Leita í fréttum mbl.is

Er þjóðin tilbúin að binda alla sína orku til frambúðar?

Á ruv.is fann ég eftirfarandi upplýsingar hafðar eftir orkumálastjóra:

Almennt er álitið að orkukostir Íslendinga nemi um 50 teravattstundum. Þá er bæði átt við nýtta og ónýtta virkjunarkosti og bæði vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir. Þorkell Helgason orkumálastjóri segir að raforkunotkun álvera á Íslandi aukist úr 8,5 teravattsstund í um 17 teravattstundir árið 2008 þegar álver Alcoa á Reyðarfirði og stækkað álver Norðuráls á Grundartanga hafa hafið álframleiðslu. Árið 2015 gætu hins vegar 3 ný álver hafa bæst í hópinn: stækkað álver Alcan í Straumsvík, Álver Century Aluminium í Helguvík og nýtt álver Alcoa á Húsavík. Þorkell segir að þá væri raforkunotkun álveranna komin upp í um það bil 29 teravattstundir af þeim 50 sem talið er að þjóðin hafi til ráðstöfunar. Að óbreyttum forsendum er ekki talið að Hydro gæti hafið álframleiðslu hér á landi fyrr en eftir það. Áætla má að 100.000 tonna ársframleiðsla á ári kalli á 1,4 teravattsstund af raforku.

Með þessu 50 teravattstundum er átt við nær alla orku sem hægt er að virkja þar með Geysir og HYDROGullfoss. Nú þegar og ef öll þessi álver sem þegar er búið að ræðaum og eru nefnd hér að ofan þá eru um 60% af allri orku sem við getum unnið í dag bundið í álverum. Og ef HYDRO kæmi líka með sínar ýtrustu óskir um 600.000 tonna álver þá væri um 80% af orku sem við eigum möguleika á að framleiða bundin í áli. Hvað ef að næsta kynslóð eða þarnæsta vill fara að framleiða eitthvað annað. Hvað ef fer að kólna á Íslandi og við þurfum meiri orku fyrir okkur. Hvað ef okkur býðst að framleiða eitthvað arðbærara eða t.d. vetni í stórum skömmtum. Hvað þá? Þarf þá kannski að fara að nota kol hér á Íslandi eða Kjarnorku. Höfum við leyfi til að ráðstafa öllum orkunýtingarmöguleikum sem eru til hér?

 


Ekki viss um að Tony Blair geti lofað slíku

Tony Blair var í dag í raun að lofa að Bretar yrðu í Afganistan í mannsaldur skv. þessu hér að neðan. Ekki viss um að hann hafi leyfi til að binda hendur Breta næstu 80 til 90 árin. Og ekki viss um að friður komist á meðan erlendur her er þarna. Helda að ráðlegging Pakistanska forsætisráðherra sé skynsamlegri en það er það að veita fjármagni frekar til þeirra héraða þar sem Talibanar eru sterkir til að vinna fólkið á band lýðræðislegri stjórnvöldum og draga um leið úr þjáningum íbúða Afganistan.

 

Blair lofar Afgönum fullnaðarsigri á talibönum

 
Blair og Karzai í Afganistan 
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir að það kunni að taka mannsaldur að vinna sigur á talibönum í Afganistan. Breskar hersveitir verði í landinu þar til þær hafi lokið verki sínu þar. Bretar og aðrar þjóðir ætli að standa með afgönsku þjóðinni við að tryggja öryggi í landinu

Alveg er þetta dæmigert fyrir okkur Íslendinga

Við erum búinn að hafa umsjón með þessum húsum í tæpa 2 mánuði og strax búin að eyðileggja hluta þeirra.

Afhverju var ekki gengið frá því að húsin væru kynnt nægjanlega?

Afhverju var utanríkisráðuneytið ekki að fylgjast með eignunum? Eða afhverju var ekk búið að afhenda þær þessu félagi sem á að sjá um skipulag nýtingar þarna?

Það þarf engin að tala um galla því að það hefur í gegnum tíðinna komið svona frost áður hér og ekkert hefur heyrst um þvílíkt áður.

Það eru einhverjir starfsmenn ríkisins ekki að standa sig. (í ráðuneytunum)

Frétt af mbl.is

  Mikið tjón á byggingum á Keflavíkurflugvelli vegna vatnsskemmda
Innlent | mbl.is | 20.11.2006 | 17:07
Frá varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Mikið tjón varð á íbúðarhúsum á gamla Varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar vatn rann um a.m.k. 16 íbúðarblokkir á svæðinu um helgina. Á fréttavef Víkurfrétta er haft eftir Birni Inga Knútssyni, flugvallarstjóra, að tjónið gæti jafnvel numið hundruðum milljóna króna.


mbl.is Mikið tjón á byggingum á Keflavíkurflugvelli vegna vatnsskemmda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu úrkynjuð erum við að verða

AÐ menn geti haft tekjur af svona. Það þýðir að við hin erum tilbúin að borga fyrir svona skemmtun. Þetta er svipað og allir þessir furðulegu raunveruleika þættir sem við liggjum límd við.

Frétt af mbl.is

  Blaine ætlar að snúast í snúði í tvo daga
Veröld/Fólk | mbl.is | 20.11.2006 | 12:38
David Blaine reyndi að slá heimsmet í að halda niðri í sér... Töframaðurinn David Blaine ætlar sér að hanga í 15 metra hæð yfir Times-torgi í New York í tvo daga, fastur inni í snúði sem mun snúast um átta hringi á mínútu. Snúðurinn (e. gyroscope) er tæki sem getur haldið óbreyttri stefnu og byggist á því lögmáli að hlutur sem snýst hratt um ás vinnur gegn öllum breytingum á stefnu snúningsássins


mbl.is Blaine ætlar að snúast í snúði í tvo daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil manninn vel

Ég held að Sturla hafi ekki staðið sig vel sem samgönguráðherra.

Frétt af mbl.is

  Aðstoðarmaður samgönguráðherra hættir störfum
Innlent | mbl.is | 20.11.2006 | 11:53
Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, hefur látið af störfum í ráðuneytinu. Sagði hann í tilkynningu til samstarfsmanna, að hann ætli að leita á önnur mið.


mbl.is Aðstoðarmaður samgönguráðherra hættir störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kveðjur til Valimars Leó

Ég er hjartanlega sammála ungum jafnaðarmönnum í kveðjur þeirra til Valimars. Sérstaklega því sem að ég set annann lit á:

Af politik.is

[Ályktun] Ungir jafnaðarmenn harma ákvörðun þingmanns Samfylkingarinnar

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, harma þá ákvörðun þingmanns flokksins í Suðvesturkjördæmi, Valdimars Leó Friðrikssonar, að segja skilið við flokkinn og standa óháður á þingi.

Ungir jafnaðarmenn beina því til allra þeirra rúmlega 70 einstaklinga sem gáfu kost á sér í prófkjörum flokksins er fram hafa farið undanfarnar vikur að virða niðurstöður þeirra og val flokksfélaga og stuðningsmanna Samfylkingarinnar. Frambjóðendunum er gáfu kost á sér samþykktu um leið þær reglur og fyrirkomulag sem viðhaft var við val á forystusætum flokksins í öllum kjördæmum landsins. Kemur á óvart að forystumaður í íþróttastarfi skuli ekki kunna að taka tapi betur en raun ber vitni og sjái ekki sóma sinn í því að láta af þingmennsku fyrst hann telji sig ekki eiga lengur samleið með flokknum.

 

 


mbl.is Harma ákvörðun Valdimars um úrsögn úr Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. nóvember 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband