Leita í fréttum mbl.is

Verður Keflavíkurflugvallarsvæðið einkavinavætt?

Frétt af mbl.is

  Þróunarfélag um framtíð varnarsvæðisins stofnað
Innlent | mbl.is | 24.10.2006 | 15:19
Stofnfundur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. var haldinn í Reykjanesbæ í dag, í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. september síðastliðnum. Félagið, sem lýtur forræði forsætisráðherra, mun leiða þróun og umbreytingu á varnarsvæði því á Keflavíkurflugvelli sem koma á í arðbær borgaraleg not.

Það verður spennandi að sjá hverjir það verða sem fá að vera með starfsemi á Keflavíkurflugvelli. Verður hann kannski einkavinavæddur?

Magnús Gunnarsson, fyrrverandi formaður Vinnuveitendasambandsins, stýrir félaginu en með honum í stjórn sitja þeir Árni Sigfússon bæjarstjóri og Stefán Þórarinsson verkfræðingur. Varamenn eru Hildur Árnadóttir, Helga Sigrún Harðardóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Þarna eru minnstakosti nokkrir sjálfstæðismenn.


mbl.is Þróunarfélag um framtíð varnarsvæðisins stofnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djölfuls ómenni eru þetta

Tveir karlmenn nauðguðu ungri konu fyrir utan Þjóðleikhúsið
Innlent | mbl.is | 24.10.2006 | 19:23

Þjóðleikhúsið. Átján ára stúlku var nauðgað af tveimur karlmönnum fyrir utan Þjóðleikhúsið aðfararnótt laugardag

Mikið hljóta svona menn að vera kexruglaðir og gjörsamlega siðlausir. Þessi verknaður er náttúrulega með því ljótara sem til er. Vona að þeir náist sem fyrst.

Þetta leiðir mig líka að þeim sem af minnsta tilefni beita ofbeldi. t.d. berja fólk með glösum, stinga með hnífum, berja fólk með kylfum og svo framvegis. Þetta er því miður oft sömu mennirnir og eru að nauðga. Menn sem í sínum veikindum halda að þeir komist í gegnum lífið og til metorða meða því að ógna, berja og nauðga.

Þeim er gjörsamlega sama um allann sársauka og andlegum kvölum sem þeir valda öðrum.

Þessa menn þarf þegar þeir nást að loka frá okkur lengi. Eins lengi og þarf til að gera þá skaðlausa.  t.d. vegna elli.


mbl.is Tveir karlmenn nauðguðu ungri konu fyrir utan Þjóðleikhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eru bankarnir sem geta varla borgað vexti á innlánin ykkar

NFS, 24. Október 2006 16:28
Kaupþing banki langstærsta fyrirtæki landsins

Kaupþing banki er langstærsta fyrirtæki landsins samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Velta bankans í fyrra nam ríflega 170 milljörðum króna og jókst um 130 prósent frá fyrra ári. KB banki var einnig í efsta sæti listans í fyrra.

Landsbankinn er annað stærsta fyrirtækið með 106 milljarða króna veltu en fyrirtækið fer upp um þrjú sæti milli ára.

Þetta eru stofnanir sem rukka okkur um okurvexti og borga helst ekki vexti á það sem við geymum af peningum hjá þeim. Þeir rukka okkur um þjónustugjöld hægri og vinstri þrátt fyrir að vaxtamunur milli inn og útlána sé einmitt hugsaður til að dekka þann kostnað. EN þetta látum við bjóða okkur ár eftir ár. Þeir þurfa jú fjármagn til að leika sér með í útlöndum.

Þetta eru bankarnir sem við gáfum fyrir nokkrum árum. á um 10 milljarða. Þeir velta nú 10x meira en þeir kostuðu og við fáum alls ekki betri þjónustu eða kjör.


Eins gott að hún þurfi ekki að tala á ensku!!!

Í framhaldi af Alherjaþinginu og ávarpi hennar þar sem fáir skildu, þá er víst eins gott að hún getur talað norsku ágætlega.  Sem síðan er hægt að þýða fyrir hina yfir á ensku.
mbl.is Utanríkisráðherra tekur þátt í ráðherrafundi Norðurskautsráðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ojbarasta!!!!

1450 farþegar án salernis í þrjá sólarhringa
Veröld/Fólk | mbl.is | 24.10.2006 | 10:45

Ástandið um borð í breska skemmtiferðaskipinu Destiny hefur verið frekar bágborið undanfarna sólarhringa því salernin um borð hafa ekki virkað sökum stíflu í frárennslisrörum

Var reyndar ekki viss um undir hvaða flokk ég ætti að setja þetta. Geri kannski nýjan flokk seinna sem heitir "skrítið og skemmtilegt"og/ eða "Frekar ógeðslegt"


mbl.is 1450 farþegar án salernis í þrjá sólarhringa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu við er þetta þá keppni

Frétt af mbl.is

  Enginn að sigra í Írak samkvæmt nýrri bandarískri könnun
Erlent | mbl.is | 24.10.2006 | 8:52
Unglingspiltur ber lítin dreng, sem særðist í sprengjuárás... Einn af hverjum fimm Bandaríkjamönnum er þeirrar skoðunar að Bandaríkin séu að vinna sigur í Írak ef marka má niðurstöður skoðunarkönnunar. Helmingi fleiri voru hinsvegar á þeirri skoðun í desember sl.

 

Ég hélt að þetta væri land Íraka. Hvernig getur þá verið að Bandaríkjamenn séu að reyna að sigra einhverja? Eru það þá hverjir? Eru það öfgahópar sem ráðast á þá og samborgara sína í leiðinni? En það eru væntanlega Írakar líka. Er þá ekki sigur fyrir Íraka og kannski Bandaríkjamenn að þeir hypji sig hið fyrsta og þannig öfgahóparnir missi að hluta til tilgang sinn með þessum árástum?


mbl.is Enginn að sigra í Írak samkvæmt nýrri bandarískri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að halda Kristni frá 1 sæti

Í fréttini hér fyrir neðan kemur fram að kjörstjórn hafi bætt 2 við þá 6 sem höfðu boðið sig fram í prófkjörinu.

Það vakti upp tækifæri til að koma með samsæriskenningar:

  • Þessi 2 sem kjörstjórn bætti við eru bæði frá Vestfjörðum eins og Kristinn. Aðrir á listanum eru frá Skagströnd eða einhversstaðar á Norðurlandi  held ég, svo Akranesi og Borgarfirði.
  • Eiga þessi 2 að má nægum atkvæðum af Kristni til að hann ógni ekki Magnúsi í fyrsta sæti.
  • Það er minnstakosti gaman að velta þessu fyrir sér

mbl.is Átta í prófkjöri framsóknar í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. október 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband