Leita í fréttum mbl.is

Egill lætur bankana heyra það!

Í gær í pisli á Silfri Egils lætur Egill Helgason bankana heyra það. Hann er að svara bloggi Guðmundar Magnússonar Sem fannst Egill tala full harkalega í pisli sínum á Gamlárskvöld. En um þann pistil hef ég fjallað áður. En að pislil hans í gær. Þar segir hann m.a.

Okurvextirnir hérna eru þjóðarböl. Það er ekki hægt að láta eins og bankarnir beri ekki þar sök á, að þeir séu bara að starfa innan ramma þess sem er leyfilegt og löglegt. Eitt sinn var talað um það sem er löglegt en siðlaust - þannig er einmitt farið um starfsemi bankanna á Íslandi. Yfirdráttarvextir sem eru á þriðja tug prósenta, húsnæðislán sem margfaldast á tímanum sem tekur að greiða þau upp - þetta er ekkert annað en sjúkt. Viðhofið til kúnnanna er eins og þeir séu dýr sem skuli leidd til slátrunar.

Hví ætti maður þá að bera virðingu fyrir þessum stofnunum?

Svona starfsemi þrífst í skjóli fákeppni og einangrunar, enginn þarf að segja manni að bankarnir með allan sinn stjarnfræðilega hagnað geti ekki boðið upp á betri kjör. Bankarnir hafa sjálfsagt náð frábærum árangri í útrásinni, þeir borga sumum starfsmönnum sínum mjög há laun, en meðan staðan er svona getur maður ekki annað en haft horn í síðu þeirra. Og það hefur þjóðin líka.

Síðar í greininni segir hann:

Bankarnir eru duglegir við að styrkja alls konar starfsemi, íþróttafélög og menningu. Enn duglegri eru þeir við að auglýsa ímynd sína, hvað þeir eru frábærir. Sá síðasti sem var kallaður til var grínleikarinn John Cleese. Ég held að ég tali fyrir munn margra Íslendinga þegar ég segi:

Ekki meiri Cleese, plís!

Lækkið frekar vextina. Hættið að okra á okkur!

Greinina sjálfa í heild má lesa hér

Og ég segi bara: „Láttu þá heyra það Egill"


Í framhaldi af þessari frétt finnst mér við hæfi að benda á grein Valgerðar Bjarnadóttur í Fréttablaðinu í dag.

Hún fer aðeins yfir sviðið í sambandi við samgöngumál á Íslandi eða aðallega stjórn þeirra. Í greininni segir hún m.a.

Klúðrið í samgöngumálum er átakanlegt og birtist í fáránleikafarsanum í kringum Flugstoðirnar sem eiga að taka til starfa eftir áramótin. Allt bendir til að vegna þess klúðurs muni flugumferðastjórn í háloftunum hér á norðurhveli flytjast úr landi og ef marka má orð forstjóra Icelandair þá hefur sú starfsemi fært ríkinu, þ.e. sameiginlegum sjóði okkar Íslendinga, rúma tvo milljarða í tekjur á ári hverju.

Samgönguráðherrann segir að þar sé ekkert klúður og enginn flumbrugangur á ferðinni vegna þess að lög um hið nýja fyrirkomulag hafi verið samþykkt á Alþingi með góðum fyrirvara. Hann virðist ekki skilja að lög mega sín lítils ef framkvæmd þeirra er í molum. Það þýðir ekkert að berja flugumferðarstjóra í hausinn með lagabálkum ef þeir vilja ekki vinna við þær nýju aðstæður sem í boði eru. Ef þeir vilja frekar fá sér sex eða tólf mánaða frí á launum og koma svo aftur til starfa að því loknu þá gera þeir það hvort heldur lögin voru samþykkt í fyrra eða í gær. Stóra spurningin fyrir þá hlýtur að vera hvort þá verði að einhverjum störfum að hverfa.

Kannski er ekkert athugavert við að flytja þessa starfsemi úr landi. Kannski gera flugumferðarstjórarnir, sem ekki vilja ráða sig til Flugstoða, óraunhæfar kröfur. Ef svo er þá eiga samgönguyfirvöld að segja það upphátt og segja okkur að þau telji rétt að hætta að sinna þessari þjónustu vegna þess að hún borgi sig ekki. Það sem er verst við þetta mál eins og svo margt annað í stjórn hins opinbera er að það er engin stefna greinanleg, það er alltaf verið að bregðast við frekar en að byggja eitthvað upp.

Annað dæmi úr samgöngumálum er fjarskiptatenging landsins við umheiminn. Nú á tímum hnattvæðingar og þegar sjaldan líður sá dagur að ekki er talað um hina miklu íslensku útrás kemur allt í einu í ljós að við erum svo illa tengd að við urðum sambandslaus við umheiminn í einhverja klukkutíma. Það kom mér mjög á óvart að þetta gæti gerst, ég hélt sannast að segja að þessi mál væru í góðu lagi. En annað kom á daginn og nú segist samgönguráðherrann ætla að kippa þessu í liðinn. Ég spyr af hverju var ekki búið að því?

Þriðja dæmið í þessum málaflokki er uppbygging vegakerfisins og þær vitlausu áherslur sem þar eru. Ber þar sérstaklega að nefna Héðinsfjarðargöngin sem mörgum milljörðum er hent í á meðan allir eru sammála um að vegakerfið á þéttbýlasta svæði landsins er allsendis ófullnægjandi og beinlínis lífshættulegt. Samgönguráðherrann segir að unnið sé að öllum þessum málum í ráðuneyti hans allan ársins hring. Ég efast ekki um að þar er gott fólk sem rækir starf sitt vel. Enda er gagnrýni eins og þessari og þeirri sem maðurinn sem samgönguráðherrann skammaðist út í í blaðagreininni í vikunni ekki beint að embættismönnum. Gagnrýninni er beint að ráðherranum sem hefur raðað verkefnum í vitlausa forgangsröð.

Alveg er ég hjartanlega sammála henni og hef oft bent á þessa hluti. Valgerður hefði betur komist ofar á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík því hún hefur margt gott til málana að leggja. Hér má sjá greinina í heild


mbl.is Deilt um hvort bera ætti samkomulag Flugstoða og FÍF undir félagsfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. janúar 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband