Leita í fréttum mbl.is

Nú er alveg augljóst að það eru að koma kosningavor!!!!

Ef maður skoðar eftirfarandi frétt sem tekin er af visir.is er augljóst að það er hafin kosningabarátta. Nú er öllu lofað sem hægt er. Byrjað er á því að fresta framkvæmdum í Reykjavík (Sundabraut)þar sem fylgi Sjálfstæðismanna er nokkuð tryggt. En framkvæmdum lofað um allt vestur og norðurland + smá á suðurland til að vega upp á móti Árna Johnsen:

NFS, 22. nóv. 2006 19:07


Ráðherra segir stórátak hafið í vegamálum

Stórátak er hafið í vegamálum og það mun sjást rækilega á næstu árum, segir samgönguráðherra. Hann boðar tvöföldun hringvegarins út frá Reykjavík, bæði norður til Akureyrar og austur að Markarfljóti, og næstu jarðgöng verði milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og í Oddsskarði. Samtök verslunar og þjónustu kölluðu eftir stórfelldri uppbyggingu vegakerfisins á fundi í morgun þar sem ráðherrann var ræðumaður. Hann svaraði því í hádegisviðtalinu á Stöð 2 að stórátak væri þegar hafið með símapeningum. Það myndi sjást rækilega á næstu árum og nefndi sem dæmi að eftir tvö ár yrði unnt að aka milli Ísafjarðar og Reykjavíkur á bundnu slitlagi. Hann boðaði einnig tvöföldun þjóðvegarins frá Reykjavík norður til Akureyrar og austur að Markarfljóti og taldi unnt að ná stórum áföngum á næstu átta árum. Og þegar spurt var um næstu jarðgöng á eftir Héðinsfjarðargöngum nefndi ráðherrann göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og ný göng undir Oddsskarð.


Skrítið hvaða fólk velst sem aðstoðarmenn ráðherra

Maður hefði einhvernveginn haldið að ráðherra réðu sér menn sem væru með einhverja þekkingu á þeim málaflokkur sem þeir hafa á sinni könnu:

af mbl.is

Kristrún Lind Birgisdóttir, aðstoðarskólastjóri Lindaskóla í Kópavogi, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Kristrún hefur störf í ráðuneytinu eftir næstu helgi.

Kristrún lauk kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1998 og framhaldsnámi frá KHÍ 2004. Hún hefur starfað sem kennari og skólastjóri, meðal annars við Grunnskóla Önundarfjarðar og víðar, við ráðgjöf og kennslu hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða og sem verkefnisstjóri hjá menntamálaráðuneytinu.


mbl.is Samgönguráðherra ræður sér nýjan aðstoðarmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kópavogur sífellt að fá á sig dóma eða aðfinnslur fyrir lóðaúthlutanir

Það er varla sú lóðaúthlutun í Kópavogi sem að annað hvort er úrskurðuð ólögmæt af félagsmálaráuðneyti eða hjá dómstólum. Það að úthluta lóðum á ekki að fara eftir flokksskirteinum eða vinskap og greiðasemi.

Frétt af mbl.is

  Úthlutun á lóðum í Kópavogi dæmd ólögmæt
Innlent | mbl.is | 22.11.2006 | 11:27
Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu, að úthlutun bæjarstjórnar Kópavogs á byggingarrétti á tveimur lóðum við Kópavogsbakka í desember á síðasta ári hafi verið ólögmæt og ekki í samræmi við góða og gagnsæja stjórnsýsluhætti


mbl.is Úthlutun á lóðum í Kópavogi dæmd ólögmæt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversvegna er einkavæðingin og samkeppnin ekki að skila okkur betra verði.

Var ekki söngurinn þegar Síminn var seldur að það mundi skila sér til okkar í lægra verði og betri þjónustu?

  • Á Alþingi í dag kom fram að þjónusta Símans út á landi hefur dregist mikið saman og er sumstaðar komin á það stig að það jaðrar við að vera undir öryggismörkum
  • GSM símgjöld hér eru mun hærri en annarsstaðar
  • Einu gjöldin sem hafa staðið í stað eru heimasímar sem eru jú á undanhaldi og lítið notaðir

Gæti þetta verið vegna þess að samkeppnisyfirvöld og pósta og fjarskiptastofnun voru vanbúin til að takasta á við þetta?

Gæti þetta verið vegna þess að við Íslendingar erum svo ömurlegir neytendur sem láta bjóða sér hvað sem er og leyta ekki nóg þangað sem lægstu verðin eru?

Gæti þarna verið að símafyrirtækin séu með samkomulag (Þegjandi) milli sín um að reyna ekki að ná til sín nýjum viðskiptavinum með því að bjóða mun hagstæðari kjör?

Eini markaðurinn sem virkilega sýnir merki samkeppni eru internetveitur. Og þá eru það fyrirtæki eins og hive og btnet sem eru virkilega að bjóða magn og gæði fyrir mun lægra verð en stóru fyrirtækin. Reyndar held ég að btnet sé undirfyrirtæki Vodafone þannig að það er skrýtið að það geti boðið betur en stóra fyrirtækið.


mbl.is Deilt um hvernig einkavæðing fjarskiptaþjónustu hafi tekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband