Leita í fréttum mbl.is

Hverskonar þjóð erum við eiginlega

Við erum nú í áraraðir búin að taka á móti fólki erlendis frá sem vill setjast hér að í lengri eða styttri tíma. Á ég virkilega að trúa því að við þurfum að ræða í nokkur ár til viðbótar þá augljósu staðeynd að auðvita þurfum við að bjóða upp á markvissa íslenskukennslu fyrir nýbúa til að þeir eigi möguleika á að aðlagast samfélaginu.

 Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi og stefnuleysi í málefnum útlendinga en félagsmálaráðherra, Magnús Stefánsson, telur að sú gagnrýni sé að vissu leyti nokkuð klisjukennd. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á ársfundi Vinnumálastofnunar. Hann sagði jafnframt að tryggja þyrfti útlendingum gott aðgengi að íslenskunámi.

 Þetta hefur nú legið fyrir um áraraðir bæði hægt að vísa í áratuga reynslu annarra sem og reynslu okkar. Það tala allir um þetta á hátíðarsundum en okkur verður bara ekkert úr verki. Það er eins og annað hér á landi að við gerum helst ekkert  í heilbrigðis og félagslegum málum fyrr en mál eru orðinn að miklum vandamálum.

 


mbl.is Félagsmálaráðherra: tryggja þarf útlendingum aðgengi að íslenskukennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtið að Bush skildi ekki fá "Friðarnóbelinn"

Þúsundir Íraka flýja landið á degi hverjum og segir Flóttamannahjálp SÞ fólksflóttann „stöðugan og hljóðlátan“. Írökum sem leita hælis á Vesturlöndum fer fjölgandi, og einnig þeim Írökum sem flosna upp frá heimilum sínum. Hafi um 365.000 hrakist að heiman það sem af er árinu.

Nú hans markmið er og var að frelsa Írak og gera heiminn öruggari.


mbl.is Þúsundir Íraka flýja land á degi hverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að þetta væri í varnarsamningnum okkar við USA

Þjóðarhreyfingin mótmælir því einnig að í milliríkjasamningi af þessu tagi sé að finna skuldbindingar um að Alþingi komi á með lögum leynilegum stofnunum, sem frá upphafi er ætlað að starfa náið með bandarískum stofnunum að greiningu mála eins og ,,landráðastarfsemi” og ,,starfsemi sem beinist gegn stjórnskipulagi ríkisins”. Þetta býður heim pólitískum ofsóknum af því tagi sem viðgengust á tímum kalda stríðsins. Þjóðarhreyfingin telur að Alþingi beri að meta þörfina á starfsemi slíkra stofnana út frá hagsmunum Íslands sem fullvalda ríkis einvörðungu og telur að samstarfi við sambærilegar stofnanir erlendis beri að skipa eftir eðli máls hverju sinni, án sérstakra lagafyrirmæla fyrirfram um náið samstarf við bandaríska sendiráðið og bandarískar leyniþjónustur eða hernaðaryfirvöld.

 

Þetta gæti að mínu mati verið stór hættulegt skref fyrir okkur. Og ég mér finnst lykt af þessu. Væri kannski bara rétt að við gerðumst fylki í Bandaríkjunum frekar.

Það er í raun ófært að Ríkisstjórn á Íslandi geti skrifað undir slíkt fyrir okkar hönd, þegar hér ríkir þingræði ekki lýðræði. Því að hér hefur fólk mismunandi mikið að segja um hver talar fyrir þeirra hönd þar sem enn vantar mikið á að atkvæði vegi jafnt eftir kjördæmum.

Svona samningur er eitt af því sem þarf að bera undir þjóðaratkvæði og við þurfum í höfðatriðum að vita um hvað hann snýst.


mbl.is Þjóðarhreyfingin mótmælir breyttum varnarsamningi og krefst uppsagnar hans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband