Leita í fréttum mbl.is

Margir með drauminn um að fá hér aftur árin fyrir hrun. Þetta er náttúrulega út í hött!

Íslendingar geta bara ekki lært af reynslunni:

Svo virðist sem hálfgert gullgrafaraæði hafi gripið um sig á hlutabréfamarkaði. Dæmi eru um að fjárfestar skrái sig fyrir miklu hærri fjárhæðum í útboðum en þeir eru borgunarmenn fyrir. Einn fjárfestir bauð til að mynda milljarð en var ekki einu sinni borgunarmaður fyrir 50 milljónum króna.

Viðskipti með hlutabréf í TM hófust í kauphöllinni í gær. Mikil umframeftirspurn reyndist eftir bréfunum og ruku þau upp um 32,8 prósent í gær, miðað við útboðsgengi í aðdraganda skráningar. Það sama gerðist þegar VÍS var fleytt á markað á dögunum. Til marks um áhugann hafa fjárfestar lagt fram kauptilboð í þessi tvö félög fyrir yfir 500 milljarða króna, á meðan markaðsvirði hlutafjárins nam aðeins 19 milljörðum. Fjárfestar hafa þess vegna verið reiðubúnir til að kaupa hlutabréf í þessum tveimur tryggingafélögum fyrir fjárhæð sem nemur 30 prósent af landsframleiðslu Íslands.

Í viðskiptablaði Morgunblaðsins er að finna ítarlega skýringu á því óvenjulega ástandi sem ríkt hefur í kringum þessi útboð. Þar segir að fjárfestar séu farnir að skrá sig fyrir miklu hærri fjárhæðum í útboðum en þeir eru borgunarmenn fyrir. Í mörgum tilfellum hafi fjárfestar skráð sig fyrir kaupum á bréfum í útboði VÍS fyrir milljarð króna þótt ljóst væri að þeir hefðu hvorki nándar nærri nóg eigið fé né lánsloforð til að geta reitt fram slíka fjárhæð kæmi til þess að þeir fengju að kaupa milljarð í félaginu. eyjan.is

 


Þetta vakti athygli mína!

  • Í lok mars sl. átti Íbúðalánasjóður 2.377 fasteignir um land allt og hafði þeim fjölgað um 149 frá áramótum.
  • Rétt rúmlega helmingur fasteigna sjóðsins var áður í eigu byggingaraðila, fyrirtækja í leiguíbúðarekstri eða annarra lögaðila.

Eins og sumir hafa túlkað þetta hafa um 4 fjölskyldur verið bornar úr úr húsnæði á hverjum virkum degi. Þetta hefur m.a. verkalýsfrömuðurinn á Akranesi messa yfir landslýð stöðugt. En sorry Íbúðalánsjóður á jú vissulega um 2400 eignir tæplega en rúmlega helmingur þeirra var áður í eigu bygginaraðila og fyrirtækja.  Þ.e. það voru engar fjölskyldur fluttar í þetta húsnæði. Þannig er þetta væntanlega hjá bönkunum líka. Þannig að þessi tala sem fólk hefur verið að slá um sig með 4 fjölskyldur á dag er náttúrulega ýkjur af verstu sort og dæmi um að menn kynna sér málinn ekki almennilega.

T.d. þetta:

Varðandi uppboð á Suðurlandi sem eru nú 151 á þessu ári.  Þar er verið að tala um Sumarhús, sumarhúsalóðir og svo náttúrulega íbúðahúsnæði. En þegar menn fjalla um þetta á netinu gæti maður haldið að þetta væru allt íbúðarhúsnæði. 

Næstum 2/3 af öllum sumarhúsum á Íslandi eru á Suðurlandi. Bankarnir voru mjög viljugir til að lána út á sumarhús og lóðir fyrir hrun. Þeir eru núna að fá mikið af þessum lánum í hausinn aftur.

 


mbl.is „Frysting lána var gagnslaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um hugmyndir Framsóknarmanna!

Endemis rugl Framsóknar Í Financial Times 2. maí segir að erlendir kröfuhafar þrotabúa Glitnis og Kaupþings séu staðráðnir í að gefa ekkert eftir af 400 milljarða krónueignum sínum. En íslenzk stjórnvöld eru ákveðin að heimta allt að 75% eftirgjöf. Þar í...

Lönd í heiminum með flatan tekjuskatt eins og Simmi og Bjarni eru að pæla í:

Almenn hægt að segja að það séu lönd sem við viljum síst miða okkur við. Almennt líka hægt að segja þetta séu lönd sem eru fræg fyrir fátækt og ójöfnuð þar sem fáir ríkir hafa það gott en almenningur má éta það sem úti

Hafið þið lesið þetta? Framsóknarleiðin tætt í sundur

Óðinn Viðskiptablaðið: Málflutningur Framsóknarflokksins í aðdraganda alþingiskosninganna var að kröfuhafar þrotabúa gömlu bankanna þyrftu á nauðasamningum að halda við Ísland. Þetta er í besta falli villandi, þrotabúin þurfa ekki á neinum nauðasamningum...

Ekkert að vefjast fyrir mönnum að klára þetta. "Vafningarnir" koma sennilega síðar

Ítreka að það verður að fylgjast vel með næstu misseri að hluti af þessum stjórnarsáttmála sé ekki um að fyrrum hrunvaldar og fjárfestar sem komu fé undan til útlanda sem þeir mjólkuðu út úr fyrirtækjum fyrir hrun fái ekki að kaupa á hrakvirði eignir...

Ætli þetta sé forskriftin sem strákarnir í sveitinni vinna eftir.

Úr rannsóknarskýrslu Alþingis bls. 185: Áhrifamesti stjórnmálamaður Íslands síðustu áratuga, Davíð Oddsson, þáverandi utanríkisráðherra, dró þetta saman í ræðu sem hann flutti á ársfundi Útflutningsráðs árið 2004: „Útrás íslenskra fyrirtækja er...

Kannski ættu aðrir flokkar að vera fegnir að verða ekki við stjórnvölinn næstu ár

Alveg hrikaleg spá um nauðsynlegar aðgerðir hér á landi næstu ár hjá Friðrik Jónssyni ráðgjafa hjá Alþjóðabankanum .. Þar má m.a. lesa Ástandið er þannig að ekki duga nein vettlingatök. Að vera “vondur” við kröfuhafa gömlu bankanna er ekki...

Þú verður að vera rólegur!

Þú æsir upp öll hin! En svona fréttir eins og í dag um hvað þeir eru að borða og að þeir ætli að taka sér frí á nóttinni frá viðræðum eiga eftir að gera mann vitlausan.

Það hafa ekki allir mikin áhuga á þessum stjórnarmyndunarviðræðum

Gutti hefur engan áhuga á þessu bölvaða rugli. Ef hann fær að borða, fara út og smá klapp er hann glaður.

Gaman að sjá að Íslendingar fylgjast með frá útlöndum!

Ég er með greiningartól tengda við þessa síðu. Þar m.a. get ég séð hvaðan menn eru að koma sem kíkja hér inn. Það er áberandi um helgar að erlendir aðilar eru að lesa hvað er að gerast hér heima. Hér er kort sem sýnir hvaðn síðustu 100 sem komu inn á...

Jæja þá getum við farið að hita Visakortin og endurnýja þau sem eru orðin slöpp!

Skv kosningaloforðum þeirra eigum við von á nú á næstu mánuðum: Fullt af hálaunastörfum Mikilli hækkun launa lækna á landsbyggðinni þannig að þeir fáist til að vinna þar. Það á jú að efla hana gríðarlega. Og fólk á Landspítalanum á von á góðri hækkun...

Þingreynsla Alþingsmanna Framsóknar

Rakst á þessa yfirferð á þingreynslu væntanlegs þingflokks Framsóknar. Þar segir í grein sem heitir: Varla stjórntæk Framsókn. Þegar maður lítur á þingflokkinn þá blasir það við að hann er reynslulítill og búast má við að reynslumestu þingmennirnir verði...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband