Leita í fréttum mbl.is

Er ekki kominn tími til að ganga í ESB?

Las þetta inn á visir.is

Í Hálffimmfréttum Kaupþing segir að verðlag á Íslandi hafi hækkað um 0,7 prósent í september frá fyrri mánuði. Engin breyting var hins vegar á verðlagi að meðaltali meðal EES-ríkjanna milli mánaða.

Þá mældist verðbólgan á evrusvæðinu 1,7 prósent í september en það er 0,6 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Lægst var verðbólgan í Finnlandi eða 0,8 prósent 

Við erum svo með verðbólgu upp á 6,1% verðbólgu.

Sjá nánar hér: http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20061017/VIDSKIPTI01/61017068/1091


Það akkúrat mánuður síðan ég var á Krít

Eins gott að maður er ekki þar núna:

Erlent | mbl.is | 17.10.2006 | 21:38

 Flóð valda usla á eynni Krít 

Stormar sem geysað hafa á eynni Krít hafa valdið miklum flóðum og er vatnsflaumurinn víða allt að eins metra djúpur. Flóðið hefur hrifið með sér bíla, og borið báta á land. Þá hafa skipasamgöngur legið niðri til eyjarinnar auk þess sem ferðamenn hafa þurft að yfirgefa hótel sín


mbl.is Flóð valda usla á eynni Krít
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einfaldara Ísland - Guð, Allah og Óðinn láti gott á vita!

NFS, 17. Október 2006 12:45
Aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland samþykkt

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland fyrir árin 2006-2009. Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að markmiðið með áætluninni sé að einfalda og bæta opinbert regluverk í þágu atvinnulífs og almennings. Áætlunin er byggð á tillögum starfshóps sem forsætisráðherra skipaði í lok árs 2005 með fulltrúum ráðuneyta, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins.

Í áætluninni felst að frá og með ársbyrjun 2007 verður tekinn í notkun gátlisti um samningu stjórnarfrumvarpa sem minnir á tiltekin lykilatriði sem hafa þarf í huga varðandi samráð, mat á afleiðingum löggjafar og fleira. Þá verður leitað eftir samstarfi við skrifstofu Alþingis um útgáfu leiðbeininga um gerð stjórnarfrumvarpa og dómsmálaráðherra falið að gefa út leiðbeiningar um undirbúning reglugerða.

Fyrir 1. september 2007 ber hverju ráðuneyti að setja saman tveggja ára áætlun um einföldun og samræmingu löggjafar á þeim sviðum sem undir þau heyra. Forsætisráðherra mun hafa yfirumsjón með aðgerðaáætluninni en honum til aðstoðar verður samráðshópur ráðuneyta, sveitarfélag

 

Ég man nú eftir annarri áætlun sem hét „Eiturlyfjalaust Ísland 2002" Nú er í fréttum að það hefur sennilega aldrei verið meira um eiturlyf.  Mér finnst þetta eins og svo margt hér á Íslandi við setjum háleit markmið en sjáum svo eftir öllum aurum sem þau gætu kostað þannig að það verður ekki neitt úr neinu. Hvað erum við búin að tala lengi um að gera umbætu í málefnum Barna og unglinga geðdeildar, málefnum aldraðra, málefnum fatlaðra, málefnum Landspítalans Háskólasjúkrahús og svo mætti lengi telja.

Það eru haldnir flottir blaðamannafundir og sýndar myndir af nýjum hugmyndum en svo eru lappirnar dregnar.

Næst þegar talað er um þetta er ekki hægt að nota fyrri tillögur og þarf að byrja allt upp á nýtt.

Svo loks þegar farið er af stað eru hlutirnir gerðir af vanmætti og hugsunarlaust þannig að vandamálin aukast oft frekar en hitt. T.d. allt vesenið í kring um sameiningu spítalana hér í Reykjavík sem hefur tekið um 7 átta ár að jafna sig.


Það er spurning hvort að Ítölsk blöð mundu greina eins frá

Ég hef verið að hugsa um það af hverju við erum að fá fréttir af þessu:

"1 látinn og 5 alvarlega slasaðir eftir lestarslysið  í Róm"

Halda menn að það komi í Ítölskum blöðum 4 létust í umferðaslysi á Íslandi.

Er verið að reyna að gera fólk hrætt við að nota lestir erlendis? Eru blaðamenn vissir um að þetta sé helsta áhugamál okkar að frétta af slysum og dauðsföllum?


mbl.is Einn látinn og fimm alvarlega slasaðir eftir lestarslysið í Róm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. október 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband