Leita í fréttum mbl.is

Bíddu er þetta prófkjör??????

Innlent | mbl.is | 14.10.2006 | 19:28

Lokað prófkjör hjá framsókn í SV-kjördæmi

Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi samþykktu í dag tillögu stjórnar kjördæmissambandsins að listi fyrir næstu Alþingiskosningar verði kosinn á tvöföldu kjördæmisþingi.

Ég hafði einhvernveginn aðrar hugmyndir um hvað prófkjör væri. Ég hélt að þetta væri bara að þeir ætla aðeins að leyfa innvígðum framsóknarmönnum sem fá/eru valdir- að mæta á kjördæmisþing  að velja frambjóðendur. Þannig að hin almenni flokksmaður fær væntanlega ekkert að segja um málið. Enda hentar það flokki vel sem er orðinn að mestu að valdasjúkri stofnun og atvinnumiðlun fyrir innvígða framsóknarmenn úr innsta kjarna. 


mbl.is Listi framsóknar í SV-kjördæmi valinn á kjördæmaþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalur 9 heldur til veiða eftir helgina

Fréttablaðið, 14. Október 2006 03:30
Hvalur 9 heldur til veiða eftir helgina

Hvalveiðiskipið Hvalur 9 mun halda til veiða í næstu viku samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Til stóð að skipið færi út um helgina en því var frestað tímabundið.

Er þetta ekki alveg dæmigert fyrir okkur. Ætlum við að leyfa Kristjáni Loftssyni að fara út að leika sér að  veiða hvali aftur. Það er alltaf talað um þessar veiðar eins og þær hafi verið gróðafyrirtæki fyrir alla Íslendinga á sínum tíma. EN fólk gleymir að það var aðeins veitt í nokkra mánuði á ári og það var aðalega Kristján Loftsson sem græddi á að selja hvalkjöt til Japans og hvalslýsi og fitu í snyrtivörur sem ekkert fyrirtæki mundi nota í þær vörur lengur.

Halda menn með því að læðast út með hvalveiðskipið þá fréttir heimurinn ekki af þessu og bregðist við. Bandaríkin og fleiri lönd gætu beytt okkur viðskiptaþvingunum í kjölfarið. Þá kæmust við kannski í flokk með Norður - Kóreru.

Og allt þetta fyrir nokkra hvalaskrokka sem fáir vilja nota. Mér persónulega finnst hvalkjöt vont og ég held að svo sé um marga.    Finnst því sniðugra til lengdar að gera frekar út á fólk sem vill skoða þessi dýr lifandi og í sjónum.             


Ég mundi nú vilja staðfestingu frá öðrum

Bandarískar vísindarannsóknir staðfesta kjarnorkutilraunir N-Kóreu
Erlent | mbl.is | 14.10.2006 | 9:44

N-kóreskir hermenn standa vörð við ána Yalu sem er við... Bráðabirgðaniðurstöður vísindarannsókna virðast staðfesta að Norður-Kórea hafi gert kjarnorkutilraun sl. mánudag líkt og N-Kóreumenn hafa haldið fram, en þetta segja bandarískir embættismenn

Ætli að þetta séu sömu vísindamenn og fundu út skv. gögnum væru fullt af gereyðingarvopnum í Írak.


mbl.is Bandarískar vísindarannsóknir staðfesta kjarnorkutilraunir N-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. október 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband