Leita í fréttum mbl.is

Það er til umhverfisvænni aðferð við álbræðslu!!!

Nú hefur umhverfisráðherra kynnt stefnu ríksistjórnar Íslands um að draga úr útblæstri  gróðurhúsalofttegunda um 50-75% fram til 2050, miðað við árið 1990.

Var að lesa eftirfarandi á vef www.ruv.is Takið sérstaklega eftir kaflanum þar sem ég breytti lit á letrinu.

Háleit markmið en framkvæmanleg

Skattleggja þarf stór og loftlagsfjandsamleg ökutæki, stuðla að notkun vistvæns eldsneytis og veita fé til rannsókna svo náist markmið ríkisstjórnarinnar um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 75% fyrir árið 2050. Þetta segir prófessor í eðlisfræði. Nauðsynlegt sé að draga úr losun frá stóriðju.

Gróðurhúsalofttegundir hækka hitastig á Jörðinni með því að halda varma innan lofthjúpsins. Sú lofttegund sem leikur lykilhlutverk í þessum áhrifum er koltvísýringur. Heildarútstreymið á Íslandi 2004 var 3,7 miljónir tonna koltvísýringsígilda. Fjórðungur er vegna stóriðju. Hlutur stóriðju í losun þessara skaðlegu lofttegunda verður mun meiri ef álverið í Straumsvík verður stækkað, álver rís í Helguvík og á Húsavík og þegar Fjarðarál verður komið í gagnið. Þá eykst losun samtals um hálfa aðra miljón tonna koltvísýringsígilda. Álverið í Reyðarfirði mun losa jafnmikið af koltvísýringi út í andrúmsloftið og allir bílar á Íslandi samanlagt.

Þorsteinn I. Sigfússon, prófessor í eðlisfræði, segir markmið ríkisstjórnarinnar háleit. Því sé þó hægt að ná ef gripið verður til sterkra stjórnvaldsaðgerða.

Hann segir að draga þurfi úr losun vegna stóriðju til að markmið ríkisstjórnarinnar náist. Þróuð hefur verið vistvænni tækni við álframleiðslu en hún felst í rafskautum sem ekki mynda koltvísýring. Aðferðin er dýr, segir Þorsteinn, en æskilegt sé að þrýsta á álframleiðendur að nota hana.
 

Þessi kafli hér fyrir ofan vakti athygli mína þar sem ríkisstjórnin hefur haldið því fram að álver hér notuðu uhverfisvænstu  aðferðir sem völ væri á. En svo virðist vera til mun umhverfisvænni aðferð. Þó hún kosti eitthvað þá væri nú vit fyrst að við erum svona vinsæl sem pláss undir álver að krefjast þess að þau sem nú eru í rekstri hér og þau sem eru að stækka verði skikkuð til að taka upp þessa aðferð.


Kominn tími til að skamma manninn - Hefði mátt gera nokkrum árum fyrr

 

Maðurinn er náttúrulega búinn að spila rassinn úr buxunum hjá öllum sem láta sig þessi mál bushgratureinhverjur varða. Hefu sýnt sig að ráðgjöf sem hann hefur trúað í blindni frá "Haukunum" sem eru öfga hægrimenn sem eru gjörsamlega úr tengslum við raunveruleikan og eru á launum hjá fyrirtækjum sem hagnast af stríðsrekstri hefur gjörsamlega rýrt Bandríkin öllu trausti. 

Frétt af mbl.is

  Fulltrúadeild Bandaríkjaþings snuprar Bush fyrir áætlun um aukaherlið
Erlent | AFP | 16.2.2007 | 20:34
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ávítti í dag Bandaríkjaforseta, George W. Bush, fyrir áætlun hans um að senda 21.500 hermenn til viðbótar til Íraks. Tillaga þess efnis var samþykkt í þinginu, en 17 repúblikanar af 201 studdu hana. Demókratar eru í meirihluta í deildinni og voru alls 264 þingmenn af 434 fylgjandi því að snupra Bush fyrir hernaðaráætlunina.


mbl.is Fulltrúadeild Bandaríkjaþings snuprar Bush fyrir áætlun um aukaherlið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður þessi

dummy


Hvaða djöfuls leikur er þetta alltaf með þessi fyrirtæki?

Getur einhver skilið eftirfarandi kafla úr þessari frétt. Jú sé að það er verið að færia fyrirtæki til undir örðum í sömu eign en til hvers:

Í tilkynningu kemur fram að rekstur Kögunarsamstæðunnar á árinu 2006 einkenndist af miklum breytingum í kjölfar kaupa Dagsbrúnar á meirihluta félagsins á fyrri hluta ársins og afskráningu félagsins úr Kauphöll Íslands í maí 2006.

Eins og fram kom í frétt sem birt var í fréttakerfi Kauphallar Íslands þann 12. september sl. þá sameinaðist Kögun hf. Skoðun ehf. og var Kögun hf. í kjölfarið skipt í tvö félög þ.e. Kögun hf. og Hands Holding hf. Nokkur einskiptiskostnaður myndaðist við þessar aðgerðir og bera afkomutölur þess vitni. Rekstraráætlanir hafa hinsvegar gengið að mestu leyti eftir og eru stjórnendur Kögunar ánægðir með rekstarniðurstöðu ársins, samkvæmt tilkynningu.

Samstæða Kögunar hf. samanstendur í dag af fjórum félögum þ.e. Kögun hf., Skýrr hf., EJS, hf, og Eskli hf. Á síðasta ári og það sem af er liðið árinu 2007 hafa þær breytingar orðið helstar að Verk- og Kerfisfræðistofan hf. og Kögurnes hf. hafa sameinast Kögun hf. Skýrr hf og Teymi ehf sameinuðust á síðasta ári.

EJS hf. færðist úr því að vera dótturfélag Skýrr hf yfir í dótturfélag Kögunar hf og Eskill hf færðist úr því að vera dótturfélag EJS hf. yfir í að vera dótturfélag Kögunar hf. Kögurnes ehf, Skýrr hf. og EJS hf. seldu allar fasteignir sínar undir árslok 2006 og nam söluhagnaður vegna þeirra liðlega 750 mkr. Kögun hf. er hluti af samstæðu Teymi hf. sem er skráð í Kauphöll Íslands.

Frétt af mbl.is

  Kögun tapaði 983 milljónum í fyrra
Viðskipti | mbl.is | 16.2.2007 | 16:17
Tap Kögunar, dótturfélags Teymis, nam 983 milljónum króna á síðasta ári en árið 2005 var fyrirtækið rekið með 635 milljón króna hagnaði.


mbl.is Kögun tapaði 983 milljónum í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessir spákaupmenn eru að fara með heiminn til helvítis

Það virðist allt vera notað til að rugga verðinnu á þessu mörkuðum. Nú er það hugsanleg árás á mannvirki olíufélaga í Nígeríu. Þessir spákaupmenn hljóta að hafa einhverjar betri ástæðurm því olíufélögin væru ekki nema nokkra daga að koma framleiðslunni í samt lag aftur. Síðan eru það þessar stöðugu fréttir um byrgðir olíu í Bandaríkjunum sem eru alltaf of litlar miðað við veður horfur. En reynast svo vera miklu meiri en menn töldu. Þetta er þreytandi fyrir okkur sem hækkanirnar bitna svo á vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði.

Frétt af mbl.is

  Verð á olíu hækkaði vegna frétta af fyrirhugaðri árás í Nígeríu
Viðskipti | AFP | 16.2.2007 | 20:24
Olíubrunnur á Níger-óseyrinni. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði í dag í kjölfar frétta af því að skæruliðar hefðu í hyggju að ráðast á mannvirki olíufélaga á Níger-óseyrinni í Nígeríu. Verð á olíu hafði áður lækkað nokkuð vegna spár um hlýnandi veður í Bandaríkjunum, sem þýðir að eldsneytisþörf minnkar. Bandaríska sendiráðið í Nígeríu hafði spáð fyrirhuguðum árásum skæruliða, að sögn sérfræðings á hlutabréfamarkaði í Lundúnum.


mbl.is Verð á olíu hækkaði vegna frétta af fyrirhugaðri árás í Nígeríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er svo tortrygginn út í bankana og Landsvirkjun að mér lýst ekkert á þetta

Einhvernveginn lýst mér illa á þegar bankarnir og orkufyrirtæki okkar eru komnir í samkrull. Þetta á við þetta fyrir fyrirhugaða fyrirtæki Landsbankans og LV sem og fyrirtæki sem Orkuveitan og Glitnir eru búin að stofna.

Ég hef grunsemdir um að undirliggjandi sé undirbúningur undir að einkavæða orkufyrirtækin og þessi nýju félög séu undirbúningur að því m.a.

Frétt af mbl.is

  Landsbankinn og Landsvirkjun stofna félag um fjárfestingar í orkuvinnslu
Viðskipti | mbl.is | 16.2.2007 | 11:39
Landsbankinn og Landsvirkjun hafa sameinast um stofnun alþjóðlegs fjárfestingafélags sem leggja mun áherslu á fjárfestingar í verkefnum erlendis á sviði endurnýjanlegrar orkuvinnslu, einkum vatnsafls.


mbl.is Landsbankinn og Landsvirkjun stofna félag um fjárfestingar í orkuvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samgönguráðherra skýjaglópur?

Þó ég sé ekki alltaf sammála Steingrími J þá verð ég að taka undir þetta. Þessi samgönguáætlun sem nú er lögð fram gerir ráð fyrir um 380 milljörðum í samgöngumál næstu 11 ár. En ef við miðum við hvernig fresta hefur þurft framkvæmdum nú síðustu ár við vegaframkvæmdir, tónlistahús, hátæknisjúkrahús og svo mætti lengi telja þá hef ég litla trú á að þessi áætlun sé annað en fínt plagg til að veifa í kosningabaráttunni en verði rifið að henni lokinni.

Frétt af mbl.is

  Skrifað í skýin hvernig á að fjármagna mörg loforð
Innlent | Morgunblaðið | 16.2.2007 | 5:30
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, gagnrýndi að stjórnarandstaðan hefði ekki fengið aðild að undirbúningi vegaáætlunar og langtímaáætlunar, eins og gert hafi verið síðast 1991.


mbl.is Skrifað í skýin hvernig á að fjármagna mörg loforð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. febrúar 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband