Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Framkvæmdasjóður aldraðra m.a. notaður til að kosta kosningaáróður
Miðað við alla þörfina á hjúkrunarplássum og íbúðum fyrir eldirborgara. Er skrítið að fjármagn sé notað úr honum m.a. til að borga eitthvað um áherslur Sivjar Friðleifsdóttur í öldrunarmálum. Og fleirí útgjöld sem manni finnst að ætti að vera borgað af öðrum tekjustofnum:
Ráherrar farið frjálslega með framkvæmdasjóðinn
Stjórn Landssambands eldri borgara ætlar á morgun að ræða, á fundi sínum, fréttir um að Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra hafi notað fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra til að prenta og dreifa bæklingi um framtíðarsýn sína í öldrunarmálum.
Ráðherrar heilbrigðismála hafa sótt fé í framkvæmdasjóð aldraðra. Meðal annars notaði Siv Friðleifsdóttir fé úr sjóðnum til að greiða fyrir prentun og dreifingu bæklings um áherslur sínar í öldrunarmálum. Þá hefur sjóðurinn greitt fimm milljónir á ári fyrir stöðu lektors í öldrunarfræðum við Háskóla Íslands um nokkura ára skeið, en samningurinn er til fimm ára, og staðið straum af launum ritara í hálfu starfi á öldrunardeild á Landakoti.
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Ég er svo vitlaus í viðskipta og rekstarfræðum - Getur einhver skýrt þetta.
Í þessari frétt er Kaupþing að gefa út skuldabréf til 3 ára með 4,7% föstum vöxtum. Sem þýðir væntanlega að þeir eru að taka þessa peninga að láni. Þeir þurfa því að greiða þessi lán eftir 3 ár með 4,7% vöxtum. Það sem ég er að velta fyrir mér hvernig þeir hagnast á þessum skuldabréfum. Er það vegna þess að þeir geta lánað okkur þetta á 11 till 15% vöxtum? Eða treysta þeir á að þeir geti lánað þetta hér með verðtryggingar hagnaði þar sem að þetta lán er án verðtryggingar?
Frétt af mbl.is
Tæplega 30 milljarða króna skuldabréfaútgáfa Kaupþings í Kanada
Viðskipti | mbl.is | 4.2.2007 | 15:57Kaupþing banki hefur gefið út skuldabréf í Kanada fyrir 500 milljón Kanadadali, eða sem svarar til tæpra 30 milljarða íslenskra króna. Þetta er í fyrsta sinn sem Kaupþing gefur út skuldabréf í Kanada, að því er segir í tilkynningu frá bankanum
![]() |
Tæplega 30 milljarða króna skuldabréfaútgáfa Kaupþings í Kanada |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Hvað er Jónína Ben að segja?
Nú fer Jónína Ben hamförum á öllum stöðum sem hún kemst á til að ráðast á Ingjibjörgu Sólrún. Nú síðast í Silfri Eglis. Hún segir fullum fetum að Ingibjörg hafi komið í veg fyrir að hægt hafi verið að koma böndum á þessa glæpamenn sem Baugur er. Og síðan segir hún:
Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn hafa litlar þakkir fengið fyrir að reyna að stöðva þessa framþróun í viðskiptaheiminum en um leið sjá kjósendur að flokkurinn er sá eini sem gæti hugsanelga ráðið við fákeppnisvandann. Því þurfa landsmenn að gefa Sjálfstæðisflokknum það vald sem til þarf og sjálfstæðismenn að sýna pólitískt þrek til þess að láta ekki veisluhöldin villa sér sýn.
Þó ég sé trúleysingi þá segi ég bara o. my God! Hvað er konan að meina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í 16 ár. Það er flokkurinn sem meðvitað hefur haldið Samkeppnisstofnun og öðrum eftirlitsaðilum í fjársvelti. Og þegar hún er spurð hvað hún sé að meina með að stjórnarandstaðan hafi gert til að koma í veg fyrir að þessar valdablokkir kæmust til valda nefnir hún fjölmiðlafrumvarpið. Og það vita allir að málið komst á fullt skrið vegna reiði t.d. Forsætisráðherra þáverandi og fleiri út í Baugsfeðga. Og sennilega af því að allt kerfið fór í gang út af einni kretitnótu og frásögn eins manns þá var því klúðrað frá upphafi. Hefði kannski verið betra að undirbúia sig meira áður en þeir réðust inn í Baug.
Síðan í sífelltu spyr hún hvernig póstar sem komu upp um olíumálið komust til samkeppnisráðs. Og hún hafi séð þessa pósta. Og tengir það við plott við að ná Skeljung undir Baug. Ég verð nú að segja að mér er sama hverning upp komst um þetta olíusamráð.
Ég er eiginlega vonsvikin yfir þessu gassagangi í Jónínu því margt annað sem hún segir er mjög vitrænt og merkilegt eins og hvernig bankarnir ráða öllu hér á landi. Í krafit eigna í fyrirtækjum og skulda fyrirtækjana og eigenda við bankana. Vildi að hún ræddi meira um það.
En að halda að það sé Sjálfstæðisflokkurinn sem gæti komið í veg fyrir fákeppnisvandan er út í hött. Og gott væri að einhver minnti Jónínu á það að það voru Sjáflstæðismenn sem seldu bankana.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Þessi frétt er nú dálítið slitin úr samhengi við sjálft viðtalið í Mogganum
Ég las þetta viðtal við Guðrúnu Ögmunds í Mogganum í dag. Hún fer þar nokkuð yfir sviðið en er mjög jákvæð í heildina sem mætti ekki ætla við lestur þessarar frétta hér á mbl.is
EN vissulega er það rétt hjá henni að talsmannakerfið er eitthvað sem ekki hefði átt að detta út nema eitthvða kæmi í staðinn. Ég geri ráð fyrir að þingmenn sem ekki voru í talsmannahlutverki fyrir flokkinn hafi verið á móti því. Þetta hefði verðið hægt að leysa með því að hafa fleiri en einn í hverjum málaflokk.
Hún er þó í þessu viðtali um að Samfylkingin safni saman vopnum sínum og að fylgið eigi eftir að vaxa á ný.
En svona úrdráttur er náttúrulega vatn á þá sem vilja skjóta á Samfylkingunna.
Frétt af mbl.is
Allt undir 32% fylgi óviðunandi
Innlent | Morgunblaðið | 4.2.2007 | 5:30"ÉG viðurkenni að ég er með dálítinn beyg," segir Guðrún Ögmundsdóttir, alþingismaður Samfylkingar, um stöðu flokksins fyrir þingkosningarnar í vor, í samtali við Árna Þórarinsson í Morgunblaðinu í dag.
![]() |
Allt undir 32% fylgi óviðunandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Björn Bjarnason heldur áfram að skjóta á Útvarp Sögu og færist í aukana!
Þetta fer að verða skemmtilegt. Maður les bloggið hans Björns og hlustar daginn eftir á Arnþrúði Karsl á Útvarpi Sögu öskureiða.
Nú segir Björn:
Tvisvar hef ég notað heitið niðstöng nútímans um útvarp Sögu hér á síðunni í tilefni af því, hvernig stöðinni var beitt gegn Margréti Sverrisdóttur í varaformannskjöri frjálslyndra. Sverrir Hermannsson, stofnandi Frjálslynda flokksins og faðir Margrétar, ritar grein um ill örlög flokksins í Morgunblaðið í dag. Þar minnist hann á þessa sérkennilegu útvarpsstöð og kallar hana útvarp Lygasögu.
Sendingar í útvarpi Sögu fara fram hjá mér en mér er sagt, að Arnþrúður Karlsdóttir, eigandi stöðvarinnar, flytji hverja skammarræðuna eftir aðra yfir mér á stöðinni og þeir Sigurður G. Tómasson og Guðmundur Ólafsson taki einnig syrpur í sama dúr. Allt er þetta líklega undir sömu formerkjum og annað á þessari makalausu stöð - óhróður af þessu tagi höfðar vafalaust til einhverra en Sverrir Hermannsson segir, að þeir, sem stöðin studdi í valdabaráttunni innan Frjálslynda flokksins hafi kostað starfsemi stöðvarinnar þá daga með auglýsingum. Þetta er sem sagt allt á sömu bókina lært.
En þetta er náttúrulega dómsmálaráðherra landsins og spurning hvort hann sé ekki komin langt út fyrir það sem eðlilegt er að maður í slíkri stöðu láti frá sér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Þetta hafa menn gert áður - En það er ekkkert hlustað á þá.
Bush hefur nú ekki verið þekktur fyrir að hlusta á ráðleggingar manna sem vita betur. Það var varað við innrás í Írak en hvað gerðist? Þetta virðist vera einhver ógurleg klíka sem er í kring um blessaðan manninn sem er svo gjörsamlega úr tenglsum við allt sem heitir skilningur á heiminum. Sem og að þeir halda að ofbeldi og yfirgangur sé lausn allra vandamála.
Það sem ég hef sérstakar áhyggjur af er að fleiri og fleiri eru að reyna að vara hann við. Það finnst mér merki um að innrás í Íran sé yfirvofandi. Hef heyrt að það sé stefnt að því að hún gæti orðið í apríl. Heimurinn verður að fara að taka í taumana og stöðva þennann ofbeldismann sem Bush er.
Frétt af mbl.is
Þrír fyrrverandi hershöfðingjar vara við því að ráðist verði á Íran
Erlent | mbl.is | 4.2.2007 | 10:10Þrír fyrrverandi háttsettir yfirmenn Bandaríkjahers hafa varað bandarísk yfirvöld við því að gerðar verði árásir á Írana. Þeir segja að slíkt myndir hafa hörmulegar afleiðingar fyrir öryggi í Mið-Austurlöndum sem og fyrir hersveitir bandamanna í Írak.
![]() |
Þrír fyrrverandi hershöfðingjar vara við því að ráðist verði á Íran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Leggur til tafarlausa upptöku evru
Ákvað að halda þessu til haga hér. Bara svona af því það styður hugmyndina um upptöku Evru og svo af því sem hann segir um Davíð og þá í seðlabankanum.
Fréttablaðið, 04. feb. 2007 09:00Steve Forbes hinn þekkti ritstjóri Forbes-tímaritsins og fyrrverandi forsetaframbjóðandi heldur fyrirlestur á Hótel Nordica næsta þriðjudagskvöld.
Leggur til tafarlausa upptöku evru
Miðað við verðbólgu og stýrivexti ættu Íslendingar að kasta krónunni, segir Steve Forbes í viðtali við Fréttablaðið í dag.
Forbes gagnrýnir efnahagsstjórn Íslendinga harðlega. Hann leggur til að evra eða dalur verði tekin upp í stað krónunnar. Því fylgi meiri stöðugleiki. Öðrum kosti ættu Íslendingar að skipta um æðstu menn Seðlabankans, því þeir vita ekki hvað þeir gera".
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Nýtt hægra framboð?
Var að lesa bloggið hennar Margrétar Sverrisdóttur. Og ég get ekki skilið hana örðuvísi en að það sé unnið að því að stofan nýtt framboð. Eða hvernig ber að skilja þetta:
3.2.2007 | 23:24
Laugardagur til lukku og Spaugstofan
Nýtt afl (grín
) er að koma fram á sjónarsviðið í íslenskri pólitík. Fundað var í dag og á næstunni verða sett fram skýr markmið framboðs sem er hægra megin við miðju í pólitísku litrófi stjórnmálanna. Bíðið spennt eftir framhaldinu - dokið við - hér rétt handan við hornið verða æsispennandi tíðindi...
"framboðs sem er hægra megin við miðju" það getur maður ekki skilið örðuvísi en nýtt framboð. Ætli það sé hægra grænt framboð með Ómari og fleirum. Þetta er spurning.
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Kosningavixlar
Ég hef m.a. talað um það í síðustu færslum að nú fari ríkisstjórnarflokkarnir að setja fram loforð um framkvæmdir sem koma eiga til framkæmda eftir kosningar. Og tryllingurinn er virkilega byrjaður. Samgönguráðherra lofar nú og lofar framkvæmdum út um allt og Guðni skrifar stóra víxla til bænda langt fram í tímann. Egill Helgason tekur þetta upp á svæði sínu Silfri Egils og segir:
Loforðasúpa ráðherra fyrir kosningar er gengin langt út í öfgar. Hví leggur samgönguráðherra fram samgönguáætlun þremur mánuðum fyrir kosningar? Er það ekki í hæsta máta óeðlilegt? Býst einhver við því að Sturla Böðvarsson verði ráðherra eftir kosningarnar? Eru loforð hans einhvers virði?
Og Guðni Ágústsson. Hví er hann að undirrita risasamning við sauðfjárbændur rétt fyrir kosningar? Væri ekki eðlilegra að nýr ráðherra skoðaði málin, gerði slíkan samning eða gerði hann ekki?
Hið sama gildir um Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og loforð hennar um auknar fjárveitingar til Háskóla Íslands, Siv Friðleifsdóttur sem lætur prenta bækling um sýn sína í öldrunarþjónustu - og svo skilst manni að ríkisstjórnin ætli að fara að kynna umhverfisstefnu.
Svona breytast ráðuneytin í kosningaskrifstofur. Þetta kallast kosningavíxlar og eru alsiða í pólitíkinni. En ekkert betri fyrir það.
Síðan heldur hann áfram að pirra sig út í Samgönguráðherra og segir:
Annars tók ég eftir því að í samgönguáætlun Sturlu er gert ráð fyrir peningum til mislægra gatna á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þetta er einhver mesta óþurftarframkvæmd sem um getur, eftir að þarna komu tvöföld beygjuljós. Svo mun þetta mannvirki útheimta annað eins niðri í Lönguhlíð þar sem hinn raunverulegi flöskuháls er. Framtíðin er nýjar leiðir út úr borginni - Hlíðarfótur og vonandi líka brú yfir Skerjafjörð en með henni væri hægt að komast á örskotsstundu milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.
Svo brúum við þaðan yfir í Straumsvík og þá er ekkert mál að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur. Nema að við komum því fyrir á Álftanesi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 4. febrúar 2007
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 969809
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson