Leita í fréttum mbl.is

Vonandi að þeir séu þá tilbúnir að afsala sér bara kvótanum!

Við skulum setja upp smá dæmi:

Segjum að hér við land hefði fundist olía fyrir 30 árum.  Olíufélögum sem þá voru starfandi hefði verið falið að vinna hana. Síðan kæmi í ljós að þau hefðu m.a. borgað hér lítin tekjuskatt, ekkert auðlindagjald. Og notað þessi einkaleyfi sína til að veðsetja olíuna til þess m.a. að braska í bönkum og öðrum hugðarefnum eigendana. 

Nú svo kæmi hér hrun og stjórnvöld og þjóðin færu að horfa í eign sína í olíu og að aðeins nokkrir aðilar og starfsmenn þeirra græddu milljarða en leituðu allra leiða til að koma þessum hagnaði úr landi, borga ekki nema lágmark í skatta og skuldsetja þessar olíulindir til að nota í brask. 

 Og svo þegar að stjórnvöld hefðu áhuga á að þjóðin í heild myndi njóta meira af þessum arði sem vær af olíulindum þá myndu öll þessi fyrirtæki og einstaklingar breyta öllum sínum peningum, áhrifum í flokkum og ákveðnum byggðarlögum til að vinna gegn þessu. 

Hvað myndi fólki finnast um það?

Hvernig halda menn að staðan væri i Noregi ef að þetta hefði verið  gert í Olíuvinnslu þeirra?

Það á ekki að láta menn komast upp með þetta.  Byrjum á veiðigjaldi og síðan breytum við þessu kerfi þannig að allur kvóti fari á markað og allur fiskur á markað. Það eru um 10 fyrirtæki sem eiga 75% af kvótanum. Þau vanda sig við að borga sem minnst til þjóðarinnar en eru svo tilbúin að kaupa kvótan hvort af öðru fyrir hundruði króna en 15 til 30 krónuveiðigjald eru þeir að telja okkur trú um að myndi rústa þeim öllum. Ég bara trúi þessu ekki. 


mbl.is Flotinn fari ekki úr höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held þá að Kópavogsbær ætti að hætta að eyða peningum í þessar auglýsingar sem eru hvern dag í Sjónvarpa

Þessar auglýsingar eru svo 2007. Við erum enn að fást við skuldir vegna fasteignaspengju Ármanns og Gunnars frá því fyrir 2008. Svo vinnsamlegast hættið þessari auglýsingaherferð. Nú er tími til að taka því rólega og borga upp skuldirnar. Ég sem...

Verða bara að vera smá ósammála Andreu

Bara að benda á að þarna erum við að tala um stúlku hana Grétu í fjarlægu landi þar sem hún þekkir ekkert til. Ætla henni að fara og tjá sig um mál sem hún veit ekkert um án þess að með henni séu einhverjir fulltrúar til að hjálpa henn er bara út í hött....

Er stjórnarandstaðan undrandi á þessu?

Hvað ætli þau séu búin að eyða mörgum þingdögum á þessu þingi frá síðasta hausti í málþóf. Það var málþóf fyrir jólafrí, það var málþóf fyrir Páska og það var málþóf núna. Ætli þetta sé ekki farið að leggja sig á 15 daga sem þau í raun hafa tafið þingið....

Og hvað vilja þau í staðinn

Nú er tunnuliðið farið að safna undirskriftum um þingrof og nýjar kosningar. Þetta vekur spurningar um: Hvað vilja þau í staðin. Nú skv. skoðanakönnunum eru Sjálfstæðismenn með um 35% fylgi og Framsókn með um 15%. Eru það þessir flokkar sem þau vilja að...

Gunnar Bragi ætti nú stundum að hugsa málin aðeins.

Svona til að byrja með þá væri ágætt að einhver benti Gunnari á að það voru kröfuhafar í bankana sem eignuðust þá alla. Þ.e. að þeir áttu bankana eða þrotabú þeirra. Það voru stofnaðir nýjir bankar og eigendur þrotabúana þe.. gömlubankana þurftu að...

Aumingja stjórnarandstaðan.

Held að fólk sé búið að kalla þetta yfir sig. Það vill bara engin tala við þau! Þau vilja ekki vinna með stjórnarliðinu að neinu máli og því ætti þá að ræða við þau? Enda verið að tala um peninga sem okkur bjóðast skuldbindingalaust. En stjórnarandstaðan...

Þessari ríkisstjórn verður allt til ama!

Eins og ég hef verið ánægður með vinnubrögð og staðfestu Steingríms J og varnarvinnu t.d. Björns Vals, Árna Þórs og Lilju Rafney þá er mér fyrirmunað að sjá tilgang margra annarra þingmanna VG. Manni verður t.d. hugsað til þess að fyrir 3 árum þá voru...

Gáfulegt eða hitt þó heldur

Finnst alveg svakalegt að þingmaður geti látið svona. Hún boðar í hverri ræðu að ungtfólk sé bara nærri allt farið til Norðurlanda. Að ungt fólk finni enga sumarvinnu. Að allt ung fólk sé að fara á hausinn. Og svo boðar hún fjármagnslausar framkvæmdir...

Bændur ættu nú að kynna sér þetta blað!

Þarna kemur fram að ESB er fyrirfram tilbúið að segja að gætt verði að hagsmunum Íslenska landbúnaðarins. Sem og að menn ættu að skoða hvernig við komum út úr Finnska módelinu. Lesið nú blaðið og fáið almennilegar upplýsingar sjá...

Held að þingmönnum væri holt að muna eftirfarandi!

Meirihluti þjóðarinnar vill nýja stjórnarskrá. Orð þingmanna nú í málþófi eru skrá og verða til bæði sem texti, hljóð og videóupptökur það sem eftir er. Því væri holt fyrir fólk að vanda það sem það segir sem og að bullið í þessu málþófi verður alltaf...

Guð minn góður! Hver skyldi gegna embætti Forseta núna hér á landi?

Svona í ljosi umræðu fólks sem er búið að ræða það stöðugt að Þóra er að verða móðir þessa dagana og því gæti hún verið í fæðingarorlofi eitthvað fram í ágúst og að Jóhanna, Ásta Ragnheiður gætu þurft að axla skyldur Forseta á meðan. Þá er við hæfi að...

Er ekki alveg að ná þessu!

Nú verður í fyrsta skipti sem ég kýs ekki Ólaf. Ekkert sérstakt við það. En í dag hefur hann sagt hluti sem ég skil ekki: Ólafur boðar að forseti geti mótað utanríkisstefnu sem er þvert á þá stefnu sem Alþingi setur sér. Hvernig má það ganga upp? Hvaða...

Ótrúlegt málæði um ekki neitt.

Stjórnarandstaðan þarf að tala nokkuð mikið um breytingu á stjórnarráðinu. Hvað ætli sé vit í mörgu ræðum þarna: Ræðulisti Niðurstöður leitar í gagnagrunni: 02.05.2012 16:15:54 -16:17 Hlusta Guðlaugur Þór Þórðarson , um fundarstjórn 699. mál: breytt...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband