Leita í fréttum mbl.is

Gates-hjónin leggja fram 6 milljarða gegn malaríu

 

 

Glæsilegt hjá Gates og frú. Nú er um að gera fyrir Íslenska milla að gera eitthvað svona líka.

www.visir.is 

Vísir, 11. des. 2006 22:05

Gates-hjónin leggja fram 6 milljarða gegn malaríu

Stofnun Gates-hjónanna Bills og Melindu hefur heitið tæpum sex milljörðum íslenskra króna til baráttunnar við malaríu í heiminum. Fénu verður varið til betra eftirlits, rannsókna á bólusetningum og til að fyrirbyggja sjúkdóm sem verður rúmlega milljón manna að aldurtila á ári.

Alls hafa Microsoft-maðurinn Bill Gates og kona hans Melinda lagt 53,5 milljarða íslenskra króna til baráttunnar við malaríu. Í ávarpi sem Melindu minnti hún Bandaríkjamenn á að slíkt heilbrigðisvandamál sem malarían er yrði ekki liðin í Bandaríkjunum, því ættu Bandaríkjamenn ekki að líða malaríu neins staðar í heiminum.

Hún mun einnig ávarpa ráðstefnu um sjúkdóminn í Hvíta húsinu á morgun, þar sem fulltrúar alþjóðasamtaka og stofnana sem málið snertir funda með afrískum leiðtogum til að leita ráða við sjúkdómnum.


Ég tel að ASÍ hafi sitthvað til síns máls.

 ruv.is

ASÍ: Stjórnvöld ábyrg fyrir fátækt

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að fátækt barnafjölskyldna á Íslandi eigi ekki að koma stjórnvöldum á óvart. Þau beri ábyrgð á fátækt á Íslandi. Þau hafi ekki nýtt tækifæri til uppræta fátækt heldur kosið að afnema hátekjuskatt. Fyrir helgi skilaði forsætisráðherra tveggja ára gamalli skýrslu OECD um fátækt en þar kemur í ljós að 6,6% íslenskra barna teljast búa við fátækt eins og hún er skilgreint hjá OECD. Samkvæmt þeirri skilgreiningu búa yfir 4.600 börn við fátækt hér á landi. Mest er fátæktin hjá einstæðum foreldrum undir tvítugu.

Það er alveg merkilegt að við þetta ríka land höfum lítinn áhuga á að reyna að umbylta kerfinu hjá okkur til að útrýma að mestu fátækt. Aðrar norðulandaþjóðir hafa gert þetta. Þar eru t.d. fataekt1barnabætur mun hærri en hér. Og barnabætur koma fátækustu börnunum best til góða af mögulegum aðgerðum. Skv. skýrslu um fátækt eru það börn einstæðra foreldra sem eru særsti hluti þessa 4600 barna sem lifa við fátækt.

Nei þessi í stað eru verið að gera vel við hátekjufólk og eignarfólk með því að fella niður eignarskatta og hátekjuskatta. Barnabætur eru skertar eða ekki látnar fylgja vísitölu.

Það virðist vera að hér metum við fólk sem á eignir og peninga hærra en börn og látekjufólk.

Þannig er það alveg með ólíkindum að öyrkjar sem fá lífeyrir frá ríkinu (TR) fá kannski um 100.000 en þurfa að borga af því 10 - 15 þúsund í skatt til ríkisins. Eins að allar tekjur sem þau hafa draga úr lífeyri þeirra þannig að þeim er eiginlega fyrirmunað að auka það fjármagn sem hafa handa á milli.

En nei hér eru það fyrirtækin og eignafólkið sem við látum ganga fyrir. Og svo má ekki gleyma að alþingismenn passa að gera vel við sjálfa sig í ellinni og við flokkana sína.


Bókmenntafræðingar telja Latabæ hættulegan börnum!

Ég er náttúrulega ekki bókmenntafræðingur enda tel ég að þeir séu kannski ekki aðilar til að dæma um þetta. Ég held líka að það sé varla til það barnaefni sem ekki er hægt að setja út á. Þannig var í Bandaríkjunum haldið fram að TELETUBBIES  væru gay og Andrés Önd var bannaður í Svíþjóð áður fyrr þar sem að boðskapur hans þótti ekki víð hæfi.

Furðuleg krossferð þessa próferssors gegn Latabæ:

Vísir, 11. des. 2006 12:18


Einelti og nautnasýki í Latabæ

Latibær hefur notið gífurlegra vinsælda síðustu misseri og farið sigurför um heiminn. Nú eru hins vegar byrjaðar að heyrast gagnrýnisraddir og ásakanir um að þættirnir hvetji jafnvel til eineltis.

Dagný Kristjánsdóttir prófessor hefur skrifað um þættina og gagnrýnt þá harðlega. Hún segir neikvæða mynd af börnum lagða til grundvallar sögunni og sakleysi þeirra spillt með sykri og nautnasýki þrátt fyrir að boðskapurinn sé ekki neikvæður eða ofbeldisfullur.

Silja Aðalsteinsdóttir rithöfundur og ritstjóri tímarits Máls og menningar, þar sem ein grein Dagnýjar birtist, sagði í Íslandi í bítið í morgun að þættirnir stuðluðu að ósjálfstæðri hugsun barna, þeir þroski þau ekki, heldur láti þau hlíða og endurtekningar nálgist ofstæki. Hún segir einhliða áróður sem látinn er dynja á fólki verða ofbeldi.

Þá segir Dagný að gott barnaefni feli ekki í sér einelti eða stríðni, sem henni finnst einkenna latabæ, þar sem börnin losni ekki við uppnefnin þótt þau reyni að breyta um lifnaðarhætti.

Ekki náðist í Stefán Karl Stefánsson sem leikur Glanna glæp í þáttunum, en hann hefur barist gegn einelti á Íslandi og víðar.


Ungur kynferðisafbrotamaður?

Þetta vekur mann til umhugsunar. Hvar eru mörkin? Hvenær er eðlilegt að bregðast við? Þetta tengir maður líka við mál Arons og hans þungu refsingu.

Vísir, 11. des. 2006 09:47

Ungur kynferðisglæpamaður

Fjögurra ára gamall drengur í La Vega, í Bandaríkjunum, var settur í skammarkrókinn fyrir að áreita unga aðstoðar kennslukonu kynferðislega. Drengurinn hafði knúsað kennslukonuna og nuddað andlitinu við brjóst hennar.

Í bréfi sem foreldrarnir fengu frá skólanum sagði að drengurinn hefðu gerst sekur um óviðurkvæmilega líkamlega snertingu og kynferðislegt áreiti. DaMarcus Blackwll, faðir drengsins, sendi kvörtunarbréf til skólans, sem breytti ákærunni í óviðurkvæmilega líkamlega snertingu, en felldi niður ásökun um kynferðislegt áreiti. Blackwell finnst það ekki nóg, og ætlar með málið lengra. Hann segir að sonurinn sé ráðvilltur og skilji ekki hversvegna hann var settur í skammarkrókinn.


Gunnar I Birgisson að gefa út Jóladisk?????

Fann þetta á netinu. Það er alveg ótrúlegt hvað menn geta dundað sér:

Kópajól

Bloggfærslur 11. desember 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband