Leita í fréttum mbl.is

Jafnrétti - Fjarlægur draumur!?

Hef verið að velta fyrir mér afhverju land sem segist stefna að jafnrétti kynjana lætur þetta viðgangast áratugum saman.

 

Innlent | mbl.is | 19.10.2006 | 16:55

Vanmat, launaleynd og aukinn ójöfnuður

Óútskýrður launamunur kynjanna hér á landi er nú nánast sá sami og hann var fyrir tólf árum, að því er fram kom í könnun sem Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra kynnti í dag. Þessi munur er nú 15,7% - það er að segja, konur hafa að meðaltali 15,7% lægri laun en karlar - en 1994 var hann 16%

Land sem meinar þetta í alvöru væri farið að reyna allar leiðir til að leiðrétta þetta: T.d.

  • Stofnun sem fylgist með framkvæmd jafnréttis stefnu stofnana og fyrirtækja
  • Fyrirtæki sem staðin eru að því að brjóta jafnréttislög ætti að sekta um verulegar upphæðir þannig að þeim svíði undan.

Eins gætu stéttarfélög komið að. T.d. ef að kynbundin launamunur er á ákveðnum vinnustað þá gætu fyrirtæki og stéttarfélag sameinast um að styrkja starfsmenn af því kyni sem er lægra launað til að sækja sér þekkingu og frekara nám sem gerði mögulegt fyrir starfsmenn að hækka í launum. Með aðkomu stéttarfélaga fengi fyrirtæki tækifæri á ða fá hæfara fólk í stjórnun án þess að kosta öllu til sjálft.


mbl.is Vanmat, launaleynd og aukinn ójöfnuður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóð sem týmir ekki að eyða í rannsóknir er ekki trúverðug

Bretar skora á Íslendinga að hætta hvalveiðum

Ríkisstjórn Bretlands skorar á íslensk stjórnvöld að falla frá ákvörðun sinni um hvalveiðar í atvinnuskyni. Sjávarútvegsráðherra Bretlands segir breskan almenning og þingheim afar reiðan yfir ákvörðun Íslendinga. Það sé barnalegt ef ríkisstjórn Íslands haldi að hún geti tekið slíka ákvörðun án þess að það hafi áhrif á tvíhliða samskipti ríkjanna.


Refsingar á Íslandi eru út í hött

Las eftirfarandi inn á visir.is

Fréttablaðið, 19. Október 2006 00:01
Maður á þrítugsaldri:
Dæmdur fyrir líkamsárás

Maður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellda líkamsárás. Hann veittist að morgni laugardags í desember að öðrum manni og sló hann hnefahögg í höfuðið með þeim afleiðingum að hinn síðarnefndi féll við og höfuð hans lenti á götunni. Við það hlaut fórnarlambið sprungu í höfuðkúpu og blæðingu á heila sem leiddi meðal annars til minnis- og taltruflana.

Árásarmaðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, auk greiðslu ríflega hálfrar milljónar í sakarkostnað og málsvarnarlaun.

Maðurinn höfuðkúpubraut mann og færi aðeins 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þ.e. maður getur nær drepið einhvern og verið dæmdur til að greiða smá pening og farið bara heim og undirbúið næstu árás.


Bloggfærslur 19. október 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband