Leita í fréttum mbl.is

Björn Ingi farinn að skjóta á aðra. Bara að hann skjóti sig ekki í fótinn

Í færslu á bloggsíðu sinn er hann að skjóta á Róbert Marshall sem sagð eftir prófkjörið að næsta verkefni væri að fella ríkisstjórnina.

Björn Ingi segir:

Róbert er þannig enn að. Síðast þegar hann ætlaði að fella ríkisstjórnina var hann fréttamaður á Stöð 2 og stóð fyrir framan Stjórnarráðið og sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ljúga til um tímasetningu og tilurð stuðnings ríkisstjórnarinnar við innrásina í Írak. Þetta var fyrsta frétt og greinilegt, að reitt var hátt til höggs.

Seinna kom í ljós að fréttin var einn allsherjar misskilningur hjá Róberti, hann hafði ruglast illilega á tímabeltum í yfirlestri á erlendum fréttaskeytum og neyddist til að segja af sér.

Vissulega gerði Róbert mistök þarna. En ólíkt Halldóri og öðrum í ríkisstjórn Íslands þá axlaði hann ábyrgð og sagði upp vinnu sinni sem fréttamaður. Halldór og Davíð létu sér í léttu rúmi liggja þó að þeir gerðu okkur að virkum þátttakendum í þessu stríði við Írak á lognum forsendum um gereyðingarvopn.

Og ef við skoðum þeirra langa feril í stjórn þá má nefna að Halldór og framsókn stóðu vörð um hagsmuni gömlu vina sinna úr Sambandinu og gáfu þeim banka og svoleiðis. Halldór sett upp fiskveiðikerfi sem tryggði fjölskyldu hans milljarða. Aldrei leit hann svo á að hann væri vanhæfur.

Davíð bar upp á fyrirtæki að það hefði boðið honum mútur. Hann lét ekki einusinni rannsaka það.

Svo að ég held að Björn ætti að horfa sér nær svo hann skjóti sig ekki í fótinn og detti í fúlan Lækinn þegar hann er búinn að opna hann í Lækjagötu.


Við hvern er Bush í stríði við í Írak?

Var að lesa þetta hér fyrir neðan á visir.is. Nú er ég að velta fyrir mér þegar að Saddam hefur verið steypt og ný stjórn komin á í Írak í samvinnu við Bandaríkin, við hvern er hann þá í stríði? Eru það Írakar? Hvaða stríð er hann að tala um?

NFS, 08. Nóvember 2006 20:12
Viðurkenndi að stefnan í málefnum Íraks virki ekki nógu vel

George Bush, Bandaríkjaforseti, viðurkenndi í ræðu sem hann hélt fyrr í dag að stefna Bandaríkjamanna í málefnum Íraks væri ekki að virka nógu vel og ekki nógu hratt.

Bush sagði þetta í ræðu sem hann hélt á fréttamannafundi í kjölfar sigurs Demókrata í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Bush sagði niðurstöðu kosninganna þó ekki þýða það að Bandaríkjamenn myndu draga herlið sitt frá Írak of fljótt. Mikilvægt væri að missa ekki sjónar af takmarkinu sem sé að sigra stríðið. Her Bandaríkjamanna fari ekki frá Írak fyrr en verkefninu ljúki.

 


mbl.is Bush: Réttur tími til að skipta um forustu í Pentagon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá farið þið bara.

Það gengur ekki að viðskiptaráð eða fyrirtæki séu að hóta okkur sífellt með að þurfa að fara úr landi út af þessu og hinu. Þeim væri sæmast að viðurkenna að þeir þyrftu að flytja ansi langt til að finna skattaumhverfi sem er eins hagstætt og það er hér fyrir fyrirtæki. 

Frétt af mbl.is

  Viðskiptaráð telur að halda verði kosningaþenslu í lágmarki
Viðskipti | mbl.is | 8.11.2006 | 15:12
Raddir um landflótta eða aðrar róttækar aðgerðir verða sífellt háværari. Þetta eru allt vandamál sem má tengja með beinum hætti framkvæmd og takmörkunum fjármála- og hagstjórnar landsins.  

Réttast væri fyrir þau að athuga sinn hlut í þennslunni. Það eru þau sem eru að flytja inn vinnuafl og taka lán til aukina fjárfestinga þannig að stærsti hluti þennslunar er þeim að kenna.

Þannig að ef þeim líður illa hér. Þá bara: Bless, bless!!!!!!!


mbl.is Viðskiptaráð telur að halda verði kosningaþenslu í lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg þróun fyrir okkur - reykingafólkið

NFS, 08. Nóvember 2006 14:40
Spennið beltin og kveikið ykkur í sígarettu

"Við viljum minna farþega á að það er leyfilegt að reykja í þessu flugi". Þannig hljóðar kynningin hjá nýju þýsku flugfélagi, sem hefur fengið nafnið Smokers International Airways.

Stofnandi félagsins er auðkýfingurinn Alexander Schopmann sem sjálfur reykir einn pakka af sígarettum á dag. Hann þarf að ferðast mikið, vegna starfs síns, og segist vera orðinn hundleiður á lélegri þjónustu hjá flugfélögum, sem þar að auki banna reykingar.

Reykingaflugfélagið verður gert út frá Dusseldorf og í fyrstu verður eingöngu flogið til Asíu á Boeing 747 breiðþotum. Hjá venjulegum flugfélögum eru allt að 560 sæti um borð í slíkum vélum, en Schopman ætlar ekki að hafa nema 138 sæti um borð í sínum vélum. Það verður því rúmt um farþegana. Ætlunin er að fyrsta flugið verði farið í október á næsta ári.

Þróun sem gæti orðið víða.

Og verður vonandi ódýrari en þetta flugfélag.

Bíddu er þetta ekki rétt hjá manninum?

Ég er nú alls ekki að mæla neinu bót sem Hitler gerði. En er hægt að rökstyðja að þetta sem þessi þingmaður sagði er að hluta rétt. Ástandið var víst ansi slæmt í Þýskalandi fyrir tíma Hitlers fólk fór með peninga í pokum eða kerrum því það var svo mikil verðbólga og gjaldmiðill þeirra einskisvirði,.Það skapaði það einmitt grundvöll fyrir því að hann komst til valda. Og það var um tíma mikill uppgangur hjá Þjóðverjum í kjölfarið. Þó síðan hafi allt farið til anskotans.

Frétt af mbl.is

  Austurrískur þingmaður segir nasismann hafa haft sínar góðu hliðar
Erlent | AFP | 8.11.2006 | 13:52
Þingmaður Frelsisflokksins í Austurríki olli mikilli reiði þegar hann sagði að nasisminn hefði haft „sínar góðu hliðar“ í þætti í austurríska sjónvarpinu í gærkvöldi. „Nasisminn hafði auðvitað sínar góðu hliðar, við viljum bara ekki sjá þær í dag,“ sagði þingmaðurinn Wolfgang Zanger, og bætti því við að Adolf Hitler hefði gefið þýsku þjóðinni nýja von þegar ástandið í Þýskalandi var sem verst.


mbl.is Austurrískur þingmaður segir nasismann hafa haft sínar góðu hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðhorfskönnun eða ekki?

Það hefur nokkrum sinnum verið vísað í kannanir sem þátturinn Reykjavík siðdegis stendur fyrir. Man að Björn Ingi vísaði í hana þegar að fylgið var sem slakast hjá framsókn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga, því að þá syndi það aukið fylgi framsóknar. Finnst mjög vafasamt að vísa í svona skoðanakannanir á vef sem ég held að sé ekki mikið skoðaður kannski nokkur hundruð manns. Þetta er því að mínu mati ekki meira að marka heldu en að ég vitnaði í könnunina sem er hér á síðunni hjá mér og segði að við í Samfylkingunni værum orðin að stærsta flokk landsins.

 En þetta gera þeir á NFS/visir.is

Í viðhorfskönnun hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni kemur fram að áttatíu og átta prósent eru sammála málflutningi Frjálslynda flokksins í málefnum innflytjenda. Flokkurinn fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar að Ísland nýti sér undanþágur um takmörkun á frjálsu flæði vinnuafls frá Rúmeníu og Búlgaríu eftir áramót þegar löndin ganga í Evrópusambandið.


Hvenær ætla Ísraelsmenn að taka sönsum?

Halda Ísrael menn að þetta sé besta leiðin til að tryggja sér friðsælt líf eða er eitthvað annað sem vakir fyrir þeim.

Frétt af mbl.is

  Abbas lýsir yfir þjóðarsorg í Palestínu
Erlent | AP | 8.11.2006 | 8:41
Palestínumenn skoða mosku sem eyðilagðist í aðgerðum... Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg eftir að átján Palestínumenn, þar á meðal konur og börn, létu lífið í árás skriðdreka við bæinn Beit Hanoun í NV-hluta Gaza í nótt. Verður fánum flaggað í hálfa stöng og skólum lokað næstu þrjá daga.

Eru þeir kannski að vinna að því að Palestína verði aldrei til aftur?

Eru þeir kannski að reyna að ná sem mesu landi undir sig?

Halda þeir að þetta verði til þess að draga úr hatri þeirra sem fylgja Hamas?

Halda þeir að þetta verði ekki til að fleiri og fleiri Palestínumenn flykki sér á bak við öfgasamtök og gerist píslavottar með sprengur út um allt í framtíðinni.?

Er ekki komin tími til að SÞ gangi í verkið og stoppi þessi átök. Fari á svæðið og reki Ísrael frá landsvæðum sem þeir hafa tekið síðan 1966 og stilli sér upp þar á milli Palestínu og Ísrael.?


mbl.is Abbas lýsir yfir þjóðarsorg í Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband