Leita í fréttum mbl.is

Allt er nú til!!!!!!!

Lögreglumenn geta lent í ótrúlegustu aðstæðum og verða ávallt að vera við öllu búnir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning um umferðaróhapp í austurbænum um helgina þar sem bíll hafði farið út af veginum og hafnað á vegg.

Ökumaðurinn var með beltið spennt en loftpúði í stýri bílsins hafði sprungið út. Ekki var að sjá neina áverka á ökumanninum en hann virtist meðvitundarlaus þegar að var komið. Hann var því fluttur á slysadeild til frekari rannsóknar en bifreið hans var fjarlægð af vettvangi.

Á slysadeild kom hins vegar í ljós að maðurinn var alls ekki meðvitundarlaus. Hann hafði verið með leikaraskap allan tímann og reynt að villa um fyrir lögreglunni. Ekki er fyllilega ljóst hvað vakti fyrir manninum en þegar hugað var að sárum hans fannst áfengisþefur, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Því var brugðið á það ráð að taka úr honum tvö blóðsýni í þágu rannsóknar.

Ég á ekki orð!!!!


mbl.is Þóttist vera meðvitundarlaus eftir umferðaróhapp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu var ekki verið að segja að það væri þegar búið að selja kjötið?

Sendiherra Japans á Íslandi segir ólíklegt að Japanir muni kaupa hvalkjöt af Íslendingum, þar sem nóg væri til af slíku kjöti í Japan eftir vísindaveiðar þar. Illa gengi að selja það kjöt.

Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, sagði að kanna yrði hvort kjötið væri mengað úr langreyðinni sem veiddist í gær og því gætu margir mánuðir liðið þar til hægt verður að selja kjötið.

Hverning væri nú að blöð og fréttastofur könnuðu málin betur en væru ekki að hlaupa eftir einhverju sem fulltrúar hagsmunaaðila segðu.


mbl.is Japanar eiga of mikið af hvalkjöti að sögn sendiherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi jarðgöng eru sjálfsagt hið mesta þarfa þing - EN þau þurfa að bíða!!!

Nú er kominn tími til að við sem búum á SV horni landsins berjum í borðið og neitum að það séu hafnar frekar framkvæmdir við stör verk eins og jarðgöng á meðan að við 70% þjóðarinar búum við þau umferðarskilyrði sem við búum við í dag. Það á ekki að ráðast í frekari jarðgöng fyrr en Sundabraut er kominn. Eins þá vantar að laga Miklubraut/Hringbraut og gatnamót við Kringlumyrarbraut. 2 földun Vesturlandsvegar og Suðulrandsvegar til Selfoss.Það á að huga að jarðgöngum í gegn um Hellsiheiði, Undir Öskjuhlíð. Og fullt af þannig framkvæmdum. Það er með öllu óþolandi að við þurfum alltaf að bíða í áratugi eftir þessu.

Síðan má fara að skoða þannig framkvæmdir eins og jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar


mbl.is Bæjarstjóri Ísafjarðar segir jarðgöng mikilvæga samgöngubót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg stefna Ísraelsmanna

Þett er nú nógu alvarleg frétt en ég verð að viðurkenna að ég skil ekki seinnipart hennar.


Ísraelar skjóta sjö Palestínumenn til bana á Gaza-svæðinu
Ísraelskir skutu til bana sjö Palestínumenn á Gaza-svæðinu í dag, þ.á m. þrjá bræður og tvo frændur þeirra. Er dagurinn orðinn einn sá blóðugasti í aðgerðum Ísraela á Gaza, er staðið hafa í fjóra mánuði. Fjórtán til viðbótar særðust í skotbardaga. Ísraelar segja hermenn sína hafa verið að verjast árás.

Ísraelsku hermennirnir hafi verið í aðgerðum gegn Palestínumönnum er hafi skotið eldflaugum frá Gaza inn í Ísrael. Haft er eftir sjónarvottum að Palestínumennirnir sem féllu hafi byrjað að skjóta vegna þess að þeir hafi haldið sig sæta skotárás frá keppinautum. Að minnsta kosti sex þeirra er féllu hafi verið vopnaðir.

Hvað er átt við „keppinautum" skil það ekki.

Svo er önnur frétt:

Ísraelskt dagblað fullyrti í gær að Íraelsstjórn hefði í fyrsta sinn viðurkennt að hafa beitt svokölluðum hvítum fosfór-sprengjum gegn hernaðarlegum skotmörkum í átökunum í Suður-Líbanon í sumar. Slíkar sprengjur eru afar umdeildar en þær valda fórnarlömbum sínum alvarlegum bruna og mjög kvalafullum dauðdaga.

"Ísraelskar hersveitir notuðu fosfór-sprengjur í stríðinu gegn Hizbollah í árásum sem beindust gegn hernaðarlegum skotmörkum á opnu svæði," hafði dagblaðið Haaretz eftir Yakov Edery, ráðherra í Ísraelsstjórn, sem fer með samskipti við þingheim.

Alþjóða Rauði krossinn og önnur mannréttindasamtök hafa lengi barist fyrir því, að vopn sem innihaldi fosfór verði bönnuð með öllu í stríðsátökum og skilgreind sem ólögleg efnavopn.

Og ein en frétt

NFS, 23. Október 2006 10:15
Ísraelar halda áfram eftirlitsflugi um líbanska lofthelgi

Varnarmálaráðherra Ísraels, Amir Peretz, sagði í gær að Ísraelar myndu halda áfram daglegu eftirlitsflugi sínu yfir líbanska lofthelgi svo lengi sem líbanska ríkisstjórnin sinnti ekki sínum hluta vopnahléssamkomulagsins um að hindra vopnasmygl til Hisbollah. Líbanir hafa gagnrýnt yfirflug Ísraela sem skýlaust brot á vopnahléssamkomulagi öryggisráðsins.

Utanríkisráðherra Líbanons, Fawsi Shalloukh, segir Líbani standa við vopnahléssamkomulagið, þeir einu sem brjóti það séu Ísraelar. Alþjóðasamfélagið hefur einnig í auknum mæli gagnrýnt yfirflug Ísraela.

Reyndar skil ég ekki þetta stríð, ég skil ekki að nokkuð land skuli þurfa að búa við svona ömurleg skilyrði eins og Palestína og ég skil ekki að Ísrael skuli halda að aðgerðir þeirra verði nokkurn tíma til þess að þeir upplifi frið. Það eina sem ég skil nokkurnvegin er að auðvita tengjast Bandaríkinn þessu ástandi mikið eins og á flestum stöðum í heiminum þar sem eru átök milli þjóða. Hvort sem það er í Afganistan, Írak, Palestínu o.s.frv.

Ísraelar hljóta að gera sér grein fyrir því að fyrr en síðar verða þær þjóðir sem þeir ögra nú í aðstöðu til að svara fyrir sig miklum krafti. Þegar myndast meiri samstaða þeirra á milli. Og þá gæti komið upp sú staða að það verði erfitt að bjarga Ísrael.

 


mbl.is Ísraelar skjóta sjö Palestínumenn til bana á Gaza-svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki styrkir þetta trú mína á að þessi maður segi satt og rétt frá.

Fann þetta á síðu Jóhanns Haukssonar www.morgunhaninn.is  :

Þess má geta að Róbert Trausti Árnason er nú í sérverkefnum á vegum Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, meðal annars við að undirbúa alþjóðlega ráðstefnu um öryggi á norðurslóðum, sem haldin verður á vegum dómsmálaráðuneytisins 2. nóvember næstkomandi.

Og þetta er maðurinn sem segir að Jón Baldvin hafi látið rannsaka tengsl Svavars við Stasi. Þetta er maður sem er eins og þarna kemur fram í starfi hjá Dómsmálaráðuneyti + að hann rífur held ég reglur um þagnarskyldu opinberra starfsmanna sem og trúnað sem ríkir í Utanríkisþjónustu. Þá fer hann skv. Jóni með rangt mál. Því þarf að víkja honum a.m.k. tímbundið frá störfum hjá Birni (ráðuneytinu) á meðan málið er kannað.


En á ný um dóma hér á landi

Eru þetta ekki boð til þeirra sem eiga það til að sýna ofbeldi að það sé bara allt í lagi:

Fréttablaðið, 23. Október 2006 00:01
Sex mánaða fangavist:
Barði dyravörð með glasi

Maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hann sló dyravörð á Dubliners með glasi í hnakkann 2. október. Höggið var það þungt að glasið brotnaði.

Dyravörðurinn hlaut stóran skurð ofan við hægra eyra og fékk heilahristing. Hann kvað tilefni árásarinnar hafa verið það að hann hefði fengið ábendingu um að árásarmaðurinn væri að káfa á brjóstum erlendrar konu inni á skemmtistaðnum. Hann hefði því vísað gestinum út með ofangreindum afleiðingum.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir þessa árás. Hann hefði getað höfuðkúpubrotið dyravörðinn. Og hvað ef hann hefði haft hníf við hendina hefði hann notað hann í staðinn. Mér finnst að allar svona árásir eigi að meðhöndla sem tilraun til að valda viðkomandi fórnarlambi varanlegum skaða eða dauða. Og dæma eftir því.


Bloggfærslur 23. október 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband