Leita í fréttum mbl.is

Svona má eyða tíma ráðuneyta af þingkonu sem vill skera þar niður alveg hægri og vinstri.

Rakst á þessa fyrirspurn á althingi.is sem var svarað í dag:

Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hefur verið skoðað að innheimta hærri gjöld fyrir heilbrigðisþjónustu af þeim sem eru búsettir utan Evrópska efnahagssvæðisins?

    Þeir sem eru búsettir utan Evrópska efnahagssvæðisins og njóta heilbrigðisþjónustu hér á landi greiða fullt gjald fyrir þjónustuna, sbr. reglugerð nr. 1101/2012, um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna. Reglugerð þessi er endurskoðuð árlega og gjöldum breytt með hliðsjón af verðlagsbreytingum. Þeir sem eru búsettir utan Evrópska efnahagssvæðisins greiða því nú þegar hærri gjöld en þeir sem búa innan svæðisins.

Spurning hvaða þingmaður vissi þetta ekki? Þetta vissi ég og sennilega flestir Íslendingar. Þ.e. að þeir sem eru utan EES og ESB þurfa að borga hér fullt gjald fyrir heilbrigðisþjónustu.  En það var ákveðinn þingmaður sem þurfti að spyrja að þessu? Gott að hún hefur ekki farið hamförum út af því að þarna væri hægt að græða. 


Hvað gerir Gunnar Birgisson núna?

Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson sem skipuðu 2 efstu sæti Samfylkingar í Kópavogi hafa ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram.

Nú hlýtur Gunnar Birgisson að geta hætt líka því manni fannst á tímabili að hans helst hlutverk væri orðið að hefna sín á Guðríði sem manni fannst hann kenna um allt sem úrskeiðis fór hjá honum sjálfum sem bæjarstjóra síðastu kjörtímabil. 


Svona kannski rétt að einhver benti Vigdísi á að kynna sér málin almennilega áður en hún talar.

Ég hef verið opinberstarfsmaður nú um áratugaskeið. Skv. því sem ég best fæ skilið er það í lögum um opinbera starfsmenn að þegar störf þeirra eru lögð niður a.m.k. hjá þeim sem hafa unnið lengi - þá ber að skaffa þeim sambærilegt starf eða að þeir eiga...

Verður lækkun verðtryggðra lána kannski 5%?

Úr þættinum Á Sprengisandi í dag: Guðmundur Steingrímsson: Kannski ætla menn að skoða launavísitöluna líka og hvað hún hefur hækkað miðað við verðlagsvísitölu frá hruni. Þá fá menn kannski allt aðra prósentutölu. Þá eru þetta kannski 70 milljarðar...

Ímyndað samtal ríkisstjórnarinnar við kröfuhafa

Af bloggi Gísla Baldvinssonar á eyjan.is Fimmtudagur 31.10.2013 - 19:25 - FB ummæli ( 0 ) Viðtal ríkisstjórnar við kröfuhafa, I hluti Status frá Guðmundi Löve sem skilur ríkisstjórnina betur en hún skilur sjálfa sig: Ímyndað samtal ríkisstjórnarinnar við...

Valið stendur á milli ESB aðildar og evru eða vogunarsjóða og haftakrónu

Af síðu Andra Geirs Krónan og vogunarsjóðir Valið stendur á milli ESB aðildar og evru eða vogunarsjóða og haftakrónu. Án ESB aðildar verða vogunarsjóðir í lykilaðstöðu til að skammta og stýra erlendu fjármagni til Íslands. Völd þeirra munu aukast og þeir...

Sigmundur Davíð: Samningar við kröfuhafa gætu tekið nokkur ár

Frétt af eyjan.is: Nokkur ár gætu liðið þangað til viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna lýkur og hægt verður að afnema gjaldeyrishöft, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Hann segir kröfuhafa hafa það of náðugt innan íslensks...

Sigmundur Davíð í sjálfvorkun á Sprengisandi!

Verða að segja að Sigmundur Davíð sem forstætisráðherra geriri lítið annað en að vorkenna sér. Dá góður hluti viðtals hans í þættinum Á Sprengisandi fór í að vorkenna sjálfum sér út af fjölmiðlum og vondum netverjum. Honum viðrðist gjörsamlega vera...

Sigurður Ingi ekki í nokkrum tengslum við þjóðina?

Ef að Sigurður Ingi heldur að: Svokallaðri samningaleið sem gerði ráð fyrir að útgerðaraðilar fengju úthlutað veiðiheimildir til langs tíma, 20-25 ár hugsanlega, til þess að tryggja nauðsynlegan stöðugleika í greininni og svigrúm til fjárfestinga. sé...

Hvaða leyndó geyma þessi félög?

Nú setti Sigmundur Davíð reglugerð um að eftirfarandi félög séu undanskilin upplýsingaskildu stjórnsýslulaga. Af hverju? Væri gaman að vita það. Auðvita eru ýmis af þessum félögum í samkeppni og maður skilur það að það megi ekki gefa upp viðkvæmar...

Leiðréttingarsjóður?

Var aðeins að kynna mér þessar hugmyndir eins og Guðmundur í XG lagið þetta fram. Er það rétt skilið hjá mér að óverðtryggðu lánin komi til með að bera 7,6% vexti og vaxtamunur verði um 7% á þessum lánum og lán leiðréttingarsjóðsins sem verð verðtryggð...

Rökin fyrir aðild að ESB

Af eyjan.is Hagsbæturnar leiða meðal annars af upptöku evru í stað krónu. Með evru fæst langþráður stöðugleiki, verðtrygging verður ekki lengur nauðsynleg, vextir lækka og viðskiptakostnaður minnkar. Tilraunin með íslensku krónuna er fullreynd og tókst...

Ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi! (Engar efndir bara nefndir)

Frétt af ruv.is: Báðir stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafa tapað fylgi frá kosningum, samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn er þó stærstur flokka á landsvísu, en 23% kjósenda...

Svona kannski rétt að einhver bendi Jóni Bjarnasyni á eftirfarandi:

Ef hann var með kröfur í samningaviðræðum upp á 16 til 17% og ESB er með tilboð núna upp á 12 til 14% þá munar ekki nema 2% á því sem hann var tilbúinn að samþykkja og því sem ESB er að bjóða upp á. Þannig að hann þó að maðurinn sé blindaður af hatri á...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband