Föstudagur, 8. desember 2006
Jónas Kristjánsson ekki hress með "Jónínudóminn"
08.12.2006
Ertu móðgaður
Vitleysingarnir í héraðsdómi þurfa engan málflutning í persónumálum. Þeir geta bara spurt hinn móðgaða: "Hversu mikið ertu móðgaður?" Jónína svarar: "Svona í meðallagi". "Það verður hálf milljón", segir dómarinn og slær hamrinum í borðið. Bubbi svarar: "Ég er alveg rosalega móðgaður". "Það gerir milljón", segir dómarinn. Þessa umboðsmenn hræsninnar í stétt dómara varðar ekki um, að rétt sé skrifað, ekki einu sinni þótt viðurkennt sé af lögmönnum hinna móðguðu. Héraðsdómarar hafa margir tapað jafnvægi milli prentfrelsis og móðgunarfrelsis.
Föstudagur, 8. desember 2006
Ísafold og Steingrímur Sævarr í skotgröfunum
Steingrímur Sævarr Ólafsson og Ísaflold eru farin að skjóta föstum skotum. Þar er rætt um heimilda notkun og réttmæti fréttaskota. Þetta er nú bara skemmtilegt. Það nýjast er hér:
08.12.2006 Frumheimildir Steingríms Bloggsíða Steingríms Ólafssonar hefur vakið nokkra athygli en í fjölda færsta hefur hann grátið undan því að heimilda sé ekki getið sem kann sumpart að vera réttmætt. "Það er dálítið merkilegt að fylgjast með hvernig skúbb eins fjölmiðils ratar í aðra fjölmiðla án þess að frumheildar sé getið," bloggar Steinrímur með kökkinn í hálsinum. Í dag boðar hann þau "nýmæli" að Sigurjón Magnús Egilsson sé að hætta á Blaðinu og að taka við DV sem fari undan 365. Á þessarri síðu var greint frá starfslokum sme í gær og Steingrímur tók málið upp í dag án þess að geta frumheimildar. Þá segir hann ritstjórann vera að taka við DV en búið er að upplýsa hér að hann er að taka við nýju dagblaði á gömlum merg. Öldungis er rangt að það blað muni heita DV. Vandinn virðist vera sá að þegar stórt er spurt koma oft röng svör ...
Föstudagur, 8. desember 2006
Hafði aðeins til saka unnið að vera ekki Framsóknarmaður
"Hræðilegur glæpur" - Var ekki í Framsókn
Hafði aðeins til saka unnið að vera ekki Framsóknarmaður
08.desember 2006 - kl. 11:46Sigur Björns Friðfinnssonar ráðuneytisstjóra er mikill segir Jakob Möller lögfræðingur hans. Björn gerði í gær réttarsátt við þrjá ráðherra, hlaut tvær milljónir króna í miskabætur og heldur launum til 70 ára aldurs. Finnur Ingólfsson og síðar Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherrar á árunum 1996 til 2006 úthýstu Birni frá starfi sínu sem ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu í tíu ár. Jakob Möller segir að misakbæturnar séu mjög háar miðað við aðra dóma um miskabætur, hvað þá miskabætur sem samið hefur verið um. "Það eina sem ég get látið mér detta í hug er það að Björn hafi það til saka unnið, sem langsamlega mestur hluti þjóðarinnar hefur sér til saka unnið, að hann er ekki Framsóknarmaður."
Föstudagur, 8. desember 2006
Þarf ekki að koma flýtimeðferð á þegar menn áfrýja svona málum
Það er náttúrulega sjálfssagt að menn sem eru óánægðir með dóm sinn geti áfrýjað dóminum. En þarf ekki að koma á einhverju ferli hér sem gengur út á að Hæstiréttur veiti slíkum málum forgang þannig að viðkomandi sé gert að sitja inni á meðan. Þannig gæti t.d. verið að mál fengi meðferð innan viku frá því að áfrýjum á sér stað. Og þetta verði látið gilda um alla ofbeldisglæpi. Eins að í öllum dómum í slíkum málum sé auk refsitíma skilda á sakborningi og ríki að viðkomandi þyggi sál-og/eða geðrænni meðferð. Það getur ekki með nokkru móti verið í lagi með menn sem beita aðra grófu ofbeldi. Og þessir menn koma yfirleitt út úr fangelsi innan nokkra mánaða/ára. Og þá væri gott að vita að eitthvað hefði verið unnið í að draga úr líkum á að þeir fremji þetta aftur.
Fyrst birt: 08.12.2006 19:20Síðast uppfært: 08.12.2006 20:10Fórnarlamb raðnauðgara undrast íslenskt réttarfar
Það virðist vera regla að menn sem fremja kynferðisbrot, jafnvel mjög alvarleg, gangi lausir milli dómþinga segir hæstaréttarlögmaður. Karlmaður sem dæmdur var í 5 ára fangelsi í október fyrir ítrekaðar nauðganir og hrottafengnar líkamsárásir er grunaður um að hafa nauðgað konu um síðustu helgi. Hann áfrýjaði dómi héraðsdóms frá því í október og var því frjáls ferða sinna. Kona sem var fórnarlamb mannsins segist blöskra íslenskt réttarfar.
Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum en hann er að þessu sinni kærður fyrir nauðgun, misþyrmingar, hótanir og frelsissviptingu. Maðurinn er sakaður um að hafa beitt sambýliskonu sína alvarlegu ofbeldi.Sami maður var í október dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir ítrekaðar nauðganir og hrottalegar líkamsárásir gegn fyrrverandi unnustu sinni og annarri konu sem var sambýliskona hans á tímabili. Hann áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar og var því frjáls ferða sinna. Önnur kvennanna sem hann var dæmdur fyrir að misþyrma sendi fréttastofu Sjónvarps bréf í dag. Þar gagnrýnir hún harðlega að maðurinn hafi látinn laus.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 8. desember 2006
Finnst þetta líklegra en að Rússneska stjórnin eigi hlut. að málinu.
Ég held að Blair og Bush væri hollast að leysa þetta mál hið fyrsta. Því að þarna eru hriðjuverkamenn að fá hugmyndir að alvarlegum leiðum til að skaða.
Stöð 2, 08. des. 2006 20:00
Ætlaði að kúga auðjöfra
KGB maðurinn Alexander Litvinenko, sem myrtur var í síðasta mánuði, ætlaði að ljóstra upp um spillingarmál tengd valdamiklum auðjöfri sem mun tengjast ráðamönnum í Moskvu. Þetta fullyrti rússneskur doktorsnemi á blaðamannafundi í Lundúnum í dag.
Julia Svetlichnaja sagði frá fundum sínum með Litvinenko í blaðagrein í breska blaðinu Osberver á sunnudaginn. Á blaðamannafundi í Lundúnum í dag greindi hún nánar frá því sem þeim fór á milli. Hún tók viðtöl við hann sem til eru á bandi. Þar ræddi Litvinenko um fortíð sína sem liðsmaður KGB og síðar rússnesku öryggislögreglunnar.
Svetlichnaja átti einnig samtöl við Litvinenko sem voru ekki hljóðrituð að ósk hans. Þar mun hann hafa sagt frá áætlunum sínum um að kúga fé út úr rússneskum auðjöfrum. Hann hafði nefnt menn og fyrirtæki á nafn en hún gæti ekki upplýst um það af ótta við málssóknir. Hún gæti þó sagt að einn þeirra væri vel þekktur auðjöfur, með góð tengsl við ráðamenn í Kreml sem Litvinenko sagði gerspilltann. Litvinenko hafi ætlað að birta honum þau gögn sem hann hefði undir höndum og krefja hann um peninga.
Lögreglumenn frá Scotland Yard fengu ekki að yfirheyra Andrei Lugovoy, athafnamann og fyrrverandi njósnara, sem Litvinenko átti fund með daginn sem hann veiktist. Þess hefur verið beðið síðan á þriðjudaginn. Interfax fréttastofan greindi frá því í dag að Lugovoy, sem nú liggur á sjúrkahúsi í Moskvu, hefði orðið fyrir geislun. Dmitry Kovtun, athafnamaður, átti einnig fund með Lugovoy og Litvinenko sama dag. Kovtun liggur nú þungt haldinn á sama sjúkrahúsi og Lugovoy vegna eitrunar. Myndver sjónvarpsstöðvar í Moskvu, þar sem Lugovoy og Kovtun voru í viðtali tveimur dögum eftir dauða Litvinenkos, var rannskaða hátt og lágt í dag.
Af þessu öllu má ráða að málið verður allt hið reyfarakenndara með hverjum degi sem líður.
Föstudagur, 8. desember 2006
Nú eru það "Sundagöng" - Takk fyrir!
Þetta fer nú að minna á farsa þessi skipulags og hönnunarmál í Reykjavík. Nú tekur við að gera umhvefismat aftur fyrir þennan kost og síðan hönnun. Þetta dýrasti kosturinn upp á 16 milljarða. Var ekki hætt við hábrú vegna kostnaðar. Ætli eftir 2 ár þegar umhverfismat liggur fyrir og hönnun þá verður athugað að fara innri leiðina aftur.
Fyrst birt: 08.12.2006 16:01Síðast uppfært: 08.12.2006 16:09Sundabraut hugsanlega í göng
Reykjavíkurborg og Vegagerðinni þykir það fýsilegur kostur að Sundabrautin fari um jarðgöng. Samgönguráðherra hefur samþykkt að framkvæmdin fari í umhverfismat.
Kort úr skýrslu um
SundagöngGísli Marteinn Baldursson, formaður samráðshóps um Sundabraut, segir það benda til þess að ríkið vilji fjármagna þessa leið. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin kosti um 16 miljarða króna.
![]() |
Jarðgöng líklegasti valkosturinn á Sundabraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 8. desember 2006
Gjaldfrjáls grunnskóli?
Var að lesa frétt um bókun VG í Menntaráði í Reykjavík. En í frétt á www.visir.is stendur m.a.
Fréttablaðið, 08. des. 2006 01:00Skólagangan kostar 900 þúsund krónur
Ljóst er að gjaldfrelsi í grunnskólum borgarinnar var ekki eitt af stefnumálum fyrri meirihluta borgarstjórnar og er það ekki heldur nú," segir meirihluti menntaráðs Reykjavíkur.
Þetta viðhorf meirihlutans kom fram þegar menntaráð ræddi tillögu vinstri grænna um gjaldfrjálsan grunnskóla. Tillagan er sett fram af stórhug og framsýni enda er verulegt umhugsunarefni að skólaganga reykvísks barns kostar nálægt 900 þúsund krónum, með skólamáltíðum og frístundaheimilum. Það er okkar skoðun að ekki beri að taka gjald af grunnþjónustu sem þessari heldur fjármagna hana úr sameiginlegum sjóðum," sagði Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, í bókun.
Nú bý ég í Kópavogi á barn í grunnskóla. Ég man fyrir 2 árum þegar að barnið lauk leikskóla að ég fór að reikna með því að hafa meira milli handana enda hætti ég þá að borga um 21 þúsund krónur í leikskólagjald fyrir 8 tímavistun.
Nú svo byrjar barnið í grunnskóla og um leið þá í dægradvöl eftir skóla. Þ.e. viðvera í skólanum til 4.
Síðan vildi ég að barnið fengi heitan mat í skólanum eins og það fékk í leikskóla. Ég reiknaði með að þetta kostaði eitthvað en þegar ég fór að borga fyrir þetta brá mér. Dægradvöl í 3 tíma á dag og matur í hádeginu kostaði milli 17 og 18 þúsund. Þetta er greiðsla fyrir þjonustu í 3 tíma á dag og mat. Mér reiknaðist um daginn til að ég borgi um 200 krónur fyrir hvern tíma í dægradvöl. Og síðan er maturinn um 200 kr á dag.
Ég hafði bara verið svo vitlaus að halda að þegar talað var um heilsdagsskóla þá væri ekki verið að tala um skóla frá 8 til 13.
Síðan bætast við þetta efniskaup og fleira. Þannig að ég held að 10 ár í grunnskóla í Kópavogi geri örugglega rúmlega 1. milljón.
Því finnst mér ekki vera hægt að tala um að grunnskólar hér séu gjaldfrjálsir. Því flestir foreldrar þurfa að nýta sér þessa viðbótarþjónustu.
Föstudagur, 8. desember 2006
Sturla búinn að finna gullnámu?
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lofar nú vegabótum hægri og vinstri. Það vekur furðu mína að nú allt í einu virðist allt í lagi að ráðast í allskonar framkvæmdir.
- Tvöfalda Suðurlandsveg
- Tvöfalda Vesturlandsveg upp í Borgarnes
- Jarðgöng í Héðinsfirði
- Og nú segir hann: Fréttablaðið, 07. des. 2006 03:30
Ráðherra ætlar að flýta gerð jarðganga
Flýta á gerð jarðganga milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur sem allra mest og verður skýrsla starfshóps, sem unnið hefur að hugmyndum um samgönguúrbætur á Vestfjörðum, kynnt fyrir samgönguráðherra á næstu dögum. Þetta staðfesti Sturla Böðvarsson samgönguráðherra við Fréttablaðið í gærkvöld.
Sturla segist vonast til þess að hægt verði að taka málið til umræðu innan ríkisstjórnarinnar fyrir áramót. Skýrslan um samgönguúrbætur milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur verður kynnt fyrir mér á næstu dögum en samkvæmt því sem þar kemur fram verður eindregið mælt með því að ráðist verði í gerð jarðganga sem fyrst, enda öryggisaðstæður við veginn um Óshlíð óviðunandi," segir Sturla en í skýrslunni verða lagðar til útfærslur sem metnar verða í samvinnu við heimamenn - Hann segir að hönnunarferli sé byrjað á gatnamótum Kringlu- og Miklubrautar
- Hann talar um einhver önnur jarðgöng séu alveg á næstunni.
- Síðan er það náttúrulega Sundabraut.
Þessi verk samtals kosta varla undir 50 til 80 milljörðum (örugglega meira). Ég leyfi mér að fullyrða að eftir kosningar í maí verður farið að draga úr þessu og fresta. Þetta getur bara ekki allt komist til framkvæmda á næstu árum. Landið mundi ekki þola þessa auka þennslu með stóryðju framkvæmdum.
Þetta eru loforð án þess að meininginn sé að efna þau.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 8. desember 2006
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson