Leita í fréttum mbl.is

Sigurjón M. Egilsson ritstjóri á förum frá Blaðinu?

Var að lesa eftirfarandi á vef blaðsins Ísafold. Ætli þetta sé rétt hjá þeim?

Sigurjón Magnús Egilsson ritstjóri er á förum frá Blaðinu á næstu vikum. Hann var í Kaupmannahöfn um seinustu helgi og herma heimildir Ísafoldar að í þeirri för hafi hann ákveðið að hætta sem ritstjóri. Þetta vekur mikla undrun þar sem hann reif blaðið úr 30 prósentustiga lestri upp í 44 prósent og hefðu menn haldið að útgefendur Blaðsins myndu gera allkt til að halda honum. Sjálfur verst hann allra frétta af málinu sem og því hvort sá orðrómur sé réttur að hann sé að taka við DV sem jafnhliða verði að dagblaði á ný. Haft er eftir Sigurjóni að á öllum leiðum séu krossgötur ...


Ætli það sé búið að selja hvalkjötið?

Var að lesa og hlusta lauslega á viðtal við sjávarútvegsráðherra. Já lauslega því að ýmisar ákvarðanir hans og ræður í gegnum tíðina er bæði ekki mér að skapi og eins finnst mér hann fljótfær og mistækur

En semsagt í þættinum Morgunhananum á Útvarpi Sögu sagði ráðherra m.a.:

Sjávarútvegsráðherra vonsvikinn

07.desember 2006 - kl. 14:39
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, lýsir vonbrigðum með þá ákvörðun bandarísku verslunarkeðjunnar Whole Foods Market að hætta markaðssetningu íslenskra matvæla vegna hvalveiða Íslendinga í atvinnuskyni. "Þessi ákvörðun er slæm vegna þess að við bundum og bindum miklar vonir við þessa verslunarkeðju... Ákvörðunin er ekki sú að hætta að selja íslenskar vörur... Við þurfum alltaf að meta okkar hagsmuni þegar á móti blæs. Þjóð sem nýtir auðlindir mun þurfa að standa af sér svona ágjöf."
Þetta eru nú dæmi um þegar rokið er eftir hugmyndum manna sem hafa hvalveiðar sem áhugamál og hugsa ekkert um afleiðingar.

Skilaði fíkniefnum á lögreglustöð og er sektaður fyrir!

Ritstjóri Kompás fékk ákæru og sekt fyrir að láta ungar tálbeitur kaupa fíkniefni til að sýna hversu auðvelt er að nálgast efnin fyrir unglinga.

Frétt af www.visir.is

07. des. 2006 18:55


Ritstjóri Kompáss sektaður

Lögreglustjórinn hefur sektað ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kompáss um fimmtíu og fjögur þúsund krónur fyrir vörslu fíkniefna.
Þetta voru fíkniefni sem Kompás lét kaupa til að sýna auðvelt aðgengi barna að þeim en þau voru síðan afhent lögreglu með formlegum hætti.

Í fréttaskýringarþáttunum Kompási á Stöð 2 í október og nóvember var dregin upp dökk mynd af því hversu auðvellt var fyrir ungmenni að nálgast fíkniefni. Ritstjórnin tók af því myndir þegar ungmenni á hennar vegum höfðu samband við fíkniefnasala og var viðskiptum komið á. Athygli vakti hversu skamman tíma það tók ungmennin að nálgast fíkniefnin þó svo að engin kynni væru á milli sölumannana og þeirra sem leituðu viðskipta.


Eftir að gerð þessa þáttar Kompáss lauk fór ritstjóri þáttarins, Jóhannes Kr. Kristjánsson á lögreglustöðina við Hverfisgötu og afhenti þar fíkniefnin til eyðingar. Var um að ræða eitt gramm af amfetamíni og tvö og hálft gramm af hassi. Var skýrsla tekin af ritstjóranum þar sem hann skýrði málavexti.

Sér til undrunar fékk Jóhannes Kr. svo nýverið sektargerð frá lögreglustjórnaembættinu á grundvelli kæru á hendur honum vegna brota á lögum um ávana og fíkniefni. Er hann kærður fyrir vörslu fíkniefna en boðið að ljúka málinu með sátt og greiðslu sektar uppá 54 þúsund krónur í ríkissjóð. Jafnframt er tekið fram að hann sættist þá á upptöku á hinum haldlögðu fíkniefnum. Greiði hann ekki sektina komi í staðinn fjögurra daga fangelsi. Afgreiðsla sektarinnar verði jafnframt skráð í sakaskrá.

Jóhannes Kr Kristjánsson segist ekki ætla að una þessu sektarboði og láta á það reyna hvort lögregluembættið ætli að höfða mál vegna þessa atviks. Ríkir almannahagsmunir hafi legið því til grundvallar að staðreyna þessi viðskipti og hafi það ótvírætt forvarnargildi að draga fram þennan ófagra sannleika. Jóhannes segir að lögmanni Blaðamannafélags Íslands verði falið að reka málið


Þetta er bara alls ekki lagi.

Maður sem auðsjáanlega er stórhættulegur og ég mundi halda ekki með réttu ráði. Getur bara áfríað dómi og labbað út. Þetta verður að laga. Sjá frásögn hér að neðan af www.visir.is

Vísir, 07. des. 2006 18:30

Grunaður um að hafa aftur nauðgað

Maður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa nauðgað konu á föstudag. Í október var sami maður dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir hrottfengið ofbeldi og nauðganir.

Maðurinn, sem er fimmtíu og fimm ára gamall, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til tuttugasta desember næstkomandi en hann er grunaður um að hafa frelsissvipt og nauðgað konu sem hann hefur átt í sambandi við. Verknaðinn framdi hann á heimili konunnar í Reykjavík þar sem hann hélt henni fanginni. Samkvæmt heimildum fréttastofnu gekk maðurinn illilega í skrokk á konunni og nauðgaði henni oftar en einu sinni. Hún leitaði til neyðarmóttöku nauðgana og hefur kært.

 

Þann ellefta október var maðurinn dæmdur í fimm ára fangelsi í Hérðasdómi Reykjavíkur fyrir hrottalegar árásir á tvær konur og nauðgaði hann annari þeirra í þrígang. Hann áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar og bíður þess að þar falli dómur.

Maðurinn réðst með ofbeldi á fyrrverandi sambýliskonu sína í þrígang í fyrrasumar. Í eitt skiptið hélt hann kodda fyrir andliti hennar þannig að hún átti erfitt með andadrátt. Hina konuna réðst hann á í febrúar á heimili sínu. Hann hélt henni fanginni í íbúðinni í marga klukkutíma þar sem hann beitti hana miklu ofbeldi og nauðgaði henni þrisvar. Að lokum náði konan að koma beiðni um hjálp til vina sinna í gengum sms skilaboð. Þegar lögreglumenn kom á staðinn náði konan að gefa þeim bendingar út um glugga en maðurinn ansaði ekki þegar dyrabjöllunni var hringt. Blóð var víða í íbúðinni og greinilegt að átök höfðu átt sér stað. Segir í dómi hérðasdóms að brot mannsins gagnvart konunum séu sérlega hrottafengin og að hann hafi farið fram gegn þeim í krafti líkamsburða sinna. Auk fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða konunum samtals 2 milljónir króna í miskabætur.

Ef dómur verður ekki fallinn í Hæstarétti þegar gæsluvarðhald yfir manninum rennur út má telja líklegt að lögregla krefjist áframhaldandi varðhalds.


Á fullum ráðuneytisstjóralaunum við að gera nánast ekki neitt

Alveg makalaust hverning þetta mál hefur þróast í gegnum árin. Maðurinn hefur verið á fullum launum við að gera ekki neitt. Síðan um 1996 held ég. Bara af því að Finnur Ingólfs og fleiri vildu heldur fá aðra til starfa. (Flokksgæðinga) Og við höfum þurft að borga þetta dýrum dómum og þurfum áfram að greiða. Ég er á því að hann á þetta skilið og miskabætur hefðu mátt vera hærri því með þessum gjörðum hefur verið mjög að honum vegið.

Frétt af mbl.is

  Ríkissjóður greiðir Birni Friðfinnssyni full laun og miskabætur
Innlent | mbl.is | 7.12.2006 | 11:42
Íslenska ríkið mun greiða Birni Friðfinnssyni full laun til... Í dag lauk með réttarsátt dómsmáli sem Björn Friðfinnsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu höfðaði gegn íslenska ríkinu vegna þess að Björn fékk ekki aftur starf ráðuneytisstjóra eftir að hafa gegnt starfi framkvæmdastjóra Eftirlitsstofnunar EFTA í launalausu leyfi frá ráðuneytinu. Ríkissjóður fellst á að greiða Birni laun til sjötugs ásamt miskabótum að fjárhæð 2 milljónir króna.


mbl.is Ríkissjóður greiðir Birni Friðfinnssyni full laun og miskabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til þeirra sem voru óhressir með ummæli mín um Ísrael hér fyrir neðan

Eftirfarandi segir finnst mér allt:

www.ruv.is

  • » Fréttir
  • » Frétt
  • Ísraelar gegn tillögum þingnefnda BNA um M-Austurlönd

    Ísraelsstjórn hafnaði í morgun nýjum tillögum Íraksnefndar beggja flokka á Bandaríkjaþingi um að friðarsamningar verði hafnir í Mið-Austurlöndum. Tony Blair forsætisráðherra Breta, kemur til Washington í dag til að ræða niðurstöður nefndarinnar.

    Íraksnefndin ráðleggur Bush Bandaríkjaforseta að breyta stefnu sinni í Mið-Austurlöndum. Ástandið í Írak versni stöðugt og tími til aðgerða sé að renna út. Áhersla er lögð á að Bandaríkjamenn lýsi yfir að þeir ætli ekki að leggja undir sig olíuauðlindir í Írak. Nefndin telur að Bandaríkjastjórn geti ekki náð markmiðum sínum í Mið-Austurlöndum án þess að friður verði saminn milli Ísraela og Palestínumanna.


Fjarstýrðir byggingakranar geta ruglað fjarstýringar í bíllyklum

Þetta er alveg furðulegt:

Af www.visir.is 

Byggingakranar geta ruglað fjarstýringar í bíllyklum

Fjarstýrðir byggingakranar geta ruglað fjarstýringar í bíllyklum og orðið til þess að lyklarnir afkóðist. Eitt slíkt mál kom upp nýlega fyrir utan Bílanaust. Eigandinn kom bílnum ekki í gang og þurfti maðurinn að fá nýjan kóða í lykilinn til að geta ekið honum út af bílastæðinu.

Sjá nánar


Frábær teikning

Verð aftur að benda á teikningu eftir Halldór Baldursson þar er hann að sýna Vilhjálm í ljósi allra gjaldskrárhækkana sem boðaðar eru í Reykjavík

2_246krot

Bloggfærslur 7. desember 2006

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband