sig. En þarna koma náttúrulega margir sérfræðinga að! Svona eftir á er ljóst að þessum banka átti aldrei að reyna að bjarga og láta bara fara lóðrétt á hausinn. Kostaði okkur...

Nei takk! Þetta fólk á ekki að taka ákvörðun fyrir mig.

Með fullri virðingu þá eru Vigdís Hauksdóttir og Páll Vilhjálmsson ekki fólk sem ég treysti til að ákveða hluti fyrir mig! Og þarna gleypir Vigdís eins og venjulega upp eitthvað sem fyrirspyrjandi nefndi á fundinum og svo gerir hún orð hans að sínum og...

Held að Hannes Hólmsteinn, Heimssýn og fleiri nagi sig í handarbökin!

Nú fyrir nokkrum dögum las ég á bloggi Hannesar á pressan.is: Laugardaginn 5. apríl flytur einn helsti sérfræðingur Evrópu í öryggis- og alþjóðastjórnmálum fyrirlestur í Háskóla Íslands, stofu 202, kl. 11–12 um evruna, sem hann telur vera að ganga...

Svona bara nokkrar spurningar?

Nú er ríkið rekið svona um það bil á núlli skv. fjálögum en við vitum að þau standast ekki alveg. Ef að lækka á skatta er það þá ekki á almenning? Því ég er að velta fyrir mér hvort að þá verði skattar hækkaðir á okkur og/eða þjónustugjöld hækkuð t.d. á...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband