Leita í fréttum mbl.is

Frambærilegur stjónmálamaður Valgerður Bjarnadóttir

Eftir að hafa lesið pistil Egils Helgasonar í dag þá leiddi hann mig á heimsíðu Valgerðar Bjarnadóttur. Og þar held ég að sé komið efni í fínann liðsmann fyrir Samfylkingunna. Hér að neðan eru nokkar tilvitnanir í http://valgerdurbjarnadottir.bloggar.is

  • Viðhorf mitt til verkefnisins - þ.e. viðhorf mitt til stjórnmála, sem ég tel ekki atvinnugrein heldur hlutverk eða verkefni. Eftirlaunaósóminn sem ég kalla svo er til marks um hvernig stjórnmálamenn hafa misskilið hlutverk sitt, haldið að þeir séu stéttarfélag og skammtað sér eftirlaunakjör sem ekki eru einu sinni fjarskyld eftirlaunakjörum annars fólks í landinu.

  • Algjört óþol fyrir misskiptingunni í landinu, sem orðið hefur til vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í skattamálum sérstaklega. Til að eyða misskiptingunni þarf að breyta skattastefnunni.

Og á öðrum stað segir hún:

Ég býð mig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer laugardaginn 11. nóvember. Stjórnmál skipta máli. Stjórnmálamenn ákveða leikreglurnar í þjóðfélaginu sem við búum í.


Nú um stundir eru leikreglurnar þannig að þær leiða til misskiptingar sem ég sætti mig ekki við. Um leið og staðinn er vörður um markaðsþjóðfélagið sem hér varð til þegar EES samningurinn var gerður og við tókum upp viðskiptareglurnar sem gilda innan Evrópusambandsins, er okkur skylt að sjá til þess að þeim ójöfnuði sem fylgt hefur hagsældinni verði eytt.


Þau sem fara með völdin hér á landi, hafa gert það lengi. Löng valdaseta er vandmeðfarin og synd væri að segja að valdhafarnir hafi verið þeim vanda vaxnir. Á undanförnum árum hefur fólk á stundum veigrað sér við að láta skoðanir sínar í ljósi, af ótta við að þær þóknist ekki valdhöfunum. Það er óþolandi ástand. Þau sem fara með völdin hvort heldur er á þingi eða í ríkisstjórn verða á átta sig á því að þau eru starfsfólk fólksins í landinu ekki yfirboðaðar.

Lýst vel á hana! Held að hún veði bróðurbetrungur. En hún er eins og margir vita systir Björns Bjarnasonar.


Til hamingju með 5 sætið Kidda!

 Þó að ég kjósi alls ekki framsókn þá eru þau þarna búin að velja kröftuga konu í 5 sæti. Til hamingju Kidda!!! 

Frétt af mbl.is

  Kristbjörg Þórisdóttir í 5. sæti og Hlini Jóngeirsson í því 6.
Innlent | mbl.is | 4.11.2006 | 13:34
Frá aukakjördæmisþinginu í Félagsheimili Seltjarnarness í morgun. Sex manna framboðslisti framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar er nú ljós. Í 5. sæti lenti Kristbjög Þórisdóttir
mbl.is Kristbjörg Þórisdóttir í 5. sæti og Hlini Jóngeirsson í því 6.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er nauðsynlegt fyrir Samfylkinguna að fara að tala einum rómi

Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr túlkun á þjóðarpúlsi Capacent sem ég fann á ruv.is. Þar sést að vaxandi fylgi er við Vinstri græna. Þetta er náttúrulega fólk sem er að flykkjast til þeirra vegna umhverfisstefnu þeirra. Samfylkingin minn flokkur talar aftur á móti út og suður um þessi mál. Kjósendur eiga ekki möguleika á að sjá hvar flokkurinn stendur í þessum málum. Það er sett fram einhver stefnuskrá en þingmenn tala bara út og suður of finnst þeir auðsjáanlega ekkert bundnir af þessu. Þetta verður að breytast og það strax!

Af ruv.is

Síðast uppfært: 04.11.2006 12:52

Könnun: Framsókn kemur hvorki að manni í Kraganum né Reykjavík

Vinstri grænir bættu við sig flestum þingmönnum ef kosið yrði til Alþingis nú samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Capacent. Framsóknarflokkurinn tapaði flestum en Frjálslyndir kæmu ekki manni á þing.

Vinstri grænir bættu við sig 8 þingmönnum en Frjálslyndir næðu ekki manni á þing ef kosið yrði til Alþingis nú, samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Capacent. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 29 þingmenn en Framsóknarflokkurinn 5. Samfylkingin tapaði 4.

Samkvæmt könnuninni er fylgi Sjálfstæðisflokksins 42,9% á landsvísu, Samfylkingarinnar 25,1% og vinstri grænir fá 20,1% fylgi. Framsóknarflokkurinn fær 8,3% en Frjálslyndir 3,5%. Fréttastofa Útvarps fékk Ólaf Þ Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, til að reikna út skiptingu þingsæta eftir flokkum og kjördæmum, miðað við þessa könnun.


Bloggfærslur 4. nóvember 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband