Fimmtudagur, 2. nóvember 2006
Er þetta ástæðan fyrir því að leyfðar voru hvalveiðar?
Af www.jonas.is
02.11.2006
Mótmæla prófkjörspriki
Þá er kjaftshöggið komið. Tuttuguogfimm vestræn ríki og Evrópusambandið hafa mótmælt sameiginlega hvalveiðum Íslendinga. Þessu fylgja að vísu engar hótanir um framhaldið, enda er Evrópa friðarálfa. En þetta sýnir pólitíska samstöðu vestrænna ríkja gegn Íslandi í máli þessu. Samstöðu, sem rýrir virðingu Íslands á fjölþjóða vettvangi. Til hvalveiða var stofnað fyrirvaralítið í haust. Það var án samráðs við mikilvæga aðila og án undirbúnings af hálfu ráðuneytis og Hvals. Einar K. Guðfinnsson ráðherra var bara að ná sér í prik á Vesturlandi og Vestfjörðum fyrir prófkjörið.
Þetta finnst mér alveg ágætis skýring á þessu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. nóvember 2006
Svo mælir Björn Bjarnason:
Af www.bjorn.is
Egill Helgason og Jónas Kristjánsson hafa komist að þeirri niðurstöðu á vefsíðum sínum, að ómaklegt sé hjá mér að tala um andstæðinga, þegar ég ræði um þá, sem styðja mig ekki í stjórnmálum. Jónas kallar það vænissýki, að ég skuli nota þetta orð.
Þessar aðfinnslur í anda pólitísks rétttrúnaðar styðja aðeins þá kenningu mína, að framlag svonefndra álitsgjafa til stjórnmálaumræðna hér á landi sé hjákátlegra en annars staðar. Kannski er þetta einhver tegund af póst-módernisma, þar sem allt er lagt að jöfnu og flatneskjan ein virðist mega móta umhverfið.
Mér finnst það merkilegt að með þessum og fleiri ummælum er Björn að slá um sig og þykist betri, fróðari og merkilegri en aðrir. Spurning ef honum finnst þetta um stjórnmálaumræðuna hér, þá ætti hann kannski bara að fara til Bandaríkjana þar sem að kosningabarátta snýst að mestu um auglýsingar sem halda því fram að andstæðingar séu barnamoðingjar, dópistar og hvað eina sem hægt er að ljúga um. Þetta finnst honum væntanlega málefnalegra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. nóvember 2006
Þetta er það sem eldriborgarar kusu yfir sig
Það er nú gamalkunn staðreynd að eldra fólk kýs Sjálfstæðisflokkinn. Enda var Sjálfstæðisflokkurinn við völd í áratugi hér áður í Reykjavík. Því er nú hægt að segja ykkur var nær:
NFS, 02. Nóvember 2006 19:03
Hækkun gjalda vegur að eldri borgurumFélagar í Félagi eldri borgara í Reykjavík eru æfir vegna hækkunar þjónustugjalda sem samþykkt var af borgarráði og gerir í einu vetfangi að engu einu hækkun á kjörum þeirra á 11 árum.
Borgarráð samþykkti nýverið að hækka þjónustugjöld til eldri borgara um tæplega 9%. Hækkunin nær til heimaþjónustu, félagsstarfs, fæði og veitinga í félagsstarfi og þjónustugjalda fyrir þjónustuíbúðir aldraðra.
Í sumar tók gildi leiðrétting á kjörum aldraðra. Sú hækkun kom til vegna verðbólgu og mun hverfa samstundis vegna þessarar hækkunar á gjaldskrá segir Félag eldri borgara í Reykjavík.
Ólafur Ólafsson hjá landssambandi eldri borgara segir hækkunina koma verulega á óvart og ganga þvert á það sem borgarráð hefur gefið til kynna í málefnum aldraðra. Hann segir enn og aftur vera vegið að öldruðum sem í 70% tilfella eru lágtekjufólk, jafnan með mikla skattbyrgði.
Mómæli hafa verið send til borgarráðs og munu félagsmenn funda frekar um málið á næstu dögum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 2. nóvember 2006
Ég deili þessum áhyggjum með borgarfulltrúanum
Stefn Jón segir í viðtali við Útvarpið:
......Einnig bendir Stefán Jón á að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi lýst því yfir að einkavæða beri Landsvirkjun og landsfundur flokksins hefur ítrekað ályktað í þá átt. Á það geti Samfylkingin ekki fallist.
Ég deili þessu áhyggjum með honum. Sérstaklega þar sem að Landsvirkjun hefur gert samninga við áverin og fleiri um sölu á stærstum hluta orku sinnar á mjög hagstæðu verði. Og því finnst mér líklegt að einkaaðilar kæmu til með að velta á okkur hærra orkuverði til að hafa af fjárfestingunni almennilegan arð. Álverin eru jú með fasta samninga næstu áratugina.
Fimmtudagur, 2. nóvember 2006
Er þessar refsiaðgerðir nokkuð að virka?
Frétt af mbl.is
Fundað um refsiaðgerðir gagnvart N-Kóreu í næstu viku
Erlent | AP | 2.11.2006 | 19:05Tveir háttsettir embættismenn bandaríska utanríkisráðuneytisins munu funda með japönskum, kínverskum, rússneskum og suður-kóreskum embættismönnum varðandi útfærslu á þeim refsiaðgerðum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt að beita Norður-Kóreu
Ég hef verið að velta fyrir mér refsiaðgerðum. Er þær að virka? Þeim hefur verið beitt áður eins og í Írak í áratugi. Eina landið þar sem þetta virkaði eitthvða var Lýbía en þar voru menn með svo mikinn auð í olíu að þeir á endanum sömdu við alþjóðasamfélagið. Í Noður Kóreu er þegar nærri hungursneið þannig að þeir þola ekki allsherjar viðskiptabann. Mig rekur minni til að þetta eigi að vera bann við að selja þeim efni og áhöld sem þeir gætu notað í sprengjur, en er hræddur um að þeir séu búnir að koma sér upp þannig búnaði nú þegar.
Því er það að ég efast um þessar aðgerðir gagnvart þjóð sem leyft hefur verið að þróast þannig að hún er einangruð frá samfélagi þjóðana og stjórnað af einvaldi.
Ef að aðgerðinar eru víðtækar þá Þjappar það bara Norður Kóreubúum á bakvið stjórnvöld og aðgerðir þeirra.
Mín skoðun er að réttara sé að miða við hverning mál eru að þróast í Kína. En þar eru mál sífellt að þróast í átt að meiri mannréttindum og samskiptum við aðrar þjóðir. Þetta var gert með því að þjóðir sóttust eftir að eiga samskipti, viðskipti og önnur tengsl við þá.
![]() |
Fundað um refsiaðgerðir gagnvart N-Kóreu í næstu viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 2. nóvember 2006
Einar! Þeir gætu kannski borgað Kristjáni Loftssyni
Frétt af mbl.is
Engar heimildir fyrir því að kaupa hvali líf að sögn sjávarútvegsráðherra
Innlent | mbl.is | 2.11.2006 | 11:53Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir engar lagalegar heimildir hér á landi til þess að greiða íslensku ríkisstjórninni fyrir að veiða einni langreyði minna, eins og dýraverndarsamtökin WSPA hyggjast gera og safna nú fyrir hvalnum á eBay uppboðsvefnum.
Það er jú hann sem er eini aðilinn sem veiðir stórhvali í atvinnuskyni hér við Atlandshaf. Ríkistjórnin veiðir engan hval og hefur varla af þessu tekjur.
![]() |
Engar heimildir fyrir því að kaupa hval líf að sögn sjávarútvegsráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. nóvember 2006
Óvönduð fréttamennska?
Er þetta ekki dálítið óvandað:
Frétt af mbl.is
Ari Edwald segir sameiningu 365 miðla og Skjásins skynsamlega hugmynd
Innlent | mbl.is | 2.11.2006 | 11:57Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að sameining Skjásins og 365 sé ekki í spilunum eins og málin standa, en á bloggi sínu fullyrðir Sævar Ólafsson blaðamaður og fyrrverandi fréttamaður á Stöð 2 að leynilegar viðræður hafi átt sér stað á milli fyrirtækjanna
Til að byrja með heitir bloggarinn Steingrímur Sævarr Ólafsson. Og var m.a. síðast upplýsingafulltrúi Halldórs Ásgrímssonar. Og langt er síðan að hann var fréttamaður. (Uppfært sé núna 14:30 að það er búið að laga nafnið hans)
En hann hefur oft verið fyrstur með fréttirnar og þær oft reynst réttar.
En ef satt er þá eigum við ekki von á góðu. Þá hækka afnotagjöldin hjá þessum miðlum væntanlega upp úr öllu valdi. Mér líst alls ekki á þetta hjá þeim
![]() |
Ari Edwald segir sameiningu 365 miðla og Skjásins skynsamlega hugmynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 2. nóvember 2006
Héldu menn að hann léti Rumsfeld og Cheney fara
![]() |
Bush: Rumsfeld og Cheney munu starfa áfram í ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 2. nóvember 2006
Sögðu Bandaríkamenn varnarsamningnum upp?
Var að lesa frétt á ruv.is. Þar er Valgerður að tjá sig um að henni finnist að Bandaríkjamenn geti ekki verið með leiðindi í viðskipasamningum við okkur, því við hefðum brugðist svo vel við þegar þeir sögðu Varnarsamningnum upp einhliða. EN bíddu við sögðu þeir honum upp? Ég hélt að þeir hefðu bara farið burtu með þotur og liðið. Var ekki verið að skrifa undir viðauka við samninginn nú um daginn? Kannski er ég bara svona vitlaus! En svona hljómar fréttin á ruv.is
Fyrst birt: 01.11.2006 17:59Síðast uppfært: 01.11.2006 18:43Ráðherra: Efi um að hvalveiðar hafi áhrif á samninga við BNA
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra trúir því ekki að hvalveiðar Íslendingar hafi áhrif á fríverslunarsamninga Íslands og Bandaríkjanna þótt þeim mislíki. Skilja má á ráðherranum að Íslendingar eigi betra skilið af hálfu Bandaríkjamanna eftir að hafa sýnt kurteisi við einhliða uppsögn varnarsamnings þjóðanna.
Valgerður segist ekki trúa því að Bandaríkjamenn láti hvalveiðar Íslendinga bitna á viðskiptasamningum milli þjóðanna, þótt þeir styðji ekki ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja veiðarnar á ný. Íslenska ríkisstjórnin hafi ekki látið einhliða ákvarðanir Bandaríkjamanna í varnarmálum bitna á samstarfi landanna og hún væntir þess að Bandaríkjamenn sýni samskonar afstöðu gagnvart ákvörðun sem Ísland hafi tekið nú. Ýmislegt getur komið upp í samstarfi þjóða, segir ráðherrann.
En einhvernveginn finnst mér það að Bandaríkin fari með her í burtu frá okkur og semja svo um aðrar varnir sé sambærilegt við það að villja ekki gera fríverslunarsamning við okkur. Hún gleymir að forseti USA hefur leyfi skv. lögum til að beita okkur viðskiptaþvingunum vegna hvalveiða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. nóvember 2006
Kemst Jón Sig. á þing?
Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups þá er famsókn með um 5% í hvoru Reykjavíkurkjördæmi. Það yrði nú agalegt ef að formaður flokksins kæmist ekki á þing. Á von á því að kosningamaskína framsóknar verði sett snemma í gang þennan vetur og gangi á fullu.
Þetta verður að venju fjölmiðlafár þar sem að frambjóðendur framsóknar fara til stílista og brosa meira í vetur en þeir hafa gert alla ævina hingað til. Við munum fá nokkrar velvaldar lækkanir og gjafir frá ríkisstjórninni þennan vetur en þó sérstaklega þeir sem búa þar sem að atkvæðin vega meira.
Það eru nú ýmsir sem hafa notið góðs af framkvæmdum framsóknar og sjálfstæðisflokksins. Og því held ég að fjármagn streymi til þeirra fá þeim sem fengu banka og tryggingarfélög nærri gefins. Það verður ekki tugum heldur í hundruðum milljónirnar sem fljúga úr Framsóknarbatteríunu í vetur. En skildi það skila einhverju? Við Íslendingar höfum jú gullfiska minni. Því er auðvelt að slá ryki í augu okkar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 2. nóvember 2006
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Innlent
- Innhverf manneskja sem elskar fólk
- Potturinn þrefaldur næst
- Hlýjasta aprílbyrjun aldarinnar
- Mótmæla brottvísun Oscars
- Töluvert magn fíkniefna á Húsavík
- Bora tvo kílómetra í leit að vatni fyrir Hafnarfjörð
- Strandaglóparnir komast að óbreyttu heim í kvöld
- Erfiður vetur og veikindi enn mikil
- Stútur reyndi að snúa við á ölvunarpósti
- Þjóðin öll upplifði hann sem vin sinn
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson