Leita í fréttum mbl.is

Lönd í heiminum með flatan tekjuskatt eins og Simmi og Bjarni eru að pæla í:

Almenn hægt að segja að það séu lönd sem við viljum síst miða okkur við. 
 
800px-Flat_personal_income_tax
 
 

Almennt líka hægt að segja þetta séu lönd sem eru fræg fyrir fátækt og ójöfnuð þar sem fáir ríkir hafa það gott en almenningur má éta það sem úti frýs. 


Hafið þið lesið þetta? Framsóknarleiðin tætt í sundur

Óðinn Viðskiptablaðið:

Málflutningur Framsóknarflokksins í aðdraganda alþingiskosninganna var að kröfuhafar þrotabúa gömlu bankanna þyrftu á nauðasamningum að halda við Ísland. Þetta er í besta falli villandi, þrotabúin þurfa ekki á neinum nauðasamningum að halda enda skulda þau ekki neitt og kröfur í þau eru ígildi hlutafjár. Hins vegar eru þau í sömu stöðu og aðrir íslenskir lögaðilar að mega ekki skipta innlendum eignum sínum í nothæfa mynt og hafa ekki ráðstöfunarrétt yfir erlendum gjaldeyri sínum, sem Hróbjartur Jónatansson færði sannfærandi rök fyrir í greininni Gjaldeyrishöft – óbeint eignarnám? í þessu blaði 18. apríl að fæli í sér óbeint eignarnám.

Og síðar

 

En er það alveg sjálfsagt að semja við þrotabúin með slíkum hætti? Jafnvel þótt heykvíslararmur Framsóknarflokksins yrði skilinn eftir heima hjá sér, kylfurnar og haglabyssurnar og gengið yrði til samninga við þrotabúin sem báðir aðilar væru fullkomlega sáttir við, þá fælu slíkir samningar í sér að ákveðinn hópur fólks væri að greiða ríkinu fyrir forréttindi. Á meðan það eru gjaldeyrishöft í landinu og aðrir íslenskir aðilar hafa ekki frjálsan ráðstöfunarrétt yfir erlendum eignum sínum væri það ígildi mútugreiðslu ef erlendir kröfuhafar greiða íslenska ríkinu fyrir að fá ráðstöfunarrétt yfir gjaldeyri umfram aðra.

Það sem Framsóknarflokkurinn er með öðrum orðum að boða er einhvers konar merkantílismi þar sem lögbundin sérréttindi ganga kaupum og sölu, að vísu undir því yfirskini að það sé í þágu heimilanna. En viljum við að aðrir þrýstihópar geti keypt sér lögbundin sérréttindi gegn því að afrakstrinum verði varið til lækkunar á skuldum heimilanna?

 

 Og enn vitnum við í þessa greiningu:

Rót vandans er að það er engin innstæða fyrir þessum eignum þrotabúanna, íslenskar krónur eru skuld þjóðarbúsins en ekki eign. Við það að fá þessar krónur afhentar minnkar erlend skuld þjóðarbúsins en ef þær eru notaðar til að borga niður lán heimila hækkar erlend skuldastaða þess aftur að því marki sem fólk óskar gjaldeyris fyrir krónueignir sínar en setur þrýsting á innlent verðlag að því marki sem fólk ver þeim innanlands. Þessi staða er hliðstæð því að einstaklingur hafi selt víxla og tapað andvirðinu í spákaupmennsku og sé orðinn ógjaldfær. Ef honum tekst að semja við kröfuhafa sína um að fá víxlana afhenta til baka að hluta eða öllu leyti, þá hefur skuldastaða hans batnað en hann getur ekki selt víxlana aftur til að greiða fasteignalán frænda síns án þess að skuldastaða hans versni á ný.

Og þessu lýkur á þessu:

Hin raunverulega spurning er hvort fólk sé reiðubúið að leggja á sig það erfiði sem er nauðsynlegt til að ná markmiðinu. Losun gjaldeyrishafta verður ekki sársaukalaus þótt langtímaávinningur af losun þeirra verði margfaldur miðað við það að halda þeim. Stefna Framsóknarflokksins miðar að því að læsa Ísland inni í höftum til langframa í skiptum fyrir lækkun á skuldum.

 

 


Ekkert að vefjast fyrir mönnum að klára þetta. "Vafningarnir" koma sennilega síðar

Ítreka að það verður að fylgjast vel með næstu misseri að hluti af þessum stjórnarsáttmála sé ekki um að fyrrum hrunvaldar og fjárfestar sem komu fé undan til útlanda sem þeir mjólkuðu út úr fyrirtækjum fyrir hrun fái ekki að kaupa á hrakvirði eignir...

Ætli þetta sé forskriftin sem strákarnir í sveitinni vinna eftir.

Úr rannsóknarskýrslu Alþingis bls. 185: Áhrifamesti stjórnmálamaður Íslands síðustu áratuga, Davíð Oddsson, þáverandi utanríkisráðherra, dró þetta saman í ræðu sem hann flutti á ársfundi Útflutningsráðs árið 2004: „Útrás íslenskra fyrirtækja er...

Kannski ættu aðrir flokkar að vera fegnir að verða ekki við stjórnvölinn næstu ár

Alveg hrikaleg spá um nauðsynlegar aðgerðir hér á landi næstu ár hjá Friðrik Jónssyni ráðgjafa hjá Alþjóðabankanum .. Þar má m.a. lesa Ástandið er þannig að ekki duga nein vettlingatök. Að vera “vondur” við kröfuhafa gömlu bankanna er ekki...

Þú verður að vera rólegur!

Þú æsir upp öll hin! En svona fréttir eins og í dag um hvað þeir eru að borða og að þeir ætli að taka sér frí á nóttinni frá viðræðum eiga eftir að gera mann vitlausan.

Það hafa ekki allir mikin áhuga á þessum stjórnarmyndunarviðræðum

Gutti hefur engan áhuga á þessu bölvaða rugli. Ef hann fær að borða, fara út og smá klapp er hann glaður.

Gaman að sjá að Íslendingar fylgjast með frá útlöndum!

Ég er með greiningartól tengda við þessa síðu. Þar m.a. get ég séð hvaðan menn eru að koma sem kíkja hér inn. Það er áberandi um helgar að erlendir aðilar eru að lesa hvað er að gerast hér heima. Hér er kort sem sýnir hvaðn síðustu 100 sem komu inn á...

Jæja þá getum við farið að hita Visakortin og endurnýja þau sem eru orðin slöpp!

Skv kosningaloforðum þeirra eigum við von á nú á næstu mánuðum: Fullt af hálaunastörfum Mikilli hækkun launa lækna á landsbyggðinni þannig að þeir fáist til að vinna þar. Það á jú að efla hana gríðarlega. Og fólk á Landspítalanum á von á góðri hækkun...

Þingreynsla Alþingsmanna Framsóknar

Rakst á þessa yfirferð á þingreynslu væntanlegs þingflokks Framsóknar. Þar segir í grein sem heitir: Varla stjórntæk Framsókn. Þegar maður lítur á þingflokkinn þá blasir það við að hann er reynslulítill og búast má við að reynslumestu þingmennirnir verði...

Jæja nú er ballið að byrja - En Sigmundur hvaða heimili ert þú að tala um?

Skv eyjan.is er Sigmundur tilbúin í viðræður við ótilgreinda flokk eða flokka um helgina. Og hanns segir: Samtöl við formenn flokkanna hafa gengið vel og auk þess liggur fyrir með skýrari hætti en áður, að afnámi gjaldeyrishafta og uppgjöri bankanna muni...

Það er ekki hægt að treysta þeim fyrir horn.

Heyrði ekki betur en að haft væri eftir Sigurði Inga varaformanni Framsóknar að í dag hefðu verið óformlegar viðræður. En viti menn hvað þýðir þetta þá?

Nei, nei! Sigmundur segir að þetta kosti okkur ekki neitt!

Ríkissjóður og Seðlabankinn gætu þurft að leita á náðir erlendra lánadrottna til þess að fjármagna afborganir íslenskra fyrirtækja af erlendum lánum sínum og til að greiða fyrir kosningaloforð. Þetta kemur fram í umfjöllun Bloomberg fréttaveitunnar. Þar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband