Leita í fréttum mbl.is

Hlutabréfabrask og spákaupmennska eru skrítin fræði

Einn maður talar um hugsanlegan samdrátt í vændum og bara allur heimurinn fer af hjörunum.

Enda eru nokkur atriði sem hafa valdið mér heilabrotum:

  • Verðmæti hlutabréfa. Á þessum mörkuðum finnst mér oft að verðmæti hlutabréfa skrúfast alveg óheyrilega upp. Þau eru kominn oft langt upp fyrir það sem verðmæti fyrirtækis gæti nokkru sinni staðið undir. Og virðist ganga út á að kaupa bréf því það sé nokkuð ljóst að á meðan fyrirtækinum gengur ekki áberandi illa þá verði alltaf einhverjir sem verða tilbúnir að greiða meira fyrir þau þegar einhver frétt kemur frá fyrirtækinum um samning um sölu á afurðum eða kaup á einhverju inn í fyrirtækið. En svo er raunverulegur hagnaður (arður) af fyrirtækinu til eigenda varla til að borga afborganir af lánum sem tekin voru vegna kaupana.
  • Síðan að þeir sem standa í þessu braski með hlutabréf er oftast ungir menn sem í raun hafa enga þekkingu á þessum fyrirtækjum í raun heldu eru settir í þessi viðskipti beint úr skóla. Og oft finnst mér að þeirra leikur sé aðallega að plata aðra sömu gerðar til að greiða meira fyrir þessi bréf.
  • Þá finnast manni þessar sveiflur á mörkuðum oft skrýtnar. T.d. verlsun með olíu. Hversu oft hefur maður ekki heyrt um hækkun á heimsmarkaðsverði vegna frétta um slæma birgðarstöðu í Bandaríkjunum sem breytist mánuði seinna þegar tilkynnt er að hræðsla um birgðastöðu hafi ekki verið rétt.
  • Nú í gær er einn maður að ræða um að það gæti komið  að einhverri kólnun í efnahagslífi Bandaríkjana og allir markaðir bregðast við þessu.
  • Spurning hvort að markaðsmenn stjórni ekki þessari sýningu ekki oft til þess að græða á þessu. Þeir verðfella markaðinn, kaupa bréf og byggja svo upp væntingar aftur.

Eins og sést á ofantöldu þá hef ég ekki mikið vit á þessu. En þessi viðskipti minna mig oft á leik eða spil þar sem menn eru að spila með plat peninga. En reyndin er að þeir eru oft að spila með allan lífeyrissparnað fólks um allan heim sem fela þessum mönnum að annast um hann í hinum ýmsum sjóðum.

Frétt af mbl.is

  Dow Jones hríðfellur: Lækkaði um 500 stig en rétti lítillega úr kútnum
Viðskipti | AP | 27.2.2007 | 21:04
Áhyggjur á Wall Street. Dow Jones-hlutabréfavísitalan á Wall Street hefur hríðfallið í dag og fór niður um rúm 500 stig áður en hún rétti lítillega úr kútnum um hálfri klukkustund fyrir lokun. Lækkunin nam mest 546,02 stigum, eða 4,3%. Skömmu fyrir lokun nam lækkunin 360 stigum, eða 2,85%.


mbl.is Dow Jones hríðfellur: Lækkaði um 500 stig en rétti lítillega úr kútnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fyllirísfrétt Fréttablaðsins"

Mannlífssíðan www.mannlif.is er nú heldur betur að lifna við með ýmsum skemmtilegum fréttum og skúbbum. Nú í dag má lesa þetta þar um að það getur verið varasamt að trúa skúbbi sem maður heyrir á Krá og sérstaklega ef það er annar fréttamaður að láta hafa það eftir sér.

Fyllirísfrétt Fréttablaðsins

27 feb. 2007

Smáfrétt í dálknum “Fréttir af fólki” á öftustu opnu Fréttalaðsins í dag hefur vakið töluverða athygli enda telst það til ákveðinna nýmæla í blaðamennsku að drykkjugrín nafngreindra einstaklinga á börum borgarinnar sé fréttaefni. En Fréttablaðið upplýsir semsagt að Kastljóssmaðurinn Helgi Seljan hafi talað fjálglega um það á Ölstofunni um helgina að hjónakornin Svanhildur Hólm Valsdóttir og Logi Bergmann Eiðsson hyggðust stofna deild innan Vísindakirkjunnar á Íslandi. Það vantar hins vegar í molann að enginn sem heyrði grínið virðist hafa trúað því nema hinn skúbbgraði Freyr Gígja Gunnarsson, blaðamaðurinn sem kvittar undir fréttina í blaðinu.

Í þessum kúnstuga fréttamola blaðsins segir að Helgi hafi sagt "öllum sem heyra vildu" á Ölstofunni að Logi og Svanhildur væru langt komin í þessum undirbúningi sínum og að Ölstofan væri “einn helsti samkomustaður blaðamanna og eitthvað mun um það að slíkir hafi lagt við eyrun.” Helgi hafi svo aftur á móti verið frekar rislágur á mánudegi þegar hann var inntur frekar eftir þessu þar sem hann hafi spunnið þessa tómu vitleysu upp á staðnum.

 Að sögn viðstaddra var blaðamaður Fréttablaðsins eini fréttamaðurinn sem heyrði söguna. Helgi fabúleraði því vissulega um stofnun Vísindakirkju á Íslandi ásamt Sveini Waage, blaðamanni Mannlífs, en grín þeirra gekk út á það að þeir tveir væru að stofna deild innan Vísindakirkjunnar og Svanhildur og Logi væri í hópi þess góða fólks sem ætlaði að ganga til liðs við þá en alls ekki að þau hjónin væru forkólfarnir.

 Sagan er vissulega góð, væri hún sönn en blaðamaðurinn kokgleypti hana og skrifaði myndarlega frétt um málið þegar hann mætti til vinnu á mánudaginn. Sú vinna var þó öll til einskis þegar hann hafði samband við Helga, eins og sönnum fagmanni sæmir, til þess að fá hann til þess að tjá sig um málið “on record” eins og það er kallað. Kastljóssmaðurinn játaði þá á sig grínið en undraðist um leið að nokkur skyldi hafa tekið bullið trúanlegt. Allt virðist þetta þó hafa valdið blaðamanninum skiljanlegum vonbrigðum og í framhaldinu má segja að fjallið hafi tekið jóðsótt og lítil furðufrétt hafi fæðst.

 Fréttapungnum virðist því fyrst og fremst ætlað að gjalda Helga rauðan belg fyrir gráan en mun vart hafa aðrar afleiðingar en þær að fólk sem er í góðum gír á öldurhúsum mun framvegis snarþagna sjái það blaðamenn Fréttablaðsins blaka eyrunum í kallfæri enda ekki allir jafn léttir og Helgi og það þarf ekki að fjölyrða um það að það getur verið grínlaust að sjá fyllirísrugl sitt prentað í 110.000 eintökum


Þetta er náttúrulega ömurlegt. Að á Íslandi sé ekki hægt að reka skíðasvæði!

ski%20rossendale%20001Ekki það að ég sé miður mín því ég er ekki skíðamaður en samt finnst manni þetta skrítið. Gætum þurft að breyta nafni landsins bráðum. T.d. taka aftur upp Garðarshólmi.

  Frétt af mbl.is

  Endurskoðun á rekstri skíðasvæðanna kallar á uppsagnir
Innlent | mbl.is | 27.2.2007 | 14:21
 Anna Kristinsdóttir, formaður stjórnar skíðasvæðanna hjá Reykjavíkurborg, segir ekki hafa verið ákveðið enn hvort ráða eigi framkvæmdastjóra svæðanna eða rekstrar- og þjónustustjóra, en endurskoðun á rekstrinum hafi kallað á að fastráðnum starfsmönnum verði sagt upp. Ákveðnar skipulagsbreytingar verði á rekstri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli en sex starfsmönnum sem þar vinna verður brátt sagt upp störfum.


mbl.is Fastráðnum starfsmönnum í Bláfjöllum og Skálafelli sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa gengur að manna framboð hægri grænna.

Var að lesa þetta á hjá Agli Helgasyni

 

Samkvæmt heimildum gengur erfiðlega að manna framboð hægri grænna. Það er dálítið stór ákvörðun að gefa kost á sér í alþingiskosningum. Margir eru hræddir við það. Hræddir við að það eyðileggi starfsferil sinn. Hræddir við að ná ekki kjöri - og kannski líka hræddir við að ná kjöri. Sumir óttast að lækka í launum - þingmannskaupið er ekki sérlega samkeppnishæft. Margir hafa hugsjónina, en reiða sig á að einhverjir aðrir taki slaginn.

Það átti víst að vera búið að kynna framboðið - en það hefur ekki gerst vegna þess hve fólk er tvístígandi að taka sæti á lista. Samfylkingin krækti í nokkuð stóran bita þegar hún fékk Reyni Harðarson, stjórnarmann í Framtíðarlandinu, til að setjast á lista hjá sér. Þar er líka Sólveig Arnarsdóttir sem hefur verið starfsmaður Framtíðarlandsins.

Hverjir eru þá eftir til að skipa lista hægri grænna? Ómar Ragnarsson? Margrét Sverrisdóttir sem engan rekur minni til að hafi haft sérlega sterkar skoðanir á umhverfismálum? Jakob Frímann Magnússon, nýgenginn úr Samfylkingunni? Jón Baldvin Hannibalsson?


Þetta er glæsilegt

Samkvæmt því sem ég best veit þá eiga að mestu viðskiptavinir Sparisjóðina. Þó eru einhverjir stofnfjáreigendur sem hafa fengið hluti í þessum bönkum. Nú hér á SV landi er verið að pranga með þessa hluti og menn eru að sækja í sjóði bankana sem hafa gildnað gegnum árin. En þarna er fólkið á staðnum viðskiptavinirnir látnir njóta hagnaðrins svon um munar.

Frétt af mbl.is

  Sparisjóður Svarfdæla kostar byggingu menningarhúss á Dalvík
Innlent | mbl.is | 27.2.2007 | 12:31
Tölvuteikning af nýja menningarhúsinu á Dalvík Í ljósi góðrar afkomu Sparisjóðs Svarfdæla á árinu 2006 hefur stjórn hans samþykkt að leggja til við aðalfund að sparisjóðurinn kosti byggingu menningarhúss á Dalvík. Áformað er að húsið komist í gagnið fyrir mitt ár 2008. Áætlaður byggingarkostnaður, og þar með andvirði þessarar gjafar til íbúa í Dalvíkurbyggð, er um 200 milljónir


mbl.is Sparisjóður Svarfdæla kostar byggingu menningarhúss á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánshæfi banka hækkar vegna óbeinna ábyrgða frá ríkinu

Mér er það þvert um geð þessar nýjustu mataðferði Moodys. Þeir hækka lánshæfismat bankana hér á landi því þeir telja líkur á því að Íslenska ríkið kæmi til með að hlaupa undir bagga ef að bankarnir lentu í alvarlegum erfiðleikum. Mér er ekkert um þetta. Þetta gerðist í Noregi fyrir hva 10 - 15 árum að einhverjir bankar rúlluðu og ríkið hljóp undir til að bjarga inneignum viðskiptavina bankana og um leið þá eignaðist ríkið þessa banka. Mér finnst að þar sem við höfum lækkað verulega skatta á þessa banka og þeir gera margt til að losna við að greiða suma skatta með því að stofna fyrirtæki í skattaparadísum þá eigi þetta bara ekkert að koma til greina. Bankarnir haf nú ekki verið að flýta sér að láta okkur njóta þess að þeir fái lán á bestu kjörum.

En svo er reiknað með að við leysum úr vandræðum sem þeir kunna að koma sér í með einhverjum ofurfjárfestingum eða lánum.

Úr fréttinni

Sérfræðingur í greiningardeild franska bankans Societe Generale í Lundúnum, mælir með því að fjárfestar kaupi skuldabréf íslensku bankanna, „ekki hafa áhyggjur þar sem ríkisstjórnin mun losa bankana úr vandræðum," sagði Suki Mann, sérfræðingur Societe Generale í gær.

Að sögn Suki Mann að með hækkun lánshæfismats íslensku bankanna sé Moody's búið að kasta trúverðugleikanum fyrir róða. Mann segir að þetta veki upp spurningar um hvort þörf sé á starfsemi matsfyrirtækja.

Nigel Myer, sérfræðingur hjá Dresdner Kleinwort í Lundúnum, segir að hækkun lánshæfismats íslensku bankanna veki upp spurningar í huga hans um hvers virði lánshæfismat Moody´s sé. Segir hann að þetta geti dregið úr trúverðugleika Moody's og hvort mark sé takandi á mati frá fyrirtækinu. Ungverska blaðið Budapest Business Journal greinir frá þessu á vef sínum.

Frétt af mbl.is

  Greiningardeildir erlendra banka gagnrýna lánshæfismat Moody's
Viðskipti | mbl.is | 27.2.2007 | 12:13
Mynd 300009 Greiningardeildir Royal Bank of Scotland, Dresdner Kleinwort og Societe Generale gagnrýna þá ákvörðun Moody's að hækka lánshæfismat íslensku viðskiptabankanna á föstudag. Er lánshæfismat íslensku bankanna nú hærra heldur en banka eins og ABN Amro.


mbl.is Greiningardeildir erlendra banka gagnrýna lánshæfismat Moody's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Anskotans ég er kominn með ofnæmi fyrir Jessicu en ekki pizzum

Ég verð að segja að ég er bara komin með ofnæmi fyrir fréttum af þessari stúlku. Finnst hún ekki hafa margt til bruns að bera. Hún er reyndar falleg en samkvæmt þessu þáttum sem voru sýndir um hana síðasta vetur er hún vitgrönn og hæfileikalaus og þessi frægð hennar með afbrigðum.

Vildi samt að ég hefði ofnæmi fyrir pizzum það kæmi sér vel fyrir mig og holdafarið.

Frétt af mbl.is

  Andlit pítsukeðju með ofnæmi fyrir pítsum
Veröld/Fólk | mbl.is | 27.2.2007 | 9:29
 Jessica Simpson. Bandaríska söngkonan Jessica Simpson er andlit flatbökukeðjunnar Pizza Hut og kemur fram í auglýsingum fyrirtækisins. En nú er komið í ljós að Simpson hefur ofnæmi fyrir hráefnunum í pítsum.


mbl.is Andlit pítsukeðju með ofnæmi fyrir pítsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnumiðlun Framsóknar

Var að sjá að það er verið að útvega Hjálmar Árnasyni starf. Þetta er náttúrulega sárabætur frá framsókn fyrir að hann komst ekki í það sæti sem hann óskaði sér sem og hann hefur unnið vel fyrir flokkinn:

Af www.jonas.is  

27.02.2007
Æstur sendiherra
Mér brá, þegar ég sá, að ráðgert væri að ráða Hjálmar Árnason sem konsúl í Kanada, undanfara sendiherraembættis. Ég held, að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi nóg gert, þótt landsþekktum æsingamanni sé ekki bætt við stétt sendiherra. Nú þarf að staldra við og spyrja, hvað við höfum að gera við fjölmenna sveit sendiherra. Hafa þeir stutt útrás atvinnulífsins? Hafa helztu kóngar útrásarinnar leitað sér aðstoðar í sendiráðum? Svarið er stutt, nei. Viðskipti Íslands í útlöndum eru óháð sendiherrum öðrum en þeim, sem starfa hjá fjölþjóðastofnunum í Bruxelles og New York.


Frábær síða talsmanns neytenda

Vildi benda fólki á síðu talsmanns neytenda www.tn.is . Hann Gísli Tryggvason er auðsjáanlega kominn á skrið og ýtir við fyrirtækjum alveg villt og galið. M.a. í dag er hann að leggja út af pisli sem hann skrifaði í fyrradag um:

logoÍ pistlinum í talhorninu fjallar talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, um það vandamál þegar hljóm- eða mynddiskar eyðileggjast - ekki síst diskar með barnaefni. Bent er á að þetta sé ekki bara vandamál neytenda enda er „varan“ sem maður kaupir ekki bara diskurinn; hann er bara eins konar fylgihlutur til þess að njóta megi tónlistarinnar eða myndarinnar. Diskurinn er í raun umbúðir og ekki réttmætir hagsmunir fyrirtækja að geta selt nýjan og nýjan disk fyrir þá sem skemmast enda væri þá búið að margborga fyrir afnotaréttinn að sama innihaldinu.

Þarna er hann m.a. að vísa til þess að mest af verðu disks sem maður kaupir er höfundaréttur og afnotaréttur en diskurinn sjálfur og umbúiðir minnsti kosnaður. Og afnotarétturinn sem maður greiðir fyrir er til ótakmarkaðs tíma. Og því leggur hann til að maður geti skilað ónýtum diskum og fengið annann.

Síðan 23. febrúar er hann að kynna beiðni til símafyrirtækja um rökstuðuning fyrir útskriftargjaldi sem legst við öll verð hjá þeim en þar segir Gísli:

23. feb. 2007

Síminn og Vodafone beðin um rökstuðning fyrir útskriftargjaldi


 

Í bréfi til stærstu símafyrirtækja landsins, Símans og Vodafone, er þeim boðið að upplýsa um raunkostnað við útsendingu reikninga í ljósi þess að neytendur eiga rétt á fullri sundurliðun fjarskiptareikninga - endurgjaldslaust.

Í tengslum við meðferð samgöngunefndar Alþingis á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fjarskipti hefur talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, í umsögn til samgöngunefndar ítrekað tillögu í fyrri umsögn til samgönguráðuneytis um drög að sama frumvarpi.

Eins og fram kom í frétt á heimasíðunni í fyrradag felur tillagan í sér að sett verði mörk við kostnaði sem heimilt verði að krefja neytendur um. Er það gert í ljósi þess að neytendur eiga lögum samkvæmt rétt á endurgjaldslausri sundurliðun reikninga frá fjarskiptafyrirtækjum og eftir samþykkt umrædds frumvarps á sú sundurliðun að ná til allra símanúmera og annarrar þjónustu.

Í bréfum til Símans og Vodafone er þeim gefinn rúmlega viku frestur til þess að gera athugasemd við upplýsingar talsmanns neytenda um hver raunkostnaður við útsendingu reikninga er, þ.e. alls að hámarki 105 kr. og er þar rúmt reiknað að mati talsmanns neytenda. Einnig er spurt um raunkostnað fyrirtækjanna sjálfra „við útsendingu reikninga“ og þau gjöld sem fyrirtækin leggja á neytendur vegna sundurliðunar og útsendingar reikninga.

Hvet fólk til að skoða síðunna hans. Tel að þarna fari opinber starfsmaður sem er að vinna vinnunna sína.


Hægrigrænt framboð!!

Var að lesa eftirfarandi inn á www.mannlif.is . (Reynir Trausta auðsjáanlega farinn að vinna og henda inn fréttum)

Grænt skjallbandalag

26 feb. 2007

Flest bendir til þess að Jakob Frímann Magnússon, burtfloginn Samfylkingarmaður, og Margrét Sverrisdóttir, sem yfirgaf Frjálslynda í fússi, taki höndum saman og bjóði fram einshverskonar grænan lista í vor. Sést hefur til Margrétar og Jakobs Frímanns á plottfundum í miðborg Reykjavíkur. Þá þykir vera stutt í Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, sem er náinn samherji Jakobs. Enn eitt hjólið undir kosningavagninn er síðan Ómar Ragnarsson sem þykir bera þess öll einkenni að vilja komast í framboð. Innbyrðis hefur þetta fólk hælt hvert öðru á bloggsíðum. Stjórnmálaskýrendur mannlif.is eru sammála um að allt stefni í grænt framboð þar sem Jón Baldvin fái jafnvel talsvert vægi. Það þykir reyndar dálítið skondið þar sem Jón Baldvin er maðurinn sem lyfti Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, hæsta stall en vill nú bæta ýmis mein samfélagsins sem hlotist hafi af langvarandi setu Sjálfstæðisflokksins í landsstjórninni ...


Bloggfærslur 27. febrúar 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband