Leita í fréttum mbl.is

Þarna kom það!

Þetta sýnir hversu gjörsamlega Bandaríkin eru háð því að eiga fasta óvini. Eftirfarandi er haft eftir Rumsfeld í dag:

Baráttan við öfgahyggju meðal múslima krefjist þolinmæði og úthalds, rétt eins og baráttan við kommúnismann í kalda stríðinu.

Þannig að nú eru það múslimar sem þeir hafa valið sem nýja mótherja! Það á semsagt að útrýma ákveðnum hóp múslima. Hann gleymir að með hegðun sinn hafa Vestrænar þjóðir kallað yfir sig viðbrögð frá öfgahópum og með svona baráttu eins og við stundum þá köllum við yfir okkur sífelda endurnýjun í þeirra hóp.

Bandaríkjamenn eru búnir að gleyma að kommúnismim dó út um leið og ríki fóru að hafa eðlilegri samskipti sín á milli. Án þess að vera með kröfur um þetta og hitt. Munurinn er að nú eiga Bandarísk og Evrópsk fyrirtæki hagsmuna að gæta þar sem að þau hafa plantað sér í mörg af þessum löndum Asíu og hafa náð miklum peningum til sín frá misvitrum einvöldum. Fólkið finnur sér í Bandaríkjunum verðugan óvin og tengja þá við allt sem miður fer hjá sér.


mbl.is Rumsfeld segir að ekki hafi gengið nógu vel í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðleg fjármálastarfsemi hér?

Hef verið að fylgjast með fréttum í dag þar sem er kynntar hugmyndir nefndar um Ísland sem miðstöð alþjóðlegrar fjármálastarfsemi. Þar kemur fram ýmislegt sem mér finnst mótast nokkuð af því hver a.m.k. leiðir nefndina:

Af ruv.is:

. Meðal annars er lagt til að skatthlutfall fyrirtækja verði áfram 18% en skatthlutfall lækki í 10% á þeim hagnaði umfram 15 miljónir króna. Það eigi að koma í veg fyrir að stór fyrirtæki flytji rekstur úr landi og um leið að laða fyrirtæki til landsins. Þá er einnig lagt til að fjármagnsgreiðslur milli landa verði almennt undanþegnar skattskyldu en það gæti haft gríðarleg áhrif.

Það sem sérstaklega vekur alltaf athygli mína þegar ég les svona er sú staðreynd að tekjuskattar eru hærri allstaðar í kring um okkur nema kannski í Monakó og Kýpur. Og þangað flykkjast millarnir í Evrópu til að sleppa að borga til samfélagsins sem er að skapa þeim hluta af þessum auð.

Nefndin er semsagt að reyfa að við verðum svona land þangað sem fyrirtækin flýja til með því að stofna skúffufyrirtæki hér til að sleppa við skatta. Sé samt ekki á þessu Karbískueyjum sem eru skattaskjól að almenningur bú neitt sérstaklega vel. Enda eru peningarnir aðeins geymdir þar að nafninu til og notaðir annarrstaðar.

Meira af ruv.is

Einnig er lagt til að efnameiri einstaklingum verðu auðvaldað að flytja skattalega heimilisfesti sína til landsins.

Þetta er eðlileg tillaga frá nefnd þar sem formaðurinn er með yfir 20 milljónir í laun á mánuði.

Þetta hlýtur að vekja upp spurningar hjá fleirum en mér. Er þetta hugsunin um að við verðum að vera góð við þá sem eru ríkir því að þá gætum við fengið smá mola af borði þeirra? Og síðan mundu þeir heimta meira innan tíðar, því annnars færu þeir. Og á endanum yrði hér stétt milljarðamæringar sem ekkert legðu til samfélagsins. Sannkölluð yfirstétt.

Er það svona sem viljum? Nei held ekki!


mbl.is Alþjóðleg fjármálastarfsemi hér gæti skapað miklar tekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er verið að sameina fyrirtækin?

Get ekki gert að því, að það læðist að mér óþægilegur beigur. Af hverju eru Rarik og Orkubú Vestfrjarða sameinuð Landsvirkjun nú strax og ríkið hefur eignast Landsvirkjun. Það er sagt að þau eigi að vera sjálfstæð dótturfélög, en mér finnst einhvern veginn að sé verið að tengja þau við orkurisan LV til að þau fylgi örugglega með í pakkanum þegar LV verður selt.

Ekki er hægt að beita hagkvæmnis skýringu ef að það á reka þessar einingar áfram sjálfstæðar. Þetta minnir mig óþægilega á bankasölu og síma þegar að síðustu árin sem ríkið rak þessar stofnanir voru hin ýmsu fyrirtæki sameinuð þeim sem urður svo að skiptiminnt þegar þau voru seld einkavinum.

Þannig var Búnaðrbankinn seldur með óútleystum hagnaði sem nýjir eigendur gátu leyst út nokkrum mánuðum seinna og greitt megnið af bankanum með.

Eins var með Landsbankan og VIS sem var notað til að liðka fyrir sölunni.

Við látum ekki einkavæða LV án baráttu!!!!!!

Því það þýðir alveg ábyggilega hærra rafmagnsverð til okkar almennings. Það hefur verið reynslan um alla Evrópur


mbl.is Telja að gengið hafi verið frá nýju verðmati á Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var lagið!

Það er ekki oft sem ég hrósa núverandi ríkistjórn hér á landi. EN nú geri ég það:

ruv.is
Íslensk stjórnvöld fordæma árás Ísraelsmanna á óbreytta borgara á Gazaströnd í Skjaldamerkigærmorgun. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ætlar að taka málið upp við sendiherra Ísraels sem væntanlegur er til landsins í næstu viku og afhenda honum formleg mótmæli. Árás Ísraelsmanna í gær og endurteknar árásir þeirra á óbreytta borgara árum saman voru ræddar á Alþingi í morgun. Frjálslyndir tóku málið upp en eins og fram kom í gær afboðaði Guðjón Arnar Kristjánsson formaður flokksins fund með sendiherranum í næstu viku, vegna framferðis Ísraelsmanna


Hversu lengi getur Decode tapað peningum?

Frétt af mbl.is

  Tap deCODE yfir 4 milljarðar
Viðskipti | Morgunblaðið | 9.11.2006 | 5:30
Tap deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam 62,2 milljónum Bandaríkjadollara. Það svarar til um 4,2 milljarða íslenskra króna. Á sama tímabili í fyrra var tap félagsins 41,6 milljónir dollara.

Decode hefur tapað peningum frá því að það var stofnað. Það hefur held ég alltaf numið milljónum. Mér er því spurn: Hversu lengi getur svona gengið? Er enn verið að nota fjármagn sem var platað út úr almenningi hér á landi í upphafi? Eða eru þetta peningar sem þeir eru með að láni? Er öruggt að Ísland og íslendingar eru ekki í ábyrgðum fyrir þetta batterí sem aldrei virðist ætla að skila hagnaði?


mbl.is Tap deCODE yfir 4 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. nóvember 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband