Leita í fréttum mbl.is

Þetta er ekki í lagi!

Hér einangruð á hjara veraldar komast fiskvinnslufyrirtæki og útgerðamenn upp með að halda kaupinu niðri í þeirri grein sem nú malar gull. Og þetta hefur viðgengis um ár og áratugi. Ef að fólki dreymir um hærra kaup þá koma þeir aumir og fátækir og alvega að fara á hausinn og fólk kaupir þetta hjá þeim. Og svo er það náttúrulega krónan sem lækkaði laun hér um 40% þegar hún fór að falla. 

Laun í Færeyjum eru tvöfalt hærri en á Íslandi. Þar er ófaglært starfsfólk með fjögur til fimmhundruð þúsund krónur á mánuði.

Færeyjar eru sennilega það samfélag sem mest líkist Íslandi, bæði byggðust upp á sauðkind og fiskveiðum, og Færeyingar hafa meira að segja Bónus-búðir. Þegar tveir íslenskir ráðherrar heimsóttu færeyskt fiskeldisfyrirtæki í síðasta mánuði notuðum við tækifærið til að spyrja hvað frændur okkar fá í kaup.  

„113 krónur á tímann," svaraði Maria Jacobsen meðan hún var að vigta eldislax í umbúðum. Umreiknað er tímakaup hennar 2.360 íslenskar krónur. Launataxti á Íslandi fyrir sömu vinnu er 1.140 krónur á tímann, helmingi lægri. En hver skyldu mánaðarlaunin hennar Mariu vera?

„Það fer eftir því hvað við vinnum mikið. Núna vinnum við 50 tíma í viku og það eru tæplega 6 þúsund krónur (danskar) á viku. Það er ca 24 þúsund, allavega meira en 20 þúsund á mánuði," svarar Maria.

Umreiknað er launataxti hennar 418.000 íslenskar krónur á mánuði í grunnlaun. Á Íslandi er launataxti fiskeldisfólks 204 þúsund krónur, helmingi lægri.

En uppgefnir launataxtar segja ekki alla söguna og því fórum við í höfuðstöðvar Alþýðusambands Íslands og nýttum okkur nýja samanburðarkönnun um lífskjör á Norðurlöndum, sem segir okkur að ófaglærðir í Danmörku og Færeyjum séu að jafnaði með 507 þúsund krónur á mánuði meðan ófaglærðir á Íslandi eru með 250 þúsund á mánuði.

Þarna sjáum við hrun krónunnar í hnotskurn, segir forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson. Fyrir hrun hafi laun verið svipuð á Íslandi og í Færeyjum.

Samanburðarkönnun ASÍ segir okkur að verðlag sé ívið hærra í Færeyjum og skattar lágtekjufólks hærri. Engu að síður eru kjör Færeyinga mun betri. 

-En er þá gjaldmiðillinn kjarni vandans?

„Já, á endanum er það þannig. Það var hann sem hafði af okkur kaupið okkar. Hinn margrómaði sveigjanleiki gjaldmiðilsins var því notaður til að færa kaupið okkar yfir til eigenda fyrirtækjanna. Það var það sem gerðist 2008," segir forseti ASÍ. (visir.is)


Af hverju hef ég trú á stefnu Samfylkingarinnar.

Frá því 1920 hefur krónan rýrnað 2100 fallt gagnvart Dönsku krónunni. Frá lýðveldisstofnun hefur krónan verið í höftum öll árin nema í hvað um 15 ár fyrir og eftir 2000. Allar ríkisstjónrir sem hér eru fyrir neðan hafa lofað stöðugleika með krónunni en...

Smugan ekkert að skafa af þessu.

Í pistli á Smugan.is segir: Skömmu eftir janúarbyltinguna 2009 spratt formaður Framsóknarflokksins upp eins og túnfífill að vori. Hann gerðist flokksbundinn framsóknarmaður mánuði fyrir formannskjör í þessum flokki sem var hálf munaðarlaus, eftir...

Bíddu er Framsókn að draga í land með afnám verðtryggingar?

Jæja kominn aftur og byrjaður að pirra mig á Framsókn. Kosningaloforð þeirra var fyrir nokkrum vikum skilyrðislaus afnám verðtryggingar en er nú komið niður í þetta. Finnst þetta orðið hljóma eins og aðrir flokkar. Þ.e. draga úr vægi...

Eitthvað svo miklu mikilvægara en dægurþrasið.

Suma daga nennir maður ekki að standa í dægurþrasinu hér. Það eru mikilvægari hlutir til eins og fjölskyldan. Auðvita er mín fjölskylda að ganga í gegnum kreppuna eins og aðrir og því hef ég barist eins og ég hef getað að við förum að breyta hér...

Hér með lýsi ég því yfir að Sigurður Þorsteinsson er óvelkominn á mína síðu!

Eftir að mér var bent á að óþvera athugasemd Sigurðar Þorsteinssonar http://ziggi.blog.is/blog/ziggi/ á blogginu mínu þar sem hann m.a. kallaði dóttur mína " svefnherbergisskattur. Dráttarvextir mánaðarlega í 18 ár" Þá er hann hér með útilokaður frá því...

Munar þig um heila íbúð?

Munar þig ekki um heila íbúð? from Samfylkingin XS on Vimeo .

Svona er líklegast að tillögur Sjálfstæðismanna um lækkun skatta verði framkvæmdar

Af dv.is Um stöðuna í Bretlandi. Hér er fjallað um systurflokk Sjálfstæðisflokksins sem nú er við völd ásamt flokk sem mætti kalla systur flokk Framsóknar Fjármálaráðherra Bretlands líkt við Thatcher. Reuters Verulegar breytingar á velferðarkerfi...

Enn um verðtryggingu og þátt hennar í næstu kosningum!

En röfla allir um að það þurfi að afnema verðtryggingu á lánum. Halló það þarf engin að taka verðtryggð lán í dag. Það bjóða allir bankar í dag óverðtryggð lán til húsnæðiskaupa. En eðlilega þarf fólk að hafa greiðslugetu til að taka þau því þau eru...

Stjórnvöld á Kýpur óska eftir samstarfi við Sigmund Davíð og Framsóknarflokkinn!

Í fjölmiðlum á Kýpur í nótt mátti lesa að stjórnvöld þar hafa sett sig í samband við Sigmund Davíð og Framsóknarflokkinn í þeim tilgangi að fá sérstaka aðstoð í fjármálum. Sér í lagi er horft til þess hvernig hægt sé að ná að lækka í hvelli erlend lán...

Smá innlegg í umræðu um verðtryggingu og lán.

Tekið af facebooksíðu Hjálmars Gíslasonar. Einhverjum kann að þykja súrt að hafa árið 2001 tekið 3.5m.kr. lán sem stendur nú í 4.233.000. Það er ekki vinsælt að segja þetta, en vísitala neysluverðs hefur farið úr rúmlega 200 (eftir því hvenær árs var) í...

Kosningabomba Framsóknar og fleiri að hvellspringa í andlit þeirra.

Nú síðustu daga og vikur hefur Sigmundur Davíð og félagar farið hamförum um að hér sé í gangi eitthvað ferli sem eigi að stela peningum frá þeim sem þeir ætluðu að taka af erlendum kröfuhöfum til að borga niður öll lán í landinu og gott betur. En úps það...

Til væntanlegra kjósenda Framsóknar - Kafli 6

Framsóknarmenn gátu ekki stutt sérstakar vaxtabætur til heimila með lánsveð! Þarna kemur grímulaus tvískinngur þeirra fram. Þau segjast í örðu orðinu styðja allt sem kemur heimilum til hjálpar en svo: Eygló Harðardóttir sagði að þetta væri „bara...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband