Leita í fréttum mbl.is

Aðeins um minnkandi atvinnuleysi - er það vitleysa?

Var að kíkja á hagsstofa.is og skoða tölur yfir starfandi fólk í september síðast liðinn. Þáð kom mér virkilega á óvart að sjá að starfandi þá voru um 3500 færri en á sama tíma í fyrra! Þannig að starfandi á Íslandi nú hefur fækkað um 3500 þó að atvinnuleysi hafi minnkað eitthvað. Þannig að annað hvort hefur fólk flutt eða hætt að leyta út á vinnumarkaðinn. Þannig að störfum hefur fækkað í tíð Sigmundar og co.

Hér má sjá þetta eftir árum

 

2003163200
2004156300
2005161900
2006171900
2007180700
2008184100
2009176800
2010179900
2011174600
2012180300
2013186700
2014183200

Smá hugleiðing varðandi útgönguskatt á slitabúin

Svona ef ég man rétt þá eru um 2500 milljarðar í búum gömlu bankana og þar af um 94% í eigu erlendra kröfuhafa! Og um 2000 milljarðar af þessu í erlendum eignum og kröfum!

Þetta sýnist mér að sé um það bil sama og lifeyrissjóðirnir eiga!

Segjum svo að kröfuhafar kjósi í stað þess að greiða 35% útgönguskatt að fá þetta greitt út í krónum. Og ákveði síðan að fjárfest þeim þeim hér enda ágætir vextir hér á landi og hagvöxtur.  Þá sýnist mér að þeir gætu svona um það bil einir eða í samstarfi við Íslenska fjárfesta keypt upp nokkurnveginn allt hér á landi og sett hagkerfið á hliðina með svona risa innspýtingu í hagkerfið. Um leið þá færi verðbólgan hér á flug og öll innlend lán myndu hækka. Síðan gætu þeir beðið rólegir eða selt eignarhald í þessu á markaði erlendis og við hefðum lítið um það að segja!  Og um leið þá halda þeir okkur í höftum um ókomna tíð!

Bara svona vangavelta!


mbl.is Fullkomlega óraunhæf skattlagning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli og skrif eru að bera árangur!

Nokkuð ljóst að ýmislegt hefur breyst frá því að þessi ríkisstjórn kom fram fyrst eftir að hún var mynduð með yfirlýsingar um takmarkalausan niðurskurð í ölllum ríkisrekstri og það yrði engum hlíft! Svona ber enn á þessu en bæði nú við fjálagagerð og í...

Stóra lánalækkunin- Hvar er hún og hver verður hún

Átti hún ekki löngu að vera ljós? Hvað tefur orminn langa? Hér á eftir er tilvitnun í Björn Val sem sýnir fram á að þeir sem græða á henni eru þeir sem best standa og hafa hæstu tekjunar sem bankarnir því þeir fá greitt upp í fyrri aðgerðir sem þeir hafa...

Framhald af fyrri færslu um matarskattinn!

Sko menn hafa náttúrulega rokið til að stimplaði mig óvita og allt fyrir að taka síðustu körfu ASÍ og uppreiknað allar vörur þar með hækkun á vsk. úr 7 í 12%. Ég gleymdi náttúrulega að taka með í reikningin að sykurskattur fer út en held að það muni nær...

Matarskatturinn smámál fyrir þá ríku! - En hvað með aðra!

Tók nýjust ASÍ körfuna á heimsíðu þeirra og uppfærði tölurnar með hækkun á vsk. úr 7 í 12%. Þessi karfa myndi hækka úr 16 í 17 þúsund rúm!

Er allt í lagi að ráðherra ljúgi á Alþingi? Eða hefur hann rangar upplýsingar

Hlustaði aðeins á umræður um breytingar á virðisauka í dag á Alþingi. Þar hélt Bjarni Ben því ítrekað fram að láglauna fólk eyddi sama hlutfalli tekna í matvöru og þeir efnameiri eða um 15%. Ég fór að hugsa um þetta og þetta fær ekki staðist! Segjum svo...

Hvað er formaður Sjálfstæðisflokksins að hugsa?

Nú hefur Hannes Hólmsteinn og vinir verið ráðnir til að skrifa skýrslu um af hverju vondu útlendingarnir settu Ísland á hausinn og neituðu að lána okkur neyðarlán á sínum tíma. Þó er það held ég flestum ljóst. Og eins er verið að ráða nýjan...

ESB er málið!

Bara varð að setja þessa færslu inn því það hefur verið frekar dauft yfir þjóðernisrembum og besservissum hér á blog.is síðustu vikur

Eitthvað rímar þetta illa við það sem Heimssýn og Páll Vilhjálmsson hafa verið að segja!

Skv. Heimssýn og bloggurum á þeirra línu er Bretlands rétt um það bil að kveðja ESB! En úps: Sam­kvæmt könn­un­inni eru nú 44% Breta hlynnt ver­unni í Evr­ópu­sam­band­inu en 36% henni and­víg. Þetta mun vera mesta fylgi við áfram­hald­andi veru í...

Ríkisstjórnin bjargar laxveiði!

Hélt að svona hefði nú hætt eftir hrun. Fyrri ríkisstjórn var með siðareglur sem bönnuðu svona. En Bjarni og Sigmundur Davíð ætla að fórna sér og þiggja veiði í rándýrri á. Sbr. For­sæt­is­ráðherra og fjár­málaráðherra hafa báðir þegið boð um að opna...

Veit Sigmundur Davíð ekkert hvað flokksfélög hans eru að gera? Held að hann viti það alveg!

Eftirfarnandi var haft eftir Guðfinnu sem var númer 2 á lista framsóknar á kosninganótt: Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, önnur kona á lista Framsóknarflokksins og flugvallavina, segir að borgarstjórnaflokkur Framsóknarflokksins muni leggja til að...

Kjósendur góðir! Flokkarnir ykkar kjósa sig ekki sjálfir!

Allir út á að kjósa! Það verður hræðilegt ef að flokkar sem þið viljið ekki við völd komast að af því þið mættuð ekki til að kjósa!

Nokkur góð ár án Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi! Er það til ofmikils mælst?

Af hverju að kjósa Samfylkinguna í Kópavogi ? Finnst nauðsynlegt að fólk muni það að síðustu ár hefur Samfylkingin ásamt fleirum tekið nokkra slagi í bæjarstjórn Kópavogs sem hafa leitt til þess að hlutir hafa færst til betri vegar. Allir Kópavogsbúar...

Hugmyndasnauðir Sjálfstæðismenn - Kosningabaráttan í Kópavogi kafli 2

Í fyrri færslu fjallaði ég um að Framsókn í Kópavogi hefði stytt sér leið varðandi kosningastefnuskrá sína og bætt við hana nærri því beint frá Samfylkingu þegar þeir sáu að ekki dugði að bjóða Kópavogsbúum bara að þeir ætluðu sko að tryggja að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband