Leita í fréttum mbl.is

Gat nú verið:Ný umhverfisstefna í vinnslu og kynnt korteri fyrir kosningar

Ég sagði hér á blogginu í gær eftirfarndi:

Allt í einu kemur í ljós að stjórnin sé að vinna að nýrri umhverfisstefnu sem verði sú framsæknasta í heimi. En sú vinna verður sett í nefnd og fulltrúar látnir taka sér frí snemma þetta ár. Og ef flokkarnir halda völdum verður þetta mál svæft.

Og hvað les ég svo á www.ruv.is

Ný umhverfisstefna stjórnvalda í vændum; efi hjá NSÍ

„........Jónína Bjartmarz telur líklegt að ríkisstjórnin kynni nýja stefnu í umhverfismálum á næstunni. Hafnfirðingar kjósa um það eftir tvo mánuði hvort stækka eigi álverið í Straumsvík. Við það eykst losun gróðurhúsalofttegunda úr 300.000 í 740.000 tonn á ári."

En ég tek undir með Árna Finnssyni sem segir:

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra er ekki með nægilega fast land undir fótum til að skýra frá stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Þetta segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hann telur önnur ráðuneyti vinna gegn tilraunum umhverfismálaráðuneytisins til að marka íslenska loftslagsstefnu.

Og síðar í fréttinni:

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum hafa verið lítilfjörlega til þessa.


Handónýt króna!

Ég hef sagt það oft áður hér á blogginu að krónan okkar sé ekki að gera sig. Þessi frétt sýnir að í raun er krónan skrá allt of há og miðað við verðlag ætti hún að vera 158 krónur miðað við dollar

Frétt af mbl.is

  Ofmetnasti gjaldmiðillinn
Viðskipti | Morgunblaðið | 3.2.2007 | 5:30
Mynd 305685 Íslenska krónan er ofmetnasta myntin í heimi samkvæmt Big Mac-vísitölunni sem tímaritið Economist tekur saman. Vísitalan mælir verð á Big Mac-hamborgum víða um heim og samkvæmt henni er gengi íslensku krónunnar 131% hærra en það ætti að vera.


mbl.is Ofmetnasti gjaldmiðillinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð staða í skoðunarkönnunum

Af www.ruv.is

thjodarpuls-gallup-feb07

Þetta sýnir að ef þetta væru úrslit kosninga þá væri stjórninn fallin með 3 þingmönnum minna en Kaffibandalagið.

Ég er næsta viss um að þetta verður til þess að skítkastið í "Stuttbuxnaliði" Sjálfstæðismanna á eftir að magnast upp. Það verður farið að vitna í ræður sem fólk flutti í menntaskólum fyrir 20 til 30 árum. Jafnvel í grunnskóla. Og síðan fáum við einhverja kosningaplástra eins og auka skattalækkun í apríl.

Allt í einu kemur í ljós að stjórnin sé að vinna að nýrri umhverfisstefnu sem verði sú framsæknasta í heimi. En sú vinna verður sett í nefnd og fulltrúar látnir taka sér frí snemma þetta ár. Og ef flokkarnir halda völdum verður þetta mál svæft.

Einnig kemur fram í þessari frétt á www.ruv.is :

Fylgi Framsóknarflokksins á landsvísu mælist 6. mánuðinn í röð einungis helmingur þess sem það var í kosningunum 2003 samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups.

Landsfylgi Framsóknar er 8,8% en í kosningunum hlaut flokkurinn 17,7% fylgi. Flokkurinn fengi 6 þingmenn, en hefur 12. Flokkurinn er með minna fylgi er Frjálslyndir í stóru kjördæmunum á suðvesturhorninu, 3,1% Reykjavík norður 6, 4% í Reykjavík suður og 5,7 % í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn hefur tapað fylgi í öllum kjördæmum. Hvorki Siv Friðleifsdóttir né Jón Sigurðsson næðu kjöri færu kosningar eins og könnunin mælir.

Eins rakst ég á þetta á blogginu hans Einars Mar Þórðarsonar um hvernig óákveðnir eru líklegir til að kjósa:

kosningheg_un_121976


Bloggfærslur 3. febrúar 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband