Leita í fréttum mbl.is

Væntingar fólks um kosningaloforðin og hvenær þau verða uppfyllt.

 

Hef svona sterklega á tilfinningunni að Bjarni og Sigmundur Davíð myndu óska sér að væntingar til stjórnar þeirra væru ekki alveg svona mikilar.

Þ.e. að fólk reiknar með þessum umbótum þeirra lækkun lána, skatta og aukinnni vinnu og launa strax. Enda hafa þeir ekki talað lítið um fráfarandi ríkisstjórn hafi tekið sér of langan tíma í að framkvæma. 

"Of lífið of seint" hefur maður nú heyrt þá segja frá 2010.

Þeir eru því búnir að boða í raun að þessar aðgerðir hljóta allar að verða komnar í framkvæmd á næsta fjárlagaári. Það bara hlýtur að vera. Ekki ætla þeir að fara að draga aðstoðina við heimilinn um lengri tíma sem þeir sögðu að þyrftu hjálp strax og helst í gær. Það er það sem fólk reiknar með.

Semsagt að stjórnarsáttmálinn hlýtur að ganga út á:

  • Lækkun lána heimila upp á að jafnaði um 20%
  • Hækkun persónuafsláttar um allt að 50 þúsund ef þeir ætla að taka upp eitt skattþrep aftur. Og tekjuskattur hlýtur þá að verða um 39%
  • Fjölgun starfa strax á næsta ári á heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum um allt land.
  • Afnám sérstaks veiðigjalds 
  • Lækkun á virðisauka eða einföldun á því kerfi.
  • Eins verðu slumma sem verður sett væntanlega í örva fjáfestingar.
  • Og fólk reiknar með góðri hækkun á kaupmætti og/launum í næstu samningum. 

Og þeir hljóta að gera sér grein fyrir að fylgst verður með því að álögur á almenning verði ekki hækkaðar því að þjóðinn á persónulegt loforð frá framsókn að skattgreiðendur þurfa ekkert að borga aukalega fyrir allt þetta.

Sé reyndar fram að ríkissjóður verður rekinn með halla þá næstu árin en þeir virðast ekki hafa áhyggjur af  því. Er svona að velta fyrir mér hvort að ríkissjóður verði þá rekinn á auknum skuldum sem verða settar á raðgreiðslur til næstu 10 ára. Og treyst á að aukin umsvif auki að lokum tekjur ríkisins. 

Finnst furðulegt annað en að aðrar þjóðir hljóti mjög að horfa til okkar næstu árin. Því ef þetta tekst hjá sovna skuldugri þjóð án þess að við förum gjörsamlega yfir brúnina þá eru þetta ný viðmið fyrir heiminn. Það þýðir ekkert fyrir menn að benda á að eitthvað af þessu hafi verið gert t.d. í USA því að þeir hafa jú alþjóðlega viðrukendan gjaldmiðil sem þeir geta prentað að vild og gengur um allann heim.


mbl.is Stjórnarsáttmáli er langt kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattar á fyrirtæki háir?

 Samtök atvinnulífsins ásamt Framsókn og Sjálfstæðisflokk hafa nú síðustu vikur verið að tala um skattpíningu fyrirtækja sem komi í veg fyrir að fyrirtækin skili "breiðum skattstofnum" til þjóðfélagsins. Í ljós þess hverning þetta var hér 2011 þar sem við erum með hvað neðstu skatta á fyrirtæki í OECD þá velti ég því fyrir mér afhveru hinar þjóðirnar eru ekki löngu búnar að breyta þessu hjá sér.

„-Það eru einungis 5 lönd sem hafa lægri skattlagningu fyrirtækja en Ísland árið 2011. Þau eru Slóvakía, Pólland, Ungverjaland og Tékkland með 19% og svo Írland með 13%.
-Fjögur lönd eru með svipaða skattbyrði fyrirtækja og Ísland, þ.e. Grikkland, Chile, Slóvenía og Tyrkland. En Japan og Bandaríkin eru með helmingi meiri skattlagningu fyrirtækja en Ísland, eða 39-40%.
-Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum leggja allar meiri skatta á fyrirtæki en Ísland. Samt gengur flest mjög vel í þeim löndum.
-Ef við skoðum hverju tekjuskattur á fyrirtæki skilar í ríkissjóð, sem % af vergri landsframleiðslu, þá er Ísland í 4. neðsta sæti 2010."

Skil ekkert í öðrum þjóðum að lækka ekki í hvelli skatta á fyrirtæki og fjárfesta og fá "jákvæða hvata" til að "breikka skattstofna og auka tekjur ríkisins"

 

 

http://blog.pressan.is/stefano/2012/08/09/skattpining-fyrirtaekja-a-islandi/


Skuldir ríkisins! Vissuð þið þetta?

Rakst á þessar upplýsingar á facebook: Lítt þekkt staðreynd: Brúttó skuldir ríkissjóðs eru 1.489 milljarðar, 81,5% af áætlaðri landsframleiðslu 2013. En á móti á ríkissjóður sjóði, þ.m.t. gjaldeyri, og endurlán til annarra aðila að upphæð 623 milljarðar....

Skattar ættu að verða þannig að þeir virkuðu jákvætt á aukna verðmætasköpun?

Um skatta sagði Sigmundur að þeir ættu að verða þannig að þeir virkuðu jákvætt á aukna verðmætasköpun! Hvað þýðir það? Hér í gamladaga þ.e. fyrir svona um 20 árum hefði ég túlkað þessi orð þannig: Þá á að lækka skatta a fyrirtæki og fjárfesta. Um leið og...

Svona ef að Framsóknarmenn kunna ekki að leita sér upplýsingar um stöðu Íslenska ríkisins

Þá eru hér ágætar leiðbeiningar sem Björn Valur hefur takið saman fyrir þá um hvar sé hægt að leita þeirra á netinu: Fyrir áhugasama er hins vegar ógrynni af gögnum og efni um ríkisfjármálin að finna á veraldarvefnum. Hér eru nokkur dæmi: Á vef...

Nýr íslenskur texti við lagið "Wild boys" eftir Evu Hauksdóttur.

Eva Hauksdóttir skrifar á bloggið sitt í dag skemmtilegan pistil . M.a. er hún búin að semja texta sem má syngja við lagið "Wild Boys" sem Simmi og Bjarni völdu sér hjá Sigga Hlö á Bylgunni um daginn. Eins veltir hún fyrir sér nafni á Ríkisstjón þeirra:...

Þessu hljóta fúlistarnir hér á blog.is að minnstakosti að geta brosað að.

Las þetta á facebook og varð bara að deila þessu með öllum fúlistunum hér og skapofsamönnum. Því þó þeir geti verið hjartanlega ósammála þessu þá er þetta þó fyndið. Þráinn Bertelsson Það er ekkert smáræðis kraftaverk sem hinir tveir ungu afreksmenn hafa...

Hvaða leikrit er í gangi varðandi þessar viðræður?

Var að lesa þessa ágætu greiningu á atburðum síðastu rúma viku varðandi viðræður Bjarna og Sigmundar og hvernig fjallað er um þetta í fjölmiðlum og þeim sé markvisst stýrt. Lesið endilega þessa grein hér eftir Ingimar Karl Helgasson í heild með...

Moggi varðveitir helmingaskipti

Jóhann Hauksson skrifar á bloggið í dag: Í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og VG var hætta á því að áratugagamalt bandalag helmingaskipta Sjálfstæðisflokkins og Framsóknarflokksins léti undan síga. Að minnsta kosti óttuðust innvígðir og innmúraðir að...

Til umhugsunar varðandi stjórnarmyndunarviðræðurnar!

Var að lesa bloggið hans Egils Helgasonar áðan. Þar kom þessi setning fyrir hjá honum: Nú er tveir frekar ungir stjórnmálaforingjar úr Sjálfstæðisflokki og Framsókn að mynda ríkisstjórn. Svo vill til að þeir eru báðir vellauðugir. Líklega þyrfti hvorugur...

Nú er þeir búnir að ræða saman í Reykholti, Þingvöllum og Alþingishúsinu. Flott!

Við fáum reglulega fréttir af því hvað þeir fá sér að borða hvar þeir ræða saman og allt gangi vel. Og nú á að ræða saman yfir helgina. Er svona að velta fyrir mér fyrst að allt gengur svona vel hvort að við þurfum nokkuð að sitja undir svona fréttum...

Margir með drauminn um að fá hér aftur árin fyrir hrun. Þetta er náttúrulega út í hött!

Íslendingar geta bara ekki lært af reynslunni: Svo virðist sem hálfgert gullgrafaraæði hafi gripið um sig á hlutabréfamarkaði. Dæmi eru um að fjárfestar skrái sig fyrir miklu hærri fjárhæðum í útboðum en þeir eru borgunarmenn fyrir. Einn fjárfestir bauð...

Þetta vakti athygli mína!

Í lok mars sl. átti Íbúðalánasjóður 2.377 fasteignir um land allt og hafði þeim fjölgað um 149 frá áramótum. Rétt rúmlega helmingur fasteigna sjóðsins var áður í eigu byggingaraðila, fyrirtækja í leiguíbúðarekstri eða annarra lögaðila. Eins og sumir hafa...

Enn um hugmyndir Framsóknarmanna!

Endemis rugl Framsóknar Í Financial Times 2. maí segir að erlendir kröfuhafar þrotabúa Glitnis og Kaupþings séu staðráðnir í að gefa ekkert eftir af 400 milljarða krónueignum sínum. En íslenzk stjórnvöld eru ákveðin að heimta allt að 75% eftirgjöf. Þar í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband