Leita í fréttum mbl.is

Þetta endar með byltingu!

Bendi á góða ádrepu Egils Helgasonar á svæðinu sínu Silfri Egils í dag. Þarna er hann að skjóta á nyríku íslendingana og okrið hér á landi í leiðinni.

Hann segir m.a í pisli sínum

Nýriki Nonni og stórfyrirtækin

Íslenskir auðmenn eru það sem kallast nouveaux riches. Þetta segir ekki bara að auður þeirra sé nýr, heldur líka og ekki síður að smekkur þeirra er nýríkur. Þetta birtist í hinum skoplega bankastjóra Kaupþings í London sem heldur að sé fínt að láta Duran Duran og Tom Jones spila í partíum fyrir sig og vini sína, í millunum sem láta reisa þyrlupall við hótel þar sem þeir ætla að halda veislu eina nótt, í listaverkauppboðum þar sem menn keppast um að bjóða í verk sem er ekki enn buið að mála, þátttöku í kappakstri sem byggir á því að aka á ólöglegum hraða á vegum úti en láta ekki lögguna ná sér, kaupum á enskum knattspyrnuliðum.

Þegar ég var að alast upp voru öðruvísi auðmenn, þeir stunduðu sinfóníutónleika og frumsýningar, höfðu annars mestanpart hægt um sig. Þeir töldu sig aðhyllast gamaldags borgaraleg gildi. Á sama tíma blóðmjólkuðu þeir samfélagið eins og þeir gátu með dyggri aðstoð einokunar- og flokksvalds. Enginn talar vel um þá núorðið.

Síðar í pisli sínu segir hann

Nú hefur verið sýnt fram á að hér er ekki bara hæsta verðlag í Evrópu, heldur líklega í öllum heiminum. Ég heyrði forstöðumann Samkeppnisstofnunar segja í útvarpinu áðan að þetta þyrfti ekki að vera svona. Svo kom einhver búðarloka og fór með rulluna um að þetta væri allt ríkinu að kenna. Við sem þurfum að kaupa í matinn á Íslandi vitum að það er ekki satt, það er ekki nema hluti af skýringunni.

Gróði íslenskra banka er blöskranlegur. Það þýðir ekki að láta eins og hann sé alveg ótengdur okurvöxtunum og því hvernig bankarnir virðast hafa meira eða minna öll ráð yfir viðskiptavinum sínum.

Ég geri ekki ráð fyrir að þetta endi í byltingu. En við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta lengur. [leturbreyting Maggi]

Og loks er hér síðasta tilvitnunin:

Það er í tísku að tala um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Þau vilja láta líta út fyrir að þau séu góð og ábyrg. Í geysimerkilegri heimildarmynd sem nefnist The Corporation og gerð var fyrir nokkrum árum er því haldið fram að í raun sé ekki til neitt sem heiti samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja - altént muni þau ekki sýna slíka ábyrgð nema undir miklum þrýstingi. Og líti þá á hana sem fórnarkostnað. Annars snúist auðfyrirtæki bara um mylja gróða fyrir hluthafa sína og æðstu yfirmenn - án þess að skeyta um fólk, umhverfi eða siðferði.

Hvet fólk til að lesa pistilinn í heild. Þarna er orð í tíma töluð og áminnig til okkar um að láta ekki heilaþvo okkur. Þessi góðmennska okkar við fyrirtæki og eignamenn er gengin út í öfgar.

 


Ef að bankarnir eru að fara að gera upp í evrum - Hvað þýðir það fyrir okkur?

Getur verið að bankarnir sjái fram á eitthvað skeið hjá okkur með hrapandi krónu eða eitthvað þaðan af verra? Getur verið að þetta sé einhver byrjun á því að bankarnir ætli að fara að nýta sér þau áhrif sem þeir geta haft á gengi krónunar? Að minnskakosti skrýtið að allir séu að fara á þessa braut nú á sama tímapunkti.

Frétt af mbl.is

  Bankarnir að undirbúa að yfirgefa krónuna sem uppgjörsmynt?
Viðskipti | mbl.is | 9.1.2007 | 17:41
 . Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi sínum í dag, að ljóst sé af tölum um gjaldeyrisstöðu viðskiptabankanna þriggja, að þeir séu enn að safna gjaldeyri af fullum krafti. Erfitt sé að sjá annan tilgang í jafn mikilli uppbyggingu gjaldeyrisforða bankanna en að þeir séu, einn eða fleiri, í alvöru að undirbúa að yfirgefa krónuna sem uppgjörsmynt.


mbl.is Bankarnir að undirbúa að yfirgefa krónuna sem uppgjörsmynt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu er þá Kristján kominn á biðlaunin ?

Gott að hafa tryggar tekjur á meðan maður er að berjast fyrir sæti á Alþingi. Ekki allir sem geta snúið sér svoan alfarið að kosningabaráttunni.

Frétt af mbl.is

  Nýr bæjarstjóri tekur við á Akureyri í dag
Innlent | mbl.is | 9.1.2007 | 10:55
Sigrún Björk Jakobsdóttir tekur við starfi bæjarstjóra á... Nýr bæjarstjóri á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, tekur við embætti eftir bæjarstjórnarfund í dag, um leið og Kristján Þór Júlíusson lætur af störfum. Samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ verða bæjarstjóraskiptin um klukkan 17:30. Kristján Þór hafnaði í efsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor.


mbl.is Nýr bæjarstjóri tekur við á Akureyri í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nema von að drengurinn spyrji?

Hvet fólk til að lesa fréttina í heild. Þar sem rætt erum aðstæður sem þessir menn voru handteknir við. Faðir þessa drengs var handtekinn við annan mann með "torkennilegan hlut" sem reyndist vera hleðslutæki. Maðurinn er að verða blindur vegna skykursýki og þess að hann fær ekki rétt fæði og lyf. Ég meina þetta er ekki í lagi. Það á engin þjóð að hafa leyfi til að fara svona með fólk.

Frétt af mbl.is

  Tíu ára drengur spyr Blair hvers vegna pabbi komi ekki heim frá Guantanamo
Erlent | mbl.is | 9.1.2007 | 11:51
Mynd 418090 Tíu ára drengur, Anas el-Banna, ætlar að heilsa upp á Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, að Downing-stræti tíu á fimmtudag til þess að spyrjast fyrir um hvers vegna pabbi hans komi ekki heim. Faðir hans, Jamil, er fangi í Guantanamo-búðunum á Kúbu og hefur verið þar í haldi í fjögur ár. 

En endilega lesið fréttina í heild
 


mbl.is Tíu ára drengur spyr Blair hvers vegna pabbi komi ekki heim frá Guantánamo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju ætla þeir að mótmæla?

Sé ekki að það snerti þessa trúarhópa nokkuð hvort samkynhneigt fólk gisti á hótelum og leigi sér sali. Hvar er umburðarlyndið sem þessi trúarbrögð boða. Og geta sagt að þessi lög hefti réttindi þeirra til að lifa samkvæmt trúarsannfæringu þeirra. Félög sem boða svona aðgreiningu borgarana á að banna.

 Frétt af mbl.is

Trúarhópar mótmæla í London

Kristnir, gyðinglegir og múslímskir trúarhópar hyggjast mótmæla fyrir utan breska þingið í London kvöld með logandi kyndlum til að freista þess að koma í veg fyrir að öldungadeildin mæli með lögum sem banni mismunun samkynhneigðra í samfélaginu. Þeir sem skipuleggja mótmælin segja að lögin hefti réttindi þeirra til að lifa samkvæmt trúarsannfæringu þeirra.

Samkvæmt fréttavef BBC er reiknað með mörg þúsund þátttakendum í mótmælunum í kvöld.

Samkvæmt lögunum yrðu til dæmis hótel sótt til saka fyrir að neita að hýsa samkynhneigða og bannað yrði að neita að leigja sali undir samkynhneigðar brúðkaupsveislur


mbl.is Trúarhópar mótmæla í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða flokk ætlar þú að kjósa í vor?

Ég hef verið að velta fyrir mér því vali sem við höfum nú í vor

 

Ætlar þú að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?

Mín skoðun er að þessi flokkur sé flokkur sem í gegnum tíðina hefur verið hagsmunaflokkur fyrir atvinnuveitendur og stóreignamenn. Það hefur sést vel á síðustu árum. Áherslur í skattamálum hafa verið að létta sköttum af fyrirtækjum og eignafólki. Öll þessi ár þá hafa öryrkar, ellilífeyrisþegar og lágtekjufólk þurft að berjast við þá til að fá sín kjör leiðrétt og gengur mjög hægt. Þjónustugjöld hafa hækkað. Helst að þetta sé leiðrétt rétt fyrir kosningar. Flokkur þar sem stórhluti væntanlegra þingmanna er svokallað "Stuttbuxnalið" sem er alið upp í Heimdalli og skildum félögum þar sem boðað er afnám alls sem heitir þjónusta ríkisins við borgarana þeir eiga bara að borga fyrir sig sjálfa. T.d. á sjúkrahúsum

 

Ætlar þú að kjósa Framsókn?

Þetta er flokkur sem setur í gang mikla kosningamaskínu fyrir kosningar til að flokkurinn hverfi ekki alveg. Flokkur sem sveiflast langt til hægri í gerðum sínum. Flokkur sem er kallaður "Atvinnumiðlunin Framsókn" af  því að þeir eru gjarnir á að hygla flokksmönnum fyrir störf fyrir flokkinn með góðri stöðu hjá ríkinu.

 

Ætlar þú að kjósa Vinstri græna?

Flokkur sem hefur þó nokkuð skýrar stefnur. Margir geta fallist á umhverfissjónarmið þeirra. En annað? Þeir eru lítið til í að skoða mál sem gætu leitt til framfara. Þeir eru oft sagðir:"Vera fyrirfram á móti öllum breytingum" Flokkur ríkisvæðingar.

 

Ætlar þú að kjósa Frjálslynda?

Hefur 3 mannaflokkur nokkra leið að hafa áhrif. Þetta er svo lítil flokkur að deildu milli tveggja verður til þess að allur flokkurinn titrar. Flokkur sem var stofnaður í kring um eitt mál. Hefur notið þess að hafa duglega þingmenn. En hvaða úrvali hefur hann að stilla upp í næstu kosningum. Það hálf skrítið að kasta atkvæði á flokk vegna nokkurra manneskja en síðan er bara fyllt upp á listann.

 

Ég ætla að kjósa Samfylkinguna

Þetta er flokkur sem er tiltölulega nýr. Hann hefur undanfarinn ár eytt tímanum í að fullmóta sig. Vissulega ekki verðið alveg samstíga í öllu nú síðustu mánuði. En þetta eru bara vaxtarverkir.

Flokknum stýrir nú manneskja sem hefur það á afrekaskrá sinni að hafa leitt samstarf flokka í gegnum 3 kosningar í Reykjavík til sigurs. Þetta var frábært afrek. Að vísu var hún hrakin úr embætti vegna þess að aðrir flokkar gátu ekki unnt henni að vilja taka þá í landsmálapólitík.

Samfylkingin í dag stendur fyrir jafnaðarstefnu sem þó er framsækin og tilbúin að móta sig að síbreytilegum heim. T.d. það að skoða fyrir alvöru stöðu okkar með tilliti til inngöngu í ESB. Flokkur sem vill bæta kjör og stöðu þeirra sem verst standa í þjóðfélaginu. Jafnaðarflokkur þýðir að flokkurinn stendur að því að nota skattkerfið og fleira til að jafna kjör fólks þannig að þau sem lakast standa fái þann stuðning sem þau þurfa og ekki sé um fátækt að ræða í þessu ríka landi.

Samfylkinginn leggur samt áherslu á að hefta ekki framsókn fyrirtækja og einstaklinga en um leið að allir greiði sanngjarnan hlut til samfélagsins.

Samfylkingin er safn fólks sem er vinstramegin við miðju. Sem öll hafa jafnaðarstefnu, kvennfrelsi og náttúruvernd að leiðarljósi.

 


Bloggfærslur 9. janúar 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband