Leita í fréttum mbl.is

Kemst einhvern tíma friður á í Palestínu.

Mér varð litið í gær á sjónvarpsstöðina Omega þar sem var viðræðuþáttur þar sem m.a.  sátu Guðmundur guðfræðingur og starfsmaður Omega sem og Ólafur sem hefur verið aðaltalsmaður Ísraels þarna á Omega og skrifar inn á www.zion.is . Þetta varð til þess að ég fór að hugsa um það sem eru að bera á borð fyrir okkur.

Þessir menn bera alltaf saman árásir skæruliðshópa innan Palestínu við aðgerðir Ísraels hers sem er eins sá fullkomnasti í heimi á meðan Palestínumenn eru með að mestu heima tilbúnin vopn. Þeim finnst þessar kúgunaraðgerðir sem Ísraelsmenn beita bara allt í lagi. Þeir leggja lítið út af því að það er eðli þjóða/fólks/einstaklinga sem troðið er á, að bregðast við meða öfgafullum hætti. Nægir að benda á andspyrnuhreyfingar í Evrópu í Seinni heimstyrjöld, eins að er hægt að horfa til Vietnam. Og þannig er hægt að horfa víðar. Ísraelsmenn eru búnir að hertaka tæp 50% af því landssvæði sem SÞ ætlaði Palestínumönnum þegar Ísraelsríki var stofnað. Þeir hafa um áraraðir borgað sérstaklega fólki fyrir að koma sér fyrir á herteknusvæðunum til að geta eignað sér þau og eins til að ögra Palestínumönnum. Nú eru þeir að búa til gettó í Palestínu með múrnum sem þeir eru að reisa þvers og kruss um alla Palestínu. Þeir kannski styðjast við múrana sem voru reistir í kringum Gyðingabyggðir í Varsjá og fleiri stöðum.

Það væri nú góð jólagjöf til heimsbyggðarinnar að það væri einhver alvara bakvið nýjar samningaumleitanir nú. Að lokum skammtur um svipað mál af www.jonas.is

26.12.2006
Ísrael og Betlehem
Jólin í Betlehem voru með daufasta móti að þessu sinni, enda voru ferðamenn fáir. Grimmd Ísraela hegnir kristnum Palestínumönnum eins og múslimum. Fyrri jól var straumur af rútum frá Jerúsalem til Betlehem, en nú er risinn Ísraelsmúrinn mikli, sem þræðir í krókum yfir vegi og akra Palestínumanna. Múrinn nær næstum umhverfis Betlehem og hefur gert kristnum pílagrímum nánast ókleift að komast til borgarinnar helgu. Við skulum muna eftir, að sjónvarpsstöðin Omega og ofstækissöfnuðir á Íslandi styðja grimmd Ísraela í von um atómstríð og heimsenda.


Miðað við hversu mikið er að gera hjá lögreglunni á Reykjanesi hljóta að búa þar fleiri en opinberartölur segja til um.

 Þetta hefur verið svona nokkuð lengi. Tíðir brunar, slys vegna ölvunar bæði á skemmtistöðum sem og á ökutækjum. Fólk þarna suðurfrá þarf kannski að fara að hugsa sinn gang.

Annir hjá lögreglunni í Reykjanesbæ

Það var rólegt hjá lögreglunni um allt land aðfaranótt annars dags jóla. Lögreglan í Reykjanesbæ hafði þó í nógu að snúast.

Fjórir karlmenn voru handteknir í Reykjanesbæ í nótt vegna fíkniefna sem fundust í bíl þeirra. Mennirnir höfðu undir höndum amfetamín og hass í litlu magni ætlað til einkaneyslu. Þeir vildu ekki kannast við efnið en það fannst milli sæta og í öskubakka bifreiðarinnar. Þrír voru ölvaðir og verða þeir allir yfirheyrðir í dag. Þeir eru á þrítugsaldri en sá yngsti nítján ára.

Fimmtán ára piltur var staðinn að akstri í Vogunum í nótt. Með honum var sautján ára farþegi. Þeir voru báðir kærðir fyrir umferðarlagabrot. Sá yngri fyrir akstur án réttinda og sá eldri fyrir að fela þeim yngri aksturinn.

Bíll valt við Garðveg á Suðurnesjum um átta leytið í morgun. Ökumaðurinn hlaut minniháttar meiðsl en hann er grunaður um ölvun við akstur.

Lögreglan hafði afskipti af nokkrum ungmennum sem höfðu safnast saman við skrúðgarðinn Sólarvé í Grindavík. Þau höfðu kveikt í bálkesti sem búið var að koma þar upp. Tuttugu og eins árs karlmaður var handtekinn fyrir að skvetta eldfimum vökva á bálköstinn. Samkoma við Sólarvé er orðin árleg hefð frá því árið 2000 að sögn lögreglu en þar er eldstæði til þess að kveikja varðeld.



Bloggfærslur 26. desember 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband