Leita í fréttum mbl.is

Það er eitt sem Framsókn og Sjálfstæðismenn ættu að athuga.

Nú þegar þeir eru líklegir til að taka við sem stjórnarflokkar næsta kjörtímabil. Og þeir hafa talað um að taka upp hin ýmsu lög sem sett hafa verið á þessu kjörtímabili. T.d. Rammaáætlun, skattlög og veiðigjöld ásamt einhverjum fleirum málum.

En þeir ættu manna best að vita það að nú er komið í gang ákvæði stjórnarskráarinnar um að Forseti neiti að skrifa undir lög og þeim vísað í þjóðarakvæði í kjölfarið. Og ég held að þessu ákvæði verði beitt óspart ef að þeir ætla að fara velta t.d. yfir náttúrunna og fara að gera vel við útgerðarmenn. Þá verður í hvelli safnað um 30 þúsund undirskriftum og Ólafur Ragnar verður að í ljósi fordæma að verða við beiðni svo mikils fjölda.  Það verður engin elsku mamma í þessu. 


Svona koma tillögur framsóknar út eftir tekjum

tekjufimmtungarsmallest.png

Úr skýrslu Seðlabanka um þessar tillögu. 

Vilhjálmu Þorsteinsson sem birti þessa mynd segir:

(Við metum áhrif hugsanlegrar 20% niðurfærslu höfuðstóls verðtryggðra íbúðalána og komumst að því að um 75% niðurfellinganna myndu falla í skaut heimila sem eiga ekki í vanda. Tveir þriðju heimila í vanda myndu ekki komast út úr honum þrátt fyrir svo víðtæka aðgerð.)

Ég endurtek: 75% niðurfellingarinnar fer til heimila sem þurfa hana ekki. 2/3 þeirra sem eru í vanda myndu hins vegar vera áfram í vanda eftir slíka niðurfærslu." Sjá hér

 

 
 

Erlendir blaðamenn undrast fylgistap stjónarflokkana í ljósi árangurs hennar.

Af Silfur Egils: Erlendir fjölmiðlar eru farnir að fylgjast með kosningunum í næstu viku. Fjölmiðlamenn að utan eru farnir að koma hingað – aðrir hafa samband með tölvupósti eða síma. Í ljósi atburða síðustu ára þykja þetta þetta merkilegar...

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur farin að ræða stjórnarmyndun!

Las þetta áðan: Nú er ég búinn að fá það staðfest úr tveimur áttum að viðræður eru hafnar milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þetta eru að sjálfsögðu óformlegar viðræður, “menn talast við” eru svörin. Menn telja það mikilvægt...

Aðeins um kosnngalofoð Sigmundar Davíðs og co.

Hélt að ég ætti aldrei eftir að vitna í Andríki en nú eru þeir/þau einmitt að tala um sömu hluti og ég og ég hendi bara stórum hluta úr einum pistil þaðan hér hér inn. : Í vikunni birtist hins vegar mjög skýr blaðagrein eftir Eirík Elís Þorláksson...

Treystu okkur

...

Ljóst að ESB viðræður ættu ekki að þvælast fyrir að flokkar geti unnið með Samfylkingunni.

Skv. könnun er mikill meirihluti fyrir því að klára viðræður við ESB. Því ætti næstu ríkisstjórn að vera í lófa lagið að halda bara þjóðarakvæðagreiðslu um áframhald viðræðna og það yrði samþykkt með miklum meirihluta og því ættu viðræður að geta haldið...

Heimssýn og aðrir afturhaldseggir tala ekki fyrir þjóðina varðandi ESB viðræður. - Augljóst skv. þessu

Og í raun talar Framsókn og Sjálfstæðismenn ekki heldur sama máli og þjóðinn. Því væri gaman ef að Heimssýn og Framsókn og Sjálfstæðismenn hættu að tala eins og þeir séu að túlka vilja þjóðarinnar. Hún er bara ekkert að hugsa eins og þeir. Svo þið sem...

Sjálfstæðisflokkur stór er eitt, Framsóknarflokkur stór er annað- En báðir = Hætta

Skv. síðustu könnunum sýnist mér að 2 flokkar sem sannarlega hafa verið í gegnum tíðina einir mestu verndarar sérhagsmuna geti náð kannski 38 til 40 þingmönnum. Þá er ljóst að þeir verða óviðráðanlegir. Og hvað þýðir það. Jú ég geri ráð fyrir að...

Árangur Ríkisstjónarinnar - Bara af því að allir eru búnir að gleyma því.

Flott blogg á dv.is þar sem Jóhann Páll skrifar. Þar segir hann m.a. Á síðustu fjórum árum hafa ýmis mistök verið gerð. En að mínu viti blikna þau í samanburði við þann árangur sem náðst hefur. Ég ætla að rifja upp nokkrar staðreyndir: 1. Ríkisstjórnin...

Góðar upplýsingar um stöðu fjármála ríkisins og stefnu næstu árin

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman fróðleik um stöðu fjármála ríkisins. Efnið er sett fram í örkynningum, sem hægt er að nálgast á vefnum. Markmiðið með örkynningunum er að almenningur hafi kost á aðgengilegu efni um stöðu ríkisfjármála. Í...

Tillögur Framsóknar upp á 740 milljarða skuldalækkun?

Svona miðað við að Framsóknarflokkuinn hefur boðað að þau séu með úthugsaðar tillögur um skuldalækkun heimilana og hvernig á að fjármagna þær sem og að gera Íslanda að tilraunalandi um nýtt peninga kerfi þá fær Gunnar Tómasson hagfræðingur það út að...

Ritstjóri Viðskiptablaðsins um tillögur framsóknarmanna! Og annarra!

Leiðari Viðskiptablaðsins: Þjóðnýting skulda Tillögur Framsóknarflokksins ganga út á að þeir sem skulda mest og eiga verðmætustu eignirnar fái mest. Það er fullkomlega ábyrgðarlaust að sjá ekki í gegnum kosningaloforð Framsóknarflokksins um almenna...

Ekki vill framsókn hjálpa þessum heimlum.

Hvaða aðrir möguleikar eru í boði fyrir þig og börnin þín? „Það eru engir aðrir möguleikar. Það vantar sárlega úrræði fyrir fólk sem vill leigja. Eins og staðan er í dag, þá er eina leiðin fyrir þá sem vilja bjóða fjölskyldunni sinni öruggt...

Árangur síðustu 4 ára er þó nokkur

Mynd fengin héðan og nánari upplýsingar þar einnig M.a. hægt að tiltaka þetta: · Persónuafsláttur hefur hækkað um 45% frá árinu 2007 og verðtryggður frá 1. janúar 2012 svo hann missi ekki virði sitt gagnvart veikri krónu. · Ísland allt árið – átak...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband