Leita í fréttum mbl.is

Chelsea traktórar

Væri þetta ekki sniðugt kerfi hér. Væri hægt að nota tekjurnar til að lækka gjöld á þá sem nota almenningssamgöngur:

Vísir, 02. des. 2006 20:07


Dýrt að fara í vinnuna á Range Rover

Breska samgönguráðuneytið íhugar að hækka gjöld á þá sem aka bílum sínum í höfuðborg landins. Þeir þurfa þegar að borga fyrir að aka í miðborginni, en það gæti hækkað verulega á næstu árum.

Ráðgjafanefnd hefur skilað skýrslu til ráðuneytisins og þar er lagt til að menn verði skattlagðir fyrir að fara á bílum sínum í vinnuna. Skatturinn verði reiknaður bæði út frá vegalengdum og þeim tegundum bíla sem menn ækju.

Dýrast yrði að vera á því sem bretar kalla Chelsea traktórar. Það eru jeppar eins og Range Rover og Porche, sem auðmenn í uppahverfinu Chelsea halda mikið uppá. Ef tillögur ráðgjafanefndarinnar ná fram að ganga gætu upparnir þurfa að borga um 3.500 krónur á dag, fyrir að fara á bílum sínum í vinnuna.

 

Óþolandi að fá hvergi stæði nálægt  fjármálastofnunum þar sem þau eru einmitt full af þessum kerrrum.

Bandaríkin að verða eins og Austur Þýskaland?

Var að lesa eftirfarandi frétt á ruv.is. Ég held að það fari að verða fá ríki sem fylgjast eins mikið með bæði borgurum sínum og gestum eins og USA. Þá hef ég lesið einhverstaðar að hlustunar og hlerunarkerfi þeirra sé því líkt að tölvur sem notaðar eru til að vingsa úr öllu því sem þeir nema, þurfi svipað vatnsmagn og meðal virkjun í kælingu. Þetta fer að minna mann á Austur Þýskaland þegar það stóð sem hæst.

ruv.is

  • » Fréttir
  • » Frétt
  • BNA: Ferðamenn vaktaðirBush1

    Embættismenn í landamæraeftirliti í Bandaríkjunum hafa á undanförnum árum skráð víðtækar upplýsingar um nær alla ferðamenn sem koma og fara frá landinu, þar á meðal bandaríska ríkisborgara.

    Þetta kerfi var sett á laggirnar eftir hryðjuverkaárásirnar í september árið 2001 en til þessa hafa fáir vitað af tilvist þess. Það var fréttastofa Associated Press sem sagði frá þessu kerfi á fimmtudaginn. Það kallast á ensku ATS, eða Automated Targeting System. Þessi gagnabanki safnar þannig upplýsingum um nær alla þá sem fara yfir landamæri Bandaríkjanna; t.d. upplýsingum um vegabréf, brottfararstað, greiðslumáta farseðla, ökuferilsskrá, og jafnvel hvernig mat viðkomandi einstaklingur hefur pantað á flugferðum; allir fá nokkurs konar einkunn sem gefur til kynna hættumat.

    Þessar upplýsingar eru síðan geymdar í gagnabanka í einni af byggingum heimavarnarráðuneytisins í Virginíu ríki og eru virkar í 40 ár, samkvæmt frétt Associated Press, og það er engin leið fyrir almenning, Bandaríkjamenn eða aðra, að sjá sínar upplýsingar, til dæmis til að fara fram á leiðréttingu. Opinberir aðilar sögðu frá tilvist þessa kerfis í síðasta mánuði í því sem kalla mætti lögbirtingablaðið vestra, en söfnun þessara upplýsinga og einkunnagjöf hefur farið fram undanfarin fjögur ár.

    Um 400 miljón manns fara yfir landamæri Bandaríkjanna á hverju ári, þar af tæplega 90 miljónir um flugvelli landsins. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort hryðjuverkamenn hafi náðst með notkun þessa kerfis en í fréttum AP kemur fram að á hverjum degi sé um 45 manns snúið við á landamærum Bandaríkjanna.

    Talsmenn samtaka ferðamanna vestra og fulltrúar stofnana sem fjalla um persónuvernd hafa undanfarna daga mótmælt þessari söfnun upplýsinga og sérstaklega því að einstaklingar geti ekki fengið aðgang að upplýsingum um sjálfa sig. Og einn af leiðtogum demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, Patrick Leahy, sem verður formaður dómsmálanefndar deildarinnar í janúar, hefur lofað auknu eftirliti með þessari starfsemi.


Landsvirkjun ekki hagkvæm fyrir okkur eigendur hennar.

Hef verið að hugsa um það að við sem eigum Landsvirkjun fáum lítinn aðrð af öllum þeim framkvæmdum sem hún stendur í. Við almenningur notum brota brot af allri þeirri orku sem framleidd er og um 90% fer til stóriðju sem skaffar svona 3 til 4000 manns laun. Annar arður af þessum verksmiðjum fer að mestu til útlanda.

En þrátt fyrir allar þessar framkvmdir þá virðist aldrei koma til þess að þeir geti lækkað verðið til okkar. Verksmiðjurnar fá rafmagn sem sveiflast með markaðsverði á hráefnis sem þeir framleiða. EN hjá okkur hækkar bara verðið. Það væri gaman að vita hversu mikið af tekjum Landsvirkjunar kemur frá verksmiðjunum miðað við orku sem þær kaupa og svo hvað okkar hluti er miðað við það magn sem við almenningur og lítil fyrirtæki nýtum. Að minnstakosti finnst mér að ef það er bullandi hagnaður af þessu þá ættum við að njóta þess í lægra verði.

Frétt af mbl.is

  Segir verðhækkanir Landsvirkjunar endurspegla kostnaðarhækkun OR
Innlent | mbl.is | 1.12.2006 | 17:42
Orkuveita Reykjavíkur hefur sent frá sér tilkynningu vegna tilkynningar Landsvirkjunar þar sem dregið er í efa, að 2,4% boðuð hækkun á gjaldskrá OR sé eingöngu vegna vegna 10% hækkunar á raforku í heildsölu frá Landsvirkjun á undangengnum tveimur árum. Segir OR, að verðhækkanir Landsvirkjunar endurspegli ágætlega kostnaðaraukningu, sem orðið hafi á tímabilinu.


mbl.is Segir verðhækkanir Landsvirkjunar endurspegla kostnaðarhækkun OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í tilefni "Rauðanefsdagsins"

Ég mannaði mig upp í kvöld og gerðist "Heimsforeldri". Hafði lengi hugsað mér að gera það en hef ekki komið því í verk hingað til.

Í framhaldi af þessu kvöldi þá fór ég að hugsa um eftirfarandi:

  • Ef að þjóðir heims færu nú almennt að taka við sér og færu að takast á við örbirgð þá sem er víða í heiminum, þá væri svo auðvelt að leysa úr þeim hörmungum sem þetta fólk býr við.
  • Ef við hugsum um alla þá peninga sem Vestrænarþjóðir eyða í stríðsrekstur þá verður maður hugsi:
    • Hvað ef þessum fjárhæðum heði frekar verið eytt í aðstoð við almenning í þessum löndum. Væri það ekki mun virkara til að koma í veg fyrir hryðjuverk gegn vestrænum þjóðum. Með aðstoð og stuðningi við hinn almennaborgara þá mundu skæruliðar missa neistan sem hvetur fólk til að ganga til liðs við þá.
    • Ef þessar fjárhæðir færu til t.d. Afríku til að leysa úr menntunarskorti, tæknivæðingu og svo náttúrulega til fæða þau sem svelta, þá yrði ekki lengur um hungursneið að ræða. Þetta gildir náttúrulega um aðra staði í heiminum.
    • Ef að þessar fjáhæðir væru notaðar til að draga úr eða eyða skuldum þessara ríkja þá yrðu þær í mun betri stöðu til að verða sjálfbjarga.
  • Hvað hefur stríðsrekstur skilað Vesturveldum nú síðustu áratugi nema sífellt fleiri þjóðir og þjóðfélög þar sem Vesturlönd eru hötuð og tengd arðránum og kúgun fyrir þetta fólk sem þarna býr.
  • Mundi ekki verða mun friðsælla í heiminum ef að þjóðir sameinuðust um að óháð stjórnvöldum væri það æðsta markmið að tryggja að allir íbúar jarðar byggju við aðstæður þar sem grunn þörfum er fullnægt. Því að stríð og óáran bittnar nær eingöngu á óvopnuðum, saklausum almenning.
  • Ef það yrði friðsælla í heiminum yrði ekki eins mikil þörf fyrir vígbúnað - þannig að þetta er sparnaður til lengri tíma.

 


Bloggfærslur 2. desember 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband