Leita í fréttum mbl.is

Skoðanarkönnun Fréttablaðsins um fylgi flokkana

Það hafa verið skrifuðu ófá blogg um hversu illa samfylkingin kemur út úr þessari könnun. En ég hef mínar efasemdir um hversu marktæk þessi könnun er:

Fyrir það fyrsta þá eru ekki nema svona um 450 sem gefa upp afstöðu sína. Sem þýðir að það er rétt rúmlega helmingur aðspurðra. Um 42,7% gefa ekki upp afstöðu sína sem er alveg merkilega mikið.

Eins finnst mér merkilegt hversu lítið er gert úr því að Framsókn er orðin minnsti flokkur landsins. Framsókn hefur tapað um 60% af fylgi sínu miðað við þetta. Síðan bendi ég á að hér til hliðar er skoðunarkönnun hjá mér á síðunni og ég held að hún gefi mun réttari mynd af stöðunni í dag. Hún er þó byggð á 970 atkvæðum. Fréttablaðið hefði líka átt að gera meira úr því hversu margir eru óákveðnir. Og geta um það hvort að svarhlutfall sé 100% eða hvort þetta er byggt á þeim sem svöruðu.

Annars bendi ég á bloggið hennar Guðríðar Arnardóttur bæjarfulltrúa í Kópavogi og hvernig hún lítur á stöðu Samfylkingar skv. þessari skoðanakönnun

Og svo var ég að lesa bloggið hans Árna Rúnars Þorvaldssonar forseta bæjarstjórnar á Hornafirði. EN þar segir hann m.a.

Um fátt er meira rætt nú um mundir í bloggheimum sem og öðrum heimum en meint fylgisleysi Samfylkingarinnar. Ótrúlega margir spekúlantar finna sig knúna til þess að útskýra stöðu Samfylkingarinnar. Flestir spekinganna virðast vera sammála um að kenna megi formanni flokksins, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um slakt gengi flokksins.

Sömu spekinga vil ég minna á það að eitt sinn var fylgi Samfylkingarinnar undir stjórn Össurar Skarphéðinssonar komið niður í 11% og raddir urðu háværar um að skipta þyrfti um forystu í flokknum. En í stað þess hlaupa á eftir skoðanakönnunum flykktu menn sér á bak við formanninn sinn og studdu hann með ráðum og dáð. Upp úr fylgislægðinni vann flokkurinn sig svo í síðustu kosningunum með eftirminnilegum hætti.


Þessar fréttir segja sitt um ástandið í Palestínu

 Alltaf þega heimurinn er farinn að halda að eitthvað sé að rofa til þarna þá koma upp svona mál hjá Ísraelsmönnum:

Frétt af mbl.is

  Solana brugðið yfir útbreiðslu byggða gyðinga á Vesturbakkanum
Erlent | mbl.is | 22.1.2007 | 8:58
Horft yfir á Vesturbakkann yfir aðskilnaðrmúr Ísraela. Javier Solana, sem fer með utanríkismál innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segist sleginn yfir því hversu mikil uppbygging hefur orðið í byggðum gyðinga á Vesturbakkanum að undanförnu. Þá hvetur hann Ísraela til að hætta stækkun og uppbyggingu þeirra og til að hætta byggingu aðskilnaðarmúrsins. Solana kveðst jafnframt vonast til þess að þessar framkvæmdir Ísraela muni ekki stand í vegi fyrir samkomulagi um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.
Erlent | mbl.is | 22.1.2007 | 09:09

Ísraelsher uppvís að lygum

Ísraelsher hefur viðurkennt að 44 moldarvirki sem herinn hefur sagst hafa fjarlægt á Vesturbakkanum að undanförnu hafi ekki verið fjarlægð þar sem þau hafi ekki verið þar. Herinn lýsti því yfir á þriðjudag að 44 virki, sem hafi verið reist til að hindra umferð á milli þorpa Palestínumanna á Vesturbakkanum, hefðu verið fjarlægð. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Með þessu kvaðst herinn hafa uppfyllt loforð Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, við Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna, um að draga úr aðgerðum sem hindruðu ferðir Palestínumanna um Vesturbakkann.

Talsmaður hersins hefur nú staðfest að umrædd virki hafi annað hvort verið rifin áður en Olmert gaf Abbas umrætt loforð eða þá að Palestínumenn hafi rifið þau og herinn ákveðið að endurreisa þau ekki.

Áður höfðu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna á Vesturbakkanum mótmælt staðhæfingum Ísraelshers um að virkin hefðu verið fjarlægð í kjölfar fundar Olmerts og Abbas í desember en Ísraelsher hefur reist um 400 slík virki á milli palestínskra þorpa á undanförnum árum.


mbl.is Solana brugðið yfir útbreiðslu byggða gyðinga á Vesturbakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf á breyttum áherslum við ofbeldi.

Mér ofbýður gjörsamlega allt þetta ofbeldi sem kemur orðið upp nær daglega hér á landi. Ég held að það sé full þörf á því að breyta áherslum í lögum og dómum varðandi þetta.

  • Mér finnst að  ofbeldi þar sem fólk er slegið með áhöldum, þar sem fólk er kýlt og sparkað í höfuð þess eigi oftar að vera skilgreint sem tilraun til manndráps, og dæmt eftir því.
  • Mér finnst að það eigi ekki að líðast að menn sem beita aðra ofbeldi séu bara látinir ganga lausir og sagt að lögreglan viti hverjir þar voru.
  • Mér finnst að ofbeldismenn eigi að vera dæmdir sem fyrst í fangelsi þar sem þessir menn eru gjarnan líklegir til að beita aðra ofbeldi áður en dómur gengur í fyrra máli.
  • Mér finnst að samfélagið eigi að taka hart á öllu ofbeldi og þannig að fólk geri sér grein fyrir að afleyðingar ofbeldis sé nokkurra ára fangelsi.
  • Ég veit að oft eru þetta handrukkanir en það afsakar ekki ofbeldi enda eru þar verið að rukka fyrir ólögleg viðskipti t.d. með eiturlyf.

Það er gjörsamlega óþolandi að hér sé ofbeldi orðið viðloðandi og fólk orðið hrætt að fara um að kvöldlagi.

Frétt af mbl.is

  Ráðist á sofandi mann
Innlent | mbl.is | 22.1.2007 | 12:51
Ráðist var á mann snemma í gærmorgun þar sem hann hafði lagst til svefns í húsi í Þorlákshöfn þar sem hann var gestkomandi. Manninum var hent út úr húsinu á nærfötunum og gengið í skrokk á honum en árásarmennirnir yfirgáfu manninn þar sem hann lá hreyfingarlaus á jörðinni.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi stóð maðurinn upp, eftir að árásarmennirnir voru farnir, og fór inn nærliggjandi hús þar sem hann greindi frá því hvað fyrir hann hafði komið. Maðurinn var fluttur á heilsugæslustöðina á Selfossi þar sem í ljós kom að hann var með brotnar tennur.
Lögreglan segir málið í rannsókn en vitað sé hverjir árásarmennirnir eru.
Um kl. sjö á sunnudagsmorgun var ráðist á tvo menn þar sem þeir voru á ferð á bak við hús Kaupþing við Austurveg á Selfossi. Fjórir menn úr Reykjavík réðust að þeim með þeim afleiðingum að annar hlaut skurð og aðra minni háttar áverka í andliti. Málið er í rannsókn.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxtaokur íslenskra banka, okurverð á matvælum og ónýt króna

Var að horfa á Silfur Egils í kvöld og viðtal hans við Guðmund Ólafsson hagfræðing. Þetta var 2001skemmtilegt viðtal og skýringar Guðmundar þannig að maður skildi þær. Nokkur atrið sem ég man sérstaklega eftir:

  • Vaxtaokrið: Guðmundur sýndi fram á að bankarnir hér á landi orkra alveg svakalega. Og vaxtamunur hér á landi er með því hæsta sem gerist. Þannig var munur á innlánsvöxtum og útlánsvöxtum að meðaltali um 8,5% sem er alveg svakalegt.
  • Skattlagning ríkisins þar sýndi Guðmundur fram á hvernig að ríkð hefur með aðgerðum og aðgerðaleysi í raun og veru komið á þessari auknu stéttskiptingu hér á landi. Hann talaði um að þar sem að skattleysismörk hafa ekki fylgt vísitölu þá er ríkið sífellt að taka til sín hærri og hærri hluta í skatttekjur.
  • Matarverð: Þar talaði hann um nokkra hluti eins og:
    • Hvernig að fyrirtæki eins og Hagar og hvað þau heita hafa sífellt verið að auka álagningu sína. Og hvernig þau geta falið hagnað af smásölu með því að vera með sér félag um húseignir, annað fyrir innflutning og þriðja fyrir smásölu og fela svo hagnað af smásölu með því að færa hagnaðinn til með því að láta félagið um húseignir rukka verslunina um okur leigu. Þannig gætu þeir sýnt fram á tap á smásölunni.
    • Eins ræddi hann um tolla og tollskráningu og sagið að í raun væru þar hundruð manna í vinnu við að tryggja okurverð til okkar.
    • Þá ræddi hann líka um að smásalan væri að fá afslætti hjá byrgjum sem skiluðu sér ekkert til okkar neytenda.
  • Um krónuna sagið hann: Að krónan væri svo veikur gjaldmiðill að hann væri nær sá eini í heiminum sem þyrfti hjálpartæki til að hægt væri að nota hann. Þ.e. verðtryggingu. Þá kæmi svo óstöðugur gjaldmiðill í veg fyrir að erlend fyrirtæki hefðu áhuga á að koma til landsins. Eins væri hann til trafala í viðskiptum erlendis, því að þar væru menn ekki alveg að fatta uppgjör og bókhald íslenskra fyrirtækja þar sem að þarf alltaf flóknar leiðréttingar vegna verðtryggingar.

Hann sagði að eina leiðin til að draga úr vaxtaokri og orki almennt hér væri að opna landið fyrir viðskiptum og taka upp annan gjaldmiðil. Ef fólk vildi ekki ganga í ESB þá yrði að leita annað.

Sjá samtalið þeirra Egils og Guðmundar


Bloggfærslur 22. janúar 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband