Leita í fréttum mbl.is

Gott að vita að ungir framsóknarmenn meta stjórnarskrá Íslands lítið

Skil ekki þessi læti í Framsókn nú korteri fyrir kosningar að leggja svona ríka áherslu á að henda inn ákvæði í stjórnarskrá að algjörlega óathuguðu máli. Þessi flokkur hlýtur þó að gera sér grein fyrir því að Stjórnarskrá Íslands er eins og hjá örðum þjóðríkjum hornsteinn þeirra. Í stjórnarskrá eru meitluð réttindi og skildur borgara viðkomandi ríkisins. Því er það algjör nauðsyn að það sem þangað fer inn sé vandað. Mikill meirihluti þjóðarinar vill fá ákvæði um eignarrétt þjóðarinar á auðlyndum en fólk vill að vandað sé til þessara breytinga þannig að annmarkar á þessu geti valdið ólíkum túlkunum. Og nú er ljóst að greinargerð með þessari tillögu er svo loðin að engin veit í raun hvað á að lesa út úr því. Og ég tel ljóst að úr því verði ekki að fullu leyst á nokkrum dögum á þingi af misvitrum stjórnmálamönnum. Ef að Framsókn væri ekki að reyna að nota þetta sem atkvæða veiðitæki hefðu þeir annaðhvort lagt áherslu á þetta í stjórnarskrárnefnd fyrir ári eða árum. Eða þá lagt þetta áfram í nefnd sem skilaði af sér á næsta tímabili.

Það  sem mér finnst líka skrítið er eftirfarandi: Þeir sem leggja frumvarpið fram eru Geir Haarde og Jón Sigurðsson. En nú er Jón ekki kjörinn fulltrúi á Alþingi. Hvernig getur það verið að menn sem flokkur skiptar í embætti án aðkomu kjósenda hefur heimild til a leggja fram frumvörp á Alþingi?

Frétt af mbl.is

  Stjórn SUF lýsir yfir eindregnum stuðningi við frumvarp um auðlindaákvæði
Innlent | mbl.is | 13.3.2007 | 20:08
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna samþykkti í kvöld ályktun þar sem eindregnum stuðningi er lýst við frumvarp formanns Framsóknarflokksins um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. SUF leggur mikla áherslu á að frumvarpið verði samþykkt áður en þingi lýkur.


mbl.is Stjórn SUF lýsir yfir eindregnum stuðningi við frumvarp um auðlindaákvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er tími til að skipa nefndir

Þetta er nú makalaust. Það er ekki eins og málefni aldraðra hafi verið að versna nú í dag. Það er stöðugt búið að vera að benda á þetta allt þetta kjörtímabil. En viti menn nú á að skipa nefnd:

Síðan var líka stofnuð önnur nefnd sem á að skoða erfiðleikana á Vestfjörðum. Þó að Marel sé að loka þarna verksmiðju hefur jú ástandið verið slæmt í áratugi. En nú á að reyna að kaupa sér atkvæði með því að setja málið í nefnd. Og síðan rétt fyrir kosningar verður tilkynnt um aðgerðir sem eiga að hefjast 2008 eða 9 þegar þessi stjórn er löngu farin frá.

Frétt af mbl.is

  Nefnd skipuð til að annast endurskoðun á lögum um málefni aldraðra
Innlent | mbl.is | 13.3.2007 | 12:12
Jón Kristjánsson er formaður nefndar um endurskoðun laga um... Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nefnd til að annast heildarendurskoðun á lögum um málefni aldraðra. Gert er ráð fyrir að nefndin skili tillögum sínum til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra eigi síðar en 1. desember 2007.

 

Innlent | mbl.is | 13.3.2007 | 11:31

Ríkisstjórn samþykkir að skipa nefnd vegna ástands atvinnumála á Vestfjörðum

Auk fulltrúa forsætisráðuneytis eiga sæti í nefndinni fulltrúi frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, bæjarstjórinn á Ísafirði og framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga. Nefndinni er ætlað að skila tillögum sínum til forsætisráðherra eigi síðar en 11. apríl nk., samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu.


mbl.is Nefnd skipuð til að annast endurskoðun á lögum um málefni aldraðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. mars 2007

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband