Leita í fréttum mbl.is

Ég verð bara að segja: Er nema von að þeir séu reiðir?!!!

Frétt af mbl.is

  Palestínsk stjórnvöld harðorð í garð Bandaríkjastjórnar
Erlent | AFP | 12.11.2006 | 14:24
Palestínsk kona situr fyrir framan hús sem eru rústir einar... Palestínsk stjórnvöld hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkjanna að beita neitunarvaldi gagnvart ályktun, sem var kynnt í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem árásir Ísraelshers á Gaza sl. miðvikudag eru fordæmdar. Alls létust 19 manns í árásunum.

Þetta vekur líka upp spurningu um hversvegna aðrar þjóðir en þessar 5 sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu eigi að sætta sig við að Bandaríkin eru sífellt að beita neitunarvaldi sínu á allar tillögur er finna að framferði Ísraelsmanna?

Af hverjur er þetta neitunarvald ekki tekið til endurskoðunar?

Væri ekki réttara að miða við aukin meirihluta t.d. 3/4 fulltrúa eða eitthvað svoleiðis?

Afhverju eiga þessar 5 þjóðir að hafa öll mál á sínu valdi og geta hafnað þeim þrátt fyrir að meirihluti mannkyns sé fylgjandi málinu?


mbl.is Palestínsk stjórnvöld harðorð í garð Bandaríkjastjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það má sjá að prófkjörið í Suðurlandi setur Sjálfstæðismenn i vanda.

Var að lesa bloggið hans Andrésar Magnússonar blaðamanns. EN hann hefur nú aldrei farið leynt með að hann fylgir Sjálfstæðisflokknum að málum. Í blogginu hans kemur fram að hann telur að sig geta orðið í vandræðum með að kjósa flokkinn í vor því að atkvæði greitt í Reykjavík getur tryggt manni af Suðurlandi uppbótar þingsæti.

Hann segir svo m.a. í bloggi sínu:

„Úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna á Suðurlandi komu mér að mörgu leyti í opna skjöldu. Drífa Hjartardóttir á Keldum húrraði niður listann og Guðjón Hjörleifsson sömuleiðis. Ég fæ ekki séð að það hafi verðskuldað fall hjá þeim. Eins finnst mér verra að Gunnar Örlygsson hafi ekki fengið betri útkomu í prófkjörinum, þó ekki væri nema vegna þess að ég tel að við eigum að fagna týndum sauðum."

Þarna finnst mér hann fljótur að gleyma. Gæti ekki verið að Vestmanneyingar séu enn sárir eftir að í ljós kom að Guðjón sólundaði miklu fé í gegnum Þróunarfélag Vestmanneyja til að kaupa fyrirtæki (Íslensk matvæli ef ég man rétt) sem kom síðan í ljós að gat aldrei borið sig og fór á hausinn á innan við 2 árum. Voru það ekki um 200 milljónir sem töpuðust þar. Eins voru einhver vafasöm hlutafjárloforð í þessu líka hjá Guðjóni. Og með Gunnar Örlygsson þá byrjað hann síðasta kjörtímabil á því að sitja af sér fangelsisdóm. Eitthvða með akstur og eins eitthvað í sambandi við kvótaviðskipti sem tengdurst honum.

Annars er þetta ágætar pælingar hjá honum. Sjá bloggið


Fer að halda að þetta sé sniðug leið.

Held að prófkjör séu að ganga sér til húðar.

Ég held að einhverskonar uppstilling sé ferkar betri. Eða þá að að fólk fengi bara að raða á listann um leið og það kýs.

Prófkjör í sinni verstu mynd eru gróðrastía fyrir allskonar hagsmunatengsl. Þegar frambjóðendur þurfa að safna milljónum til að koma málstað sínum á framfæri.


mbl.is VG stillir upp í Norðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisfólk á Suðurlandi hafna tengslum við landbúnað

Það vekur athygli að sjálfstæðisfólk virðist ekki hafa áhuga á atkvæðum frá bændum. Því þeir sparka einum af fáum bændum sem hafa verið á þingi þ.e. Drífu Hjartardóttur. Þeir kannski líta svo á að Dýralæknirinn Árni Matt og garðyrkjufræðingurinn (held að hann sé það) Kjartan séu næg tengsl. Þá setja þeir tughúslim á milli sem þurfti sérstaklega uppreisn æru til að mega bjóða sig fram.

Ætli það verði þá Guðni Ágústsson sem græðir á öllu saman.


mbl.is Kjartan endaði í þriðja sæti í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni á þing!!! Er ekki allt í lagi með fólk á Suðurlandi?

Nú liggur fyrir að Árni Johnssen er kominn í framboð aftur og það í 2 sæti á Suðurlandi. Þetta finnst mér alveg makalaust.

Þarna er fólk í Sjálfstæðisflokknum að stilla upp fyrirverandir þingmanni sem hefur verið dæmdur fyrir að sólunda almannafé í sína þágu.

  • Hann fékk sérstök lán til að byggja einbýlishúsið sitt í Vestmannaeyjum. Það var veitt með því að það væri tilrauna hús. Lánið sem  hann fékk var margfallt það sem aðrir gátu fengið á sínum tíma.
  • Hann var duglegur að skaffa vinum sínum í Ístaki störf t.d. við byggingar á Grænlandi. Þeir byggðu svo fyrir hanni gestahús við einbýlishúsið hans í Vestmannaeyjum.
  • Hann keypti svo ýmislegt til framkvæmdanna við húsið og garðinn sinn á kostnað Þjóðleikhúsins þegar hann var formaður Þjóðleikshúsins.
  • Hann fékk annann þingmann til að greiða fyrir sig atkvæði á Alþingi.

Þetta eru bara nokkur atriði. Við tölum ekki um þegar hann hefur verið að slá til fólks eins og Páll Óskar sagði frá og fleiri.

Þetta er auðsjáanlega maður sem ekki hafði nokkurn skilning á siðferði í stjónmálum og braut lög án þess að hika.

Þetta er maður sem Sjálfstæðisflokkurinn vill að komist inn á ALþingi til að setja lög og sjá um að þeim sé framfylgt. Maður sem hefur verið dæmdur fyrir að fylgja ekki lögum sjálfur.

Fólk getur sagt að hann hafi tekið út sína refsingu og fengið uppreisn æru frá Dómsmálaráðuneyti. EN mundi fólk sætta sig við að t.d. Lögga sem hefði verið vísað úr starfi fyrir ofbeldi væri ráðin aftur þegar hún hefði tekið út sinn dóm.

Held ekki


mbl.is Árni Johnsen í 2. sæti í prófkjöri í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. nóvember 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband