Leita í fréttum mbl.is

Ef að Ekstra Bladet fer með fleypur þá fara þeir í mál. Þeir eiga náttúrulega ekki að þurfa að skoða það!

Mér leiðast alltaf svona fréttir frá fyrirtækjum eða bönkum eða bara einstaklingum. Þ.e. segjast vera að hugleiða að fara í mál. Ég geri nú ráð fyrir að KB banki hafi orðið fyrir tjóni vegna umfjöllunarinnar þannig að ef Ekstra Bladet  var að segja ósannar fréttir þá fer bankinn í mál. Annað finnst mér úr þessu vera yfirlýsing um að blaðið hafi rétt fyrir sér.

Frétt af mbl.is

  Hugsanleg málsókn KB banka í Bretlandi
Viðskipti | mbl.is | 25.11.2006 | 16:53
Lögmenn Kaupþings banka skoða um þessar mundir möguleika á því að lögsækja Ekstra Bladet fyrir breskum dómstólum


mbl.is Hugsanleg málsókn KB banka í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei svona komast menn ekki frá ákvörðunum sínum

Mér finnst svona ræðuhöld alveg makalaus. Að halda að við trúum því að Halldór hafi ekki tekið þessar ákvarðanir í nafni Framsóknar. Setja svo bara nýjan formann sem segir þesar ákvarðanir rangar. Þó að Halldór sé hættur þá eru ennþá allir hinir í þingflokknum síðan að þessi spor vour stigin. Er fólk kannski að reyna að  segja: að það sé einveldi í Framsókn og ákvarðanir formanns séu lög? Því að ég gat ekki heyrt annað hjá flestum þingmönnum Framsóknar að þeir stæðu vörð um þessar ákvarðanir  formanns. Á maður þá að trúa því að þingmenn hafi talað þvert á sína sanfæringu. Er það ekki brot á drengskapareið sem þeir vinna við upphaf þingsetu sinnar?
Það er reyndar frægt að þeir sem eru í Framsókn verða að vera "í liðinu" . Aðeins einn þingmaður þeirra sem þorir að standa með skoðunum sínum- Sleggjann.

Og ef þetta voru mistök afhverju gera stjórnvöld ekki eitthvað í því að mótmæla því hvernig við vorum dregin inn í þetta stríð og að taka okkur af þessu lista?

Frétt af mbl.is

  Ákvarðanir stjórnvalda um Írak byggðust á röngum upplýsingum og voru því rangar eða mistök
Innlent | mbl.is | 25.11.2006 | 10:49
Jón Sigurðsson flytur ræðu sína á miðstjórnarfundi... Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á miðstjórnarfundi flokksins í dag, að ákvarðanir íslenskra stjórnvalda á sínum tíma um málefni Íraks hefðu byggst á röngum upplýsingum og forsendum og því verið rangar eða mistök.


mbl.is Ákvarðanir stjórnvalda um Írak byggðust á röngum upplýsingum og voru því rangar eða mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á auðsjáanlega að ná til baka tekjuskattslækkuninni.

Það er alveg alveg ótrúlegt að það skuli alltaf verið að krukka í þetta áfengisgjald. Nú þegar er rauð og hvítvín alveg hlægilega dýrt á veitingarstöðum og svo þegar virðisaukin lækkar þá er smurt á hækkun á áfengisgjaldi. Þannig verður það eflaust mun fleira sem hækkar fljótlega á næsta ári eða eftir kosningar. Það þarf jú að tryggja að við borgum ekki minni skatt. Þannig að ríkið bætir bara við nýjum sköttum í staðinn. Þetta gjald skilar sér líka sennilega betur til ríkisins því veitingarmenn hafa ekki alltaf verið duglegir að greiða virðisaukan inn.

Frétt af mbl.is

  Ákvörðun ráðherra um hækkun áfengisgjalds gagnrýnd
Innlent | Morgunblaðið | 25.11.2006 | 16:48
„Þetta mun óhjákvæmilega leiða til þess að ódýrara léttvín mun hækka í verði,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, um ákvörðun fjármálaráðherra að hækka áfengisgjald á sama tíma og virðisaukaskattur verður lækkaður í 7% en breytingin er gerð til að samræma álagningu virðisaukaskatts á vörur og þjónustu hjá hótelum og veitingastöðum


mbl.is Ákvörðun ráðherra um hækkun áfengisgjalds gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. nóvember 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband