Leita í fréttum mbl.is

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur farin að ræða stjórnarmyndun!

Las þetta áðan:

Nú er ég búinn að fá það staðfest úr tveimur áttum að viðræður eru hafnar milli Framsóknarflokksins og  Sjálfstæðisflokksins. Þetta eru að sjálfsögðu óformlegar viðræður, “menn talast við” eru svörin.
Menn telja það mikilvægt að stóru ágreiningsmálin í efnahagsmálum verði leyst eða leiðir til lausnar ræddar. Framsóknarmaddömunni liggur á í brúðarsængina.(sjá hér)

 

 


Aðeins um kosnngalofoð Sigmundar Davíðs og co.

Hélt að ég ætti aldrei eftir að vitna í Andríki en nú eru þeir/þau einmitt að tala um sömu hluti og ég og ég hendi bara stórum hluta úr einum pistil þaðan hér  hér inn. :

Í vikunni birtist hins vegar mjög skýr blaðagrein eftir Eirík Elís Þorláksson lögfræðing. Þar segir meðal annars:

En hvaða líkur eru nú á því að samningar um efnið hafi yfir höfuð eitthvert gildi? Framsóknarmenn segjast ætla að gera þetta allt saman með „samningum“. „Hrægammarnir“ eigi hér að vísu mikið fé en það fé hafi verið tekið í gíslingu og verði ekki sleppt nema með „samningum“ um að „hrægammarnir“ taki að sér að borga kosningaloforð Framsóknarflokksins á útleiðinni. Ef „hrægammarnir“ vilji ekki semja, þá verði féð bara fast hér áfram og höftin föst í sessi. En hvaða gildi hefði slíkur „samningur“? Allir lögfræðingar þekkja svokallaða ógildingarreglu samningaréttarins, sem á fræðimáli heitir 36. grein laga 7/1936 um samningsgerð umboð og ógilda löggerninga. Þar segir að samningi megi „víkja til hliðar í heild eða hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig.“ Við mat á þessu skuli líta til „efnis samnings, stöðu samningsaðilja, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til“. Það er augljóst að samningur, sem menn skrifa undir með byssuhlaup við gagnaugað, hefur ekkert gildi fyrir dómi. Þegar annar samningsaðilinn, íslenska ríkið, hefur öll ráð hins í hendi sér með löggjafarvaldinu, og heldur eigum gagnaðilans föstum árum saman, til þess að knýja hann til samningsgerðar er augljóst ójafnræði með þeim. Hvaða gildi mun slíkur samningur hafa fyrir dómi? Þar dugir ekki að kalla gagnaðilann bara „hrægamm“ eins og gefst víst vel í kosningabaráttu. Hversu líklegt er, að þeir „samningar“ sem Framsóknarflokkurinn segist ætla að gera við ónafngreinda „hrægamma“, og borga þannig hæstu kosningaloforð Íslandssögunnar, muni hafa mikið gildi þegar þeir koma fyrir dómstóla? Varla heldur neinn að gagnaðilarnir láti ekki reyna á gildi samninganna. Sjálfir hrægammarnir.

Er ekki rétt að framsóknarmenn svari þessum atriðum og svari því einnig hvernig þeir hyggist efna kosningaloforðin, ef „hrægamma“-leiðin reynist ekki fær?

Hefur X-B eitthvert plan B?  (Tekið héðan)

 


mbl.is Sigmundur Davíð fluttur til Austurlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Treystu okkur

...

Ljóst að ESB viðræður ættu ekki að þvælast fyrir að flokkar geti unnið með Samfylkingunni.

Skv. könnun er mikill meirihluti fyrir því að klára viðræður við ESB. Því ætti næstu ríkisstjórn að vera í lófa lagið að halda bara þjóðarakvæðagreiðslu um áframhald viðræðna og það yrði samþykkt með miklum meirihluta og því ættu viðræður að geta haldið...

Heimssýn og aðrir afturhaldseggir tala ekki fyrir þjóðina varðandi ESB viðræður. - Augljóst skv. þessu

Og í raun talar Framsókn og Sjálfstæðismenn ekki heldur sama máli og þjóðinn. Því væri gaman ef að Heimssýn og Framsókn og Sjálfstæðismenn hættu að tala eins og þeir séu að túlka vilja þjóðarinnar. Hún er bara ekkert að hugsa eins og þeir. Svo þið sem...

Sjálfstæðisflokkur stór er eitt, Framsóknarflokkur stór er annað- En báðir = Hætta

Skv. síðustu könnunum sýnist mér að 2 flokkar sem sannarlega hafa verið í gegnum tíðina einir mestu verndarar sérhagsmuna geti náð kannski 38 til 40 þingmönnum. Þá er ljóst að þeir verða óviðráðanlegir. Og hvað þýðir það. Jú ég geri ráð fyrir að...

Árangur Ríkisstjónarinnar - Bara af því að allir eru búnir að gleyma því.

Flott blogg á dv.is þar sem Jóhann Páll skrifar. Þar segir hann m.a. Á síðustu fjórum árum hafa ýmis mistök verið gerð. En að mínu viti blikna þau í samanburði við þann árangur sem náðst hefur. Ég ætla að rifja upp nokkrar staðreyndir: 1. Ríkisstjórnin...

Góðar upplýsingar um stöðu fjármála ríkisins og stefnu næstu árin

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman fróðleik um stöðu fjármála ríkisins. Efnið er sett fram í örkynningum, sem hægt er að nálgast á vefnum. Markmiðið með örkynningunum er að almenningur hafi kost á aðgengilegu efni um stöðu ríkisfjármála. Í...

Tillögur Framsóknar upp á 740 milljarða skuldalækkun?

Svona miðað við að Framsóknarflokkuinn hefur boðað að þau séu með úthugsaðar tillögur um skuldalækkun heimilana og hvernig á að fjármagna þær sem og að gera Íslanda að tilraunalandi um nýtt peninga kerfi þá fær Gunnar Tómasson hagfræðingur það út að...

Ritstjóri Viðskiptablaðsins um tillögur framsóknarmanna! Og annarra!

Leiðari Viðskiptablaðsins: Þjóðnýting skulda Tillögur Framsóknarflokksins ganga út á að þeir sem skulda mest og eiga verðmætustu eignirnar fái mest. Það er fullkomlega ábyrgðarlaust að sjá ekki í gegnum kosningaloforð Framsóknarflokksins um almenna...

Ekki vill framsókn hjálpa þessum heimlum.

Hvaða aðrir möguleikar eru í boði fyrir þig og börnin þín? „Það eru engir aðrir möguleikar. Það vantar sárlega úrræði fyrir fólk sem vill leigja. Eins og staðan er í dag, þá er eina leiðin fyrir þá sem vilja bjóða fjölskyldunni sinni öruggt...

Árangur síðustu 4 ára er þó nokkur

Mynd fengin héðan og nánari upplýsingar þar einnig M.a. hægt að tiltaka þetta: · Persónuafsláttur hefur hækkað um 45% frá árinu 2007 og verðtryggður frá 1. janúar 2012 svo hann missi ekki virði sitt gagnvart veikri krónu. · Ísland allt árið – átak...

Bara svona af gefnu tilefni: Ég er ekki talsmaður Samfylkingarinnar!

Hef tekið eftir því oft og iðulega að í athugasemdum hér við bloggið mitt og eins að facebook er fólk svo grunnhyggið að telja að ég sé að tala í nafni Samfylkingar eða sé að miðla einhverju sem mér er sagt að segja. Mér er ljúft og skilt að benda á að...

Að lofa ekki meiru en hægt er að standa við gengur ekki í kjósendur

Nú fyrir þessar kosningar tók Samfylkingin ákvörðun um að lofa ekki meiru en hægt er að standa við. Engin loforð um peninga af himnum ofan eða eitthvað sem svo auðvelt er að svíkja eftir kosningar. Formaðurinn boðaði ný vinnubrögð í stjórnmálum og auka...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband