Leita í fréttum mbl.is

Ekki hægt að segja að bensínið hjá okkur snarlækki.

Í þessari frétt má sjá að verð á olíu hefur ekki verið lægra í hva 20 mánuði. Ekki hægt segja að við njótum þess í ríku mæli.

Frétt af mbl.is

  Verð á olíu heldur áfram að lækka
Viðskipti | AFP | 18.1.2007 | 18:34
 Verð á hráolíu lækkaði í dag í kjölfar talna sem birtar voru og sýndu, að eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum voru meiri en talið var. Verð á olíutunnu lækkaði um 1,75 dali á markaði í New York og var 50,49 dalir nú síðdegis. Hefur olíuverð ekki verið lægra síðan 25. maí árið 2005.
Lesa meira

mbl.is Verð á olíu heldur áfram að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég verð að segja að Valgerður er að koma á óvart.

Valgerður Sverrisdóttir hefur komið mér á óvart síðan hún skipti um ráðuneyti. Vissulega á hún að forðast að halda ræður á ensku og leiðinlegt með lekann á varnaliðssvæðinu þarna í vetur.

En í mörgum málum hefur hún staðið sig vel. Hún hefur óhrædd gagnrýnt erlend ríki m.a. Ísrael fyrir óhæfuverk. Í dag tilkynnti hún að vinna væri hafin við að birta viðauka við varnarsamninginn sem við vissum ekki einusinni að væru til. Þá boðaði hún að ekki yrði um svona mikla leynd að ræða í framtíðinni og utanríkismálanefnd yrði upplýstari og eins að treysta almenningi að vera það upplýstur að ekki þurfi að leyna upplýsingum fyrir honum. Semsagt opnari, upplýstari umræða. Eins sú vinna sem hún er búinn að setja í gang um stefnu og markmið Íslands í utanríkismálum. Þá líkaði mér að hún virðist leggja áherslu á  sjálfstæði okkar, ef við kæmumst í Öryggisráð SÞ. Þar væru markmið okkar að gera ráðið skilvirkara.

Þannig að hrós til Valgerðar.

www.ruv.is

Leynd aflétt af leyniskjölum

Utanríkisráðherra hyggst aflétta leynd af átta leynilegum viðaukum við varnarsamning Íslendinga og Bandaríkjamanna frá 1951. Gögnin er aðgengileg á vefsíðu utanríkisráðuneytisins jafnvel í kvöld.

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra viðraði nýja sýn í öryggis- og varnarmálum á opnum fundi sem haldinn var á vegum stofnunar stjórnmála og stjórnsýslufræða í háskóla Íslands í dag. Í ræðu sinni sagði Valgerður að hérlendis hafi umræða um öryggis og varnarmál verið sveipuð þoku og borgurum byrgð sýn á þeim forsendum að öll öryggismál væru viðkvæm. Þeim viðbrögðum vill Valgerður breyta og leggja áherslu á samráð og gegnsæi á sviði öryggis- og varnarmála, ásamt því að málefni fortíðar verði gerð upp og leynd aflétt.

mbl.is Bandaríkjamönnum ekki skylt að afhenda varnarsvæðið í sama ástandi og þeir tóku við því
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sleggjan" komin í stjónarandstöðu?

Var að lesa pistil inn á heimasíðu Kristins H Gunnarssonar sem ber heitið Er stjórnin að falla? Þar fer hann hörðum orðum um að við endurskoðun stjórnarskráinar sé ekki sett inn ákvæði um að fiskiauðlyndin sé sameign þjóðarinar. Þetta segir hann hafa verið skýrt í stjórnarsáttmála að ætti að segja inn. En þess sjáist engin merki nú. Hér er kafli úr pislinum:

18. janúar 2007

Er ríkisstjórnin að falla?

Þegar ákvæði stjórnarsáttmálans ná ekki fram að ganga er það skýlaust merki þess að stjórnarsamstarfið er að liðast í sundur. Í sáttmála núverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er eftirfarandi ákvæði í kaflanum um sjávarútvegsmál:

"Ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar verði bundið í stjórnarskrá".

Skipuð var nefnd til þess að undirbúa breytingu á stjórnarskránni. Í henni eiga sæti fulltrúar allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Nefndin hefur kynnt tillögur sínar, enda ekki seinan vænna. Leggja þarf fram frumvarp á Alþingi og afgreiða það sem lög fyrir þinglok, sem verða um miðjan mars. Reyndar er nefndin aðeins með eina tillögu, sem lýtur að því að framvegis verði breytingar á stjórnarskránni samþykktar í þjóðaratvæðagreiðslu. Allt í lagi með hana, enda hef ég t.d. flutt sambærilega tillögu á Alþingi sem er til meðferðar hjá þingnefnd.

En hvergi er að finna tillögu um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar eins og stjórnarflokkarnir sammæltust í upphafi kjörtímabilsins. Hvorugur flokkurinn hefur dregið til baka stuðning sinn. Ég veit ekki annað en að allir stjórnarandstöðuflokkarnir hafi lýst yfir stuðningi við málið. Hver er þá vandinn? Svör sem ég hef fengið eru á þá lund að ágreiningur sé uppi, en ekki hver geri ágreininginn. Að því gefnu að stjórnarandstaðan standi við stuðning sinn er augljóst að ágreiningurinn er innan stjórnarliðsins.


Ekki pláss fyrir öll þessi álver sem eru í pípunum

Í framhaldi af þessari frétt fór ég inn á síðunna hans Marðar og las eftirfarandi:

Niðurstöður mínar (með góðri aðstoð vina og félaga sem ég þakka hér með fyrir), sem ég vil að umhverfisráðherra staðfesti, fara hér á eftir. Tölurnar um losun koltvísýrings sem hér um ræðir eru allar fengnar úr opinberum gögnum, en upplýsingar um árlega álframleiðslu eru almennar staðreyndir sem meðal annars má sækja á vefsetur fyrirtækjanna.

Norðurál á Grundartanga: 377 þúsund tonna árleg losun
Í álveri Norðuráls á Grundartanga nemur koltvísýringslosun um 377 þ.t. á ári þegar stækkun lýkur þar seint á þessu ári. Þá verður framleiðslugetan 260 þ.t. af áli (er nú 220 þ.t. eftir stækkun um 130).. Norðurál hefur starfsleyfi fyrir 300 þ.t. af áli á ári, sem nemur 435 þ.t. heildarlosun koltvísýrings, og getur hvenær sem er ráðist í þá stækkun en hyggst ekki nýta þessa heimild að sinni.

Alcoa í Reyðarfirði: 504 þúsund tonna árleg losun
Í álveri Alcoa verður losunin um 504 þús.t. á ári. Álframleiðslan verður 346 þús.t., en verksmiðjan á sem kunnugt er að komast í gagnið fyrrihluta árs (apríl).

Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga: 184 þúsund tonna árleg losun umfram
Í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga voru framleidd 72 þ.t. af járnblendi árið 1990. Verksmiðjan var stækkuð árið 1999 sem nemur 42 þ.t. árlegri framleiðslu, og er koltvísýringslosun vegna þeirra 184 þ.t. á ári.

Alcan í Straumsvík: 577 þúsund tonna árleg losun umfram 1990
Verði af stækkun álvers Alcans í Straumsvik verður 577 þ.t. árleg losun frá álframleiðslu umfram þá sem komin var í gang 1990. Þá voru framleidd 88 þ.t. af áli í verksmiðjunni en með stækkun hefðu 372 þ.t. bæst við árlega framleiðslu, samtals 460 þ.t.

Samtals eftir 1990: 1.642 þúsund tonn á ári
Ákveði Norðurálsmenn að stækka sína verksmiðju verður heildarlosun raunar 1700 þ.t. á ári. Kvótinn samkvæmt „íslenska“ stóriðjuákvæðinu er hinsvegar 1.600 þ.t. á ári. Framúrkeyrsla í báðum tilvikum

Það er því aðeins pláss fyrir eina stækkun eða eitt lítið álver. Við höfum þá fullnýtt mengunarkvóta okkar. Hvað gerum við þá? Við getum keypt mengunarkvóta erlendisfrá en hvaða ímynd fáum við þá?

Verðum ekki lengur land sem getur auglýst sig sem hreint og ómengað.

Frétt af mbl.is

  Segir losun frá álverum að fara yfir leyfileg mörk
Innlent | mbl.is | 18.1.2007 | 11:10
Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á heimasíðu sinni að þegar lagðar séu saman tölur um losun koltvísýrings frá verksmiðjunum tveimur á Grundartanga, nýja álverinu á Reyðarfirði og Straumsvíkurverinu stækkuðu og athugað hvað af þessari mengun fellur undir „íslenska“ stóriðjuákvæðið samkvæmt Kyoto-samningunum, komi í ljós að losun frá verksmiðjunum muni nema 1642 þúsund tonnum á ári, sem sé 42 þúsund tonnum meira en stóriðjuákvæðið leyfi.


mbl.is Segir losun frá álverum að fara yfir leyfileg mörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram um hesta

Í síðustu færslu hér fyrir neðan var ég að fjalla um frétt um verð á hesthúsum og hvernig þau eru að þróast yfir í ég veit ekki hvað. 

Samkvæmt þessum upplýsingum er ljóst að stéttskipting á Íslandi er orðin svo svakaleg að hún er farin að sjást á aðbúnaði hesta. Á meðan að í sveitum landsins eru stórir hópar hrossa sem verða að hýrast úti allt árið þá er komin fáhrossa stétt sem í raun aldrei þarf að fara út nema við sérstök tækifæri. Þau geta meira að segja fengið sína þjálfun innan hús í sama húsi og þau eru hýst í. Eigendur meira að segja búnir að koma sér upp aðstöðu til að matast með hrossunum sínum. Hesthúsinn eru orðin dýrari en það húsnæði sem eigendurnir búa í jafnvel.  Samanber færslu hér fyrir neðan

Eins er stéttskiptingi augljós í þróun mála hjá fleiri dýrategundum. Nægir að nefna hunda í því sambandi sem farnir eru að kosta svipað og hross.

Spurning hvar þetta endar

Og þetta er þjóð sem ekki hefur efni á að leysa úr vandræðum aldraðra vegna skorts á þjónustu. Þetta er þjóð þar sem öryrkjar margir lifa á sultarlaunum.
Þetta er þjóð þar sem að 4000 börn lifa við fátækt.


Ekki það að ég vilji hestum allt hið besta og hestamönnum en Come on

Var að lesa þetta á www.ruv.is

ruv.is

  • Fréttir
  • Frétt Fyrst birt: 17.01.2007 19:52

    Hesthús á íbúðaverði

    Eins og íbúðaverð hefur verð á hesthúsum hækkað mikið, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Á síðasta ári eingöngu varð milli 30% og 40% hækkun.

    Hér eru dæmi um það sem er til sölu: Hesthús í Víðidal í Reykjavík, 36 ára gamalt, mikið endurnýjað, tæpir 180 fermetrar og pláss fyrir 22 hesta: Ásett verð tæpar 29 milljónir. Í Mosfellsbæ er til sölu sjö ára gamalt 185 fermetra hús fyrir 26 hesta. Ásett verð 30 milljónir króna.

    Nýjustu húsin eru í raun byggð eins og íbúðahús og innréttuð sem slík. Þar er eldhús, góð setustofa, salerni og bað, aðstaða til fataskipta, hiti í gólfum og stéttum og innréttingar allar af vönduðustu gerð. Oft fylgir inniaðstaða til tamninga.

Dýrasta stríð sögunnar?!

Var að lesa minn daglega skammt af www.jonas.is Í dag vitnar hann í grein í Spiegel þar sem upplýst er að Stríðið gegn hriðjuverkum er orðið dýrara en Vietnam stríðið og slagar upp í að verða dýrara en öll seinni heimstyrjöldin. Makalaust hvað þetta hefur skilað litlum árangri. Kannski að klárari stjórnendum hefð tekist að gera þetta á hagkvæmari hátt.

Af www.jonas.is

18.01.2007
Dýrasta stríðið
Í ár fer kostnaður við stríðið gegn hryðjuverkum upp fyrir kostnaðinn við stríðið gegn Víetnam. Með sama áframhaldi fer kostnaðurinn fram úr síðara heimsstríðinu. Þetta segir Spiegel og vitnar í bandarísk blöð og fræðimenn. Blaðið segir, að sumir noti hærri tölur. Þeir gera ráð fyrir kostnaði við lífeyri slasaðra og óvinnufærra hermanna og kostnaði við dýrari olíu í kjölfar stríðsins. Samkvæmt slíkum tölum er stríðið gegn Afagnistan og Írak orðið dýrasta stríð veraldarsögunnar. Í upphafi spáði Bush, að stríðið mundi alls kosta einn tíunda af því, sem það er nú þegar komið upp í.


Bloggfærslur 18. janúar 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband