Leita í fréttum mbl.is

Mannlegi þátturinn.

Þetta er það sem gerist allt of oft þegar breytingar standa til hjá ríkinu. Einhverjir berservissar ákveða með einhverju fólki í ráðuneytinu að það eigi að breyta til. Það gleymist að hafa samráð við þá sem verða fyrir þessum breytingum. Og þetta skapar óöryggi og mótþróa hjá starfsfólki.

Í þessu tilfelli held ég að ljóst sé að ríkið er að koma sér upp öflugra tæki til að kaupa með þróunaraðstoð atkvæði af Afríku. Það segir sig sjálft að næstu ár verða notuð í að moka peningum í þau ríki sem eru tilbúin að greiða okkur atkvæði í Öryggsráð SÞ. Þróunarstofnun er ekki nógu markviss þar sem hún skoðar ekki verkefnin með þetta í huga.

Frétt af mbl.is

  Sighvati komið á óvart
Innlent | Morgunblaðið | 10.3.2007 | 19:24
Ummæli Björns Dagbjartssonar, fv. framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ) í Morgunblaðinu í gær, um að sameina eigi starfsemi stofnunarinnar og utanríkisráðuneytisins, koma núverandi framkvæmdastjóra ÞSSÍ, Sighvati Björgvinssyni, á óvart


mbl.is Sighvati komið á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helvíti ber karlinn aldurinn illa!

Hefði haldið að hann væri að nálgast sjötugt! Maðurinn rétt gat gegnið síðast þegar sást mynd af 04_10_29_Translation-Xhonum. Og talar eins og öldungur. Líkur á að hann verði sjálfdauður fljótlega.

Frétt af mbl.is

  Bin Laden fimmtugur í dag?
Erlent | mbl.is | 10.3.2007 | 10:38
Osama bin Laden fæddist þann 10. mars árið 1957 í... Osama bin Laden er fimmtugur í dag, þ.e. sé hann enn á lífi. Eitt er víst að talibanar hafa óskað honum langlífi. Lítið hefur heyrst í bin Laden, sem er leiðtogi al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna, og af þeim sökum hafa ýmsir velt því fyrir sér hvort hryðjuverkaleiðtoginn sé allur. Margir leyniþjónustumenn telja hinsvegar að ef bin Laden sé látinn þá væru fréttir þess efnis þegar búnar að birtast á vefsíðum íslamskra uppreisnarmanna.


mbl.is Bin Laden fimmtugur í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er fertugum fært

Held að konan hefi lagt of mikinn trúnað í máltækið " Allt er fertugum fært"

Frétt af mbl.is

  Ökumenn á ferð undir áhrifum
Innlent | mbl.is | 9.3.2007 | 20:59
 Fertug kona lenti í umferðaróhappi á Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag. Hún slasaðist ekki en í kjölfarið var konan flutt á lögreglustöð þar sem grunur lék á að hún væri undir áhrifum lyfja. Sama kona var svo stöðvuð við akstur í Lönguhlíð síðdegis í gær en þá þótti einsýnt að hún væri undir áhrifum lyfja. Aksturslag hennar var samkvæmt tilkynningu frá lögreglu stórhættulegt en konan virtist vera við það að sofna þegar að var komið. Hún var færð á lögreglustöð þar sem læknir úrskurðaði að konan væri óhæf til aksturs.


mbl.is Ökumenn á ferð undir áhrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bókað að bæjarstjóri sé krútt"

Spurning hvort að það sé eitthvað komið í vatnið á bæjarráðsfundum í Kópavogi. Var að lesa eftirfarandi í Fréttablaðinu. Og þetta finnst mér með eindæmum. Get reyndar með engu móti fallist á þessa bókun sem Guðríður gerði en það er auðsjáanlega stuð þarna hjá þeim:

Fréttablaðið, 10. mar. 2007 07:45

Bókað að bæjarstjóri sé krútt

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, er krútt samkvæmt bókun fundargerðar bæjarráðs Kópavogsbæjar frá því í fyrradag.
Hart var deilt um breytingar á deiliskipulagi bæjarins á fundinum. Bæjarráð var samþykkt því að bætt yrði við hæð á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.

Gunnar bæjarstjóri svaraði mótmælum minnihlutans yfir stækkuninni með því að láta bóka að þarna sýndu minnihlutaflokkar hug sinni til Sunnuhlíðarsamtakanna. Á eftir ummælum Gunnars kom bókun sem hljóðaði einfaldlega á þessa leið: „Bæjarstjóri er krútt" og var það Guðríður Arnardóttir úr Samfylkingu sem óskaði eftir að það yrði fært til bókar.

„Ég ákvað að láta jafn ómálefnalega bókun frá mér eins og Gunnar hafði gert á undan," segir Guðríður, sem segir bæjarstjóra hafa gert minnihlutanum upp skoðanir.

„Guðríður er nú sjálf óttalega krúttleg. Þó ætti hún að venja sig af því að vera á móti framförum. Auk þess er hún lánsöm að eiginmaður hennar hefur lengi verið starfsmaður hjá mér og er því vel uppalinn," segir Gunnar sem segist síður en svo vera á móti því að vera kallaður krútt.

Held að það sé nú ekki rétt að maðurinn hennar Guðríðar sé í vinnu hjá Gunnari nú eða síðustu áratugi.


Bloggfærslur 10. mars 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband