Leita í fréttum mbl.is

Lánalækkun Bjara og Sigmundar enn á ný. (get bara ekki hætt)

Eftirfarandi útreikninga sá ég á facebooksíðu Gunnars Smára Egilssonar:

Ef það eru 125 þúsund heimili á Íslandi þá skiptast aðgerðir ríkisstjórnarinnar svona:

56.573 heimili fá ekkert
14.255 heimili fá að meðaltali 250.000 króna niðurfærslu
20.014 heimili fá að meðaltali 750.000 króna niðurfærslu
16.342 heimili fá að meðaltali 1.250.000 króna niðurfærslu
9.365 heimili fá að meðaltali 1.750.000 króna niðurfærslu
3.891 heimili fá að meðaltali 2.250.000 króna niðurfærslu
1.933 heimili fá að meðaltali 2.750.000 króna niðurfærslu
1.615 heimili fá að meðaltali 3.250.000 króna niðurfærslu
1.014 heimili fá að meðaltali 3.750.000 króna niðurfærslu

Ef við gerum ráð fyrir að kostnaðurinn vegna þess leggist jafnt á öll heimili þá verður nettóstaðan þessi:

56.573 heimili borga -628.094 krónur nettó
14.253 heimili borga -378.094 krónur nettó
20.014 heimili fá 121.906 krónur nettó
16.342 heimili fá 621.906 krónur nettó
9.365 heimili fá 1.121.906 krónur nettó
3.891 heimili fá 1.621.906 krónur nettó
1.933 heimili fá 2.121.906 krónur nettó
1.615 heimili fá 2.621.906 krónur nettó
1.014 heimili fá 3.121.906 krónur nettó

Samkvæmt þessu tapa tæp 71 þúsund heimili á aðgerðinni en rúm 54 þúsund fá eitthvað út úr þessu – en æði mismikið; tæp 18 þúsund heimili fá meira en milljón króna niðurfærslu höfuðstóls umfram það sem þau leggja til aðgerðanna en rúm 36 þúsund heimili minna en eina milljón í nettó niðurfærslu.

Niðurfærslan mun lækka mánaðargreiðslur af húsnæðislánum heimilanna sem hér segir:

Mánaðargreiðslur 56.573 heimila lækka um 0 krónur
Mánaðargreiðslur 14.253 heimila lækka um 1.520 krónur
Mánaðargreiðslur 20.014 heimila lækka um 4.560 krónur
Mánaðargreiðslur 16.342 heimila lækka um 7.600 krónur
Mánaðargreiðslur 9.365 heimila lækka um 10.640 krónur
Mánaðargreiðslur 3.891 heimila lækka um 13.680 krónur
Mánaðargreiðslur 1.933 heimila lækka um 16.720 krónur
Mánaðargreiðslur 1.615 heimila lækka um 19.760 krónur
Mánaðargreiðslur 1.014 heimila lækka um 22.800 krónur

Samkvæmt þessu mun þessi aðgerð bæta hag um 8.500 heimila um meira en 12 þúsund krónur á mánuði.

Það er kannski ekki að furða að þessi aðgerð skuli vera einstök og engum öðrum þjóðum hafi dottið í hug að fara þessa leið.


Það verða margir fyrir miklum vonbrigðum næstu mánuði held ég!

Var að kíkja á þessi frumvörp sem má skoða á althingi.is. Held að þetta verð enn minna en ég hélt. Þar má m.a. sjá:

 "Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili er rúmlega 1,1 millj. kr. og tæplega helmingur heimila fær niðurfærslu á bilinu 0,5–1,5 millj. kr. eins og sjá má á myndinni hér á eftir. Rúmlega fimm þúsund heimili sem skráð voru fyrir verðtryggðum fasteignalánum í árslok 2009 eiga ekki rétt á niðurfærslu samkvæmt fyrirliggjandi gögnum."

Hér með er svo stöplarit sem sýnir hverni lækkun skiptist á hópinn. Sýnist að 40 þúsund af 70 þúsund heimlum fái frá 0 upp í milljón. Og um 56 þúsund heimili fái frá 0 upp í 1,5 milljónir. Tæplega 10 þúsund fá 1,5 upp í 2 milljónir og svo framvegis. Þannig að um 70% heimla fá undir 1,5 milljón í lækkun.

Finnst þessi húrrahróp í dag vera byggð á litlu

lanalaekkun_eftir_heimlum.jpg

 


mbl.is „Svo fara hjólin að snúast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað er þetta málum blandið!

Það er eins og Guðlaugur Þór sé að lýsa öðrum fundi en sagt er frá á dv.is. Sbr: ESB sveigjanlegt í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum „Engin spennutreyja“ fyrir aðildarríkin, segir fulltrúi framkvæmdastjórnarinnar Thomas Hagleitner, fulltrúi...

Hér með lýsi ég því yfir að ég mun kanna rétt minn varðandi skuldalækkanir sem boðaðar eru!

Nú var ég að hlusta á frétti RUV áðan og þar var Tryggvin Herbertsson að lýsa því yfir að fyrstu aðilar gætu farið að fá lækkanir á lánum sínum í haust. Til þess verða notaðar skatttekjur sem ríkið fær af fjármálafyrirtækjum. Í framhaldi af þessari frétt...

Hvað eru Ísland að gera gagnvart Grænlandi?

Helstu atriði sem móta skoðun fólks gagnvart ESB er hræðslan við að útlendingar komist hér inn í sjávarútvegin og fyrir því höfum við barist í gegnum EFTA og EES samninga og haft sigur. En hvað erum við að gera í Grænlandi. Nú er komið í ljós að...

Hvað eiga eftirfarandi sammerkt?

Rakst á þessa mynd á facebook og fór að hugsa: Og við þessa aðila má bæta Björn Bjarnason Styrmir Gunnarsson Davíð Oddsson Ragnar Arnalds Og fleiri og fleiri. Þau eiga það öll sammerkt að þau njóta í raun hvert og eitt þeirra lítils trausts, eru komin út...

Kostir við aðild að ESB yfirgnæfandi!

Eftirfarandi er bútur úr grein á Evrópublogg.is Þar er verið að vitna í grein sem birtist á Forbes þar sem fjallað er um Bretland og ESB og þá skoðun sumar Íhaldsmanna að Bretland eigi að ganga úr ESB. Þetta á ágætlega líka við um skoðanir ESB...

Sé ekki að Gunnar Bragi minnist á tolla!

Í EES samningum sem við erum aðilar er sérákvæði fyrir Ísland! Það gengur út á að við megum banna innflutning á matvælum nema í undantekningartilfellum. Á móti því þá sitjum við uppi með það að allar fullunnar matvörur og fiskur sem við framleiðum lendir...

Eva María Jónsdóttir flutti ræðu á Austurvelli í dag

Góðir sambo rgarar, heiðruðu kjósendur! Ég er ekki sannfærð um að Evrópusambandið sé staður fyrir Ísland. En ég er alveg sannfærð um að ég ætti betra með að mynda mér skoðun um þetta stórmál ef ég hefði í höndunum samningsdrög á milli þessa stóra...

Tvær góðar ræður af Austurvelli í dag

Lára Marteinsdóttir COGITO ERGO SUM - Ég hugsa, þess vegna er ég. Fræg setning tileinkuð Descartes, sem fékk hana reyndar að láni frá Ágústínusi frá Hipp ó sem kannski varð fyrir áhrifum frá Gautama Buddha sem hélt því fram að við byggjum til þann heim...

Nú gengur nýyrðabylgja yfir okkur frá Ríkisstjóninni. Vildi bæta aðeins við

Við höfum heyrt m.a. "Framfylgjanlegur" og svo náttúrulega klassíkina "óframkvæmanleiki" En svona í ljósi síðustu vikna þá langar mig að sletta fram nýju sem er: "Framsóknarlygi" Það t.d. gæti átt við þegar menn ljúga upp á fyrri ríkisstjórnir, ljúga...

Hvað segja formaður og varformaður fjárlaganefndar og meðlimir í hagræðingahópnum núna?

Finnst nú í ljósi margra viðtala og ræðna um að það þurfi að taka til í ríkisrekstri og setja nákvæmt eftirlit og aðhald sem þau hafa flutt síðan í haust, þá finnst mér furðulegt að þau hafi ekki farið fram á þessa rannsókn sjálf! Að ráðherra sé á útopnu...

Ríkisstjórnin starfi sínu vaxin?

Svona miðað við að núna styttist í að þessi stjórn sé búin að vera við völd í ár, finnst mér leitun á málum sem hún hefur komið í framkvæmd. Og eins eru mörg mál sem hún hefur klúðrað. Svona fyrir utan að hún afnám veiðigjöld að hluta og ætlar að breyta...

Af hverju eru hér ekki erlendir bankar í biðröðum að hefja hér starfsemi?

Smá hugleiðing! Svona miðað við orð allra hér um að bankar á Íslandi séu orkurlánastofnanir og tryggðir með beltum og axlaböndum þá furða ég mig á einu: Nú í sjálfu sér held ég að EES samningur tryggi að erlendir bankar sem það vildu gæti komið hingað og...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband