Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Enski boltinn

Mér finnst nú merkilegra að Hermann Hreiðarsson er í 53 sæti

hermannÞó að ég hafi nú haldið með Arsenal í 30 ár þá fannst mér merkilegra þegar ég kíkti á þessa síðu Actim að aðeins neðar var pdf skjal þar sem var listi yfir 100 leikmenn sem staðið hafa sig best og þar er Hermann Hreiðars í 53 sæti. Sjá hér
mbl.is Fabregas stendur sig best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ný sjónvarpsstöð um Enska boltann"

Var að lesa þetta á www.mannlif.is . Ég verð bara að segja að tilstandið í kring um Ensku knattspyrnunna síðustu ár ætlar að halda áfram. Nú á að stofna sér stöð um hana.

Ný sjónvarpsstöð um Enska boltann

20 mar. 2007

 

Samkvæmt heimildum Mannlífs munu 365 stofna innan tíðar sérstaka sjónvarpsstöð utan um enska boltann. Sömu heimildir herma að undanfarin misseri hafi söludeild 365, “Mamma”  selt þúsundir áskrifta að Sýn með þeim formerkjum að enski boltinn verði á stöðinni. Mælt var sérstaklega með því aðáskrifendur færu í svokallað M-12 sem er langtíma bindisamningur. Mannlíf hefur fengið staðfestingu frá nokkrum aðilum að þeim hafi verið boðin slík áskrift að nýju stöðinni í úthringingum undafarin misseri.

  Sjónvarpsauglýsingar Sýnar hafa ekki farið framhjá neinum íþróttaáhugamanni þar sem enski boltinn er rúsínan í pylsuendanum á glæsilegri dagskrá ársins 2007. Þessu til stuðnings hefur starfsfólk Símans hringt út til áskrifenda Skjás sports og tilkynnt þeim að enski boltinn væri að hætta og myndi flytjast yfir til Sýnar. Hringt var í þjónustver 365 og þar fékkst staðfest að enski boltinn yrði að öllum líkindum ekki á Sýn. Gera má ráð fyrir að fjölmargir nýjir áskrifendur Sýnar muni telja sig illilega svikna með þessum gjörningi. Þegar ljóst var að Enski boltinn færi yfir til 365 komu strax fram miklar efasemdir og áhyggjur frá ánægðum áskrifendum Skjás Sports um að fjölmiðlarisinn í Skaptahlíðinni myndi leita allra leiða til að mata krókinn á þessu vinsæla sjónvarpsefni. Sá ótti virðist á rökum reistur í það minnsta hvað varðar áskriftasölu á “besta sætinu” á Sýn ...


West Ham ekki í góðum málum

Var að lesa eftirfarandi inn á veg Jónasar Kristjánssonar. Ekki vefur þar sem maður les mikið um Íþróttir en þetta hefur vakið athygli hans. Spurning hvernig fjárfesting Eggert og Björgúlfs fer.

www.jonas.is

 

04.03.2007
Fjárhættuspil í West Ham
West Ham er í steik, segir brezka blaðið Observer í morgun. Leikmenn spila daglega póker um peninga, þar sem milljónir króna skipta um hendur á einni nóttu. Matthew Etherington og Roy Carroll þiggja aðstoð vegna spilafíknar. Alan Churbishley þjálfari talar ekki við leikmann, sem vann fimm milljónir króna af félaga sínum á einu síðdegi. Í hópnum eru klíkur, sem talast ekki við. Fundur stjórnenda félagsins með leikmanni var haldinn á súlustað með kjöltudansi. Anton Ferdinand sætir ákæru fyrir óspektir við næturklúbb. Verðlaust félag Eggerts Magnússonar fellur niður um deild í vor.


Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband