Leita í fréttum mbl.is

Gaman að Sigurður Kári er stoltur af þessu. Ég er það ekki

Sigurður Kári notaði fyrirspurnartíma á Alþingi til að fjalla um skýrstu Hagstofunar um Lágtekjumörk og tekjudreifingu og fór þar í leik við Geir Haarde þar sem þeir slógu um sig hvað Ísland kæmi vel út úr þessu. Þeir eru semsagt stoltir yfir því að um 30 þúsund Íslendingar eru undir fátækramörkum.

Í frétt á www.hagstofa.is segir m.a.

Lágtekjumörk og tekjudreifing 2003-2004

Hagstofa Íslands hefur gefið út Hagtíðindi þar sem greint er frá niðurstöðum um lágtekjumörk og tekjudreifingu 2003 og 2004. Þessar niðurstöður eru fengnar úr lífskjararannsókn Hagstofunnar en hún er liður í samræmdri lífskjararannsókn Evrópusambandsins (EU-SILC).

Árin 2003 og 2004 voru tæplega 10% landsmanna á einkaheimilum fyrir neðan lágtekjumörk (at risk of poverty) eins og þau eru skilgreind í lífskjararannsókn Evrópusambandsins. Lágtekjumörkin voru 102.664 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði fyrir einstakling sem býr einn árið 2004 en 215.594 kr. fyrir tvo fullorðna með tvö börn.

Hlutfall þeirra sem voru undir lágtekjumörkum árið 2004, var hæst í aldurshópnum 16-24 ára, eða 15,4% , en lægst í aldurshópnum 50-64 ára, eða 5,9%.

Hlutfallslega fleiri sem bjuggu einir voru undir lágtekjumörkum en þeir sem bjuggu með öðrum. Sama gildir um þá sem bjuggu í leiguhúsnæði samanborið við þá sem bjuggu í eigin húsnæði.

Ef maður skoðar svo hagtíðindi þá erum við á svipuðum stað og Tékkland  Þannig að árangurinn er ekkert svakalegur það munar litlu á okkur og öðrum þjóðum í Evrópu fyrir utan (Tyrkland, Grikkalnda og þjóðir Austur Evrópu.)

En ef við miðum við að við erum með ríkustu þjóða í heiminum þá er það rosalegt að 1 af hverjum 10 er undir fátæktarmörkum. Og mér finnst það ekkert til að hreykja sér af. Ríkissjóður sem skv. stjórnvöldum syndir í peningum gæti svo auðveldlega lagað þetta með því að hækka skattleysismörk, með því að laga örorkubætur og lífeyri.

Á www.capacent.is má finna eftirfarandi töflu úr Þjóðarpúlsi nú í febrúar.

Fjolskyldu_fataekt

23% þekkja einhvern fjölskyldumeðlim  sem býr við fátækt og 21% í viðbót einhvern í fjölskyldunni síðustu 10 ár sem hefur verið fátækur.

Og svo geta menn grínast með þetta og hreykt sér.

Frétt af mbl.is

  Leikrit eða ekki leikrit
Innlent | mbl.is | 5.2.2007 | 15:59
Frá Alþingi. Langar umræður um fundarstjórn forseta á Alþingi spunnust í dag eftir að Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram fyrirspurn til Geirs H. Haarde, forsætisráðherra í fyrirspurnartíma í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu að orðaskipti þeirra Sigurðar og Geirs hefði verið vel undirbúið og leikstýrt leikrit og kvörtuðu yfir því að hafa ekki komið sínum fyrirspurnum að.


mbl.is Leikrit eða ekki leikrit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegt að Flugfélagið eigi þessa flugstöð

Það hefur aldrei verið rætt um þetta áður. Byggðu þeir þessa stöð og afhverju í ósköpunum hafa þeir fengið einkaaðstöðu þarna á vellinum?

Nú hefur verið talað um að byggja nýja stöð þarna hinumegin á vellinum af ríkinu. Og er þetta ekki á móti samkeppnisreglum. Er þeim ekki skilt að veita öðrum flugfélögum aðstöðu því þetta er jú völlur í eigu okkar. Væri því rökrétt að ríkið taki þetta hús bara eignarnámi. Því þetta eru almannahagsmunir.

Frétt af mbl.is

  Iceland Express fær ekki inni á Reykjavíkurflugvelli
Innlent | mbl.is | 5.2.2007 | 18:05
Áform Iceland Express um að hefja samkeppni í innanlandsflugi við Flugfélag Íslands eru í uppnámi vegna þess að Flugfélag Íslands meinar Iceland Express um aðstöðu í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli.


mbl.is Iceland Express fær ekki inni á Reykjavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fjármálafyrirtækin borga ekki skattinn"

Þetta er nú það sem ég var að velta fyrir mér um daginn hér á blogginu. Var að lesa heimasíðu Kristins H Gunnarssonar og þar er ný færsla þar sem segir m.a.

Þrjú dæmi vil ég draga fram til þess að færa rök fyrir efasemdunum. Það fyrsta er stórgróðafyrirtækið FL Group hf. Methagnaður varð á rekstri fyrirtækisins á síðasta ári eða 44.559 milljónir króna. Reiknaður 18% tekjuskattur er 7.547 milljónir króna sem er vissulega væn summa í kassann, en þegar að er gáð í ársreikningunum kemur í ljós að ríkið fær ekkert, öllum skattinum er frestað. Fyrirtæki geta nefnilega frestað skattgreiðslum með nýjum fjárfestingum.

Annað dæmið er Straumur Burðarás Fjárfestingarbanki. Fréttablaðið greinir frá því á laugardaginn að fyrirtækið hafi frestað 10 milljarða króna skattgreiðslu með því að fjárfesta í dótturfyrirtæki sínu.

Loks nefni í Eyri hf. fjárfestingarfélag. Hagnaður þess skv. ársreikningi 2006 varð 1.994 milljónir króna. Af honum ætti fyrirtækið að greiða 330 milljónir í skatt til ríkisins, en skattgreiðslunni allri er frestað, þannið að sameiginlegur sjóður landsmanna fær á þessu ári ekki eyri frá Eyri hf. fjárfestingarfélagi frekar en frá FL Group hf. eða Straumi Burðarási.

Hluthafarnir fá hins vegar eitthvað fyrir sinn snúð og þannig sýnist mér að hluthafar í FL Group hf. fái greitt um 34% af hagnaðinum eða 15 þúsund milljónir króna. Hluthafar í Eyri hf. fá 10% eða um 200 milljónir króna.

Það virðist ekki vera nóg að hafa þessar rúmu heimildir til þess að fresta því að greiða reiknaðan tekjuskatt af hagnaði fjárfestingarfélaganna heldur virðast eigendurnir leita frekari leiða til þess að koma sér hjá því að taka þátt í sameiginlegum kostnaði þjóðarinnar, eins og rekstri heilbrigðis- og menntakerfisins.

Mér var nýlega á það bent að svo virtist sem þróunin væri sú að eignarhald á hlutabréfunum væri fært í sérstakt hlutafélag. Það væri síðan í eigu dótturfélaga sem væru skrásett í Hollandi. Þótt tekjuskattur fyrirtækja það sé verulega hærri en hér á landi þá væri hagnaður af sölu hlutabréfa skattfrjáls. Stóru hagnaðartölurnar koma af sölu hlutabréfa fremur en rekstri fyrirtækjanna og er væntanlega talinn fram í Hollandi. Aðilar sem þetta munu stunda eru nefndir FL Group og Bakkabræður.

Ef þetta reynist vera rétt þá blasir við sú mynd að skattur af rekstrinum er talinn fram á Íslandi en ekki greiddur og hagnaður af sölu hlutabréfanna er talinn fram í Hollandi og enginn skattur greiddur hvorki þar né hér.

Þá er spurningin: Eru fjárfestingarfélögin þátttakendur í íslensku samfélagi eins og venjulegir skattgreiðendur? Gleymum því ekki að aldraðir greiða skatta af lífeyrisgreiðslum sínum. Þeim skatti verður ekki frestað.

Ef þetta er rétt þá verða öll dagblöð og fréttastofur á Íslandi að setja ofan í við fréttamenn sem hafa verið að dæla í okkur fréttum að greiðslum þessara fyrirtækja í ríkissjóð.


mbl.is Hlutabréf hækkuðu í Kauphöll Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli þetta hafi verið svona "Ljóska"?

Mér finnst svona fréttir fyndnar:

Vísir, 05. feb. 2007 13:45

Kona við stýrið

Amy Brasher, 45 ára, var handtekin í San Antonio, í Texas á dögunum eftir að bifvélavirki tilkynnti lögreglunni um átján pakka af hassi sem höfðu verið faldir í vélarrúmi bílsins hennar. Amy hafði komið með bílinn á verkstæði til þess að láta skipta um olíu. Við yfirheyrslu sagði hún lögreglunni að hún hefði ekki vitað að það þyrfti að opna vélarhlífina til þess að skipta um olíu.

Og þessi frétt hér er fyndin líka:

Hinn fullkomni glæpur ?

Ástralska lögreglan er ekki alveg viss um hvernig hún á að orða ákæru á hendur fyrirtækis sem auglýsti svæsnar klámspólur, í dagblaði þar í landi. Verðið á þessum spólum var töluvert lægra en annarsstaðar, og því sendu margir pöntun og ávísun í pósti, eins og fyrir var lagt. Nokkrum vikum síðar barst svo bréf þar sem sagt var að samkvæmt núgildandi lögum væri ólöglegt að selja þessar spólur.

Fyrirtækið vildi ekki fá á sig kæru og því var ekki hægt að afgreiða pöntunina. Fyrirtækið endurgreiddi hinsvegar kaupverðið með eigin ávísun. Það var þó lítið um að þessar ávísanir væru innleystar. Af einhverjum ástæðum veigraði fólk sér við að fara í bankann með ávísun sem var merkt, STÓRUM stöfum: "Endaþarmsmaka og öfuguggafélagið"


Þetta fer nú bara að verða fyndið.

Maður spyr sig nú orðið hvað er eiginlega að gerast í þessum tímarita og fjölmiðlamarkaði. Eitt og sama fyrirtækið það ræður nú aftur ritstjóra að sama blaði sem hætti þar fyrir nokkrum mánuðum til að stofna annað blað sem er í samkeppni við þetta blað. Þ.e. Mannlíf vs. Ísafold.

Þetta sama fyrirtæki stofnar talmálsstöð (Talstöðina), gefur henni ekki tíma til að sanna sig heldur ríkur út í að stofan fréttastöð NFS gefur henni 8 mánuði og lokar henni svo.

Eins er ævitýrið með DV. Því er á innan við ári búið að breyta úr blaði sem kemur út 5x á viku í helgarblað . Síðan var útgáfu hætt um tíma. Nú aftur á það að kom 5x út í viku.

Það sem ég velti fyrir mér er allur sá kosnaður sem fer í þessar tilraunir. Og það að þessar sífeldu breytingar eru ekki til þess fallnar að skapa fastan lesendahóp eða auglýsendur. Þvílíkt og annað eins bruðl.

Frétt af mbl.is

  Reynir Traustason nýr ritstjóri Mannlífs
Veröld/Fólk | mbl.is | 5.2.2007 | 9:30
Reynir Traustason Reynir Traustason hefur verið ráðinn ritstjóri tímaritsins Mannlífs en Krisján Þorvaldsson er farinn í feðraorlof, samkvæmt tilkynningu. Undir ritstjórn Reynis mun útgáfudögum fjölga og mun blaðið koma út á þriggja vikna fresti frá og með 1. mars.


mbl.is Reynir Traustason nýr ritstjóri Mannlífs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var komin tími til að gyðingar sjálfir reyni að hafa áhrif á Ísraelsstjórn

Ég held að þrýstingur innan samfélags Gyðinga utan Ísraels hljóti að hafa áhrif. Sérstaklega ef að þetta verður almennt. Því að Ísrael er mjög háð stuðningi frá Gyðinum erlendis. Sérstaklega væri sterkt ef að hópa gyðinga í Bandaríkjunum gerði slíkt hið sama.

Frétt af mbl.is

  Skilja sig frá gyðingasamtökum sem vilholl eru Ísraelsstjórn
Erlent | AFP | 5.2.2007 | 6:46
Harold Pinter er einn stuðningsmanna IJV. Ríflega hundrað þekktir gyðingar í bresku samfélagi hafa stofnað samtök í Bretlandi, Raddir óháðra gyðnga (IJV), til að skilja sig frá gyðingasamtökum þar í landi sem styðja Ísraelsstjórn.

Af www.ruv.is

Bretland: Ný samtök gyðinga


 Um 130 þekktir gyðingar í Bretlandi hyggjast stofna ný samtök sem ekki styðja hvaðeina sem Ísraelsstjórn tekur sér fyrir hendur. Samökin verða nefnd Raddir óháðra gyðinga. Oddvitar þeirra segja markmiðið meðal annars að koma því á framfæri að fjölmargir gyðingar séu andvígir ofbeldisstefnu Ísraelsstjórnar gagnvart Palestínumönnum og Líbönum. Samtökin fallist ekki á þá túlkun ýmissa gyðinga að gagnrýni á stefnu Ísraelsstjórnar og gyðingahatur séu eitt og hið sama. Kornið sem fyllti mælinn, segja óháðir gyðingar, var eindreginn stuðningur Fulltrúaráðs breskra gyðinga við hernað Ísraela í Líbanon í fyrra sumar. Fulltrúaráð breskra gyðinga hefur löngum verið forystusveit þeirra, stofnað 1760, og ætíð stutt Ísraelsríki með ráðum og dáð.

Stofnendur Radda óháðra gyðinga birta ávarp á vefsíðu Guardian í dag. Þar segir meðal annars að ekki megi lengur una því að yfirgangsstefna hrokafulls hernámsveldis þoki burt sjónarmiði mannréttinda og umburðarlyndis í röðum breskra gyðinga. Meðal þeirra sem leggja nafn sitt við ávarpið eru nóbelsskáldið Harold Pinter, leikarinn Stephen Fry, tískuhönnuðurinn Nicole Farhi, heimspekingurinn Brian Klug, kvikmyndaleikstjórinn Mike Leigh og sagnfræðingurinn Eric Hobsbawm.


mbl.is Skilja sig frá gyðingasamtökum sem vilholl eru Ísraelsstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn af hverjum tíu fátækur

Alveg er þetta makalaust. Hannes Hólmsteinn kemur og segir að Stefán Ólafsson notist við einhverjar aðferðir sem sýni alltaf einhverja fátæka. Því að  þar sem að þetta séu einhver meðaltöl sem sýni fólk fátækt vegna þess að svo margir eru mjög ríkir.

En svo nokkrum dögum seinna les maður þetta og það byggt á útreikningum Hagstofunar:

af www.visir.is

Fréttablaðið, 05. feb. 2007 00:15

Einn af hverjum tíu fátækur

Tíundi hver Íslendingur er fátækur því ráðstöfunarfé hans er undir lágtekjumörkum. Þetta er niðurstaða úr rannsókn Hagstofu Íslands sem er liður í samræmdri lífskjararannsókn Evrópusambandsins. Rannsóknin náði til áranna 2003 og 2004.

Lágtekjumörkin voru 102.664 krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði fyrir einstakling sem býr einn árið 2004 en 215.594 krónur fyrir tvo fullorðna með tvö börn. Þeir sem bjuggu einir voru frekar undir lágtekjumörkum en þeir sem bjuggu með öðrum. Af 31 Evrópuþjóð árið 2004 var ein þjóð með lægra lágtekjuhlutfall en Íslendingar, tvær með sama hlutfall en 27 þjóðir voru með hærra lágtekjuhlutfall.

Og þið verðið að afsaka að ef einn af hverjum tíu Íslendingum býr við að hafa undir 102 þúsundum í laun eða vera í 4 manna fjölskyldu og tekjur hennar undir 215 þúsundum þá er eitthvað að hér.


malefni.com baugsmiðill? Svo segir Jónina Ben

Ekki það að ég sé heltekin af Jónínu Ben og málfluttningi hennar en ég viðurkenni að ég kýki reglulega á bloggið hennar og í kvöld birtist færsla hjá henni um malefni.com. Þar var víst verið að skipta um netþjón og netheimar.is koma til með að sjá um reksturinn á þessu. Af því dregur Jónína þá ályktun að Baugur sé þar að verki og noti malefni.com til að ná sér niður á fólki eins og henni. Um þetta veit ég ekki en það sem sló mig er eftirfarandi kafli úr blogginu þar sem hún held ég er m.a. að gefa í skyn að flest allir frétta og blaðamenn á fréttablaðinu og stöð 2 séu þar að skrfia undir dulnefnum og standa í rógburði um hana.

En semsagt fyrir ykkur sem vogið ykkur að gagnrýna Baug opinberlega farið ekki í nafnleynd inn á malefni.com því ykkar verður lengi minnst og getið átt von á hatramri árás inn í líf ykkar. Nema þá að þið leggið í þann slag. (Sjálf skrifa ég ekki undir nafnleynd.)

Þið strákar á malefni.com í vinnu hjá Baugi. Þið eruð bara fyndnir. Ég skora á ykkur að setja nafnið ykkar undir það sem þið skrifið. Ég þoli alveg gagnrýni en ekki aulagagnrýni.
Þetta sæmir ekki karlmönnum eins og ykkur.
Og þó...

Ekki veit ég hvort nöfn eins og Hjálmar, Illugi, Guðmundur, Hallgrímur, Ragnar,Sigurjón, Sigurður, Hallgrímur, Jakob, Trausti, Tryggvi, Hreinn klingir bjöllum hjá þjóðinni enda gerir það ekkert til.
Ég efa það hinsvegar ekki að þessir menn lesa bloggsíðu mína, enda væri það þá eitthvað nýtt að ég hefði frið með eitt í lífinu.

Þetta hlýtur að þurfa að kanna betur. Eða þeir að svara þessu.

Viðurkenni að mér hefur aldrei fundist malefnin.com vera vefur sem ég nenni að lesa. EN þarf kannski að endurskoða það.

Annsi alvarlegt ef þessir fréttamenn eru undir nafnleynd að standa í ófræingarherferð gegn henni.


Bloggfærslur 5. febrúar 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband