Leita í fréttum mbl.is

Er þetta ekki hálfgerður brandari?

Sturla er að skrifa undir viljayfirlýsingu við Flugstoðir ohf. En Sturla fer með eina hlutabréfið í þessu fyrirtæki. Hélt að hann gæti bara sagt þeim að gera þetta.  Þurfti að grípa til þessa? Lyktar þetta ekki af kosningavíxil því að í tilkynningunni (fréttinni) segir: "Nánari tilhögun undirbúnings og framkvæmdarinnar verður ákveðin síðar. " Nú ef ekkert er ákveðið tilhvers þá að skrifa undir þetta.

Gæti það verið að fréttirnar um Iceland Express og að þeir fengju ekki inn í gömlu flugstöð Flugfélags Íslands hafi hrist upp í Sturlu og hann vilji í kosningabaráttunni geta sagt að unnið sé að lausn mála. Hann hefur ekki talað mikið um þessa samgöngumiðstöð nú síðustu ár.

Frétt af mbl.is

  Viljayfirlýsing um byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri
Innlent | mbl.is | 9.2.2007 | 22:03
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra og Ólafur Sveinsson, formaður stjórnar Flugstoða ohf., hafa skrifað undir viljayfirlýsingu þar sem Flugstoðum er falinn undirbúningur að byggingu og rekstri samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri í Reykjavík samkvæmt gildandi skipulagi. Nánari tilhögun undirbúnings og framkvæmdarinnar verður ákveðin síðar.


mbl.is Viljayfirlýsing um byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing varðandi niðurfellingu á skatti á söluhagnað hlutabréfa

Geir Haarde viðraði um daginn á viðskiptaþingi að næst yrði skattar af söluhagnaði hlutabréfa feldir niður og rökstuddi það með því að þá þyrftu fyrirtæki og einstaklingar ekki að færa hagnaðinn til landa eins og Hollands þar sem þessi skattur er ekki innheimtur. Kristinn H Gunnarsson er að fjalla um þetta á heimasíðu sinni www.kristinn.is  þar segir hann m.a.

Á síðasta ári voru framtaldar fjármagnstekjur um 120 milljarðar króna og álagður skattur 12,2 milljarðar króna. Langstærsti hluti fjármagnsteknanna , liðlega helmingur, er hagnaður af sölu hlutabréfa. Forsætisráðherrann er að boða 6 milljarða króna skattlækkun í ræðu sinni. Hann bregst við skattasmugunni með því að ætla að leggja skattinn af í stað þess að breyta lögum þannig að áfram verði unnt að skattleggja hagnaðinn hérlendis.

Langstærstur hluti af skattalækkuninni mun renna til 1% tekjuhæstu framteljendanna, sem samanstendur af 600 hjónum og 1.072 einstaklingum. Þessi hópur, tæplega 2.300 manns, taldi fram með liðlega 51 milljarð króna í hagnað af sölu hlutabréfa af þeim 62 milljörðum króna sem söluhagnaðurinn var alls. Þetta þýðir að um 82% af allri skattalækkun Geir Haarde rennur til mjög fámenns hóps, sem hefur hæstu tekjurnar í þjóðfélaginu. Skattalækkunin á mann yrði miðað við skattframtöl 2006 að meðaltali 2.2 milljónir króna.

Það er dágóð búbót. Og það sem meira er menn geta haft 22.3 milljónir króna í tekjur án þess að greiða nokkurn skatt, ef áform ráðherrans ná fram að ganga.
Ef launþegar fyndu leið til þess að tekja tekjur sínar fram erlendis í lágskattaríki ætlar forsætisráðherrann að lækka skattana samsvarandi? Hver á þá að standa undir velferðarkerfinu? Aldraðir og öryrkjar?


Yfirgangur og frekja í Kópavogsbæ - Ræðst á náttúruperlu Höfuðborgarsvæðisins

Það á ekki af okkur Kópavogsbúum að ganga þessa daganna.

www.ruv.is

Óleyfilegt jarðrask í Heiðmörk

Verktakar á vegum Kópavogsbæjar grófu breiða skurði og felldu fjölda trjáa í Heiðmörk í morgun til að koma fyrir vatnslögnum fyrir bæinn sem leggja á þvert yfir útivistarsvæðið.

Landið er í eigu Reykjavíkurborgar sem ekki hafði veitt leyfi fyrir framkvæmdinni. Hún var stöðvuð nú síðdegis.

Og svo bendi ég á þessa grein eftir Guðríði Arnardóttur þar sem segir m.a.

En hvers vegna kýs meirihlutinn þessa afarkosti?

Hefði Kópavogsbær ákveðið að taka Vatnsenda allan eignarnámi án þessarar svokölluðu sáttar við landeiganda hefði það tekið nokkra mánuði. Tíminn skiptir hér miklu máli því með flumbruganginum síðasta vor var rokið til samninga vegna Glaðheimalandsins þ.e. þegar fjárplógsmennirnir margræddu voru leystir úr snöru sinni. Þá var samið við Garðabæ að gefa eftir vatnsból sín og kaupa þess í stað vatn af vatnsveitu Kópavogs á niðurgreiddu verði um mitt þetta ár og hestamönnum í Gusti var lofað landi undir nýja hesthúsabyggð í apríl á þessu ári, landi sem þá tilheyrði jörðinni Vatnsenda.

Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarráði reyndu eftir megni að hafa áhrif á þessa ákvörðun löngu fyrir jól. Við vorum tilbúin að standa með meirihlutanum og leita leiða til að fresta flutningi hestamannafélagsins á Kjóavelli. Við hefðum sætt okkur við að kaupa áfram vatn af Reykjavík og niðurgreiða til Garðabæjar næsta árið – þar til fullt eignarnám væri til lykta leitt, enda það miklir hagsmunir í húfi að það hefði vel verið verjandi.
En það var eins og að berja hausnum við steininn – því það er bara sjónarmið eins manns er ræður ferðinni í Kópavogi.


Ekki hægt að segja að bankarnir og stjórar þeirra gangi á undan með góðu fordæmi og sýni hófsemi.

Þegar banki þarf að borga starfsmönnum sínum svona laun þá er eins gott að geta rukkað okkur um nóg af þjónstugjöldum. Og okra á vöxtum til okkar. Og passa sig á að láta viðskiptavini sína vita að þeir geti tekið erlend lán með lægri vöxtum og engri verðtryggingu.

Við munum eftir þessu í næstu kjarasamningum.

Frétt af mbl.is

  Æðstu yfirmenn Landsbankans með samtals 1,4 milljarða í laun og kaupauka
Viðskipti | mbl.is | 9.2.2007 | 18:20
Bankaráð Landsbankans, bankastjórar og sautján framkvæmdastjórar deilda og dótturfyrirtækja bankans fengu samtals 1416 milljónir króna í laun og kaupréttarsamninga á síðasta ári, að því er kemur fram í ársskýrslu bankans.


mbl.is Æðstu yfirmenn Landsbankans með samtals 1,4 milljarða í laun og kaupauka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei Björgólfur þetta er allt okkur að kenna

En bíddu voru það ekki þið sem hrunduð af stað sífellt hækkandi lánum til húsnæðiskaupa og opnuðu á að fólk gæti veðsett eignir upp í 100% af markaðsvirði eignana. Eru það ekki þið sem bætið ofan alla vexti verðtryggingu og þjónustugjöldum sem og vaxtamun.

Eru það ekki bankarnir sem keppast um að dæla peningum inn í atvinnulífið þannig að það virðast ekki ver til það stór kaup að ekki sé hægt að fá lán fyrir þeim. Ég veit að þetta er náttúrulega gott fyrir fyrirtækin og bankana sem græða sem aldrei fyrr. En auðvita er þetta ástæðan fyrir að verðbólgan fór af stað sem og að seðlabankinn hækkar vexti. Svo ekki reyna að firra ykkur ábyrgð á þessu Björgúlfur.

Frétt af mbl.is

  Ekki við viðskiptabanka að sakast þótt vextir séu háir
Viðskipti | mbl.is | 9.2.2007 | 17:14
Björgólfur Guðmundsson. Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sagði á aðalfundi bankans í dag, að hann skildi fullkomlega og deili áhyggjum fólks af háum vöxtum. Ekki sé hins vegar við viðskiptabanka að sakast og þar ættu bankarnir og viðskiptavinir þeirra sameiginlegan óvin. óstöðugleiki og verðbólga væru mein sem allir þyrftu að sameinast um að fjarlægja.


mbl.is Ekki við viðskiptabanka að sakast þótt vextir séu háir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er eins og annað hér á landi. Enginn þarf að bera ábyrgð

Það er ljóst að hér á landi er eitthvað mikið að.

  • Lög eru svo óljós að ekki er hægt að sækja menn til saka sbr.

Segir m.a. í niðurstöðu Jónasar Jóhannssonar, héraðsdómara, að það sé álit dómsins að 10. gr. samkeppnis­laga veiti ekki viðhlítandi lagastoð til að unnt sé að refsa einstaklingum fyrir þá háttsemi, sem þar er lýst, en ákærðu beri að njóta alls skynsamlegs vafa í því sambandi.

  • Embætti ríksisaksóknara undirbýr mál ekki nógu vel sbr.

Dómarinn segist fallast á það með ákærðu að verknaðarlýsing ákæru sé í heild svo óljós, þegar komi að tilgreiningu á háttsemi ákærðu, að ekki sé unnt að verjast henni á fullnægjandi hátt.

Þá telur dómarinn að 10. gr. sam­keppnis­laga veiti ekki viðhlítandi lagastoð til að unnt sé að refsa einstaklingum fyrir þá háttsemi, sem þar er lýst.

  • Dómurinn felst ekki einusinni á að forstjórar beri ábyrgð á því sem starfsmennirnir gera í fyrirtækinu. Sbr

Þá segir í dómnum, að ákæruvaldið byggi ákæru á því að ákærðu beri refsiábyrgð á háttsemi nafngreindra undirmanna, þar á meðal fjölmargra framkvæmdastjóra olíu­félaganna þriggja, sem ákæruvaldið telji viðriðna ætluð brot ákærðu og í augum margra myndu teljast sekir, ef ekki jafnsekir og ákærðu um sum þau brot, sem lýst er í ákæru. Verði því vart dregin önnur ályktun en að sömu einstaklingar hafi gerst sekir um brot á 10. gr. samkeppnislaga.

Segir síðan að það sé álit dómsins, að eins og saksókn í málinu sé háttað sé um svo augljósa og hróplega mismunun að ræða í skilningi stjórnsýslu­laga og jafnræðisreglu stjórnarskrár, að ekki verður við unað, enda liggi engin rök fyrir í málinu, sem réttlætt geti eða skýrt á haldbæran hátt af hverju ákærðu sæti einir ákæru, þrátt fyrir yfir­lýsingu ákæruvaldsins um refsiverð brot annarra yfirstjórnenda olíufélaganna. Sé hér um að ræða bersýnilegan annmarka við útgáfu ákæru, sem feli ekki aðeins í sér brot á lögum um meðferð opinberra mála heldur einnig brot á jafn­ræðis­reglu og leiði af þeim sökum einn sér til þess að vísa beri ákærunni frá dómi.

Semsagt að menn geta brotið á almenningi eins og þeir vilja. Ef upp kemst er fyrirtækið sektað um einhverja smá upphæð en forstjórarnir eru bara í góðum málum og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þeir bera ekki ábyrgð.

Samkeppnislög og önnur lög sem snerta fyrirtæki og ábyrgð á þeim þarf að skerpa. Í öllu þessu frjálsræði sem við erum búinn að veita þessum fyrirtækjum, þarf að vera aðhald með að menn ástundi góða viðskiptahætti og að almenningur sé varinn fyrir brotum af þeirra hálfu. Ég gæti jafnvel fallist á að ef fyrirtæki væri staðið að verðsamráði við önnur á samkeppnismarkaði væri forstjórum þess bannað að sunda viðskipt næstu 10 árin. Eða að minnstakosti á viðkomandi sviði.

Frétt af mbl.is

  Máli gegn olíuforstjórum vísað frá
Innlent | mbl.is | 9.2.2007 | 15:54
Frá málflutningi um frávísunarkröfuna í héraðsdómi nýlega. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi máli ákæruvaldsins gegn þremur núverandi og fyrrverandi forstjóra olíufélaga ólöglegs samráðs félaganna, m.a. á þeirri forsendu að ekki væri hægt að sækja einstaklinga til saka fyrir þau brot, sem ákært var fyrir. Saksóknari lýsti því yfir að úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar.


mbl.is Máli gegn olíuforstjórum vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sláandi samráð viðskiptafélaga"

Afhverju eru það bara FÍB sem virkilega láta heyra í sér vegna hugsanlegs samráðs. Þetta er alveg réttmætt hjá þeim. Það er náttúrulega ekki einleikið þessi tengsl sem eru orðin milli fyrirtækja hér. Oft eru þetta meira að segja sömu aðilarnir sem eiga öll fyrirtækin á markaðnum eða minnstakosti hluta í þeim. Þannig að þarf enginn að segja mér að þeir séu í bullandi samkeppni við sjálfa sig.

Fréttablaðið, 09. feb. 2007 00:30

Sláandi samráð viðskiptafélaga

FÍB sakar íslensku flugfélögin enn um að hafa samráð um verðlagningu á öllu frá fargjöldum og skattheimtu til veitinga um borð. Þessi þróun sé greinileg frá þeim tíma að nýir meirihlutaeigendur komu að Iceland Express í ársbyrjun 2005. Eigendur Iceland Express og eigendur Icelandair hafi margvísleg viðskipta- og eignatengsl. Samstilltar verðhækkanir félaganna séu sláandi: „Þær hafa enn sterkara yfirbragð samráðs heldur en nokkru sinni í tilfelli olíufélaganna - og er þá mikið sagt," segir í nýjasta tölublaði tímarits FÍB sem biðlar til Samkeppniseftirlitsins um að grípa í taumana.


Skyldu Frjálslyndir vera á þessari leið?

Bara svona datt þetta í hug.

Vísir, 08. feb. 2007 22:17

KKK að stækka á ný

Bandarísku kynþáttahöturunum í Kú Klúx Klan vex nú ásmegin vegna vandamála með ólöglega innflytjendur þar í landi. Meðlimafjöldi er í fyrsta sinn í langan tíma farinn að aukast á ný. KKK minnkaði mikið eftir upphaf sjöunda áratugarins en fyrir það gengu þeir um í hvítu sloppunum sínum, brenndu krossa og myrtu saklaust fólk.

Þeir hafa einnig nýtt sér andstöðu fólks við hjónabönd samkynhneigðra og glæpa. Þegar eru þúsundir meðlima um öll Bandaríkin en hundruð manna hafa bæst við að undanförnu. KKK hefur líka lagt hvítu sloppunum sínum og tekið upp klæðnað svipuðum þeim sem nýnasistar eru í en hópar þeirra eru farnir að vinna saman til þess að reyna að ná meiri útbreiðslu.


Bloggfærslur 9. febrúar 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband