Leita í fréttum mbl.is

Smokkur sem er spreyjað á

Það er þá eins gott að menn séu ekki að paufast við þetta í myrkinu. Og ég sem er með 10 tumalputta gæti lent í vandræðum. Má varla við fleiri mistökum! Svona "Tæknileg mistök"

Vísir, 01. des. 2006 22:00


Smokkur sem er spreyjað á

Þýskir kynfræðslukennarar áætla að þróa smokk sem verður spreyjað á kynfæri karlmanna og á hann að passa á allar stærðir þeirra. Jan Vinzenz Krause frá þýsku Smokkastofnununni, sem er ráðgefandi aðili um notkun smokka, að varan ætti að hjálpa fólki að lifa einfaldara og öruggara kynlífi.

"Við erum að reyna að þróa hinn fullkomna smokk sem á að passa fullkomnlega á alla karlmenn" sagði hann og tók ennfremur fram "Okkur er full alvara."

Hópur Krause vinnur að því að þróa spreybrúsa sem viðkomandi myndi setja getnaðarlim sinn inn í, þvínæst ýta á hnapp utan á honum og myndi þá smokkurinn spreyjast á.

"Þetta virkar þannig að latexi er spreyjað frá öllum hliðum - við köllum þetta 360° ferlið. Þetta er ekki ósvipað bílaþvotti."


Blessuð kerlingin bara að bjarga sér

En ég er nú að velta fyrir mér hverskonar bingófíkn þetta er, því að gamla konan var með um 93 kíló í skottinu á bílnum. Fer nú að minna á þáttinn á Sirkus

Frétt af mbl.is

  Amma dæmd fyrir fíkniefnasölu; bingófíkn sögð hafa orðið henni að falli
Veröld/Fólk | mbl.is | 1.12.2006 | 17:52
Amma sem var handtekin með skottið fullt af maríjúana hefur verið dæmd fyrir fíkniefnasölu. Að sögn saksóknara er talið að konan hafi verið með sölunni að fjármagna bingófíkn sína.

 


mbl.is Amma dæmd fyrir fíkniefnasölu; bingófíkn sögð hafa orðið henni að falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ökumaður á harðaspretti?

Með smá útúrsnúningi er hægt að spyrja þegar maður les svona: Hvað ætli að hann hefði farið hratt ef hann hefði verið á bíl:

Visir.is

Innlent | 01. des. 2006 14:19

Tekinn á 165 kílómetra hraða

Lögreglan á Akranesi stöðvaði í morgun ökumann á 165 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi í Kollafirði.

Svona skemmtilegheit myndu gera Alþingisstjónvarpið vinsælt

Kannski að þetta sé eitthvað sem gripið verður í til að vekja á sér athygli fyrir  Alþingiskosningar hjá okkur í vor.

Frétt af mbl.is

  Mexíkóskir þingmenn slást í þinghúsinu
Erlent | mbl.is | 1.12.2006 | 14:43
Mexíkóskir þingmenn reyndu á kraftana í þinghúsinu í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Mexíkó reyndu í dag að koma í veg fyrir að stjórnarþingmenn kæmust inn í þingsalinn í þinghúsi landsins en til stendur að Felipe Calderón taki formlega við embætti forseta landsins í þinghúsinu eftir stutta stund


mbl.is Mexíkóskir þingmenn slást í þinghúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er svona að skipa dýralækni sem fjármálaráðherra

  Vanhugsað eins og svo margt  

 

Frétt af mbl.is

  Segja breytingar á áfengisgjaldi munu valda stórhækkun á áfengisverði
Innlent | mbl.is | 1.12.2006 | 11:59
Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. segir, að það sé mat forsvarsmanna fyrirtækisins að fyrirhugaðar breytingar á áfengisgjaldi og virðisaukaskatti á áfengi muni að óbreyttu hafa í för með sér stórfelldar verðhækkanir á áfengi.

Einnig muni tekjur ríkissjóðs aukast verulega en ekki standa í stað eins og haft hefur verið eftir fjármálaráðherra í fjölmiðlum.


mbl.is Segja breytingar á áfengisgjaldi munu valda stórhækkun á áfengisverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kópavogur rekin af verktökum?

Ég hef reyndar haldið þessu fram lengi en hér er einn sem er sammála mér:

af www.jonas.is

 

01.12.2006
Næg úrræði
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og raunar víðar eru einkum rekin með hliðsjón af hagsmunum verktaka og sumpart hreinlega rekin af verktökum, svo sem Kópavogur. Því vilja þau ekki amast við búsetu farandverkamanna í iðnaðarhúsnæði, þar sem eldvarnir eru í ólagi. Ef sveitarfélögin vildu amast við þessu, hafa þau næg úrræði í lögum, svo sem innsiglun húsnæðis og dagsektir. Í staðinn æða þau á fund með ráðherra, þykjast koma af fjöllum og telja brýnt að hugleiða, hvort breyta eigi lögum. Þau eru bara að þyrla upp ryki til að dylja, að þau vilja ekki gera neitt.


Væri ekki flott hjá frjálslyndaflokknum að hætta nú þegar þeir mældust með 11%

Ég held að þessum flokk sé ekki viðbjargandi. Það eru þarna einstaklingar sem hafa ekki sömu lífsskoðanir og eins auðsjáanlega ekki lagt mikla vinnu upp á síðkastið að móta stefnu flokksins í neinu nema kvótamálinu.  Svona flokkur sem skv. eðli nafns ætti að vera hægra megin við miðju en hefur vegna ýmisa mála verið að síga til vinstri svona eftir því sem þau halda að vinsældir séu. Svo kemur þessi umræða um útlendinga og flokkurinn stekkur nærri út af borðinu hægrameginn.

Frétt af mbl.is

  Margréti Sverrisdóttur sagt upp hjá Frjálslyndum
Innlent | Morgunblaðið | 1.12.2006 | 5:30
Margrét Sverrisdóttir. Margréti Sverrisdóttur var í gærkvöldi sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra þingflokks Frjálslynda flokksins og gert að hætta störfum 1. mars. Hún segist ekki í vafa um að uppsögnin stafi af því að hún hafi mótmælt rasískum hugmyndum Jóns Magnússonar og ætlar að leggja málið fyrir miðstjórn flokksins


mbl.is Margréti Sverrisdóttur sagt upp hjá Frjálslyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nóg avókadó í gvakamóleinu

Hvergi annarsstaðar í heiminum mundi fólki detta svona í hug.

Vísir, 30. nóv. 2006 22:29


Ekki nóg avókadó í gvakamóleinu

Bandarísk kona hefur farið í mál við matarframleiðandann Kraft þar sem gvakamóle ídýfan þeirra innihélt ekki nóg avókadó en í hefðbundu gvakamóle er avókadó víst aðalinnihald ídýfunnar frægu. Eftir að konan hafði notað gvakamóleið frá Kraft til þess að búa til þriggja laga ídýfu fyrir veislu sem hún hélt komst hún að því að það var bara ekkert avókadóbragð af henni.

Konan fór því í mál og fer fram á skaðabætur vegna atviksins. Hún fer einnig fram á að matarframleiðandinn breyti umbúðum sínum og merki ídýfuna öðruvísi eða hreinlega setji meira avókadó í hana. Sem stendur eru engar reglugerðir til um það í Bandaríkjunum hversu mikið avókadó þurfi að vera í gvakamóle

Aðspurðir sögðust framleiðendur ídýfunnar það standa utan á henni að aðeins 2% af ídýfunni væri framleitt úr avókadó ávextinum. Sögðust þeir ekki trú því að nokkur maður myndi láta blekkjast af tilburðum konunnar en tóku jafnfram fram að þeir myndu breyta umbúðum og segja að þetta væri ídýfa með avókadóbragði í stað þess að kalla ídýfuna avókadóídýfu.


Bloggfærslur 1. desember 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband