Laugardagur, 20. janúar 2007
Þetta eru arabískir furstar og milljarðamæringar í Rússlandi að gera líka
Ég veit að þau hjónakornin voru að gefa milljarð í velgjörðarsjóð, en ég verð að segja að fólk sem hefur efni á að kaupa skemmtikraft í afmælisveislu upp á tugi ef ekki hundruð milljónir borgar ekki nóga skatta. Þar sem að hann er í fjárfestingum borgar hann Ólafur bara 10% skatt. Ég heyrði að hann ætti eignir upp á um 100 milljarða. Og megnið af hans auðæfum væri komið frá því að hann fékk Búnaðrbankan gefins sem og Vís. Það er náttúrulega ljóst að einstaklingar og fyrirtæki sem hafa efni á svona bruðli borgar ekki nóg til samfélagsins.
Ég bara trúði þessu ekki fyrr en ég sá myndirnar af Elton John koma úr flugvélinni.
Eftirfarandi er af síðu Steingríms Sævarrs
Einfaldar staðreyndir.
Klukkan 19:00 - veisla ársins í húsnæði Samskipa þegar Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður
fyrirtækisins, heldur upp á 50 ára afmæli sitt, sem reyndar er ekki fyrr en næsta þriðjudag.
Það er leitun að flottari afmæli ef út í það er farið. Það byrjar með gjöf upp á 1.000.000.000 krónum til barna í Afríku að morgni.
Nokkrum klukkutímum síðar hefst glæsiveisla þar sem bestu innlendu og erlendu kokkar og matreiðslumenn bjóða upp á líklega það besta sem sést hefur á íslenskum borðum.
Elton John stígur á svið klukkan 21:00 og flytur afmælisbarninu nokkur lög.
Í kjölfarið. Stórsveit Reykjavíkur og Björgvin Halldórsson og Bubbi Morthens í fyrsta skipti saman á sviði og með þeim Kristín Stefánsdóttir.
Matur, Elton, Bó og Bubbi.
Frétt af mbl.is
Elton John á Íslandi
Veröld/Fólk | mbl.is | 20.1.2007 | 18:49Breski söngvarinn Elton John er staddur á Íslandi en hann mun syngja fyrir gesti í fimmtugsafmæli Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa, í kvöld, samkvæmt fréttum Stöðvar 2. Ólafur Ólafsson vildi ekki staðfesta þetta í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins nú síðdegis.
![]() |
Elton John á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 20. janúar 2007
Páll Vilhjálmsson er bara ekki alveg í lagi.
Ég var að lesa bloggið hans Páls Vilhjálmssonar um þessa frétt. Hann náttúrulega eins og aðrir hrósar þeim og ekkert með það því það gera allir og ég líka. Frábært framtak hjá þeim.
En síðan gengur hann bæði fram af mér og í raun aftur úr mér með eftirfarandi klausu:
Bloggari býr í annari sveit, Seltjarnarnesi, og þar hafa ónefndir feðgar þann sið að sletta smápeningum hingað og þangað en gæta þess ávallt að fá auglýsingu á móti. Þar er ekkert heilagt. Í haust auglýsti safnaðarpresturinn verslun þeirra feðga í barnamessu.
Maðurinn er svo reiður út í Baug að hann getur ekki talað um neitt nema að tengja það Baugi. Ég veit ekki hversu velstæður hann er en 300 milljónir til Barnaspítala, kaup á alskyns tækjum til spítalns, styrkir til Fölskylduhjálpar og Mæðrastyrksnefndar og fleira og fleira eru bara engir smápeningar í mínum augum. Það er t.d.komið í ljós að Byrgið hefur fengið mat frá Baugi um áraraðir án þess að það væri auglýst.
Ég hef ekki heyrt að Hannes Smárason, Sigurður Einarsson og þeirra fyrirtæki hafi gefið stórar summur.
Maður verður bara veikur af því að lesa svona.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 20. janúar 2007
Gunnar I Birgisson er dóni!!!!!!!!!!!!!!!!
Var að lesa Fréttablaðið áðan og rakst á grein um uppbyggingu á Glaðheimasvæðinu. Þar er verið að fjalla um áhyggjur Garðbæinga af umferðaraukningu og að Samfylkingin í Kópavogi telur að þau hafi verið leynd gögnum um athugsemdir Garðbæinga. En það er eftirfarndi klausa sem ég hnaut um og er höfð orðrétt eftir Gunnari I Birgissyni:
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segist vísa fullyrðingum Guðríðar um að gögnum hafi verið leynt algerlega á bug. "Til hvers ættum við að vera að því?" spyr bæjarstjórinn og bætir við: "Það mætti halda að hún væri að vinna fyrir Garðabæ en ekki Kópavog þessi manneskja. Hún verður að fara aftur í frumbernskuna og læra að segja satt áður en hún fer að taka þátt í pólitík."
Það er nokkuð ljóst að svona tala ekki menn um andstæðinga sína í pólitík nema að þeir séu séu hrokagikkir og jafnvel að þeir hafi eitthvað að fela. Og ef einhverjir eru sem "þurfa að fara aftur í frumbernskuna" þá er það Gunnar og gæti þá lært mannasiði og virðinugu fyrir skoðunum annarra. Ef ég væri Guðríður þá mundi ég fara formlega fram á afsökun á þessum ummælum bæði frá Gunnari, Sjálfstæðisflokknum og forseta bæjarstjórnar sem er Ómar Stefánsson því Gunnar situr sem bæjarstjóri í umboði Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 20. janúar 2007
Ummæli vikunar
Fann eftirfarandi inn á www.morgunhaninn.is
Ummæli dagsins
17.janúar 2007 - kl. 11:51"Björn krefst þess jafnvel að fjölmiðlar stundi sjálfsritskoðun til að tryggja að einungis sjónarmið hans fái að koma fram og átelur þá harðlega sem hlíta því ekki. Þannig telur hann "dapurlegt" að Morgunblaðið skuli leyfa skoðunum mínum að koma fram í ritdómi um bók. Við skulum þakka fyrir að Björn er dómsmálaráðherra í lýðræðisríki en ekki einræðisríki! ... Ég verð að viðurkenna að þessar ásakanir, sem eru settar fram með ofsa, valda mér nokkrum heilabrotum. Við verðum að hafa í huga að Björn er ekki einangraður öfgamaður og þaðan af síður er hann sjúklingur. Hann er dómsmálaráðherra landsins og ber sem slíkur ábyrgð á öryggismálum þjóðarinnar." (Jón Ólafsson prófessor við Háskólann á Bifröst svarar Birni Bjarnasyni í Morgunblaðinu 17. janúar um óttann og hættur á kaldastríðsárunum.)
Laugardagur, 20. janúar 2007
Ja þarna fer gjöfult fólk
Það verður af þessu fólki tekið að það er göfult á peningana sína og þetta er til eftirbreytni.
En það sem maður undrast er það hverstu hratt fólk hefur efnast hér á landi. Það að fólk geti lagt 1000.000.000 krónur fyrir í velferðarsjóð er alveg gríðarlegt. Þetta er auður sem fólk hefur safnað nú á nokkrum árum. T.d. eru ekki nema svona 10-15 ár síðan að menn voru að velta fyrir sér hvort að Samskip færu á hausinn.
Gefa einn milljarð króna í velgerðarsjóð
Innlent | mbl.is | 20.1.2007 | 10:30Hjónin Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, hafa stofnað velgerðarsjóð og leggja honum til einn milljarð króna í stofnframlag. Tekjum sjóðsins, sem eru arður og vaxtatekjur af stofnfé, verður annars vegar varið til ýmissa verkefna í þróunarlöndum og hins vegar til að göfga mannlíf á Íslandi með því að styrkja verkefni á sviði menningar, mennta og lista í samræmi við samþykktir sjóðsins og ákvörðun sjóðsstjórnar hverju sinni. Ætla má að árlega verði til ráðstöfunar 100-150 milljónir króna.
![]() |
Gefa einn milljarð króna í velgerðarsjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 20. janúar 2007
Útlendingar komnir í hóp þeirra fátæku hér á landi.
Var að lesa þessa frétt í Fréttablaðinu sem má sjá hér fyrir neðan. Þetta er náttúrulega ógurleg þróun. En ef við hugsum um þetta þá er þetta ekkert skrítið. Fólk er flutt hér til lands til að vinna allra verst borguðu störfin. Leiga hefur margfaldast hér á landi sem og annar kostnaður. Því er ljóst að þetta fólk hefur lítið milli handana. Auk þessa eiga þau oft fyrir fjölskyldu að sjá í heimalandi sínu.
Svo er það sú staðreynd að störfin sem þau lenda í eru ótrygg. Þau þekkja ekki réttindi sín og óvandaðir atvinnuveitendur nýta sér það.
Fréttablaðið, 20. jan. 2007 08:45
Þurfa að úthýsa útlendingumÚtlendingar eru orðnir áberandi meðal fátækra. Starfsmenn sem veita ókeypis máltíðir segja þá sífellt fjölmennari hóp og vitað er til þess að þurft hefur verið að vísa þeim frá Gistiskýlinu í Þingholtsstræti.
Heiðar Guðnason, forstöðumaður Samhjálpar, sem sér um Kaffistofuna á Hverfisgötu sem sér um heitar máltíðir til fátækra án endurgjalds segir að fjölgun innflytjenda sem þangað leita sér hjálpar sé greinileg og standi til að taka saman tölur um fjöldann. Hann segir fordóma gagnvart útlendingum sem búa við fátækt vera jafnvel enn meiri en þegar fátæktin snertir Íslendinga. Heiðar segir að sér þyki sérstaklega erfitt að heyra að útlendingum hafi verið vísað frá Gistiskýlinu í Þingholtsstræti sem ætlað er heimilislausum Reykvíkingum.
Og síðar í fréttinni
Ég hef heyrt nokkur dæmi um slíkan húsnæðisvanda en veit ekki hversu víðtækt vandamálið er. Það hefur einnig komið upp sú staða að fólk virðist eiga miserfitt með að finna húsnæði eftir því af hvaða þjóðerni það er, en helst er það fólk frá Eystrasaltslöndunum sem á í erfiðleikum með það," segir Einar og minnir á að nauðsynlegt sé að samfélagið geri ráð fyrir þessum hópi nýrra og verðandi Íslendinga
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 20. janúar 2007
Helstu talsmenn frjálshyggjunar á Íslandi eru á framfæri hins opinbera
Var að hlusta á Útvarp Sögu í morgun. Þar var verið að endurflytja spjall Sigurðar G Tómassonar og Guðmundur Ólafssonar.
Þar kom fram svona í framhjáhlaupi setning sem vakti athygli mína:
Allir helstu boðberar frjálshyggju á Íslandi eru á launum hins opinbera.
Ef fólk hugsar um þetta þá er þetta rétt
Hannes Hólmsteinn á launum í Háskólanum
Davíð Oddsson Borgarstjóri > Forsetisráðherra > Seðlabankastjóri. Nærri allann sín aldur á launum hjá borg og ríki.
Sigurður Kári > Bjarni Ármansson >Gísli Marteinn > Guðlaugur Þór allir á launum hjá ríki og borg.
Kjartan Gunnarsson > Var stórnarformaður Landsbankans sem var ríkisbanki> var lika á launum hjá Sjálfstæðisflokki sem er styrktur af ríkinu eins og aðrir flokkar.
Og svona væri hægt að telja upp áfram.
Þetta er nú dálítið öfugsnúið finnst mér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 20. janúar 2007
Margir að leita að videóinu með Guðmundi og Ólöfu
Var að skoða teljara sem ég er með á síðunni hjá mér og það kom mér á óvart hve margar heimsóknir voru í dag frá leitarvélum. Hér fyrir neðan er dæmi um smá tímabil. Þetta sýnir að það eru margir að eyða miklum tíma í að finna þetta. Náttúrulega sjúk þessi forvitni í okkur alltaf hreint.
Til útskýringar þá eru færslur sem eru með skrítum stöfum sennilega úr erlendum útgáfum af google. þ.e. ekki google.is
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 20. janúar 2007
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson