Leita í fréttum mbl.is

Þolinmótt fjármagn

Það er kannski til marks um hversu mikið er um peninga í þjóðfélaginu um þessar mundir að nú er fjárfestar út um allar jarðir að kaupa upp heilu hverfin. Þeir sjá sér hag í því að kaupa eignir og lóðaréttin með því að þar má hugsanlega byggja einhver ný hús sem svo aftur fyrirtæki og nýríkir Íslendingar slást um að kaupa. Reyndar finnst mér með ólíkindum hversu margir stórir fjárfestar eru orðnir í þessu litla landi.

Það sem ég er aftur að velta fyrir mér er hversu þolinmóðir þessi fjármunir eru sem fara í þetta. Það að það virðist vera auðvelt fyrir þessa menn að labba bara í næsta banka og reyfa þessa hugmynd og bingó bankinn ábyrgist fjármögnun. Þó er oftast engin leyfi komin fyrir niðurrifi og breytingum. Því oft að það virðist rent blint í sjóinn með þetta. Eða eru kannski leyfin komin bak við tjöldin? Hér fyrir nokkrum árum hefðu menn ekki verið tilbúnir að festa penginga í lengri tíma án þess að tryggt væri að þeir bæru arð.

Nú síðast las ég þetta:

ruv.is

Fyrst birt: 14.01.2007 19:01

Síðast uppfært: 14.01.2007 20:06

  • Vinsælt að kaupa fasteignir í Örfirisey

    Fjárfestar kaupa nú upp fjölda fasteigna í Örfirisey fyrir milljarða króna. Svæðið er að verða eftirsóttasta byggingarland höfuðborgarinnar, segir formaður borgarráðs.

    Fjárfestingafélagið Lindberg ehf. hefur undanfarnar vikur keypt fasteignir í Örfirisey fyrir vel á þriðja milljarð króna. Á föstudag gekk félagið frá kaupum á 10 eignum á svæðinu fyrir um 850 milljónir. Miklar vonir eru bundnar við svæðið segir formaður borgarráðs.

    Þarma skilst mér að Sparisjóðabanki sjái um fjármögnun

  • Síðan má lesa þetta á bloggi oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi.

    Nú hefur stór hluti Glaðheimalandsins svo verið seldur félagi sem enginn í raun veit hver á.
    Á Kársnesi er svipað uppi á teningnum.  Félög í eigu fjársterkra aðila hafa verið að kaupa upp svæði á nesinu og skipuleggja nýja byggð, þétta og háreista með það að markmiði að selja og græða.  Fyrir einu félaginu fer fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í byggingarnefnd - reyndar formaður byggingarnefndar.  Í mikilli andstöðu við íbúa á Kársnesi og andstöðu minnihlutans í bæjarstjórn Kópavogs ákvað meirihlutinn  að heimila að auglýsa breytt skipulag á þessum tiltekna reit á meðan aðrar tillögur hafa verið settar í bið.

    Þetta finnst mér alveg með ólíkindum. Það er að menn séu tilbúnir að binda milljarða í gömlum byggingum og lóðum. Það er líka með ólíkindum að allt þetta nýja húsnæði eigi eftir að seljast. Farið að byggja 20 hæða skrifstofuturn í Kópavogi og nokkrir fleiri á leiðinni.

    En þetta er kannski til marks um nýja og betri tíma. En það sem er að böglast fyrir mér er áræðið hjá bönkum að lána út á hugmynd sem ekki hefur en fengið samþykki hjá borgar- bæjaryfirvöldum.


Björn Bjarnason opinberar sig sem langrækin, rætinn og hefnigjarnan mann!

Alveg getur mér blöskrað hvernig Björn Bjarnason getur talað um annað fólk. Í pistli sínum í dag er hann að vega að Ingibjörgu Sólrúnu. Maður les út úr þessari grein hans að hann fyrirgefur henni aldrei að  hafa tapað fyrir henni í slagnum um borginna fyrir tæpum 5 árum. Þar sem hann vonarstjarna sjálfstæðismanna tók persónulega að sér að ná borginni aftur til flokksins en misheppnaðist svo hrapalega. Í bloggi sínu segir hann m.a.

Augljóst er af viðtalinu við Ingibjörgu Sólrúnu, að málefni verða henni ekki til trafala, ef hún gengur til samninga um stjórnarmyndun eftir 12. maí. Allt, sem hún segir um einstök mál, er svo losaralegt og almennt, að þann leir er unnt að hnoða að vild.

Gaman væri að heyra hvað Björn hefði um umæli Geirs að segja ef hann væri spurður sömu spurninga. Er Björn virkilega svo tregur að hann geri sér ekki grein fyrir að flokkar hér á landi forðast að útiloka samstarf við nokkurn flokk á kosningaári? Er Björn orðinn svo týndur í völdum og valdaleikjum að hann sé búinn að gleyma því að formenn standa fyrir flokka og flokkarnir eru hópur fólks með líkar lífsskoðanir. Sem móta sér stefnu og kjósa sér síðan formann til að tala máli flokksins en ekki sjálfra sín.

Síðar í bloggi sínu segir Björn og þá varð mér nóg boðið:

Reynsla þeirra, sem störfuðu með Ingibjörgu Sólrúnu í R-listanum, var á þann veg, að þeir settu henni að lokum afarkosti, af því að þeir treystu henni ekki. Sé litið yfir feril Ingibjargar Sólrúnar og framgöngu hennar, virðist ekki auðvelt að eiga við hana samstarf, grunnt sé á sérhagsmunagæslu, sem leiði til flokkadrátta. Nýjasta dæmið er auðvitað talið um  stjórnarandstöðuflokkana sem augljósan kost í stað ríkisstjórnarinnar, en í Morgunblaðsviðtalinu segir Ingibjörg Sólrún þetta samstarf í raun ekki annað en kaffispjall - líklega minnkaði áhugi hennar eftir að Steingrímur J. krafðist þess að verða forsætisráðherra.

Þarna lýgur Dómsmálaráðherra Íslands blá kalt. Það er með ólíkindum að segja að að kona sem hélt ásamt öðrum samstarfi 4 og síðan 3 flokka gangandi í 12 ár við stjórn borgarinnar sé manneskja sem flokkarnir treystu ekki. Það er með ólíkindum að maðurinn láti þetta á blað. Hann veit vel eins og aðrir að  eftir 9 ára farsæla stjórn ákvað Ingibjörg Sólrún að taka sæti á lista Samfylkingar í Alþingiskosningum og það gat Framsókn ekki sætt sig við. Allir fulltrúar R listans sem sem hafa tjáð sig um stjórn Ingibjargar gefa henni góða umsögn og það var ekki þessvegna sem hún hætti sem borgarstjóri.

Síðan þegar hann talar um Kaffibandalagið þá hafa allir formenn stjórnarandstöðunnar sagt það sama. Þeir ætla að vinna saman í vetur og ef þeir komast í þá stöðu að fella núverandi stjórn þá ætla þeir fyrst að ræða sína á milli um stjórnarmyndun.

Björn er hér að opinbera sig sem langrækinn, rætinn mann sem aldrei getur fyrirgefið að hafa tapað fyrir Ingibjörgu í kosningum sem var í raun upphafið að endalokum vona hans um frekari frama sem stjórnmálamanns.


Kristinn "Sleggja" H Gunnarsson tjáir sig um samning HÍ og menntamálaráðuneytis

Kristinn bendir á það á pisli sínum sem er alveg rétt að menntamálaráðherra er nýbúinn að skrifa undir samning sem að ekki var gert ráðfyrir í fjárlögum þessa árs. Og skv. lögum hafa ráðherrar ekki leyfi til að skrifa undir samninga um umtalsverð fjárútlát án þess að leita samþykki Alþingis. Í pisli sínum segir hann m.a.

En ekki er allt sem sýnist. Samningurinn hefur ekki verið kynntur á Alþingi og þar liggur fjárveitingarvaldið. Einhverra hluta vegna varð viðbótarframlagið í fjálögunum fyrir 2007 aðeins 300 milljónir króna en ekki 640 milljónir króna. Hvers vegna var það? Einhver ástæða hlýtur að vera fyrir því. Þá er það spurningin hvernig efndir verði með þær 7600 milljónir sem lofaðar eru í samningnum næstu fjögur árin einmitt í ljósi afgreiðslu fjárlaga 2007.

Þegar samningurinn er skoðaður kemur nefnilega í ljós, það sem gleymdist alveg að segja frá í fréttatilkynningu og umfjöllum fjölmiðla, að hann er undirritaður með fyrirvara um samþykki Alþingis um fjárveitingar á ári hverju. Það er lóðið. Ráðherra getur ekki samið fjárlög íslenska ríkisins næstu fjögur árin með einni undirskrift, fjárveitingarvaldið liggur hjá Alþingi. Samningurinn er þegar allt kemur til alls aðeins viljayfirlýsing. Pólitísk yfirlýsing ráðherrans og eftir atvikum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir eftir að umboði þeirra lýkur.

Slíkar yfirlýsingar eiga frekar heima í kosningastefnuskrá flokkanna og mér finnst það gagnrýnivert þegar ráðherrar leika þennan leik og blanda saman stöðu sinni sem ráðherrar og frambjóðendur. Umræddur samningur hefur hvorki verið kynntur né samþykktur í stjórnarflokkunum, svo mér sé kunnugt um. Vilji ráðherrann hrinda ákvæðum samningsins í framkvæmd á hann að snúa sér til Alþingis og leggja fram frumvarp. Geri hann það ekki er ekkert fast í hendi. Næsta ríkisstjórn er ekki skuldbundin.

Þær eru margar viljayfirlýsingarnar sem reynast lítils virði þegar á reynir, svo sem dæmin sanna. Jafnvel viljayfirlýsingar Alþingis sjálfs í formi vegaáætlunar voru þunnar í roðinu þegar til efndanna kom og nægir að minna á hina metnaðarfullu vegaáætlun sem samþykkt var fyrir síðustu Alþingiskosningar en var svo skorin sundur og saman eftir

Þetta er náttúrulega alveg rétt hjá honum


Eru menn að tala um að Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin tali óskýrt?

Ég verð nú að segja að þetta finnst mér skýrara heldur enn að aðrir (nema VG sem er á móti skv. venju) sem hafa talað um evruna.

Framsókn þar eru hver höndin upp á móti annarri. Sjálfstæðismenn þar eru að verða kynslóðaskipti og hallarbylting. En við vitum að þegar að flokkseigendur (fyrirtækin) skipa þeim þá hlaupa þeir til og skipta um skoðun í ESB. Frjálslyndir vilja hafa allann varan á með útlendinga og samskipti við þá. En Ingibjörg tekur af allan vafa um vilja Samfylkingar um leið og hún viðurkennir að þetta geti tekið tíma:

Fréttablaðið, 14. jan. 2007 09:00

Segir hagstjórnina hafa verið óábyrga

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að hagstjórn ríkisstjórnarinnar hafi verið óábyrg á kjörtímabilinu. Hún vísar gagnrýni Geirs H. Haarde forsætisráðherra til föðurhúsanna.

Í kvöldfréttum Sjónvarpsins á föstudag sagði Geir að tal þingmanna Samfylkingarinnar um upptöku evrunnar grafi undan krónunni.
„Ríkisstjórn Geirs ber ábyrgð á því ójafnvægi sem er hér á landi á mörgum sviðum. Íslenskur almenningur þarf að greiða hæstu vexti af lánum á vesturhveli jarðar, býr við hæsta matarverð sem þekkist á byggðu bóli. Hér eru verðtryggð lán á verðbólgutímum og krónan er afar óstöðug," segir Ingibjörg.

Helstu mistökin í hagstjórninni að mati Ingibjargar var tímasetningin á skattalækkunum og þær breytingar sem gerðar voru á Íbúðalánasjóði sem hún segir að hafi verið afar þensluhvetjandi.

Að hennar mati reyna íslensk fyrirtæki að leita sér skjóls í erlendum gjaldmiðlum til að losna undan afleiðingum hagstjórnar ríkisstjórnarinnar. „Íslenskur almenningur og smáfyrirtæki koma litlum vörnum við og þurfa að búa við þetta ástand. Geir H. Haarde á að líta sér nær og axla ábyrgð í stað þess að gagnrýna þá sem benda á hversu slæm hagstjórnin hefur verið. Hann getur ekki komið sér undan ábyrgð með því að nota Samfylkinguna sem blóraböggul," segir Ingibjörg.

Hún segir að til þess að viðhalda jafnvægi á Íslandi í framtíðinni þurfi Íslendingar að ganga í Evrópusambandið (ESB) sem er skilyrði fyrir því að evran verði tekin upp. Ingibjörg bendir hins vegar á að til þess þurfi hagstjórnin að batna. „Eins og er þá getur Ísland ekki orðið aðili að Myntbandalagi Evrópusambandsins því við uppfyllum ekki þau skilyrði sem gerð eru til aðildarþjóðanna vegna þeirrar stöðu sem er hér í efnahagsmálum.

Við þurfum að ná niður verðbólgunni, draga úr gengissveiflum og náum vöxtunum niður til þess að uppfylla þessar kröfur. Þess vegna þurfum við að byrja á að undirbúa inngöngu í ESB núna því það mun taka tíma að breyta þessum þáttum," segir Ingbjörg, og bætir því við ef farið verði út í allar þær stórframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru hér á landi, til dæmis byggingu álvers í Helguvík og stækkun álversins í Straumsvík muni þetta jafnvægi ekki nást því framkvæmdirnar muni auka þenslu.
Ingibjörg segir að ef Íslendingar setji sér það skýra stefnumið að verða aðili að Myntbandalaginu þá muni það aga hagstjórnina og veita stjórnvöldum aðhald.

Formaðurinn talar um að skapa þurfi víðtæka sátt um það í samfélaginu að ná jafnvægi í hagstjórnina og uppfylla skilyrði Myntbandalagsins. „Það þurfa allir að leggjast á árárnar til þetta markmið náist: stjórnvöld, atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin, bændasamtök og öflug almannasamtök. Þetta var gert með þjóðarsáttinni í lok níunda áratugarins sem kvað niður verðbólguna sem var hér á landi. Hún stuðlaði að jafnvægi í samfélaginu og það er hægt að endurtaka leikinn." 


Leiðinlegt þegar að menn eru að reyna að svindla í skoðunarkönnunum

Ég hef haft hérna á síðunni kannanir til gamans. Þar sem ég hef verið að spyrja fólk um hvað það ætlar að kjósa. Nú í nótt byrjaði einn snillingurinn að dæla inn atkvæðum. Þetta var auðsjáanlega sjálfstæðismaður og á móti ESB. Ég er með teljara á síðunni þar sem ég sé ip tölunna hans. Þannig að ég veit svona aðeins um þetta. En ég fann ráð við þessu og tók kannanirnar bara út. Það er ekki eins og þetta sé vísindalegt en samt sem áður sætti ég mig ekki við að menn séu að skemma fyrir mér. Því svona svindl dregur úr öllu raunsæi.

[setti kannanirnar í gang aftur en þar sem að sjálfstæðisflokkurinn var ekki kominn langt út fyrir eðlileg mörk þá lét ég þá könnun halda sér. Get svo dregið þessi 13 atkvæði frá sem greidd voru í belg og biðu áðan. Evrópukönnuninni varð ekki bjargað svon ég byrja upp á nýtt]


Hvað vilja kjósendur fá að vita um stefnu flokkanna í vor?

Nú þegar kosningar nálgast óðfluga þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvað það er sem við almennir kjósendur viljum fá að heyra um frá flokkunum áður en við tökum ákvarðanir um hvern við kjósum.

Hér á eftir eru spurningar sem ég vill fá svör við:

Efnahagsmál:

  1. Hvernig ætlar flokkurinn að ná tökum á verðbólgunni og koma henni niður fyrir viðmiðunarmörk Seðlabankans?
  2. Hvernig er stefna flokksins varðandi krónu vs. evru?
  3. Telur flokkurinn tímabært að fara í vinnu við að undirbúa viðræður við ESB um inngöngu okkar þar? Setja okkur markmið í slíkum viðræðum og hefja þær síðan?
  4. Hvaða stefnu hefur flokkurinn til að tryggja áfram og auka kaupmátt launa?
  5. Hefur flokkurinn mótað sér stefnu sem tryggt getur fleiri stoðir undir efnahagslíf okkar en álver, fisk og fjármálastarfssemi?
  6. Hvað hefur flokkurinn sett á oddinn fyrir kosningar varðandi efnahagsmál.?
  7. Hvað stefnu hefur flokkurinn varðandi skatta og skattkerfið?
  8. Hvaða stefnu hefur flokkurinn varðandi innflutning og tollahöft á matvælum?
  9. Vill flokkurinn auka samkeppniseftirlit og setja því strangari reglur?

Velferðarmál:

  1. Hvað stefnu hefur flokkurinn varðandi þá sem minnst mega sín?
  2. Hefur flokkurinn mótað leið til að útrýma að mestu fátækt hér?
  3. Hefur flokkurinn mótað sér stefnu varðandi öryrkja og ellilífeyrisþega?
  4. Getur flokkurinn bent á leiðir til að gera öryrkja að virkari þjóðfélagsþegnum
  5. Getur flokkurinn bent á leiðir til að eldriborgarar get búið lengur í eiginhúsnæði?
  6. Getur flokkurinn bent á leiðir til að draga úr eða eyða biðlistum eftir hjúkrunar og þjónustu úrræðum fyrir aldraða?

Heilbrigðismál:

  1. Ætlar flokkurinn að auka eða draga úr  þátttöku sjúklinga í kosnaði við lækniskosnað?
  2. Hefur flokkurinn stefnu sem tekur á að útrýma eða að minnstakosti draga úr  biðlistum á sjúkrahúsum?
  3. Hvernig á að leysa úr húsnæðisvanda sjúkrahúsanna fram að því að nýji spítalinn verður tilbúinn?

Samgöngumál:

Hefur flokkurinn mótað sér skoðun um hvaða verk verði í forgangi í samgöngumálum næstu 4 árinn? Verður loks farið að huga að samgöngumálum Suðvesturlands og Höfuðborgarinnar?

Utanríkismál:

  1. Hefur flokkurinn mótað sér utanríkisstefnu? Ef svo er hver eru megin þættir hennar á almannamáli?
  2. Verðum við áfram viðhengi Bandaríkjamanna í alþjóðamálum?
  3. Höllum við okkur að Evrópu eða norðurlöndum?
  4. Á að halda áfram að vinna að kjöri okkar í Öryggisráð SÞ?
  5. Verðum við formlega tekin að lista hina viljugu?

Annað:

Hvaða stefnu hefur flokkurinn varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur?

Fleiri spurningar síðar.

 


Bloggfærslur 14. janúar 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband