Leita í fréttum mbl.is

Klám getur verið lífshættulegt

Var að lesa þetta á www.visir.is

Vísir, 25. feb. 2007 20:39

Ég kem Dulcineia, ég kem

Þegar James Van Iveren heyrði konu æpa hástöfum, í íbúð nágranna síns, þreif hann sverð afa síns ofan af vegg og þeysti til hjálpar. Hann sparkaði upp hurð nágrannans og æddi inn með brugðinn brandinn. Þetta gerðist í bæ í Wisconsin sem heitir því hljómfagra nafni Oconomowoc.

Nágranninn sagði í lögregluskýrslu að Van Iveren hefði ógnað sér með sverðinu og æpt í sífellu; "Hvar er hún, hvar er hún."

Nágranninn segir einnig að Van Iveren hafi ætt um allt plássið í leit að ungfrúnni í ánauðinni. Honum tókst þó á endnum að sannfæra riddarann hugumstóra um að enga slíka væri að finna í sínum tveggja herbergja kastala. Hann bara setti aftur í gang klámspóluna sem hann hafði verið að horfa á, og leyfði Van Iveren að heyra hljóðin.


Kannski ekki skrýtð

Jakob hefur reynt ítekað að hljóta brautargengi innan Samfylkingar en ekki komist í góð sæti. Reyndi síðast fyrir sér í "Kraganum" en gekki ekki. Hefur auðsjáanlega metnað til að komast hærra en til þess þarf hann að reyna aðrar leiðir því kjósendur Samfylkingar virðast ekki hafa áhuga. Og því má taka undir með Steingrími Sævarr  sem segir í gríni: Það var ekki Jakob sem yfirgaf Samfylkingunna heldur Samfylkingin sem yfirgaf Jakob.

Frétt af mbl.is

  Jakob Frímann genginn úr Samfylkingunni
Innlent | mbl.is | 25.2.2007 | 13:30
Jakob Frímann Magnússon. Jakob Frímann Magnússon, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við Fréttavef Morgublaðsins í dag að hann hefði fallist á að miðla reynslu sinni af vettvangi umhverfismála með Græna hernum og Framtíðarlandinu til aðila sem íhuga stofnun umhverfis- og velferðarframboðs. Hann kvað þó engar ákvarðanir hafa verið teknar hvað snertir framboð slíkra afla en áréttaði að hann teldi umhverfismálin mikilvægasta málaflokk samtímans


mbl.is Jakob Frímann genginn úr Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opnað á að skoða samkeppni bankanna af formanni efnahags- og viðskiptanefndar

Var að lesa þetta á www.visir.is :

Vísir, 25. feb. 2007 13:09

Sjálfsagt að skoða bankana

Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar telur sjálfsagt að skoða samkeppni bankanna hér á landi í ljósi þess að gjaldtaka þeirra af lánveitingum er miklu hærri hérlendis en í útibúum sömu banka í Svíþjóð og Noregi.

Pétur segir að það verði að hafa vara á í samanburði vaxta á milli landa. Öðru máli gegni um lántökugjöld og kostnað. Pétur segir að séu þessi gjöld hærri hér á landi en hjá sömu bönkum í útlöndum, leiði það hugann að því hvort hér sé nægjanleg samkeppni á bankamarkaði.

Sjálfsagt sé að skoða þessa samkeppnisstöðu. Nefnir Pétur í því sambandi að tryggð íslendinga við sína banka sé meiri en gengur og gerist erlendis. Það, hversu menn séu tregir til að skipta um banka kunni að verka sem samkeppnisþröskuldur. Nánar verður fjallað um þetta mál í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö í kvöld.


Baugur að verða heimsveldi?

Var að lesa bloggið hans Páls Vilhjámssonar. Hann birtir þar póst sem honum barst og það vakti mann svo sannanlega til umhugsunar. Nú verður náttúrulega að taka tillit til þess að Páll er svarinn andstæðingur Baugs og ber því að lesa efnið þar með því hugarfari en samt brá mér við þessa lesningu:

Eftir að hafa safnað svo nokkrum gögnum um starfsemi Baugs á Íslandi eingöngu, þ.e. fyrirtæki sem þeir eiga og stjórna vakna hjá manni verulega ákallandi spurningar sem mig langar að heyra þitt álit á og má sjá þær að neðan. En starfsemi Baugs á Íslandi eftir því sem ég best veit má skipta á þessi fyrirtæki en taka verður fram að þetta er alls EKKI tæmandi listi:

365
-Stöð2
-Sýn
-Sirkus
-Bylgjan
-Effem957
-Fréttablaðið
-DV
-Birta

Birtingur
-Séð og heyrt
-Ísafold
-Mannlíf
-Gestgjafinn
-Hér og nú
-Vikan
-Nýtt líf
-Hús og Hibýli

Húsasmiðjan (3jastærsta verslunarfyrirtæki landsins)
-Blómaval
-Egg

Teymi
-Vodafone
-Skýrr (leiðandi á hýsingar og gagnaflutningsmarkaði)
-Kögun (leiðandi á hugbúnaðar og hýsingarmarkaði)
-EJS (meðal stærstu í tölvusölu)
-Securitas (stærsta öryggisfyrirtæki landsins)

Stoðir
-250.000 fm2 af húsnæði sem Baugur leigir svo út
-Smáralind húsnæðið

Hagar
-Bónus
-Hagkaup
-10/11
-Vöruhúsið Hýsing
-Aðföng (Innkaupafyrirtæki Baugs)

Debenhams (stórverslun Smáralind)
Top shop (fataverslun)
Zara (fataverslun)

Þyrping
Þyrping hefur tengst helstu nýsköpunarverkefnum á sviði skipulags- og byggingamála á undanförnum árum og hefur mikla sérþekkingu í þeim efnum. Það hefur opnað félaginu aðgang að færustu ráðgjöfum hér heima og erlendis og gerir félaginu kleift að bjóða fyrsta flokks íbúðar- og atvinnuhúsnæði.

SENA (um 85% markaðshlutdeild á sölu og dreifingu á tónlist og kvikmyndum. Baugur er því langstærsti framleiðandi - dreifingaraðili og söluaðili á öllu sem viðkemur afþreyingarefni sem og hefur umboð fyrir flest öll stærstu merkin á sviði kvikmynda og tónlistar.)
-Skífuverslanir (Laugavegi, Kringlunni, Smáralind)
-tonlist.is (stærsta netverslun með tónlist á Íslandi)
-D3.is (D3 er leiðandi efnisveita frétta- og afþreyingarefnis fyrir alla stafræna miðla)
-Saga film (stærsti framleiðandi auglýsinga og kvíkmynda á íslandi)
-visir.is
-Smárabíó (stærsta kvikmyndahús á Íslandi)

...og svona mætti lengi telja og ég nenni ekki að telja upp hlutabréfaeign þeirra t.d. í FL group sem skipta þúsundum milljóna en hlutabréfaeign þeirra í félögum á Íslandi hleypur á tugum milljarða en ég hef hvorki tíma eða þekkingu til að afla mér heildstæðra upplýsinga um slíkt (enda geta færustu blaðamenn Danmerkur ekki fundið útúr því eins og frægt er orðið vegna kross-eignatengsla og undirfyrirtækja o.sv.frv.).

Síðar í þessu bréfi sem Páll birtir stendur:

Hvenær telur þú að setja eigi löggjöf, s.k. auðhringjalöggjöf til að hindra frekari vöxt þessa stórveldis ? Hvenær verður Baugur of STÓR fyrir Ísland og íslenskan almenning ?

Er Baugur ekki „Microsoft" íslands ? Eru engin takmörk hversu mikið þeir geta vaxið á 300.000 manna svæði ?

Hvaða mörk telur Alþingi að eigi að vera fyrir vöxt svona fyrirtækis eins og Baugs ?

Einnig spyr þessi bréfritari Pál að fyrst að Baugur er orðinn svona stór hér eftir 9 ár. (Baugur er bara 9 ára fyrirtæki) hvernig þetta verði þegar Baugur er 15 ára?

Þetta vakti mig til umhugsunar. Bloggið í heild


mbl.is Orðrómur um að yfirtaka á Debenhams sé fyrirhuguð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg ótrúlegt að það séu bara 55% tilbúnir að gefa upp afstöðu sína.

En á ný birtist könnun hjá fréttablaðinu sem byggir á svörum um 800 einstaklinga en þar af eru um 350 sem svara ekki, ætla ekki að kjósa eða skila auðu. Þannig að það eru svör um 450 manna sem eiga að segja okkur til um fylgi flokkanna. Það eru því mjög stór skekkjumörk. Ég geri ráð fyrir að við verðum að lesa út úr þessarri könnun með tilliti til að staðan gæti verið +/- 5%. Eins þá vil ég benda á það sem Pétur Gunnarsson segir um framkvæmd skoðunarkönnunar Fréttablaðsins.

staðan
þingsæti

En miðað við þessar niðurstöður þá getum við sem fylgjum flokkum vinstramegin við miðju vel við unað. Þó var síðasta könnun betri sem benti til að VG og Samfylking gætu myndað stjórn saman án 3 aðila.

Eins þá skilur maður ekki afhverju þessar sveiflur ættu að hafa verið síðan síðasta könnun var gerð. Hvað hefur gerst. T.d. hvað hefur Framsókn gert sem eykur fylgi þeirra þvílíkt?  Nema þetta sé kannski brotthvarf Kristins H?

Frétt af mbl.is

  Fylgi VG og Samfylkingar mælist álíka mikið í nýrri könnun
Innlent | mbl.is | 25.2.2007 | 8:48
Rúm 23% þeirra, sem tóku afstöðu í nýrri könnun Fréttablaðsins, sögðust ætla að kjósa Vinstrihreyfinguna-grænt framboð væri kosið nú. Fylgi Fylgi Samfylkingar mælist nú 24% en báðir flokkarnir myndu fá 15 þingmenn að sögn blaðsins. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist 36,8% og flokkurinn fengi 24 þingmenn. Fylgi Framsóknarflokks eykst miðað við síðustu könnun og er 8,8% og 5 þingmenn. Fylgi Frjálslynda flokksins minnkar frá síðustu könnun, er 6,1% sem þýðir 4 þingmenn.


mbl.is Fylgi VG og Samfylkingar mælist álíka mikið í nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málefni Kópavogs og Heiðmerkur skýrð á skemmtilegan hátt

Ég vitnaði í síðustu færslu í blogg Hafsteins Karlssonar og ætla að gera það hér líka. Hafsteinn Karlsson er auk þess að vera skólastjóri bæjarfulltrúi í Kópavogi. En í þessari færslu fer hann yfir málið á skemmtilegan hátt:

Þegar klaufabárðarnir tóku að sér að stjórna bæ
Einu sinni var stundum skotið inn á milli dagskráratriða í sjónvarpinu litlum þáttum af leirkörlum sem kallaðir voru klaufabárðarnir. Mig minnir að í einum þættinum hafi þeir setið í meirihluta í bæjarstjórn í bæ nokkrum.

Hvert málið rak annað þar sem klaufabárðarnir klúðruðu málunum. Þeir t.d. óðu án nokkurs leyfis yfir dýrmætt skógræktarland til þess að koma fyrir rörum sem áttu að flytja kalt gjafavatn til íbúa í næsta bæ við þann sem þeir stjórnuðu.

Já, það var nefnilega eitt klúðrið hjá þeim rétt fyrir kosningar að bjóða bæjarstjórn nágrannabæjarins niðurgreitt vatn næstu áratugina. Ekki vegna þess að nágrannabærinn væri svona fátækur eða íbúar hans illa haldnir.

Nei en blessaðir klaufabárðarnir höfðu í flumbrugangi sínum lofað hestamönnum aðstöðu og meira að segja hestaakademíu inn á vatnsverndarsvæði nágrannabæjarins.

Það var nefnilega út af því að klaufarnir ruku til án þess að hugsa málin og keyptu fjármálabraskara út úr klúðri sem þeir voru búnir að koma sér í með kaupum á hesthúsum sem hestamennirnir áttu og voru í bænum.

Braskararnir voru búnir með peninginn og enginn vildi lána þeim til að kaupa fleiri hesthús, en þeir ætluðu að græða svo mikið á því. Og nú voru þeir í miklum vandræðum, blessaðir fjármálabraskararnir.

En klaufabárðarnir fréttu þetta og vorkenndu bröskurunum svo mikið að þeir buðust til að láta bæinn sem þeir stjórnuðu kaupa öll hesthúsin sem þeir höfðu keypt á miklu hærra verði en þeir höfðu sjálfir borgað fyrir þau.

Braskararnir voru glaðir af því að nú höfðu þeir grætt mörg hundruð milljónir á því að skemma fyrir hestamönnunum. Nú gátu þeir farið með peninginn eitthvert annað og gert einhvern óskunda þar.

Hestamennirnir voru reiðir því að braskaranir voru að eyðileggja félagið þeirra. En  klaufabárðarnir keyptu bara líka öll hestuhúsin af þeim á sama verði og þeir borgðuðu bröskurunum og lofuðu líka landi undir ný hesthús og hestaakademíu.

En svo átti nágrannabærinn að fara að fá vatnið. Þá varð ná í vatnið. En það var flókið vegna þess að bóndi einn átti land sem þeir þurftu að fara yfir. Hann vildi það ekki og því þurftu þeir að láta bæinn kaupa allt landið af honum.

Og hann fékk marga marga milljarða og mátti svo selja lóðir af landinu sem hann var búinn að selja bænum og ráða svolítið yfir fólkinu sem ætlaði að búa þar.

Og svo byrjuðu þeir að grafa og koma rörunum oní jörðina því tíminn var orðinn naumur. Þeir höfðu nefnilega lofað vatninu fyrir ákveðinn tíma og ef það tækist ekki að ná því upp úr jörðinni úr borholum bæjarins varð að kaupa vatnið af vatnssölufyrirtæki á miklu hærra verði.

Æ, en svo var allt í einu þetta skógræktarland. Og klaufabárðarnir ákváðu bara að vaða yfir það. Þetta voru hvort eð er bara ómerkileg tré.

En það fattaðist og þeir máttu þetta ekki. Löggan kom og allt.

Og þetta varð til þess að klaufabárðarnir voru látnir hætta að stjórna bænum. Enda allt í klúðri.

Og þannig endaði þessi þáttur um klaufabárðana.

Finnar farnir að bera óttablandna virðingu fyrir okkur og útrásinni

Rakst á þessa frásögn á síðu Hafsteins Karlssonar skólastjóra sem er við nám í Finnlandi:

Misjöfn þjónusta
Frá því að ég kom til Finnlands í byrjun janúar hef ég þráfaldlega reynt að stofna bankareikning hérna. Það hefur gengið furðu illa. Ég hafði áhuga á að gerast viðskiptavinur Nordeabankans, það var einhver Finni sem benti mér á að það væri líklega best. Ég fór þangað og stillti mér upp í röðina hjá þjónustufulltrúanum. Þegar kom að mér bar ég upp erindi mitt og þá kallaði þjónustufulltrúinn á annan þjónustufulltrúa. Svo spurðu þeir mig um vegabréf og ég dró það upp. Þegar þær sáu að ég væri frá Íslandi urðu þær skrýtnar í framan og báðu um staðfestingu frá traustum aðila á því að ég væri hér við störf. Ekki hafði ég slíkt handbært og sendu þær mig þá heim.

Ég kom aftur nokkrum dögum seinna og aftur hófst sami leikurinn nema nú hafði ég gleymt vegabréfinu. Nú spurðu þær mig auk þess um finnska kennitölu. Þegar ég slengdi henni á borðið settu þær upp svip og sögðu að ég fengi engan reikning nema sýna þeim vegabréfið. Og aftur sendu þær mig heim.

Svo nennti ég ekki að gera neitt í þessu um hríð og hugsaði mér að vera hér bara án þess að stofna bankareikning.

En svo fyrir tveimur dögum ákvað ég að gera úrslitatilraun og stakk í vasann öllum hugsanlegum bréfum og staðfestingum sem ég fann hjá mér. Ég rölta út í verslunarmiðstöðina og fór einhvern veginn hæðavillt þannig að ég lenti í Sampo-banka í þetta skipti. Þessum sem Íslendingar keyptu um daginn. Þar gekk ég beint til gjaldkera, rétti henni vegabréfið mitt og sagðist vilja stofna bankareikning. Hún skoðaði vegabréfið, leit og mig og spurði: „Islanhtissa?“ „Gulla“ svaraði ég (þetta þýðir ertu íslenkur og ég svara já). Hún horfði á mig svolítið eins og óttaslegin og kyngdi nokkrum sinnum. Svo byrjaði hún bara að búa til bankareikning. Ég sagði henni að ég væri með staðfestingarpappíra og finnska kennitölu en ekkert af því vildi hún sjá. Flýtti sér bara að ganga frá þessu og var greinilega hálf létt þegar hún var búinn og hafði kvatt mig. 

Svona er nú fínt orðsporið okkar Íslendinga hérna.

Bloggfærslur 25. febrúar 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband