Leita í fréttum mbl.is

Djöfull geta menn orðið ruglaðir.

Að geta myrt sín eigin börn er ofvaxið mínum skilningi. Við erum farin að heyra allt of mikið af svona atvikum. Spurning hvort að sálfræðimeðferð þurfi ekki að vera eitt af skilyrðum við skilnaði.

Frétt af mbl.is

  Grunaður um að hafa myrt konu sína og tvö börn
Erlent | mbl.is | 6.1.2007 | 21:11
24 ára gömul kona og tvö börn hennar, 4 ára stúlka og 6 ára drengur, fundust í dag myrt í Sønderborg í Danmörku. Faðir barnanna, sem er 32 ára, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa orðið fjölskyldu sinni að bana.


mbl.is Grunaður um að hafa myrt konu sína og tvö börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þetta besta lausnin Jónína?

Gar skilið Jónínu þegar hún úrskurðaði gegn skipulagsstofnun með þennann veg Vestfjarðaveg. Þar að segja þar til ég las þetta á http://www.ruv.is/

Stytta mætti Vestfjarðaveg um 8 km með jarðgöngum undir Hjallaháls og Gufudalsháls. Leiðin yrði allt að einum miljarði króna ódýrari, öruggari og umhverfisvænni en sú sem umhverfisráðherra samþykkti í morgun. Þetta segir Gunnlaugur Pétursson verkfræðingur sem hefur í tæp 4 ár lagt jarðgangaleiðina til. Á þeirri leið sem samþykkt var í morgun er gert ráð fyrir að vegurinn liggi gegnum Teigskóg sem er náttúrulegur birkiskógur.

Ef þetta er rétt þá erum við en á ný að fara einhverja leið sem er orðin föst í kerfinu en horfum ekki á hugmyndir sem einstaklinga koma með þó þær séu kannski betri á allann hátt.


mbl.is Umhverfisráðherra fellst á kröfu um að heimila lagningu Vestfjarðarvegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli hann hafi ætlað að nota spreyið til að komast í vímu og kannabisið til að verja sig?

Ætli hann hafi ætlað að nota spreyið til að komast í vímu og kannabisið til að verja sig?  Annars er það þetta með að maðurinn játaði bara og hélt áfram sem ég tók sérstaklega eftir
Vísir, 06. jan. 2007 19:09

Með kannabis og piparsprey í bílnum

Lögreglan á Blönduósi hafði í dag afskipti af ungum manni sem var á norðurleið um umdæmið. Hann var stöðvaður við almennt eftirlit en við leit í bílnum kom í ljós u.þ.b. 2-4 grömm af kannabísefni. Jafnframt fannst í farangri hans piparsprey sem einnig var gert upptækt. Maðurinn viðurkenndi brot sín og fékk í framhaldi af því að fara frjáls ferða sinna.

"Múrinn" að hrynja?

Múrinn

Gott dæmi um hvernig ein setning getur valdið miklu fjaðrafoki. Á www.murinn.is var nú um áramótin settur upp lísti með því markverðasta á árinu 2006 svona í gamantón.

Þar sagði m.a.

  Bók ársins: Minnislausa stelpan frá Stokkseyri. Margrét Frímannsdóttir heimfærir endurminningar Thelmu Ásdísardóttur upp á sjálfa sig.

Þessi setning hefur valdið réttlátri reiði víða um bloggheima og annarsstaðar. Réttilega því að þarna eru borin upp á Margréti gerðir/hugsun sem eru algjörlega út í hött.

Fólkið á múrnum er nú að reyna að skýra þetta út og vilja meina að þetta sé í raun skot á Jón Baldvinn sem í ritdómi um bók Margrétar lýsti þeirri skoðun sinni að lýsing Margrétar á veru sinni í Alþýðubandalaginu undir það síðasta væri eins og lýsing á að hún byggi við heimilisofbeldi. En eins og tilvitnunin sýnir er þetta nokkuð langsótt skýring. Og nú ætla ég að benda á nokkrar góðar greinar um þetta mál.

  1. Áramótaanáll Múrsins
  2. Björn Ingi skifaði einna fyrst um þetta mál
  3. Össur Skarphéðinsson um þetta mál og umræður um pistil hans
  4. Blogg Péturs Gunnarssonar um þetta sama

Þetta er brandari sem ekki gengur upp hjá þessu fólki og nú eru þau að reyna að draga út þessu með yfirlýsingu sem má finna hér

Viðbót [Mér hefur reyndar nú verið bent á að Bók ársins er horfin af listannum)

Viðbót 2[Færslan "Bók árisns er þarna enn. Ég var bara með tengil á ranga frærslu og er búinn að laga það]


Ætli hann hafi dáið skyndilega?

Svona fimmaurabrandari hlýtur að fylgja svona frétt!

Frétt af mbl.is

  Maðurinn á bak við skyndinúðlur látinn
Veröld/Fólk | mbl.is | 6.1.2007 | 14:03
Ando sést hér bragða á núðluréttinum fræga. Maðurinn á bak við skyndinúðlur, Momofuku Ando, lést af völdum hjartaáfalls í Japan 96 ára að aldri. Ando fæddist í Taívan árið 1910 og flutti til Japans árið 1933. Þar stofnaði hann Nissin matvælafyrirtækið eftir seinni heimsstyrjöldina en markmið hans var að framleiða ódýrt skyndifæði handa fjöldanum.


mbl.is Maðurinn á bak við skyndinúðlur látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð ádrepa á spilakassastríð Vilhjálms

 

Jón Kaldal skrifar í Fréttablaðinu í dag góðan pistil um þessi læti sem Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson hefur verði með gegn spilakössum í Mjóddinni. Hann bendi nú á að þessir kassar eru nú víða þar sem fjölskyldur leggja leið sína. Og því verður þessi barátta hans dálítið svona furðuleg sbr þennan kafla úr pistli Jóns Kaldals:

Fréttablaðið, 06. jan. 2007 06:00

Skinhelgi borgarstjóra

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri er lagður upp í vægast sagt undarlega vegferð gegn því að salur með spilakössum verði opnaður í verslunarmiðstöðinni Mjódd. Meginrök borgarstjóra gegn því framtaki eru að borgaryfirvöld vilji ekki starfsemi slíkra "ógæfukassa" í fjölskylduvænum hverfum.

Af því tilefni er rétt að spyrja hvort Vilhjálmur viti ekki að nú þegar eru reknir salir með spilakössum víða um borgina, og það í hverfum sem hingað til hafa ekki talist fjandsamlegri fjölskyldum en önnur hverfi?
Ef sú er raunin, þá má borgarstjóri taka hinn nýja og að því er virðist röggsama lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Stefán Eiríksson, sér til fyrirmyndar og fá sér göngutúr um borgina sína.

Í miðbænum getur Vilhjálmur til dæmis brugðið sér inn á að minnsta kosti fimm staði og sett pening í kassa á vegum Happdrættis Háskóla Íslands, við Skólavörðustíg, í Aðalstræti og við Laugaveg. Og tæplega hafa íbúar miðbæjarins kosið að setjast þar að vegna þess að hverfið sé ekki fjölskylduvænt, að minnsta kosti ekki sá sem hér skrifar.

Og þegar Vilhjálmur er búinn með miðbæjarrúntinn getur hann haldið sem leið liggur í austur, komið við í Kringlunni og látið reyna á heppnina í kössum HHÍ sem þar eru. Ef lánið er ekki með borgarstjóra getur hann fært sig yfir í Glæsibæ í Laugardal og athugað hvort betur gangi í kössunum þar, og í leiðinni spurt íbúa í Álfheimum hvort þeir telji sig ekki búa í fjölskylduvænu hverfi.

Við þetta má bæta að í Smáralind í Kópavogi eru slíkir kassar. Ég man bara ekki hvernig þetta er í Kringlunni en minnir að þeir hafi þó verið á svæðinu í kring um Kringlukránna.

 


Gæti verið að hann hafi verið að leika sér í BDSM

Hefur engum dottið í hug að maðurinn hafi verið að ná sér í birgðir til að klára leikinn. Ég meina hann var grímuklæddur.

Nú verður löggan þarna að ganga um og fá að lykta af fólki.

Frétt af mbl.is

  Grímuklæddur þjófur stal smokkum á Suðureyri
Innlent | Bæjarins besta | 5.1.2007 | 16:08
Brotist var inn í söluskála Esso á Suðureyri aðfaranótt fimmtudags. Það eina sem þjófurinn hafði á brott voru 4 pakkar Durex smokkum með ávaxtabragði. Á myndum, sem náðust með eftirlitsmyndavél, sést að þjófurinn var grímuklæddur.


mbl.is Grímuklæddur þjófur stal smokkum á Suðureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantaði hann ferðasalerni?

Bara fátækur snyrtipinni sem ekki kann við að pissa allt út.

Frétt af mbl.is

  Stal hlandskál á krá
Veröld/Fólk | AFP | 5.1.2007 | 17:31
Lögregla í Bretlandi leitar nú manns, sem stal hlandskál á krá einni í Southampton. Maðurinn kom inn í krána Royal Oak, pantaði bjórglas og fór á salernið þar sem hann dundaði sér við það næstu 40 mínútur að losa hlandskálina.


mbl.is Stal hlandskál á krá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. janúar 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband