Leita í fréttum mbl.is

Blix: Sadam var skömminni skárri

Þetta er umhugsunarvert:

Af ruv.is:

Blix: Sadam var skömminni skárri

Hans Blix, fyrrverandi yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak, segir hernám landsins gjörsamlega misheppnað, hlutskipti þjóðarinnar sé enn ömurlegra um þessar mundir en undir einræðisstjórn Saddams Husseins, fyrrverandi forseta. Í nýlegu viðtali við Politiken segir Blix Bandaríkjastjórn í mikum vanda. Hún þurfi að velja milli tveggja kosta, báðir séu afleitir. Yfirgefi Bandaríkjaher Írak tafarlaust brjótist út blóðugt borgarastríð. Fari Bandaríkjamenn hinsvegar hvergi verði þeir áfram skotmark ýmissa andspyrnu-og hryðjuverkahópa án þess að koma á stöðugleika. Blix segir að snöggtum skárra hefði verið að hernema ekki Írak.

Vissulega væri Saddam þá enn við völd, sem væri vont, en Írakar byggju þó ekki við algjöra vargöld. Bandaríkjamenn, og fylgiþjóðir þeirra, virtu Blix að vettugi þegar hann óskaði eftir því að vopnaeftirlitssveitir hans fengju að ljúka störfum í Írak vorið 2003. Hernám væri ekki nauðsynlegt til að hafa uppi á ætluðum gjöreyðingarvopnum Íraka. Bandaríkjastjórn staðhæfði hins vegar að brýna nauðsyn bæri til að tortíma þessum vopnum strax, áður en þau kæmust í hendur hryðjuverkamanna. Engin gjöreyðingarvopn hafa enn fundist í Írak.


Er þetta rétt orðað hjá manninum

Ég veit ekki hvort Afgana telja þetta gilda réttlætingu. Þetta er svona svipað og segja til að losna við Talíbana þá verðum við að drepa alla Afgana:

Frétt af mbl.is

  Yfirmaður NATO í Afganistan segir mannfall meðal óbreyttra borgara harmleik
Erlent | AP | 27.10.2006 | 17:01
Mynd 412447 Jaap de Hoop Scheffer, yfirmaður Atlantshafsbandalagsins í Afganistan sagði í dag fall óbreyttra borgara í Afganistan í árásum NATO í fyrradag vera harmleik. Sagði Scheffer þó aðgerðir NATO nauðsynlegar og til þess gerðar að verja lýðræði í landinu.

 


mbl.is Yfirmaður NATO í Afganistan segir mannfall meðal óbreyttra borgara harmleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. október 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband