Leita í fréttum mbl.is

Finnst málflutningur Magnúsar Þórs ekki til fyrirmyndar

Hlustaði/horfði á Kastljós í kvöld þar sem hann var í umræðum á móti Margréti Sverrisdóttur. Það voru nokkur atriði sem slógu mig:

  • Hann gat ekki fallist á það að ásjóna flokksins væri nokkuð einsleit. Þegar Margrét var að benda á að hann og Guðjón væru náttúrulega menn sem hafa barist gegn kvótakerfinu og fleira þá vantaði konur og þeirra mál og málflutning inn í framvarðasveit flokksins.
  • Mér fannst það ekki merki um lýðræðishugsun þegar Magnús Þór fór að vísa í að honum og Guðjóni hafi ekki litist á þetta eða hitt. Talaði eins og þeir 2 og svo Sigurjón ættu að ráða málum í flokknunm af því að peningar kæmu inn í flokkinn frá ríkinu út af þeim
  • Þá fannst mér ömurlegt þegar hann gerð lítið úr árangri Frjálslyndra í Reykjavík af því að Margrét hefði ekki komist þar inn og að flokkurinn hefði ekki náð að komast í meirihluta. Um leið og hann eignaði sér allan árangur af því að hafa komið manni inn á Akranesi.
  • Þá fannst mér hann gera hreinlega á sig þegar hann fór að gera lítið úr Margrét fyrir árangur hennar í síðustu Alþingiskosningum. Jafnvel þó hún benti á að hún hefði fengið mun fleiri atkvæði en hann og það væri vægi atkvæða sem hefði ráðið því að hann komst inn á þing.

Mér finnst leiðinlegt að sjá að flokkur sem hefur verið svona duglegur í 3 ár sé að líða fyrir fýlu og frekju manna sem láta eins og þeir ráði þessum flokki einir. Þeir virðast vera búnir að gleyma að formenn flokka starfa í umboði flokksmanna og eiga að framfylgja vilja flokksmanna.

Annars ætti ég bara að vera feginn. Því að aldrei mun ég kjósa frjálslynda.


mbl.is Margrét Sverrisdóttir býður sig ekki fram til formanns Frjálslyndra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar fýkur fylgi Frjálslyndra

Samkvæmt minni tilfinningu hefur fylgi frjálslyndra verið töluvert hjá þessum hópum. Þannig að nú held ég að næstu skoðanakannanir verið athyglisverðar.

Frétt af mbl.is

  Aldraðir og öryrkjar stofna til framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar
Innlent | mbl.is | 23.1.2007 | 20:50
Kosið verður til Alþingis í vor. Fólk úr hópi aldraðra og öryrkja hafa sammælst um að stofna til framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar, en aðalmarkmið framboðsins er að bæta kjör og aðbúnað eldra fólks og öryrkja auk þess að vinna að öðrum framfaramálum í íslensku þjóðfélagi.


mbl.is Aldraðir og öryrkjar stofna til framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki glæsilegur rekstur á Rúv hjá Páli Magnússyni

Var óvart að hlusta á útvarp frá Alþingi áðan þar kom fram að menntamálaráðherra var að leggja fram svör við fyrirspurnum um fjárhagsstöðu Rúv.

Þar kemur m.a. fram að:

Áríð 2004 var Rúv rekið með 50 milljóna halla

Árið 2005 var hallinn 200 milljónir

Fyrstu 6 mánuði ársins 2006 var hallinn 450 milljónir sem bendir til að hallinn verði um 800 milljónir fyrir allt árið 2006.

Þetta styrkir mig í þeirri trú að fljótlega eftir ohf breytingunna verði farið að selja eignir Ruv t.d. rás 2 og síðan restinn.

Mér finnst líka þetta vera ótrúlegur halli á rekstri án þess okkur hafi verið sagt frá honum. Einhverjir ekki að standa sig þarna


Ekki líklegt að japanir kaupi hvalkjöt af Kristjáni

Eftirfarandi frétt er af www.visir.is og segir allt sem ég vill segja um þetta mál að svo komnu í dag

Vísir, 23. jan. 2007 12:17

Hvalkjöt í hundamat


Birgðir af illseljanlegu hvalkjöti hafa hlaðist upp í Japan og hafa aukist um tvö þúsund tonn á tveimur árum. Greenpeace telur að með þessu séu brostin öll rök fyrir hvalveiðum Íslendinga. Benda samtökin á að Japanar séu farnir að nota hvalkjöt í hundamat.

Náttúruverndarsamtökin Greenpeace hafa bent á að það sé tæpast röklegt að halda hvalveiðum áfram. Samtökin benda á mótmæli hvalaskoðunarfyrirtækja og mögulegan skaða sem hvalveiðar geta valdið þessari ferðaþjónustu. Þá hafi Bretar ákveðið að hefja baráttu gegn hvalveiðum þar sem Tony Blair forsætisráðherra hefur tekið málið í fóstur.
Ofan á þetta bætist að afar takmarkaður markaður er fyrir hvalkjöt. Í morgun bentu samtökin á opinberar tölur frá japönskum stjórnvöldum sem sýna að byrgðir af hvalkjöti hlaðast upp. Birgðirnar námu 2700 tonnum í lok árs 2004 en um síðustu áramót voru þær komnar í 4700 tonn. Nokkur hundruð tonn frá Íslandi muni einfaldlega leggjast ofan á þessar illseljanlegu birgðir.
Frode Pleym, talsmaður Greenpeace segir að það séu einfaldlega engin gild rök fyrir hvalveiðum. Japansmarkaður sé svo vonlaus að þar sé byrjað að selja hvalkjöt sem hundamat og í skólamötuneyti. Sala hvalaafurða skili því einungis smáaurum miðað við tapið af því að hefja hvalveiðar.

 


Eru þessi fyrirtæki ekki bara að flytja vandamálið annað?

Datt í hug þegar ég las þessa frétt um þessa forstjóra að þeir eru að pressa á Bush að setja lög og grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Að þau eru flest að flytja starfsemin sína meira og meira frá Bandaríkjunum. Afhverja hvetja þau hann ekki til að skirfa undir Kyoto samkomulagið. Jú kannski af því að þau ná árangri í USA með því að reisa stóriðjurnar annarsstaðar.Eins og á Íslandi.

Frétt af mbl.is

  Forstjórar hvetja Bush til aðgerða í loftslagsmálum
Viðskipti | mbl.is | 23.1.2007 | 8:59
Forstjórar nokkurra bandarískra stórfyrirtækja hafa skrifað George W. Bush, Bandaríkjaforseta, bréf og hvetja forsetann til að grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum. Það er kominn tími til að stjórnmálaleiðtogar landsins taki af skarið," sagði Jim Rogers, forstjóri Duke Energy, á blaðamannafundi í gærkvöldi. Álfyrirtækið Alcoa er eitt fyrirtækjanna níu.


mbl.is Forstjórar hvetja Bush til aðgerða í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Út í veður og vind"

Þetta býður náttúrulega upp á fullt af útúrsnúningum. Eins og að "þyrla upp molviðri yfir þessu" og "Fuku peningarnir út í veður og vind."

 En ef maður les fréttina þá verður manni bumbult. Það er þetta með mútur og makk sem þrífst innan þessara alþjóðastofnanna. Og að peningar geta keypt atkvæði fulltrúa þróunarríkjana. Sem leiðir til þess að ákvarðanir þessara stofnana mótast eftir vilja þeirra sem bera nóg fé í þessa fulltrúa.

Er það ekki það sem við förum að gera til að ná kosningu til Öryggisráðsins.

Frétt af mbl.is

  Milljónir franka horfnar úr sjóðum Alþjóðaveðurstofnunarinnar
Erlent | AFP | 22.1.2007 | 19:49
Milljónir svissneskra franka hafa horfið í fjársvikamáli sem tengist Alþjóðaveðurstofnuninni (WMO) að því er fram kemur í alþjóðlegri endurskoðunarskýrslu. Frá þessu greindu svissneskir fjölmiðlar í dag.


mbl.is Milljónir franka horfnar úr sjóðum Alþjóðaveðurstofnunarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkin og mannréttindi fara bara ekki saman

Var að lesa frétt um það að bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur birt reglur um starfsemi dómstólanna sem eiga að dæma í málum fanganna í Guantanamo.

Í reglunum kemur m.a. fram: Við réttarhöldin megi styðjast við og nota óstaðfestan orðróm. Sem og að notast megi við upplýsingar sem fengnar eru með pyndingum. Eins má halda sönnunargögnum leyndum fyrir sakborningi.

Er þá hægt að kalla þetta réttarhöld? Væri ekki bara betra að lýsa því yfir að þeir ætli aldrei að sleppa þessu fólki hvort sem það er saklaust eða ekki?

Er ekki kominn tími til að Bandaríkin fari að taka til heima hjá sér og koma einhverjum til valda sem hafa snert af skynsemi og geta komið viti fyrir starfsmenn ráðuneyta þar.


Bloggfærslur 23. janúar 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband